Morgunblaðið - 10.11.1971, Qupperneq 2
4
2
MORGUNBLA.ÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1971
SUS fagnar
yfirlýsingu
utanríkisráðherra
— um ítarlega könnun á þýð-
ingu varnarliðs áður en
— ákvörðun verði tekin
MORGUNBLAÐINU hefur
borizt eftirfarandi ályktun
frá stjórn SUS:
Stjórn SUS fagnar þeim
yfirlýsingum, sem fram
hafa komið úr röðum
Framsóknarflokksins, sér-
staklega af hálfu utanrík-
isráðherra, þess efnis, að
túlka beri málefnasamn-
ing ríkisstjórnarinnar um
varnarmál á þá leið, að
engin ákvörðun hafi verið
tekin eða verði tekin um
brottflutning varnarliðs-
ins, fyrr en að lokinni ítar-
legri könnun á þýðingu
þess og hlutverki.
Ungir sjálfstæðismenn
vilja af þessu tilefni árétta
þá skoðun sína, að endur-
skoðun samningsins við
Bandaríkin sé eðlileg á
hverjum tíma, enda sé
sú endurskoðun byggð
á þeirri grundvallarfor-
sendu, að ísland vilji og
muni áfram hafa samstöðu
með öðrum vestrænum
lýðræðisþjóðum í öryggis-
og vamarmálum.
Atvinnulaus-
um f jölgar
Þyrla af gerðinni „Græni risinn".
Keflavíkurflugvöllur;
Þrjár björg-
unarþyrlur
Geta athafnað sig í hvaða
veðri sem er
UM síðustu mánaðamót voru at-
vinnulausir á öllu landinu 340 og
hafði þeim þá fjölg-að á einum
mánuði um 250% eða úr 136, sem
v*r tala atvinnulausra um mán-
aðamótin september—október. I
kaupstöðum voru atvinnulausir
nú 215, en 95 mánuðinn áður. I
kauptúnum með 1000 íbúa voru
3 atvinnulausir, en enginn áður
og í öðrum kauptúniim voru 122
atvinnulausir, en voru 41.
1 kaupstöðum voru flestir at-
vinnulausir í Reykjavík eða 65,
en voru mánuðinn áður 35. Á
Sauðárkróki voru atvinnulausir
51 og hafði fjölgað úr 6, 59 á
Siglufirði og hafði fjölgað úr 29.
Aðeins á Akureyri fækkar at-
EKKI eru öll kuri komin til
grafar í „getraunamálinu“ enn-
þá, þar sem ekki hefur fengizt
vissa fyrir þvi, að umslagið, sem
Getraunum barst, sé það sama
og starfsmenn Getrauna á Húsa
vík innsigluðu. Reynist svo vera
má telja víst, að eigandi get-
raunaseðlanna fái vinninginn,
sem honum þá ber.
Starfsmenn Getrauna á Húsa-
vik hafa borið, að þeir hafi á
föstudagsmorgun innsiglað um-
slag með stimplinum „Sparisjóð-
ur Húsavíkur“ og sams konar
innsigli og stimpill á umslagi
því, sem til Getrauna kom. Nið-
urstöður rannsókna á Húsavik
eru nú á ieið suður, en þar til
37. hjarta-
græðslan
Stanford.
37. sjúklingurinn, sem í hef-
ur verið grætt nýtt hjarta á
sjúkrahúsi Stanford-háskóla,
er við góða Mðan. 15 þeirra
sjúklinga, sem í hefur verið
grætt nýtt hjarta síðan 1958
eru enn á lífi.
vinnulausum um 2, eru nú 13.
1 kauptúnum með 1000 íbúa
eru aðeins menn á atvinnuleysis-
skrá á Patreksfirði — 3 svo sem
áður er getið, en þar var enginn
á atvinnuleysisskrá mánuðinn á
undan. Atvinnuleysi í öðrum
kauptúnum er á Blönduósi,
Skagaströnd, Hofsósi, Árskógs-
hreppi, Raufarhöfn, Vopmafirði
og Bakkagerði. Flestir atvinnu-
leysingjar eru á Vopnafirði 35
að tölu.
VIÐRÆÐUM um landlielgismál-
ið við Vestur-Þjóðverja í Bonn
þær hafa borizt og gengið hef-
ur verið úr skugga um feril um-
slagsins, verður ákvörðun í mái-
inu ekki tekin.
Þess skal getið, að maður sá
sem umslaginu kom í póstkassa
Getrauna í Lauga rdal shöll i n n i
hefur aðeins gefið rannsókr.ar-
lögreglunni eina skýringu á ferli
umslagsins og kom sú skýring
fram í Mbl. í gær. Hins vegar
hafði maðurinn áður orðið tví-
saga við póstmenn, sem spurðu
harrn um máilið.
Venjan er, að starfsmenn Get-
rauna setji i umslög, sem þeir
innsigla, kvittunarmiða, en svo
var ekki gert, þegar umslagið
var innsiglað á Húsavik á föstu-
dagsmorgun. f>á skrifuðu starfs-
mennirnir heldur ekki við inn-
siglið tímann og dagsetningu svo
sem venjan á að vera.
Við yfirheyrslu hjá rannsökn-
arlögreglunni ber maðurinn að
sér hafi fundizt betra að fá póst
stimpil á umslagið og hann þvi
sótzt eftir honum, en hins vegar
hafi hann haldið það öruggara,
að hann sæi sjálfur um að koma
umslaginu í bréfakassa Getrauna
I Laugardalshöllinni en að láta
umslagið í póst með venjulegum
hætti.
Níu ára
drengur
fyrir bíl
Akureyri, 9. nóvember.
NÍU ára drengur á reiðhjóli
varð fyrir jeppabtl í Skipagötu
um kl. 18 í kvöld. Þeir voru báðir
á leið norffur Skipagötu, þegar
slysið varð og segist ökumaður
jeppans ekki hafa séð til ferða
drengsins fyrr en urn seinan.
Drengurinn mun hafa lent
framan á jeppanum, en kastazt
síðan í götuna. Hann hruflaðist
allmikið á höfði, en mun ekki
vera beinbrotinn. Að öðru leyti
eru meiðsli hans ekki könnuð
enn sem komið er. — Sv.P.
Seldi í Grimsby
VÉLSKIPIÐ Guðrún Guðlaugs
dóttir frá Hnífsdal seldi í Grims-
by í gærmorgun 42,5 smálestir
af fiski fyrir 8.730 sterlingspund.
Meðaiverð brúttó var 44,60 kr.
á hvert kg.
Dósent við
Háskólann
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTÍÐ
hefur skipað dr. Jómas Bj ama-
son dósent í efnafræði í lækna-
deild Háíkóla íslands frá 1.
september 1971 að telja.
Fyrirlestur um
þróun alþjóða
peningakerfisins
DR. Jóhannes Nordal, Seðla-
bankastjóri, flytur fyrirlestur á
vegum Hagfræðafélags Islands á
Hótel Loftleiðum, Kristalsal,
nk. fimmtudagskvöld kl. 20.30.
Fyrirlestur dr. Jóhannesar fjall-
ar um þróun alþjóða peninga-
kerfisins. Fundurinn er öllum
opinn, sem áhuga hafa á.
lauk í gær. Samkvæmt upplýs-
ingum, sem Mbl. fékk lijá Hans
G. Andersen, sendiherra, for-
nianni íslenzku viðræðunefndar-
innar er óákveðið, hvenær við-
ræðunum verður haldið áfram,
en um byrjnnarviðræður var nú
aðeins að ræða. Hans kvaðst ekki
geta skýrt frá gangi mála, en
nefndimar hefðn skipzt á skoð-
unurn.
Óvist er hvenær viðræðunum
við Breta og Vestur-Þjóðverja
verður haldið áfnam, hvort fram-
haldsviðræður verða í desember
eða eftir áramót. Það ræðst af
öðrum fundum, sem erlendu við-
ræöunefndimar hafa með hönd-
um. Islenzka viðræðunefndin
kemur heim í dag.
Umferðarslys
á Akranesi
UMFERÐARSLYS varð á Akra-
nesi í gærmorgun um kl. 08 á
Vesturgötu. Bifreið var ekið aust-
ur götuna og var slæmt skyggni.
Lenti bifreiðin aftur undir sorp-
bíl, sem verið var að vinna við.
Líkur benda til þess, að vagn
eins sorphreinsunarmannsins
hafi slegizt í hann, því að hann
meiddist á höfði svo að flytja
varð hann í sjúkrahús.
Ökumaður fólksbifreiðariimar
ber, að Ijós hafi blindað sig og
hann því ekki séð til sorpbílsins
fyrr en slysið varð. ökumaður
meiddist ekki, en hann er grun-
aður um að hafa veriff undir
áhrifum áfengts.
ÞRJÁR stórar þyrlur komti til
Keflavíkurfltigvallar í gær, en
þær verða notaffar til björgitnar-
starfa og leitarflugs. Þyrlur þess-
ar geta veriff á Iofti í hvaffa
veffri sem er og geta bæði komið
til affstoðar á sjó og landi. Eru
þær einkar hentugar í neyffar-
tilfellum.
í þyrlum þesaum er fjögurra
manina áhöfn. Þær bera nafnið
ÞOKA grúfði yfir Reykjavík og
Reykjavíkiirflugvelli í allan gær-
dag. Þokan var þó mismikil og
svo undarlega vildi til, að í hvert
skipti sem flugvél í innanlands-
flugi Flugfélagsins þurfti að at-
hafna sig á fliigvellinum rofaði
til. Aðeins varð smávægileg
seinkun á flugi og fiogið var
til nær allra staða samkvæmt
áætlun.
í GÆR var lögð fram á Alþingi
tillaga til þingsályktunar um nið
urfellingu fasteignaskatts af
íbúðum aldraðra, sem tveir þing-
marnna Sjálfstæðisflok'ksins,
Ragnlhildur Helgadóttir og Ólaf-
ur G. Emarsson, flytja. Hér á eft-
ir fer tillagan í heild ásamt grein
argerð:
Neðri deild Alþingis ályktar að
fela ríkisstjóminni að beita sér
fyiir þeirri breytingu á lögum
um tekjiustofna sveitarfélaga, nr.
51/1964, að sveitarstjórnum
verði heimilt að fella niður fast-
eignaskatt af eigin íbúðum
þeirra, sem náð hafa 67 ára
aldri.
Gr-eiuargerð:
Sú stefna ryður rér æ meir til
rúms, að stuðla beri að því, að
aldrað fólik búi á heimilum frem-
ur en stofnunum, svo lengi sem
kraftar leyfa. Þótt starfsorka sé
nokkuð tekin að dvína og tekju-
möguleikar séu þar með skert-
ir, hafa æ fleiri, sem náð hafa
ellilífeyrisaldri, heilsu, getu og
löngun til að sjá um sig sjálfir.
Er og talið að heilsu og ham-
ingju flestra sé bezt borgið á
þann hátt, að þeir séu sem
lengst sjálfstæðir þátttakendur I
lífi tvailbrigðs starfandi fólks. Til
„Græni riisinn” og hafa ireoan-
borðs gúmbáta, lyf og lætoninga-
taeki og ýmsar gerðir björgunar-
tækja. Einn hirma fjöguma í
áhöfninni er sjúkraliði, sem hef-
ur þjálfun í fallhlífastötoki og er
hann viðbúirm að stötokva baeði
á landi og sjó með súrefni, björg-
unarbát, lyf og fleira.
Unint er að kalla út þjrrlumar
með stuttum fyrirvara.
Samkvæmt upplýsingum flug-
umsjónar Flugfélagsins féU að-
eins niður síðdegisferð til Vest-
mannaeyja. Það var þó ekki að-
eins vegna lélegra flugskilyrða í
Reykjavik, heldur vegna þess að
veður var óhagstætt til lending-
ar I Eyjum. Mun betra skyggni
var á Keflavíkurflugvelli í gær
og hamlaði þoka þar ekki flug-
umferð.
þess að það geti orðið, þarf ým-
iss konar fyrirgreiðsla af hálfu
hins opinbera til að koma. Þar
til má telja, að öldruðu fólki
verði ekki iþyngt með sköttum,
Með ívilnun í skattigreiðslum
aukast líkur fyrir þvi, að þetta
fólk haldi íbúðum sínum og geti
dvalizt þar, meðan heilsa endist.
Ýmis sveitarfélög hafa farið
þessa leið undanfarin ár og lækk
að útsvör þeirra, sem orðnir eru
67 ára, og jafnvel fellt niður út-
svör þeirra, sem náð hafa 70
ára aldri.
Nú, þegar horfur eru á, að
fasteignaskatur hækki, vilja
fliutningsmenn þessarar tiliögu
benda á nauðsyn þess, að heim-
ild til niðurfellingar fasteiigna-
skatts á íbúðir áldraðs fólks,
sem það býr sjálft í, verði lög-
ieidd, fyrst og fremst ti'I að
tryggja ha.g þeirra, sem takmark
aðar tekjur hafa vegma aldurs og
skertrar starfsgetu. Þá má og
benda á að á sveitarfélögum
hvílir ákveðin skylda gagnvart
öldruðu fólki. Það er efalaust
fjárhagslega hagkvæmara fyrir
sveitarfélögin að stuðla með
þessum hætti að dvöl hinna öídr-
uðu á eigin heimilium, fremur
en verja mikliu fé tU byiggingar
elliheimtta.
„Getraunamáliö4*:
Innsigli og stimpill
á umslaginu
Viðræðum lokið í bili
Flogið þrátt
fyrir þoku
Þingsályktunartillaga;
Fasteignaskattur af
íbúðum aldraðra
verði felldur niður