Morgunblaðið - 25.11.1971, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.11.1971, Blaðsíða 31
1 I MORGUN®LAÆ>IÐ. FIMMTUDAGUR 25. NÓVBMBER 1971 31 ÍSÍSn'D'MEÉlIDB^oig'UíiWaás/ns Gísli Ha Ildorsson, forseti ÍSÍ, flytur ræðu sína. Metaðsókn að sund- stöðum og íþróttasölum Grósku í íþróttalífinu lýst á formannafundi ÍSÍ Forniannafnndur l.S.f. var lialdinn urn s.l. lielgi að Hótel lyoffleiðiim. Fnndinn sóttu auk stjórnar samlrandsins, formenn 17 Héraðssainbanda og 10 sér- sambanda. Gestir fundarins voru: Þorsteinn Einarsson, iþróttafiilltrúi ríkisins, Stefán Kristjánsson iþróttafulltrúi Reykjavíkur og Reynir Karls- son, Æskulýðsfulltrúi ríkisins. RÆflA FORSETA f.S.f. Gisli Halldörsson forseti l.S.l. setti fundinn með ræðu, þar sem hann gaf yfirlit yfir framvindu ýmissa mála frá síðasta for- mannafundi, en þeir eru ha'ldnir á 2ja ára fresti. Hann lýsti ánægju sinni með tilkomu Trimm-herferðarinnar í kjölfar Iþróttahátíðarinnar á sl. ári. Kvað forseti l.S.Í. Trimm- starfsemina hafa fengið mjög já kvæðar undirtektir, bæði hjá al- menningi og stjórnarvöldum. Gísli Halldórsson kvað stjórn l.S.f. vera með í undirbúningi stofnun grunnskóla og nám- skeiðastarfsemi, ,þar sem sér- stök áherzla yrði lögð á að und irbúa iþróttaleiðtoga til sinna þýðingarmiklu starfa. Skiptu íþróttaleiðtogar nú þúsund- um víðs vegar um landið og væri augljós nauðsyn þess að þeir fongju haldgóða undirstöðu- menntun og fræðslu um hin marg víslegu verkefni er þeim væri ætlað að inna af höndum. Loks ræddi forseti l.S.f. ítarlega um fjármál iþróttahreyfingarinn ar. Hann minnti á hversu vel heffii tekizr til um sítarfsem.i Get- rauna. Þær væru íþróttastarf- seminni mikil lyftistöng og fyr- irtækið nyrti vaxandi trausts og álits meðal.allra landsmanna. Jafnframt ræddi hann um sam Skipti við opinbera aðila á fjár- málasviðinu. Um það mál sagði forseti Í.S.Í. m.a. Stjórn Í.S.Í. vinnur markvisst að því afi fá aukin fjárframlög frá rikisvaldinu og sveitarfélög um. Enda þótt okkur finn- ist stundum ganga hægt, verður eigi annað sagt en að vaxandi skilningur og velvilji sé fyrir hendi hjá opinberum aðil- um. Hefur hinn aukni stuðning- ur þróazt jafnt og þétt á undanförnum árum og vil ég sérstaklega minnast á hækkun til íþróttasjóðs sbr. frumvarp til fjárlaga fyrir árifi 1972. Við fögnum þessum vaxandi skiiningi og metum og þökkum hina auknu aðstoð. GETRAUNIR Gunnlaugur J. Briem gjald- keri Í.S.Í. og Stjórnarformaður Getrauna gaf yfirlit yfir starf- semina á s.l. ári. Á miðju ári 1970 var undirritaður nýr samn ingur um rekstur Getrauna með aðild Iþróttanefndar ríkisins, Í.S.Í. U.M.F.Í., K.S.l og I.B.R. L.á fyrir fundinum prentuð skýrsla með ítarlegum töluleg- um uppilýsin,gum, sem sýnir fram á sívaxandi starfsemi Sagði stjórnarformaður Getrauna, að við sölu getraunaseðlanna störf uðu hundruð sjálfboðaliða um land allt. Loks kvaðst hann vilja geta sérstaklega um vel- vilja og skilning af hálfiu íþrótta fulltrúa rikisins, Þorsteins Ein- arssonar, i garð hinnar frjálsu íþróttastarfsemi, við uppbygg ingu og mótun Getraunastarf- seminnar. LEIDTOGANÁMSKEIH — SUMARBtTÐIR Hannes Þ. Sigurðsson og Sig- urður Magnússon fluttu erindi um Leiðtoganámskeið og starf- semi sumarbúða. (íþróttamið- stöðvar). Kom fram í erindum þeirra að um allan heim í starfsemi hinn- ar frjálsu íþróttahreyfingar væri gert sífellt meira og meira að því að undirbúa íþróttaleið- toga til starfa. íþróttahreyfing- in yrði að sinna fleiri verkefn- um en þeim, sem mæld yrðu í sentimetrum og sekúndum. Uppeldislega hliðin i starfsemi íþróttahreyfingarinnar væri stöð ugt að verða nauðsynlegri og þýðingarmeiri. Á tímum upp- lausnar, óróa og agaleysis, þar sem hvers kyns mannlegar dyggðir ættu í vök að verjast, væri hlutverk íþróttahreyfingar innar sérstaklega mikilvægt. Fræðslu- og félagsmálastarfsem- inni þyrfti þvi að sýna sérstaka ræktarsemi. Samfélagið þyrfti Svvo sannarlega á þvi að haída og iþrót.tahreyfingin fjölmenn- asta æskulýðshreyfingin í land- inu, gæti lagt þessum málum aí- ar mikið lið. TRIMMIfl Sigurður Magnússon gaf yfir- lit yfir margvíslega útgáfu- og kynningarstarfsemi, sem Í.S.l. hefði ráðiBt í til að auka áhu.ga og skilning alls almennings á nauðsyn hæfilegrar hreyfingar pg útivistar. Það var upplýst á fundinum, afi ótviræður árangur hefði orð- ið af Trimm-herferðinni og raark visst mundi unnið áfram að þess- um málum. Var m.a. upplýst að aðsókn að sundstöðum hefði stórlega auikizt, eftirspum ef>tir iþróttasölum væri meiri en nokkru sinni fyrr og ekki hægt að sinna nærri öllum beiðnum, þátttaka í skipulögðum ferðalög um ag gönguferðum hefði verið í hámarki á s.l. sumri og hvar vetna mætti sjá merki þess, að útivisit og hreyfing ætti meiri hljómgrunn hjá öllum almenn- ingi en áður þekktist. NEFNDARSTÖRF F,h. á sunnudag var fundin- um skipt upp í umræðuihópa þar sem rætt var nánar um hina ýmsu þætti. í greinargerðum um ræðuhópanna kom fram mikil samstaða um þau meginmálefni, sem áður hafði verið fjaliað um í einstökum framsöguerind- um. Lýstu ráðstefnufulltrúar sig samþykka í öllum aðalatrið- um stefnumörkun stjórnar Í.S.Í. og töldu að vel væri að fram- kvæmdum staðið. Fundurinn lagði lika áherzlu á, að þegar á næsta ári yrði haf- izt handa uim framkvæmd leið- toganámskeiða og yrði í þeim efnum haft náið samstarf við íþróttafulltrúa, æskulýðs- fulltrúa og U.M.F.Í. Sömuleiðis kamu fram um það ákveðnar ábendingar, að Í.S.Í. beitti áhrif um sínum til þess, að frœðsluyf- irvöldin í landinu tækju félags- málafræðslu inn í starfsemi skól anna sem fastan kennsluþátt. Reynir Karlsson, nýráðinn æskulýðsfulltrúi ríkisins iýsti ánængju sini yfir hversu lS.1. legði mikla áherzlu á að auka og bæta hið félagslega starf og kvaðst vilja í starfi sínu stuðla að samræmdu átaki þeirra ýmsu félagasamtaka, er ynnu að úr- lausn þessara verkefna. ÞORSTEINN EINARSSON, HEIflRAflUR 1 lok formannafundarins var efnt til kvöldverðar til heiðurs Þorsteini Einarssyni íþróttafull trúa og konu hans. Þorsteinn Einarsson er sextugur um þess- ar mundir og á s.l. vori haifði hann gegnt starfi íþrótta- fulltrúa i 30 ár. Við þetta tækifæri voru Þor- steini og konu hans frú Ásdisi Jesdóttur fluttar margar ham- ingjuóskir, ýmist i óbundnu eða bundnu máli og færðar gjafir. Kom greinilega fram í máli allra, hversu feikilega mikið og Innláns- deild yfirtekin SAMKOMULAG varð um það fýrr á þessu ári að Samvinnu- bankinn yfirtæki Innlánsdeild Kaupfélags Stöðfirðinga, en Sam vinnubankinn hefur allt frá ár- inu 1964 starfrækt umboðsskrif- stofu á Stöðvarfirði. Hefur nú verið gengið frá millifærslu Innlánsdeildarinnar til bankans og námu innistæð- ur í henni tæpum 8 millj. kr. við yfirtökuna. Forstöðumaður umboðsskrif- stofu Samvinnubankans á Stöðv arfirði er Friðgeir Þorsteinsson, fyrrum oddviti, Árbæ. (Fréttatilkynning frá Sam- vinnubankanum). — Innrás Framhald af bls. 1 hafi leitt til þess að skriðdrekar Indverja hafi gert það engu að síður. Viðurkenndi talsmaður ind- versku stjórnarinnar þetta í dag, en vildi ebki segja nánar hve langt inn í Pakistan skriðdrek- arnir voru sendir. „Ég get ekki gefið það upp í metrum eða fet- um,“ sagði talsmaðurinn, „en eitt get ég sagt ykkur. Þetta get- ur gerzt á ný.“ Aðspurður hvað við væri átt með þvi að indverskum hermönn um væri nú heimilt að fara yfir landamærin inn í Austur-Paki- stan í varnarskyni, svaraði tals- maður ríkisstjórnarinnar I dag að foringjum í hernum hefði ver- ið tilkynnt að þeim væri heim- ilt að senda sveitir yfir landamær in, ef ráðizt væri á varðstöðvar Indverja. Aðspurður hve háttsett ur viðkomamdi foringi þyrfti að vera til að geta tekið ákvörðun um árás yfir landamærin, svar- aði talsmaðurinn: „Jafnvel ó- breyttur hermaður — ef hann er einn á ferð — getur tekið þessa ákvörðun ef skotið er á hann yfir landamærin." Fátt hefur frétzt frá Pakistan i dag um átökin, en þó var skýrt frá þvi að foringjar úr hernum, sem verið hafa í leyfum, hafi verið kvaddir til herþjónustu. Einnig hefur verið lýst yfir út- göngubanni í Dacca, höfuðborg Austur-Pakistan frá klukkan 17,30 í dag. í gær var lýst hern- aðarástandi í landinu. Viða að hafa borizt áskoranir til ríkisstjórna Indlands og Pak- istans um að reyna að leysa deii- una á friðsamlegan hátt og koma í veg fyrir styrjöld, meðal ann- ars frá stjórnum Frakklands, Bandarikjanna, Sovétrikjanna og Malaysíu. Þá hafa verið kannað- ir möguleikar á að flytja erlenda borgara burt frá Austur-Paki- stan, meðal annars hafa 35 starfs menn Sameinuðu þjóðanna ver- ið fluttir þaðan vegna ástands- ins. óeigingjarnt starf Þorsteimn hefði innt af höndum, þar væri aldrei spurt um tíma eða greiðslu, heldur miðað við það eitt að leiða góð málefni fram til sigurs. Hið frjálsa íþrótta- og ungmennafélagsstarf ætti ótrauð an og öruggan liðsmann þar sem Þorsteinn Einarsson, íþróttafull trúi væri annars vegar. Að lokum þakkaði íþróttafull trúi allan sóma og velvild, er þeim hjónum voru sýnd. Greindi hann frá ýmsum atvik- um úr löngum og ánægjulegum samskiptum sínum við iþrótta- og ungmennaflélögin i landinu og lét m.a. svo ummælt, „að það stæði enginn einn, sem ætti for- ystumenn þessara samtaka að vinum og samstarfsmönnum." — Laxastrul ( Frainhald af bls. 1 ári um 250 milljónum norsJcra króna (um 3,2 milljarðar íi»L króna), en innflutningur Dana. um 150 milljónum króna (um 1,8 milljarðar islenzkra króna). t: Því er haldið fram í Banda-i ríkjunum að laxinn, sem Dainir og Norðmenn veiða á hafinu út af ströndum Grænlands, korni úr ám i Bandaríkjunum og Kanada. Fylgir það sögunni að þessar út- hafsveiðar gangi mjög á lax- stofininn, og að margar ár í Norður-Amerúlku séu að verða fiisiklausar. Þinignetfndin bandariska hefur undanfama þrjá daga hlustað á frambuið vitna um áhrif lax- veiðanna. Eina röddin, sem þar heyrðist mæla gegn frumvarp- inu, var fulltrúi dansk-bainda- ríska verzl'unarráðsins í New York, Irving Usen. Sagði hann meðal annars að innflutnings- bann kæmi harðast miður á bandarískum neytendum, en danskir fiskiimenn gætu selt afla sinn á öðrum mörkuðum. — Rhodesia Framhald af bls. 1 in'gurrnn verður lagður fyrir brezka þingið á morgun, fdmmtu- dag. Þó þykir fullvíst, að i stað viðurkenningar á sjálfstæði landsins fallist stjóm Rhodesíu á að veita blöikkumönnum aukin stjórnmála- og afnahagsfríðlindi. Sem stendur fara hvitir menn með öll völd í Rhodesáu, þótt þeir séu aðeins um 229 þúsund, en blökkumenn 4,8 mittjónir. Ekki er sennilegt að nýi samn- ingurinn veiti blökkumönnum strax aukin völd í landimu. Haft er etftir fulltrúum, sem tóku þátt í samnmgunum að reiknað sé með að hvítir menn fari áfram með völdin næsta aldarf jórðung. Hins vegar heitir brezka stjórn- in fjái’hagslegum stuðningi til að búa blökkumenn undir meiri áhrií, meðal annars með aukinni menntun. Sir Alec Douglas-Home heldur heimleiðis frá Salisbury i dag, og er væntanlegur til London snemma i fyrramálið. Má búast við að hann mæti harðri gagn- rýni í brezka þinginu, þegar málið verður tekið þar fyrir á morgun. Þótt brezka stjómin hafi fagn- að samningnum, eru ekki allir jafn ánægðir. Þannig segir brezki þingmaðurinn Humphrey Berkeley — sem sagði sig úr Ihaldsflokknum vegna kynþátta- mála og gekk i Verkamanna- flokkinn —- að málstaður þess illa hafi sigrað. Hann sagði, að leitt væri til þess að vita að framabraut Sir Alecs hafi hafizt með smánarsamningunum í Múnchen, og að henni ljúki með smánarsamningunum í Salis- bury. Sir Alec var einkarltari Neville Chamberlains, forsætis- ráðherra, árið 1938, þegar Cham- berlain undirritaði samninginn við Adolf Hitler í Múnchen og afhenti þar með nasistum Sudet- enlandið í Tékkóslóvakíu. Þegar Sir Alec og fylgdarlið hans gengu af fundinutm með Ian Smith í morgun eftir að hafa undirritað samninginn, voru blaðamenn þar fyrir til að spyrj- ast fynir um árangurinn. Að- spurður hvað gerðist ef samning- urinn yrði fettdur við þjóðarat- kvæðagreiðsluna í Rhodesíu, svaraði einn brezku fulltrúanna: „Fyrir aUa muni, aðeins eitt í einu. Við vorum að komast yfir eina hindrunina." Einn blaða- mannanna spurði Smifih hvermg hann héldi að hvitir Rhodesíu- búar tækju samningnum. „Þeir verða ánægðdr," svaraði Smith. En hvað þá með blökkumenn i Rhodesdu? „Blökikuimen okkar eru ánægðastir aUra blökku manna," svaraði þá forsætisráð- herrann. Aðspurður um eigið álit á samningnum svaraði Smith að hann væri harðánægður. Og þegar loks forsætisráðherrann var spurður um hvenær vænta mætrti meirihlutastjórnar í land- inu, svaraði Smith: „Við höfutn nú þegar ábyrga meirihluta- stjórn."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.