Morgunblaðið - 25.11.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.11.1971, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBEÍR 1971 Friðrik og Tal \ í fyrstu umferð FRIÐRIK Ólafsson átti að tefla við Mikhaii Tal í fyrstu umferð rninningarskákmóts- ins um Alékine, sem hófst í Moskvu í gær. Áður en fyrsta umferð mótsins hófst, bauð Viktor Ivonin, varaformaður menningarmálanefndar rikis- ins, þátttakendur mótsins vel- komna. Þá bauð Boris Rodinov, varaforseti Alþjóða- skáksamhandsins þátttakend- ’ urna jafnframt velkomna til keppni. Alls verða tefldar 17 umferðir á mótinu og 9 efstu mennirnir hljóta verðlaun. Gamalkunnur sovézkur stór- meistari í skák, Alexander * Kotov, er mötstjóri. Mótið á að standa til 20. desember. Hér fer á eftir tafla með nöfnium og númeraröð kepp- endanna. Sú breyting hefur orðið á frá þeirri frétt, sem birtist í blaðinu í gær, að David Bronstein verður á meðal þátttakenda, en Búlg- arinn Bobotsov fellur út. Þingmönnum þakkað Á aðalfiindi Heimis, félags ungra sjálfstæðismanna í Kefla- vík, voru nýlega gerðar álykt- anir þar sem þingmönnum Reykjaneskjördæmis voru færð- ar þakkir fyrir fram komna þingsályktunartillögu um að gerð skuli áætlun um opinberar framkvæmdir á Suðurniísjum. Ennfremur beinili fundurinn þökkum til þingmanna Sjálfstæð isflokksins í Reykjaneskjördæmi fyrir að koma upp reglubundn- um viðtalstimum á Suðiirnesjum fyrir kjösendur. Ályktanir aðal- fundar Heimis eru svohljóðandi: FAMKVÆMÐAÁÆTLUN „Aðal'fundur Heimis FUS i Keflavík, haldinn 21. nóv. 1971, þakkar þingmönnum Reykjanes- kjördæmis, svo og öðrum þeim, sem að hafa unnið, fyrir fram komna þingsályktunartillögu um að gerð skuli áætlun um opin- berar framkvæmdir á Suður- nesjum. Fundurinn ályktar einnig, að i krafti þeirrar samstöðu sveitar- stjórna á Suðurnesjum, sem sagt er frá i greinargerð fyrir tiiióg- unni, hljóti að fást fylgi til sam- þykktar hennar á Alþingi. Einnig væntir fundurinn þess, að sú samstaða megi verða svæo- inu til góðs í fjölmörgum mál- um, þar sem fyrir liggur lausn ýmissa verkefna af hálfu sveit- arfélaga, ýmist með stuðningi rikisvalds eða án, þar sem sam- starf þessara sveii'astjórna er hagkvæmt, og í mörgum tikfeli- um nauðsynlegt til að árangur náist. Fundu.rinn áiyktar ennfremur, að þingsályktunartiiiaga sömu þingmanna um breytingar á sýsluskipan í kjördæminu sé í fullu samræmi við hina fyrr- nefndu, og að þar sé einnig hreyft miklu hagsmunamáli Suð- urnesjamanna.“ Hvikum ekki Tónskóli efnir til happdrættis NÝTT húsnæði í Helliisundi 7 hefur verið keypt fyrir starfsemi Tónskóla Sigursveins I>. Krist- inssonar. Tónskólinn hefur starf- að í sjö ár og stækkað mikið. Honum er ætlað að starfa sem alþýðtLskóli fyrir fólk á öllum aldri án inntökuskilyrða. Styrkt- arfélag fyrir skólann er starf- andi og hefur stntt skólann ásanit skólagjöldum fram að þessu. Vegna húsakaupanna skortir nú fé til viðhalds og breytinga á húsinu, og hefur því verið efnt til happdrættis. Vinningar eru samtals að verðmæti 200.000 kr. og ailt hljóðfæri. Nefnist happ- drættið hljóðfærahappdrætti Tón skólans. Dregið verður á Þotiák.smes.su, en aðalsölustaður verðui- -fom- bókaverzlunin Bókin, Skólavörðu- stíg 6. Skólastjóri er Sigursveinn D. Kristinsson, en í s'kólaráði með honum eru Hallgrimui' Jakobsson, formaður, Guðni Guðnason, ritari, Gunnar H. Jónsson, ftr. kennara og Gunnar Halldórsson, ftr. nemenda. MBL. hefur borizt eftirfarandi samþykkt frá Trésmíðafélagi Reykjavíkur: FÉLAGSFUNDUR i Trésmiða- félagi Reykjavíkur, haldinn í Lindarbæ, 18. nóvember 1971, tel- ur, að ekki komi til mála að hvika frá kröfunni um, að stytt- ing vinnutímans í 40 kist. á viku komi til framkvæmda strax. Fundurinn heitir því á 18 manna nefnd A.S.Í. að óska eftir þvi við ríkisstjórnina, að hún leggi nú þegar fram á Alþingi frumvörp um vinnutímastytting- una og um lengingu orlofsins, svo sem heitið er í ríkisstjórnar- sáttmálanum. Fundurinn lýsir stuðningi við störf 18 manna nefndarinnar, hann endurtekur fyrri yfirlýsing ar félagsins um fullan stuðning við kröfuna um sérstaka hækk- un á lægstu laun og hvetur til að vera vel á verði gegn öllum til- raunum til að rjúfa góða sam- stöðu hreyfingarinnar í kjara- baráttunni. Ný barnabók í SA FOI.DA RPRE NTSMIÖJ A h.f. hefur gefið út bókina „Sag- an af f,:i bha pabbakút" eftir Vil- borgu Dagbjartsdóttiir. Höfundur hefur áður skrifað nokkrar barnabækur. Þessi nýja bók, sem er rúmar 30 blaðsíður að stærð, er skreytt allmörgum myndum, litmyndum, sem höf- undur hefur teiknað. Vilborg hefur ennfremur teikn- að kápuna. Samfelldur skóladagur — Könnun hafin FRÆÐSLURÁÐ Reykjavíkur samþykkti í haust að láta gera athuganir á því hvaða breytingar þurfi að gera á skólastarfi og skólahúsnæði til þess að skóla- dagur nemenda verði samfelldur og hvað slíkar breytingar mundu kosta. En miklar umræður urðu í upphafi skólaársins um óþægi- lega ósamfelldan skólatíma barna í borginni. Nýlega skýrði Jónas B. Jóns- son, fræðslustjóri, fræðsluráði frá því að hann hefði í samræmi við þetta ráðið Benedikt Gunn- arsson, tæknifræðing, til að gera þéssar athuganir. Fræðslustjóri tjáði Mbl., að byrjað yrði á því að kanna vega lengd frá heimilum barnanna að skólanum, méð tilliti tij þess að vita hve margir nemendur geti auðveldlega skroppið heim í mat. Síðan yrði farið að athuga um aðra þætti málsins, og m.a. gert ráð fyrir að athugað verði hvort sérgreinar geti fallið að öðrum námsgreinum. Góður af li á Flateyri Skortur á mannafla HÉÐAN eru gerðir út fjórir bát- ar og aflinn undanfarna daga verið mjög góður, fengizt upp í 15% lest í róðri. Mjög tilfinnan- legur skortur er á mannafla í frystihúsinu. Vélskipið Sóley, sem hefur ver ið gert út hér að undanförnu af Hjallanesi h.f., hefur skipt um eigendur og er gert út af Odda h.f. hér á Flateyri. Er Sóley byrj- uð línuveiðar. Hefur hún farið tvær legur og fengið 8 tonn í legu. Allir vegir eru færir hér, eins og að sumarlagi. En það er óvenjulegt á þessum árstíma. — Kristján. Jónatan Þórmundsson formaður Félags háskólakennara AÐALFUNDUR Félags hásikóla- kemnara var haldinn hinn 1. nóvember síðastliðinn. Formaður félagsins, Þór Vii- hjálmsson prófessor, baðst undan endurkosningu, og var Jónatan Þórmundsson prófessor kjörinn formaður i hans stað. Aðriir i s'tjórn eru Einar Sigurðs- son hás'kólabókavörður, varaíor- maður, Óskar Halldórsson lefctor, ritari, dr. Þorsteinm Sæmunds- son, gjaldkeri, og dr. Guðmundur Eggertsson prófessor, meðstjórn- andi. Félag háskólakennara var stofnað árið 1969, en fyrirrennari þess var Félag starfsmanna Há- skóla íslands, sem stofnað var 1942. Félagsrétt eiga allir kenn- arar, er haifa aðals'tarf við H. 1., visindalega menntaðir starfs- menn H. 1. eða háskólastotfmama og annað starfsfólk H. 1., er hef- ur háskólapróf. Mynd þessi var tekln á mánudag, 22. nóvember í Arlington kirkjiigarðinum í Washington. Þann dag vorn liðin átta ár frá niorðinu á John F. Kennedy, þáverandi forseta, og sýnir mynd- in þegar Edward Kennedy þingniaður kom til að niinnast bróður síns í tilefni dagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.