Morgunblaðið - 25.11.1971, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.11.1971, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1971 23 I fundarsal Alþingis. Frenistir á myndinni eru Villijálniur Hjálinarsson og: Gísli Guðniimdsson. (Ljósm. Kr. Ben.). — Alþingi Framhald af bls. 11. efnasamningsms, en hins veigar ekiki, hver vœri skoðun hvers stjórnarflokks um sig og hvers i'áóherra um sig. A1 þimgisimað urinn sagðist hljóta að vekja athygli á því, að hér vantaði á, að fullar skýringar hefðu verið gefnar, sem ekki að- eins ALþinigi, heldur þjóðin öll ajtti kröfu til að fá. Einar Ágústsson, utanríkisráð- herra, sagði, að endurskoðun varnarsamningsins færi fram í því augnamiði, að herimn fari í áföngum, og að uppsögn færi ekki fram fyrr en að henni und- angenginni. Jóhann Hafstein (S) sagðist harma það, að það skyldi vera eltit af fyrstu verkum forseta sameinaðis þings að verða ekki við tilmælum um það, að um- ræðum yrði frestað, til þess að forsætisráðhen'a gæti upplýst það, hvernig skilja bæri málefna- samning ríkisstjórnarinnar varð- andi uppsögn varnarsamnings- ins, en utanríkisráðherra og sjáv- arútvegsráðherra hefðu gefið um það gagnstæðar upplýsingar. Utanríkisráðherra hefur sagt og endurtekur það nú, sagði Jó- hann Hafstein, að uppsögn fer aðeins fram eftir endurskoðun og á grundvelli hennar. Viðskipta- málaráðherra hefur sagt, og það stendur eftir honum í blöðum í dag, að uppsögnin fari fram alveg óháð þvi, hver niðurstaða endurskoðunar verði. Hér þurfa þingmenn og þjóðin að fá að vita, hver er að fara með rétt mál. Viðsíkiptaráðherra sagði, að það væri svo ákaflega auðvelt að skilja stjórnarsáttmálann, að- eins að lesa hann og sýna miði- ungsdómgreind. Hvorn af þess- um ráðherrum skortir miðlungs- dómgreindina ? Formaður Alþýðubandalagsins sagði í sjónvarpinu í kvöld, að það yrði staðið við það megin ákvæði stjórnarsáttmálans, að herinn hverfi úr landinu á næstu fjórum árum. Þetta var rétt áð- ur en fundur byrjaði hér. Og einn af þingmönnum Framsókn- arflokksins, Jón Skaftason, hef- ur gefið ákveðna skýringu á stjórnarsáttmálanum, — að það fari auðvitað eftir niðurstöðum endurskoðunar, hvort varnarlið- ið verði látið hverfa úr landi eða ekki. Utanrikisráðherra sagði annað á fundinum í Keflavík. En hann sagði það sama og þessi þingmaður Framsóknarflokksins á Varðbergsfundi, og hann end- urtók það hér. Svo fær þessi þingmaður skömrn í hattinn frá flokkssamtökum ungra Fram- sóknarmanna fyrir að bregðast ríkisstjórninni með þvi að leggja þennan skilning í stjórnarsátt- málainn. Varðandi það, hvort Isilending- ar gætu verið i Nató án þess að hafa hér varnarlið, sagði þing- maðurinm m.a,: 1 skýrslu utanríkisráðherra stendur eftirfarandi eftir dr. Bjarna Benediktssyni, sem hann las upp og ég las upp: „Varðandi land mitt er það að vísu svo, að við höfum sérstakan varnar- samning innan Atlantshafsbanda lagsins við Bandaríkiin. En það fer alveg eftir mati okkar sjálfra á heimsástandi, þegar þar að kemur, hversu lengi bandarískt lið dvelur hér á landi.“ Formaður Sjálfstæðisflokksins hefði ekki sagt þetta nema þetta hefði verið skoðun okkar sjálf- stæðismanna. Bn til þess að árétta það vii ég gera grein fyr- ir þvi, að 1956 fluttum við til- lögu um varnarmálin, sem hófst þannig: „Svo sem fram kemur í sjálf- um varnarsamningnum hefur það ætíð verið tilætlun Alþingis og rikisstjórnarinnar, að erlent varnarlið verði ekki lengur hér á landi en nauðsynlegt væri vegna öryggis landsins og þar með frið- samra nágranna þess að endan- legu mati íslenzkra stjórnvalda. Alþing'i áréttar þennan vilja sinn og lýsir yfir, að það telji rétt að hafinn sé naúðsynlegur undir- búningur þess, að svo megl verða.“ Þetta náði náttúrlega ekki — Ostamarkaðir Fi-amhald af bls. 3. RÍKIÐ BORGI BÆNDUM ORLOF I sambandi við framkomin stjórnarfrumvörp til laga um oriof og styttingu vinnuvikunn- ar, en í orlofsfruimvarpinu er búalið undanskilið, kom fram, að Stéttarsamband bænda hefur snúið sér til ríkisstjórnarinnar og beðið um könnun á því, hvort hægt sé að hafa hér sama hátt- inn á og Norðmenn hafa, en þar greiðir ríkið bændum hálfs mán- aðar orkxf. Greiðir norska ríkið þá laun þeirra, sem bændur fá til bústarfa fyrir sig meðan frí þeirra varir. Er þetta mál nú í athugun hjá rikisstjórninni. Um vinnutímafrumvarpið sögðu fundarmenn aðeins, að vonandi gerðu menn sér grein fyrir því, að stytting vinnuvik- unnar þýddi óhjákvæmilega hærra verð á landbúnaðarvörum til neytenda, ÞÉTTBÝLISFÓLK I SVEITINNI „AUir eiga jafnan rétt á land- inu,“ sögðu fundarmenn, en kváðust þeirrar skoðunar, að landakaup til sumarhúsa þyrfti að setja undir skipulag. Töldu þeir, að án skipulags í þessum efnum, gæti sú hætta skapazt, að grisjun í búlandi yrði það fram að ganga þá, en ég taldi þá upp aðalástæðurnar og sjón- armið okkar sjállfstæðismanna i varnarmálum, og það var það fynsta, að veigamiklar ákvarðan- ir uim öryggismál þjóðarinnar séu ekki teknar nema að vel undirbúnu og rannsökuðu máli. Þvi miður heniti það 1956, að frá þessu var brugðið, og við gagn- rýndum það. Og það hefur hent núna enniþá verr, þvi að það hef- ur verið hrapað að ákvörðun um i þessuim málum. Við töldum þá einnig, að þess ætti vandlega að freista og gæta að ná sam- stöðu lýðræðisflokkanna um þær ákvarðanir, sem téknar væru í varnarmálum. Viðskiptaráðherra talar hér sem umboðsmaður kommúnista, eins og hann hefur talað fyrr og síðar í varnar- og öryggismálum þjóðarinnar. Það er skiljanlegt að það beri á milli hans og utanríkisráaherra. Hann talar þess vegna ekkert öðru vísi en hann hefur alltaf talað, og það er eðlilegt, að hann leggi þess vegna sinn skilning sem slíkur inn i þann stjórnarsamn- ing, málefnasamning ríkis- stjórnarinnar, sem Framsóknar- flokkurinn hefur því miður lát- ið sig henda að ganga frá svo loðnum, að hann getur ekki skýrt hann sjálfur fyrir þjóðinni, og þjóðin er kvíðin yfir því, hvað raunverulega felst i þess- um samningi. mikil, að búandi fólki yrði ólift á jörðum sínum. STÆKKUN HÓTEL SÖGU Eins og kunnugt er kom fram tillaga á síðasta þingi Stéttar- sambands bænda um stækkun Hótel Sögu um helming. Þing- bændur voru mjög hikandi gagn- vart þessu máli og fór svo, að því var visað frá og frestað, þar til málavextir hefðu betur verið kynntir bændum. Er sú kynning nú í undirbúningi. Það kom fram, að til stækkun- arinnar hefur stjórn hússins augastað á lóð Reykjavíkurborg- ar norðan Hótel Sögu og sögðu fundarmenn vilyrði fengið fyrir lóðinni, en engir endanlegir samn ingar hafa enn verið gerðir. „NOTENDUR EIGI LANDIГ Eign á afréttum og hálendi kom einnig til tals á þessum fundi með forráðamönnum land- búnaðarins og töldu þeir rétt, „að notendur ættu landið“, en fráleitt væri að miða eign ríkis- ins við einhverja ákveðna hæðar- linu. Af gefnu tilefni væri t.d. fráleitt að ríkið væri eigandi að Biskupstungnaafrétt og leigði svo bændum afnot af henni. Eignarnám kváðu þeir geta verið réttmætt í ýrnsum tilfell- um, en til þess þyrftu að liggja mjög veigamiklar ástæður hverju sinni. Pétur Sigurðsson á Alþingl: Tökum tillit til Finna VIÐ umræðumar um skýrslu uiao rikisráffiierra var m.a, Inn á það komið af utanrik%s- ráðherra og sjávarútvegsráð- herra, hvers vegna eftirlits- stöðin, sem hér er, gæti ekki alveg eins verið í Noregi eða Danmörku. Af þessu tílefni kvaddi Pétur Sig-urðsson sér hljóðs og sagði m.a.: Gerir utanríkisráðherra sér grein fyrir því, hváð gerast myndi, ef eitthvert Atlants- hafsríkjanna setti upp varn- arstöðvar eða kæmi með her inn í Noreg? Norðmenn, Danir og Sviar óttast að ef tiil slíks kæmi, mundu Rússar taka Finnland og setja herstöðvar sínar nið- ur við landamæri Finnlands að austanverðu, sem þýddi það, að það yrðu aðeins nokkrar mílur á milli þessarra stöðva, sem enn frekar myndi auka á þá spennu, sem er í heiminum í dag. Það er alveg Ijóst, hvernig sem við lítum á dvöl varnarliðs ins hér á landi, — og að sjálf- sögðu vildum við helzt vera lausir við að hafa það hér, — að við erum skuldbundnir öðrum þjóðum. Sérstaklega horfi ég á skoðanir vinaþjóða okkar á Norðurlöndum í þessu efni og ég vil taka fullt tillit til þeirra skoðana, sem þar koma fram. Matthías Bjarnason utan dagskrán Alþingi fái nauðsyn- leg gögn í hendur vegna styttingar vinnuviku og lengingar orlofs Á FUNDI neðri deildar í gær kvaddi Matthías Bjamason sér hljóðs utan dagskrár. Mæltist hann til þess, að alþingismönn- um yrðu afhentir þeir útreikn- ingar og þau gögn, sem fyrir lægju um stöðu atvinnuveganna vegna þeirra tveggja frumvarpa, sem lögð hefðu verið fram á Al- þingi um styttingu vinnuviku og lengingu orlofs. Alþingismaður- inn sagði, að fyrir Alþingi lægi að taka afstöðu til þessara mála og því væri það skylda ríkis- stjómarinnar að leyna alþingis- menn engu, sem máli skipti í því sambandi. Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra taldi hér um mjög flókna útreikninga að ræða. Þó tók hann til athugunar, að þing- nefnd fengi að kynna sér útreikn ingana. Matthías Bjamason (S) sagði, að niú færu fram samningaum- leitauir xnilli launþegasamtak- anna og atvinnurekenda. Þar hefðu verið lögð fram gögn um stöðu atviinniuveganina og anmað, sem máli skipti uim lausn deil- uinmiar. Nú hefði ríkisstjórmiin iagt fram á Alþingi tvö frum- vörp, sem beiint og óbeint snertu þessí mál. Að því kæmi, að Al- þingi ætti að taka afstöðu til frumvairpairunia og því kvaðst þingmaðurinn sabna þess, að alþing ismönnum hefði ekki verið sýndur sá trúnaður að senda þeim þau gögn, sem fyrir lægju, a, m. k. frá opinberum aðilum til þess að þeir gætu kynnt sér, hver væri staða atvinniu- veganna og hvaða áhrif frum- varpin hefðu á útgjöld ríkissjóðs og atvinmuvegina í heild. Alþinigismaðurinin kvað málið viðkvæmt og alvarlegt og því engiin ástæða til að hefja deilur um það að óþörfu. Þess vegna vænti hanrn þess, að umrædd gögn yrðu send öllum alþingis- möninum, en ekfci hluta þeinra, því að atkvæði alþingismainin- anma væru öll jafngild og þeim bæri öllum að fjalla um málið. Ólafur Jóhannesson forsætis ráðhertra sagði, að Efnahagsstof-n uniiin hefði gert ýmsa útneikrir itniga eða gögn, sem báðir aðilar hefðu, sem ynnu að lausn deil- unnar. Hinis vegar væri ekki rétt að birta þau opinberlega. Það hefði ekki verið gert áður, enda um viðfcvæmt mál að ræða. Forsætisráðherra sagði, að út- reikningarn'ir væru vandasamiir, þeir hlytu að byggjast á forsend- um, sem þeir yrðu að gefa sér, sem út ættu að reilbna. Þess vegna væri erfitt fyrir þá, sem ekki væru inmi í þessum málum að skilja þá, en auðvelt að mi»- skilja þá og mistúika. Emgutn sérstökum alþingismöninum hefðu verið sendir þessir reikningar. Forsæt.isráðherra kvaðst mumdu taka þessa beiðni til athugumar í samráði við þá, sem útreikninig- ana hefðu gert, að leggja þessi gögn fyrir þingnefnd þá, sem um málið ætti að fjalla. Pétur Sigurðsson (S) spurði, hvort það væri meiri hætta á því, að alþingiismenn misskiidu þessa útreikninga en þeir 100 að- ilar, sem þá hefðu með höindutn. Er ekki hægt að leggja gögmin fram sem trúnaðarmál við al- þiingisimerun? spurði hann. Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra sagðist vita, að alþingia menn væru skiiningsríikir menm og hanin vantreysti þeim ekki, en á meðal launþega væru þaul- vanir menin, sem um slík gögn hefðu fjallað oft áður. Þetta hef- ur ekki verið venja. Matthías Bjarnason (S) kvaðat ekki geta skilið ummæli Ólafs Jóhanmessonar á annan veg en, þanin, að alþingismöninum væri ekki treystandi til að lesa út úr Framhald á bls. 21. Hjartans þakkir tii allra þeirra sem sýndu mér vin- semd og virðingu á 80 ára af- mæli mínu og gerðu mér dag- inn ógleymanlegan. Jórunn Haildórsdóttír, Blómvangi, Mosfellssveit. Lokað í dag frá kl. 1—4 vegna jarðarfarar. RÖRSTEYPAN H/F.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.