Morgunblaðið - 10.11.1971, Side 14
14
MORGUNBLABIÐ, MIBVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1971
„Nei,“ svara ég. „I>a8 er allt í
lagi,“ segir hún þá. „Heyrðiu.
Þú ert sætur atneð þetta skegg.
Áttu partý?“ — „Nei, ég á eikk
ert partý?“ — Svo bæti ég við:
„Var þetta vinur þinn, sem lög
reglan tók?“ — „Hamin
Stjáni?" — „Heitir hann
Stjáni?" — „Já, Hann
átti partý. Kannsiki kemst
hann. Viitu koma njeð þá?“ Bg
hugsa málið. „Hvað ertu göm-
ul?“ —• „Viltu nafnskírteini,
góði? Ertu í löggunni?" Tötfr-
ar skeggsins eru að bresta. Og
ég flýti mér að segja: „Nei. Ég
er ekki i löggunni.“ En það er
of seint. Hún er horfin í hóp-
inn. Seinna sé ég hana stíga
inn í „tryllitæki". Kannski bíl-
stjórinn eigi partý — eða þá
kunningjar hans. Stjáni fékk
að fara heim siðar um nóttina.
Ölvunin er enn í fulium
gangi. Þeir gera ekki meira en
að hafa undan köllunum, sem
berast á lögreglustöðina. „Ekk.
ert stórvægilegt," segja þeir.
„En nóg er að gera.“
Það er kominn drukkinn mað
ur inn á stöðina. Hann er blöð-
ugur í framan og illa til reika.
„Þessir helvítis kom-múnistar,“
segir hann. „Fyrst borga
ég þeim kaupið þeirra. Svo gef
ég þeim brennivín. Og svo berja
þeir mig.“ Hann kjökrar un4i
ir iþessu vanþakklæti og viil fiá'
lögregl-una til stríðs við komm-
únismann. Þeir reyna að róa
hann. Þvo framan úr honum og
keyra hann heim. Siðar
um nóttina fréttist af hon-
um affcur. Hann hefur einn síns
'liðs lagt til stríðs við kommún
ismann. Aftur er híinn keyrður
heim. Það er hart að mega ekki
-ganga mi-lli bols og höfuðs á
kommúnismanum fyrir lögregl-
unn-i. En við heyrum ekki af
honum aftur.
—O—
„Tilkynning tii bilanna:
Ökumaður G- . . . ók á rauðu
ljósi á gatnamótum . . .og
og hafði skömrnu síðar nærri
valdið árekstri. G- . . . er . . .
árgerð 1963. Tilkynning tái
allra bílanna."
Öku-maður G- . . . næst
skömmu síðar. Hann er
ódrukkinn. Bara að flýta sér.
„Tían. Geturðu komið niður
á stöð og tekið hér drukkinn
mann í fanga-geymsluna? Heyr-
irðu þetta, tían?“
„Kemst ekki strax. Er með
annan drukkinn mann og þarf
að ná í óvelkominn gest
að ...“
i „Allt í lagi. Nokkur bíll ná-
Kvöldið byrjaði, þegar tvær
13 ára stúlkur voru teknar inn
af Austurstræti — báðar áber-
andi ölvaðar. Það gekk illa, að
fá þær tU að segja til nafns.
Það var kergja í þeim og þær
sögðust „gefa skít í lögguna".
Það voru áhyggjur í svip
mæðra þeirra, þegar þær komu,
og þær urðu vandræðaiegar,
þegar þær fengu ekki að leiða
3ætur sínar út úr lögregiustöð
inni. Stúlkiu-nar marséruðu
svipbrigðalausar á undan. Og
dyrnar höfðu ekki fyrr lokast
á hæla kvennanna en síminn
hringdi. Xnnan skamms „logaði
allt í útköllum".
„Suðurbær, Suðurbær. Ertu
ekki búinn að koma mánninum
heim? Getið þið farið strax að
. . .? Það eru víst sla-gsimál þar
inni.“
„Við erum að losna við mann
inn. Við förum að . . .“
„Suðurbær, Suðurbær. Farið
þið strax að Umferðamiðstöð-
inrii. Það hefur orðið þar
árekstur. Við reddum . . . öðru
visi.“
„All-t i lagi. Við förum i
áreksturinn"
„Vesturbær, Vesturbær. Það
er óvelkominn maður að . . .
annarri hæð. Getið þið séð um
hann?“
„Nei. Ekki strax. Við erum
ennþá . . . Förum svo niður í
fangageymslu og sennilega
þarf einn að komast í slysa-
deildina"
„Suðurbær, Suðurbær, stöðv
arbíll, Vesturhær, Austurbær.
Kvöldið er komið í algleym-
ing. Talstöðvamar stoppa
elrki. Reyfkvtíkingar eru að
skemmta sér og nú er Bakkus
borgarstjórinn; ölvun á al-
mannafæri, ölvun og rysking-
ar, ölvun í heimahúsum, ölvun,
ölvun, ölvun og svo er ungur
Þjónusta sú, sem lögreglu-
menn inna af hendi við borgar-
ana, er margháttuð. Hér er
einni frúnni hjálpað við að
skipta um dekk.
Þegar Bakkus er
— brot frá næturvöktum með lögreglunni
piltur tekinn ölvaður við akst-
ur.
Hann viðurkennir strax fyr-
ir varðstjóranu-m að hafa
dreypt á koníaki heima hj'á
sér fyrr um kvöldið. Ekki mik-
ið. Kannski þrjá sopa. Kunn-
ingjar hans drekka með honum.
Þeir fara á veitingahús. Hann
fær sér vodka. Svo elkur hann
heim. „Ég tók bjara sjensinn,"
segir hann við varðstjórann.
Hann er 19 ára og „sjensinn"
brást honum að þessu sinni.
Hann viðurkennir það og er
kurteis í framkomu. Konan aft
ur á móti er örg. Hún vill ekki
segja til nafns. En varðstjór-
inn þekkir hana. Þessi kona
missti ökuskirteinið fyrir hálf-
um mánuði — fyrir ölv-un við
akstur. Nú er hún komin aftur.
„Það kom ekkert fyrir hjá
mér,“ segir hún ölvuð og
þrjósk. „Ég drap engan.“ Hún
drap engan og vill fá að vera í
friði fyrir lögreglunni. Síðast
þegar hún var hérna, féll hún
í -grát. Hún hafði heldur ekki
drepið neinn þá. Nú er hún
harðari — visar á lögfræðing
sinn og vill íá sígarettu. Hún
fær sígarefctuna og svo er
henni ekið heim. Síðar u-m nótt
ina eru f jórir okumenn til við-
bótar tefknir, grunaðir um ölv-
un við akstur. Þá er talan orð-
in 746 frá áramótum. Einn var
á leið upp Laugaveginn. Hann
var að stytta sér leið til kær-
ustunnar. Hún beið. Og hún
fékk að bíða lengur. Þau sváfu
ekki saman þessa nótt — iög-
reglan komst i spilið.
—O-
Það eru slagsmál fyrir u-tan
Tónabæ. Innan dyra er allt í
sómanum. En fyrir utan hóp-
ast unglingamir. Þeir fá ekki
að fara inn og eru argir. Lög-
reglan er fjandmaður þeirra.
Hún fær að kenna á því. Það
kostar átök. Helvitis lögreglan.
„Sástu hann Dúdda?" spyr ein
stúlkan á eftir. „Hann spark-
aði bara í lögregluþjóninn.
Þeir fengu a'ldeilis að hafa fyr
ir hon-um Dúdda.“ Helví-tis lög-
reglan. Það er Dúddi, sem á
aðdáunina i augum stúlkunnar.
Á morgun verður hann stór
karl. „Hann sparkaði bara
í lögregluþjóninn.“
„Áttu sjúss?“ Það er kom-
ung stúlka, sem spyr mig.
lægt stöðinni? Aukabíli, heyr-
irðu í stöðinni?"
Bakkus konungur virðist
mega vel við un-a.
Árekstur á mótum Hring-
brautar og Njarðargötu. Það er
komin hálka á -götumar
og kon-unni tókst eteki að
stöðva í tæka tíð. Lenti beint í
-hlið annars bíls, sem hent-
ist við það á ljósastaur, rann
upp eftir honum og hafnaði á
hvolfi. Ökumaðurinn er einn í
þeim bíl og sleppur með skrám
ur. Það er hans heppni í kvöld.
En bíllinn hans er ónýtur.
Nóttin er að síga á. Sautján
ára piibur tekinn ölvaður tmd-
ir stýri. Tveir menn em
að slást. Og þá berst titkynning
um sj-álfsmorðstilraun. Hrædd-
ir ættingjar hringja í lögregl-
una og segja, að konan hóti
þeim sjálfsmorði. Þeir eru
hræddir. Og það er sett lög-
regluvakt við húsið og hrin-gt
eftir 1-ækni. Hann kem-ur og lög
regl-uvaktinni er afiétt. Síðar
u-m nóttina er konan horfin að
heiman. Leiguibilstjóri tilkynnir
um léttklædda konu í fjörunni.
Það er gefið í. Rauða ljósið
blikkar. Og það er kornið
í tæka fcíð. Konan stendur enn