Morgunblaðið - 10.11.1971, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.11.1971, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1971 5 i Island komi ekki fram sem kommúnískt ríki - segir Norges Handels- og Sjöfartstidende 1 ERLEND blöð ræða stöðugt mikið um fyrii'hugaða út- færsliu á landhel.gi Islendinga. Þannig var þetta mái tekið til meðferðar i horska blað- inu „Norges Handels- og „Sjöfartstidende" 2. nóvem- ber sl. og i brezka blaðinu „The Daily Telegraph“ þann sama dag. 1 báðum þessum blöðum eru taldar upp með og á móti ástæður varðandi útfærslu landhelginnar, skýrt frá því, að hún geti reynzt mikilvæg fyrir efnahagslif Is- lendinga, en jafnframt minnt á, að Islendingar hafi áður gert samninga um þessi efni, sem þeir séu bundnir við og verði að fara að alþjóðalög- um en ekki að taka sér meintan rétt sinn sjálf- ir án tillits til annarra þjóða. Þannig segir i Norges Hand eis- og Sjöfartstidende: — Við teljum það full- komna óhæfu, að norrænt land lýsi þvi einfaldlega yfir, að það ætli sér að virða að veitugi gerða samninga og hafa þá að engu. Það er fram koma, sem við áMtum, að ein- ungis væri hugsanleg hjá ríki á lægra siðferðisstigi en Is- land er og við neitum enn að trúa þvi að rikisstjórn ís- lands ætli sér að neita að standa við skyldur sínar. Þá bendir Norges Handels- og Sjöfartsiidende á, að norskir aðilar gætu ef til vill haft áhrif á þessi mál á tveim ur stöðum: Annars vegar gagnvart Islandi, sem ekki á að koma fram sem kommún- iskt riki með fyrirlitningu á samningum, hins vegar gagnvart Evrópu, sem ekki beri að grípa til refsiaðgerða, seim geta verið mjög skaðleg- ar fyrir eina af minnstu þjóð- um Evrópu. í The Daily Telegraph rek- ur Llewellyn Chanter ástæð- urnar fyrir áformum ís- lenzku stjórnai'innar um að færa landhelgina út í 50 míl- ur. Þar er komizt svo að orði í upphafi, að ef maður- inn lifi ekki af brauði einu saman, þá sé það vist að is- land verði að lifa af fiski. Greinarhöfundur gerir grein fyrir þvi sjónarmiði, að það sé ómögulegt fyrir islend- inga að bíða eftir úrslitum langvarandi dóimsmáls fyrir Aiiþjóðadómstóinum í Haag og einnig muni það verða gagnslaust að bíða eftir ai- þjóðasamkomulagi, sem náist á ráðstefnu Sameinuð’i þjóð- anna, er kalla á saman 1973. Málið sé of áriðandi fyrir svo langa málaferli. En hafið- umhverfis island gefi af sér um 1,5 millj. tonn af bezta fiski, sem til sé, fyr- ir heimsmarkaðinn. Ef 50 mílna landhelgin kemst á, þá verða í reynd nær öll þessi fengsælu fiskimið lokuð fyr- ir brezku útgerðinni. Þess vegna sé lítil furða, þó að brezki fiskiðnaðurinn sé í upp námi. Afar lítið sé í aliþjóða- rétti, sem hindrað geti Island í að framkvæma fyrirætlan- ir sinar. Þau ákvæði, sem tii séu hafi í rauninni verið sam in af Islandi, er landið staskk- aði landhelgi sina upp í 12 miliur. Unnið að stækkun Andakílsárvirk j unar MORGUNBJjAÐINU liefur bor- izt eftirfarandi fréttatilkynning: frá st.jórn AiHÍakíIsárx irkjunar: Á fundi stjórnar Andakílsár- virkjunar sem haldinn var í virkjuninni hinn 22. október sl. var gerð svofellid samþykkt: „Stjórn Andakilsárvirkjunar samþykkir á fundi sinurn 22. okt. 1971, eindregin mótmæli gegn því að gerðar verði, af opinberri Marius Ólafsson EFTIR Maríus ólafsson er kom- in út ný ljóðabók, er ber heitið Arfurinn. Er þetta fjórða bók höfundar, en áður hafa út komtð eftir hann: Við hafið 1940, Holta- gróður 1950 og Di’aumar 1956. í síðustu ljóðabókinni, Arfin- uxjn, kennir margra grasa. Höf- undur sækir yrkisefni sín vítt að í sínum frumortu kvæðum, en einnig hefur bókin að geyma ijóðaþýðingar, m.a. tvær eftir William Wordsworth: — „óð bOrnsKunnar og ódauðleikans“ og ,^A vori“ (Brot). hálfu, ráðsitafanir, sem rasika eignarrétti eða umráðum héraðs- búa í Borgarfirði og Akranesi að orkuverinu við Andakilsárfossa. Fagnað er góðum árangri við framkvæmd þeirrar stækkunar, sem nú stendur yfir við orku- verið og lýst yfir óbreyttri stefnu um virkjun Kláffoss í Borgarfirði. Þá er lýst yfir vilja tii þess að starfa með öðrum aðilum að orkuflutningi um landið og tel- ur nú þegar gerða samniniga um kaup á fiiutninigslinu yfir Hval- f jörð gagnlegt spor í þá átt. Þá er lýst yfir því, að virkj- unars'tjórnin tediur nú eins og áð- ur mjög æskilegit að hafa sem nánasta samvinnu við Lands- virkjun um samrekstur og orku- fliutninig." Andakílisárvirkjunin er sam- eignarfélag Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu og Akranesikaup- staðar, stofnað i þeim tilgangi að hagnýta vatnsafl Andakilsár til raforkuframieiðslu og dreif- ingar á raforkunni til bæja og býla innan héraðsins. Undirbúningur að byggingu núverandi oi'kuvers Andakilsár- virkjunar hófs'l árið 1944, og tók það til starfa árið 1947. Þá var það annað stærsta vatnsorkuver Maríus Ólafsson er fæddur Eyrbekkingur og hefur ort kvæði um minningar sínar þaðan, sem birtust í hans fyrstu ljóðabók, og eru talin góð þjóðlífslýsing. Framan af ævi stundaði hann verzlunarstörf á Eyrarbakka og í Reykjavík, en frá 1939 vann hann á borgarskrifstofunum, unz hann lét af störfum fyrir aldurs sakir, en Marius er fæddur 28. okt. 1891. Marius Ólafsson hefur um mörg ár verið formaður Eyr- bekkingafélagsins og er heiðurs- félagi Stórstúku íslands. iandsins. Nú er unnið að stækk- un orkuversáns úr 3.800 kílówött um í 8.000 kílówött. Eins og fram kemur í sam- þykktinni er kominn á samnin.g- ur um kaup á fliuitninigslinu yfir Hvalfjörð, og er gerf ráð fyrir, að afhending fari fram um n.k. ái'amót. Formaður stjórnar Andakils- árvirkjunar er Magnús Guð- mundsson. Aðrir stjórnarmenn eru Daniel Agústínusson, Ing- ólfur Guðbrandsson, Sigurður Siigurðsson, Ingiimundur Ásgeirs son, Ásgeir Pétursson Sveinn Guðmundsson. Sigurður Þórðarson. Sigurður Þórðar- son endurkjörinn formaður Stefnis AÐALFUNDUR Stefnis F.U.S. i Hafnarfirði var haidinn í Sjáll'- stæðishúsinu i Hafnarfirði 2. nóv. sil. Á fundinium sikýi’ði fráfarandi stjóm félagsins frá starfi sLnu á síðasta ári og gjaldkeri las reikn- inga. Þá fór fram stjórnankjör, og var Sigurður Þórðarson endur- kjörinn formaður félagsins. Aðr- ir í stjórn eru Guðriður Sigurð- ardóttir, Sólon R. Sigurðs iin, Birgir Finnbogason, Ólafur Val- geii'sson og Björn Eysteinsson. í varastjóm voru kosin: Lilja Hilmai'sdóttir, Einar Einarsson og Steingrímur Guðjónss >’i. Arfurinn, ný ljóðabók — eftir Maríus Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.