Morgunblaðið - 10.11.1971, Síða 18

Morgunblaðið - 10.11.1971, Síða 18
I 18 MORGUNRUAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. NÖVEMBER 1971 Hnausum, A-Skaft. 30. október. SANDA-KRUMMI, sá er ég sagSi frá i frétt i Morgunblað inu i fyrra ásamt myndum af búskap hans, hefur flutzt bú- ferium. Nú í sumar bjó hann ekki í strompinum á Söndum, en aftur á móti hafa menn það fyrir satt, að nú hafi hann haft jarðaskipti og hafi búið á Rofabæ í sumar. Þar er gamalt fjárhús, sem aðeins er notað að vori. Er bóndinn fór að hýsa fé þama, haíði kxummi byggt laup sinn innst í garðinum. Þarna var greiður iwngangur, þvi að hlaðan hafði verið rif in frá. Varpa hékk á gaflinum og hún teygð yfir stafgólf og íeet á skammbita. — Hafði krummi splittað gegnum möskva með spýtum svo að ekki sviki. Laupurinn var veg legur mjög, úr allskonar efni viði og auðvitað vandlega mál aður hvítur — úr hrafna- driti. Það kom alls ékki að sök þótt fé væri gefið í húsinu. Hefði það lika ekki þótt vel- artaður hrafn, er launaði gott viðmót og fyrirgreiðslu með illu, enda var þess sízt að vænta af Sanda-Krumma. Krummi kom þarna fram 3 ungum eina og I fyrra, sem gæti næstum bent til þess að teknar hefðu verið upp fjöl- skylduáætianir í hrafnasamfé- laginu. Svo er það sagan af henni Öndu. Við fundum hreiður í sumar, sem kjóinn var að ræna. Þrjú eggin voru heil, og ungarnir alveg að brjótast út. Tveir unganna dóu fljótt, en sá þriðji lifði. Hæna tók hann að sér og ólst hann upp með 6 hænuungum. Andarunginn var auðvitað ósköp umkomulaus fyrsrt. — Hann var seinn á fæti, átti vont með að fylgja hænu- mömmu eftir og mataræðið hentaði honum tæpast. En þeg ar einu sinni var búið að venja hann á pyttina í gilinu, fór hann þangað sjálfur til sund æfinga, en rækti hins vegar hlutverk sitt sem hæna á nótt inni. En þama í pyttinum undi þessi andarungi sér, þessa Hýbýli krumma í fjárhúsinu björtu, löngu hásumardaga. — Hann hámaði í sig vatnagróð- ur og skordýr og bókstaflega blés í sundur. Fyrr en varði var þetta orðin önd, falleg og strokin stokkönd með blá- grænar skrautfjaðrir á vængj um. Við skirðum hana Öndu og hún þekkir nafnið sitt. Ef við sögðum: Anda mín — þá kom hún kjagandi og hallaði und ír flatt, afskaplega sæt á svip in. Henni þótti mjög góður kurlaður maís, sérstaklega ef hún hafði vatn til að bleyta hann í. Þrír af hænuungunum sex voru hanar. Anda flaugst á við þessa bræður sína og spjaraði sig ágætlega. Hún beit í lapp irnar á þeim og þeim leizt ekki á, er hún glennti upp þennan langa og breiða gogg. Hún teygði úr sér og æfði vængina; en er hún svo fór að fijúga og ienti mjög nærri gamla hananum, átti höfðing inn það til að móðgast. Svo fór Anda gamla að heiman og sást ekki ailt upp í 3 daga unz hún hætti alveg að koma. Sam býlið við manninn hefði kann ski orðið henni skeinuhætt. — Kannski er Anda nú aðeina minning eins og sólargeislar sumarsins. — Vilhjálmur. Anda bregður á leik með hænunum. Nokkrar athugasemdir við grein Skjaldar Stefánssonar Miðhúsum, Reykhólasveit. 1 MORGUNBLAÐINU 27. októ- ber er grein eftir Skjöld Stefánsson og fjallar hún að mestu um heilbrigðismál. Hann segir að þessi mál séu mjög við- kvæm og verði að leysa þau fljótt og á kostnað Austur-Barð- strendinga. Frá mínum sjónarhóli séð tel ég þetta ekkert viðkvæmnismál sé það rætt umbúðalaust. Hins vegar mun það vera siður þeirra, sem hafa lélega vöru að bjóða að veíja hana inn í sem fegurst- an pappir og hnýta svo utan um með faHegum silkiborða með slaufu á. Skjöldur minnir á hinn mikla samgang sem sé á milli Búðardals annars vegar og Reykhóla og Geiradalshrepps hins vegar og minnist á mjólk- urbúið i þvi sambandd. Það er nú það, þá sögu ætia ég ekki að rekja hér. Hins vegar hefði hann mátt segja okkur frá þjón- ustu sjálfs sín og Áma dýra- lœknis, sem teljast verður góð, sé tekið tillit til vegalengdar. Að minum dómi á Austur- Barðastrandarsýsla ekki samleið með Búðardal. Hún er sjálf af- mörkuð eining með Gilsfjörð að þröskuldi. Hún verður að byggja upp sitt menningarsamfélag með Reykhóla sem miðdepil, vegna þeirra náttúruauðæfa, sem þeir hafa upp á að bjóða. Þar af leið- ir að læknir verður að vera bú- settur á Reykhóium og vinda þarf bráðan bug að því að taka til gaumgæfilegrar athug- unar tUlögur Þórhalls B. Ölafs- sonar læknis um framtíðarskip- an þeirra mála. Þingmenn kjör- dæmisins eiga að hafa -kynnt sér þessar tillögur. Satt er það, að hér fækkar fótki ár frá ári og fer að verða ncesta erfitt að halda uppi félags- legu samfélagi. Við þuríum þingmemi með bein í nefinu tU þess að snúa vöm i sókn. Við þurium ekki þingmenn til þess að leggja byggðarlagið I eyði, það getum við gert hjálpar- laust. Skjöldur telur upp merk- ar stofnanir í Dalasýslu og það gætum við líka gert, þótt það verði ekki gert að sinni. Satt er það að Búðdælingar hafa boðið okkur á sinn fund til þess að ræða heilbrigðismál og þeir hafa líka látið einn héraðslækni sinn arka inn á fund Sambands breið- firzkra kvenna til þess að tala sínu máli. Ég hef síður en svo á móti samstarfi, en eigi að gera það á kostnað annars aðilans þá er verr farið en heima setið. Ef Skjöldur vildi nú aðeins setja dæmið ofurlítið öðm visi upp, þá er ég viss um, að hann fengi aht aðra útkomu. Ef þú, vinur sæll, ættir heima í Króks- fjarðamesi eða Reykhólum. og þar væru nokkur hundruð sálir, heldur þú, að þú vildir að lækn- irinn þinn væri í Búðardal og þú værir lokaður frá því að hafa samband við hann frá kl. 20 að kvöldi og til kl. 8,30 að morgni. Mundir þú þá setjast niður og skrifa grein, sem mælti með þvi að Reykhólalæknishérað yrði lagt niður og allt flutt tíl Búð- ardals. Hugsaðu þig nú ofurlítið um. Hefðir þú gefið þér tíma til þess að ræða þessi mál, þegar þú heíur verið hér í embættis- erindum, þá hygg ég að sjónar hringurinn hefði orðið fleiri gráður. 1 öllum umræðum um lækna- mál virðast margir alltaf halda sig við sama heygarðshornið. Það virðist vera svo að sjúkling- arnir séu til læknisins vegna, en ekki læknirinn þeirra vegna. Aldrei hefur mátt brjóta þetta mál til mergjar, þó að ég sé nærri viss um að meinsemdin er í há- skólakerfinu sjálfu, og fyrst fer að týra á tíkarrófunni, þegar sjálfur Magnús Kjartansson fer að strjúka læknum um bakið og viU íá þá til þess að mala. Ég veát, að þegar þú ert að gera öðrum grein fyrir skoð- unum ykkar Búðdælinga, þá hyggur þú, að þú sért að gera okkur greiða og við eig- um möglunarlaust að fylgja ykkur að málum. Hins vegar hlýtur það að vera lágmarks- krafa sérhvers byggðarlags að íbúum þess sé gert kleift að búa þar og enginn getur ætlazt til þess að fjölskyldur með böm og gamalmenni á sínum snærum uni því til lengdar, að þeim sé gert ógerlegt eða nær því óger- legt að ná til læknis mikinn hluta ársins. Séu íbúar læknis- héraðs það fáir, að ekki sé hægt að búast við því, að læknir fáist til þess að ílengjast þar, verð- ur að gera þær kröfur tii stjóm- ar heilbrigðismála að vandamál- NÝTT RÆKJUVERÐ MORGUNBLAÐINU hefar bor- izt eftirfarandi fréttatilkynning um lágmarksverð á rækju frá Verðlagsráði sjávarútvegsins: „Yfimefnd Verðlagsxáðs sjáv- axútvegsins hefur ákveðið eftir- farandi lágmarksverð á rækju frá 1. néventtber til 31. m>aí 1972. Hafi verðinu ekki verið sagt upp af fulltrúuim í Verðlagsráði fyrir þamin 15. maí 1972, framlengist gildistímirm til 31. október 1972. Rækja, óskelflett í vimrasluhæfu ástandi: Stór rækja, 220 stk. i kg eða fæsrri (4,55 gr hver rækja eða stærri), hvert kg 24,00 krónur. Smá rækja, 221 st(k. til 350 stk. í kg (2,85 gr til 4,55 gr hver rækja), hvert kg 13,30 krónur. Verðið er miðað við, að seljandi skili rækju á flutningstæki við hlið veiðiskips. Verðið var ákveðið af odda- manmi og fulltrúum seljenda í nefndinini, en í henni áttu sæti: Jón Sigurðsson, hagrannsókna- artjóri, sem var oddamaður nefnd arimniar; Ingimar Eimarsson og Jón Sigurðsson, formaður Sjó- maninasamfbanris íslands af hálfu seljenda og Ámi Benediiktasoíi og Maráas Þ. Guðnvundsson af háifu kaupenda.. ið verði leyst með því að setja menn í starfið um stuttan tíma og skipta síðan eins ört og nauð- syn krefur. Nú er að vísu al- mennur læknaskortur í landinu og verður hann sjálfsagt ekki leystur nema með því að út- skrifa fleiri lækna. Hins vegar finnst mér það jaðra við íöður- landssvik, að Jangskólamenn skuli fara úr landi, án þess að sýna þjóð sinni lit á því að end- urgreiða henni á nokkurn hátt menntunarkostnað sinn og ættu þeir af frjálsum viija að ákveða að það skuli vera 2 til 4 ár eftir námstíma. Við lestur greinar Skjaldar Stefánssonar greip mig stund- um sú ljóta hugsun, að hann hefði áhuga á þvi að gera okk- ur að nokkurs konar nýlendu, en auðvitað er slíkum hugsun- um bægt frá. Ég ætla í lokin að draga þetta örlitið saman: f fyrsta lagi vil ég biðja Morg- unblaðið að koma þvi áleiðis til þingmanna Vestfjarðarkjördæm- is, að þeir haldi betur á málum okkar en þeir hafa gert hingað til, en vil þó skilja Matthias Bjamason frá höírunum. Fólk- inu má ekki fækka úr þessu. Vinna þarf bráðan bug að því að gera tillögur Þórhalls læknis að veruleika. Búðdælingum bjóðum við samvinnu á jafnrétt- isgrundvelli, en lendir menn viljum við ekki vera. Verði þinn vilji í þvi, að Reyk- hólalæknishérað verði lagt niður, þá forum við að hugsa til hreyf- ings og hvert skal halda nema suður? Ég hef lokið minum athuga- semdum og vona að það sé þér ekki mjög á móti skapi, þótt tvær hliðar séu á máli þessu. Svo kveð ég þig og óska þess að ykkur gangi vel að byggja upp kauptún ykkar, en það svo framarlega, að þið gerið það ekki á kostnað Austur-Barð- strendinga. Sreinn Gtiðmundsson. Síldveiðin í Norðursjó: 19 bátar seldu fyrir 11 milljónir króna ALLS seldti 19 bátar síldarafla úr Norðnrsjónttm í Danmörkn og Þýzkalandi í sl. viktt. Afla- magn þeirra vax samtals 1.124,7 lestir og heildarverðmaetið 11,2 mllljónir ltr. eða að meðaltaii 9,88 kr. fyrir hvert kíló. Börfkur NK seldi í Danmörku samtails 73,5 tonn fyrir 524,899 kr. — meðalverð 7,14. Bjarrtur NK seldi tvivegis samtals 78,5 tonn fyrir um 891 þúsund kr. Álifta- fell seldi 47,8 tonn fyrlr um 344 þús. krónur — meðalverð 7,20 fcr., Birtinigur 59,3 tonn fyrir um 483 þús. krónur — meðalverð 8,14, Loftur Baldvinsson seldi 76,5 tonn fyrir um 728 þús. krón- ur — meðaiverð 9,52, Þórður Jónsson 4912 tonn fyrir 479 þús. krónur, — meðaJverð 9,74, Ven- us seldi 36,3 tomn fyrir 355 þús. brónur — meðalverð um 9,79, og tii bræðslu 36,3 toinin fyrir 155 þúeund krónur, Bára sekli 408 tonn fyrir 390 þúsund krón- ur, — meðalverð 9,57, Sveinn Sveinbjömsson 45,8 tonn fyrir um 225 þúsund kr. — meðalverð 4,92, Dagíari 44,8 tonn fyrir 365 þúsund krónur — meðalverð 815, Jón Kjartansson 79,5 tonn fyrir 692 þúsund krónur — með- aiverð 8,71, Helga Guðmundis- dóttir 53,6 tonn fyrir 805 þúsund krónur — meðalverð 15,01, Fifill 77,1 tonn fyrir um 1,1 milljón — meðalverð 14,20, Jörundur III 24,3 tonn fyrir 358 þús. — með- alverð 14,75, Hiknir SU 4312 tonn fyrir 589 þús. krónur — meðal- verð 13,63, EkJborg 63,8 tonn fyr ir 887 þús. krónur. All-ir fyrrgreindir bá'ar seidu í Danmörku en að aufci seldu þessir tveir bátar í ÞýzkaLandi: Gunnar 38,7 tonn fyrir um 367 þús. krónur — meðalverð 9,48 og Heimir 80.3 fyrir 714 þúsund — meðalverð 8,89.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.