Morgunblaðið - 10.11.1971, Side 16

Morgunblaðið - 10.11.1971, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1971 Cltgafandi hf. Árvakur, Rsykjavík. Framkvwmdaatjóri Hsraldur Svsinsson. Rilstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur KonráS Jónsson. Aðstoðarritatjóri Styrmir Gunnarsson. RitstjómarfuMtrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100 Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 196,00 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 12,00 kr. eintakið. ÁTÖK f FRAMSÓKNARFLOKKNUM Fkeilur þær, sem nú standa yfir í Framsóknarflokkn- um, eru sumpart sprottnar af persónulegum ágreiningi milli manna, en að öðru leyti byggjast þær einnig á málefnalegum skoðanamun í mikilvægum málum eins og varnarmálunum. Síðarnefndi þátturinn hefur glögglega komið í ljós undanfarna daga í kjölfar þeirra umræðna, sem farið hafa fram um varn- armálin. Stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna hef ur veitzt harkalega að Jóni Skaftasyni, alþingismanni, vegna ummæla hans um varn armálin á fundi í Keflavík. Heldur stjórn SUF því fram, að þingmaðurinn hafi geng- ið undan merkjum málefna- samnings stjórnarflokkanna og haft í frammi „óviðeig- andi aðdróttanir“ um, að fleiri þingmenn Framsóknar- flokksins séu sömu skoðunar og hann sjálfur í þessum efnum. Svar Jóns Skaftasonar við þessum ásökunum er mjög athyglisvert. Hann fullyrðir, að í raun og veru séu ungir Framsóknarmenn að ráðast að Einari Ágústssyni, utan- ríkisráðherra, þar sem hann hafi lýst sig fylgjandi skoð- unum þingmannsins í varnar- málunum. í yfirlýsingu vegna samþykktar stjórnar SUF segir Jón Skaftason m.a.: „Fyrir nokkrum árum var það velþekkt baráttuaðferð Rússa að húðskamma Albani, þegar þeir vildu ná sér niðri á Kínverjum! Mér datt þessi bardagaaðferð í hug er ég las furðulega samþykkt frá stjórn SUF, er birtist í Tím- anum sl. sunnudag....“ Síð- an vitnar Jón Skaftason í ummæli utanríkisráðherra á fundi Varðbergs og segir: „Þetta er nákvæmlega sama skoðunin og ég setti fram á Keflavíkurfundinum, þar sem Einar Ágústsson var við- staddur. Þetta vissu stjórn- armeðlimir SUF er þeir gerðu samþykkt sína. Hún verður því í reynd að skoðast, fyrst og fremst, sem árás á utan- ríkisráðherra og þá stjórnar- stefnu, sem hann ætlar að framfylgja í þessu máli, sem ég hef ekki heyrt eða séð neina stjórnarstuðningsmenn mótmæla, utan þeirra stjórn- armeðlima SUF er að þessari fáránlegu samþykkt stóðu. Vonandi átta hinir vígreifu stjórnarmeðlimir SUF sig á því vindhöggi, sem þeir hafa greitt og „standa með stefnu flokksins og ríkisstjórnarinn- ar“ í málinu hér eftir.“ í þessum orðaskiptum milli Jóns Skaftasonar og ungra framsóknarmanna endur- speglast gerólík viðhorf inn- an Framsóknarflokksins til varnarmálanna. Það hefur lengi verið vitað ,að annar armur Framsóknarflokksins væri andvígur dvöl varnar- liðsins hér, en hinn armur- inn fylgjandi varkárri stefnu í öryggismálunum. Ekki fer á milli mála, eftir síðustu yf- irlýsingu utanríkisráðherra og ummæli Jóns Skaftason- ar í Keflavík, að þeim mönn- um í Framsóknarflokknum, sem fara vilja að öllu með gát, hefur aukizt styrkur. Þó verður að segja þá sögu eins og hún er, að ummæli utan- ríkisráðherra um varnarmál- in eru orðin svo margbreyti- leg, að erfitt er að taka hann alvarlega. Engu að síður.voru yfirlýsingar hans á Varð- bergsfundinum jákvæðar og við þær verður hann að standa. Sovétríkin og landhelgismálið CJjávarútvegsráðherra Sovét- ríkjanna hefur lýst því yfir í viðtali við Lúðvík Jósepsson í Moskvu, að Sov- étríkin geti ekki fallizt á út- færslu íslenzkrar fiskveiði- lögsögu í 50 mílur. Hins veg- ar telji Sovétríkin, að íslend- ingar eigi að hafa forgangs- rétt til fiskveiða á landgrunn- inu við ísland og hefur hinn sovézki ráðherra tekið fram, að Sovétstjórnin sé reiðubú- in til viðræðna við íslenzk stjórnarvöld um það efni. Þessi afstaða Sovétstjórn- arinnar kemur ekki á óvart og er raunar í samræmi við þau sjónarmið, sem talsmenn hennar hafa áður sett fram, að Sovétríkin gætu ekki fall- izt á útfærslu fiskveiðilög- sögu okkar. Hugmynd hins sovézka ráðherra um for- gangsrétt íslendinga til fisk- veiða á landgrunninu virðist í öllum meginatriðum vera sama eðlis og hugmyndir Breta um kvótaveiðar á fiski- miðunum við ísland. Hér virðist vera um sömu afstöðu að ræða, þótt orðalagið sé annað. Þess vegna kemur það á óvart, að Lúðvík Jósepsson telur, eftir Moskvuferð sína, Frá vinstri: Halldór E. Sigurðsson, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Þórarinn Þórarinsson og Jón Árnason. (Ljósm. Mbl.: Kr. Ben.> % Sé eitthvað að gerast, er það utan þingsalanna NÚ ER réttur mánuður síð- an Alþingi kom saman. Þótt þingskjöl séu orðin 58 taísins, hefur harla lítið gerzt. Ríkis- stjórnin hefur að vísu lagt 22 mál fram, en ekkert þeirra stefnumarkandi fram yfir það, sem áður lá fyrir. Þess gætir því ekki á Alþingi, að ný rík isstjórn með nýjar hugmynd ir hafi setzt að völdum. Sé eitt hvað að gerast, er það utan þingsalanna. Að venju var frumvarp til fjárlaga fyrsta málið, sem lagt var fram. Þess vax beðið með talsverðri eftirvæntingu, en hafi menn búizt við einhverri stefnumörkun, urðu þeir hin- ir sömu fyrir miklum von- brigðum. Engin heildarstefna var mörkuð í efnahagsmálum með frumvarpinU). Tekjuliðir allir voru í hámarki, en útgjöld i lágmarki og sýnilegt, að um verulega vanáætlun var þar að ræða. Þó hækkaði fjárlaga- frumvarpið um þrjá milljarða, kr. 3.000.000.000,00 frá gild- andi fjárlögum. Ólafur Jóhannesson flutti ,,hásætisræðu“ sína 18. októ- ber. Ræða hans vakti enga at- hygli, enda að miklum hluta upplestur á málefnasamningn um. Að öðru leyti varaðist hann að láta í nokkru á sér heyra, hvernig ríkisstjórnin hygðist ná þeim markmiðum, sem fram höfðu verið sett. Það hafði sem sé ekki enn gefizt tími til að átta sig á því. Greinilegt var á ræðu for- sætisráðherra, að hann fann sig vanbúinn þessum umrseð- um. Til þess að breiða yfir það beitti hann einkum tvennu: 1. Að leggja áherzlu á það, að „landhelgismálið hafi algjör an forgang". Rétt er það, og ber að virða, en þó litið til að slá sig til riddara með. Hið sama hefði hver einasta ríkis stjórn, sem við völdum hefði tekið gert. Um það efast ekk- ert landsins barna. Eftir er að sjá, hvernig að málinu verður staðið á Alþingi og í viðræðum við aðrar þjóðir. 2. Að leggja áherzlu á, að þetta sé „ríkisstjórn vinnandi stétta.“ Þetta er skrautfjöður, sem ráðherrarnir hafa gefið sér sjálfir, og ég verð að segja að menn eins og Ólafur Jó- hannesson, Magnús Kjartans- son og Magnús Torfi Ólafsson eru í mínum augum ekki meira tákn hins vinnandi verkamanns en hver annar. Eða eigum við að nefna nafn Steingríms Hermannssonar. Gagnvart þorra manna er þetta gömul lumma. Raunar hélt ég, að kommúnistar þætt verið fram til þessa. Að öðru leyti sagði Jóhann Hafstein, að Sjálfstæðisflokk- urinn myndi taka afstöðu til , mála, þegar ríkisstjórnin legði \ þau fram og ljóst yrði, hvern ig hún hygðist standa að mál efnasamningnum. Benedikt Gröndal tók mjög í sama streng fyrir hönd Alþýðu- flokksins. Ragnar Arnalds og Hanni- bal Valdimarsson tóku einnig til máls við þessar umræður, nánast til að lýsa því yfir, að þess hafi ekki þurft. Hinn 21. október var 1. um ræða fjárlaga. Löng ræða fjár "••II i ust hafa einkarétt á þessu góð gæti. Við lesum það í Þjóð- viljanum, að „ríkisstjórn hinna vinnandi stétta“ sitji að völdum í löndum eins og Sov étríkjunum og Austur-Þýzka- landi. Hins vegar eru þær rík isstjómir „borgaralegar", sem við völd eru á Norðurlöndun um og í öðrum vestrænum lýð ræðisríkjum. Jóhann Hafstein gerði í af- gerandi ræðu grein fyrir stef nu Sj álfstæðisflokksins í stjómarandstöðu. Hann lagði einkum áherzlu á: 1. Andstöðu við aukin ríkis afskipti, sem m.a. lýsa sér í fyrirhugaðri Framkvæmda- stofnun ríkisins, „sem hafi á hendi heildarstjórn fjárfest- ingarmála og frumkvæði í at vinnumálum.“ 2. Frumkvæði fslendinga í landhelgismálinu út á við og einhug inn á við. 3. Samstöðu við vestrænar lýðræðisþjóðir í utanríkismál um og að kommúnistum sé haldið utan við öryggismál fs lendinga, svo sem gert hefur málaráðherra breytti í engu þeirri mynd, sem dregin var upp í fjárlagafrumvarpinu, og þeir, sem við stefnumörkun bjuggust, urðu enn fyrir von brigðum. Tekjuöflun ríkia- sjóðs er í endurskoðun, sagði fjármálaráðherra. „Og að því er stefnt að byggja tekjuöflun ríkisins fyrir 1972 á þeim lög- um, sem sett verða að þeirri endurskoðun lokinni. Höfuð- atriðið í endurskoðuninni er skipting skattbyrðinnar, þar sem stefnt verður að því aS létta byrðum af þeim, sem minna mega sin fjárhagslega í þjóðfélaginu.11 Um þetta geta út af fyrir sig allir verið sam mála. Spurningin er bara, við hverja er átt með setningum eins og „þeim sem minna mega sín í þjóðfélaginu“, hvað er þetta víðtækt og hvernig á að fara að þes*u. Um það er engin vísbending gefin og þá er að bíða og sjá, hvað setur. Magnús Jónsson flutti snjaLla ræðu við fjárlagaum- Framhald á bls. 23. að þessi yfirlýsing Sovét- stjórnarinnar sé „þýðingar- mikil og stór“. Allir íslenzk- ir stjórnmálaflokkar hafa verið sammála um, að ekki komi til mála að fallast á kvótafyrirkomulag. Sovétrík- in eru í rauninni ekki að bjóða upp á neitt annað. Af þeim sökum er þessi afstaða þeirra hvorki „þýðingarmik- íl“ né „stór“. Því verður ekki trúað, að sjávarútvegsráð- herra hafi í huga tilslakanir í landhelgismálinu gagnvart Sovétríkjunum. En óneitan- lega vekur hrifning hans á afstöðu þeirra furðu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.