Morgunblaðið - 28.11.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1971
17
Kvöld á Aiisturvelii. (I.jósin. Mbl. Kr. Ben.)
Kristnitakan
Eins og venja er til á haust-
mánuðunum kemur nú út f jöldi
gimilegra bóka, og elkki verður
séð, að íslenzsk menning hafi beð
ið hnekki annars staðar en í
h<ugarheimi „róttækra vinstri
manna“, sem vegna eigin van-
máttar saka alla aðra um menn-
ingarleysi. Ekki var hér hug-
myndin að ræða um bókaflóðið,
heldur að víkja að skemmtilegri
skýringu Jóns Hnefils Aðal-
steinssonar á þvi, hvað Þorgeir
Ljósvetnárngagoði aðhafðist
undir feldi á Alþingi árið 1000.
Um þann atburð hefur að von-
um verið mikið rætt og ritað og
margir tekið sér fyrir hendur að
skýra, hvað raunverulega 'hafi
gerzt á þeirri örlagastund. En
nú setur Jón Hnefill fram, með
sannfærandi rökum, þá kenn-
togu, að Þorgeir Ljósvetninga-
goði hafi leitað goðsvars og þess
vegna hafi heiðnir menn hlýtt
úuskurði hasns. Röksemda-
færslu sinni lýkur Jón Hnefill
með þessum niðurlagsorðum bók
ar sinnar:
„Fræðimenn hafa velt því
nokkuð fyrir sér, hvaðan Þor-
geiri hafi komið úrskurðarvald
til að kveða upp svo róttæk ný-
mæli fyrir heiðingja. Hér að
framan var vikið að blótathöfn-
inni á Alþingi og leidd rök að
því, að margt mælti mieð því, að
sú blóðathöfn hefði farið fram.
Sem oddviti heiðinna manna,
hlaut Þorgeir að rnínu viti að
ganga til þessa blóts með trú-
bræðrum sínum. Nú er talið, að
mikilvægur þáttur blótathafnar
innar I heiðnum sið hafi verið í
þvi fólginn, að menn öfluðu sér
vitneskju um það, sem framtíð-
in bæri í skauti. Finnst mér
eíklki óeðliiiegt að sj'á atferid
Þorgeirs Ljósivieitninigagoða í
tengslum við mannblótið mikla
eða aðra blótathöfn, sem þarna
hafi verið framin. Hann hefði þá
gengið beint frá blótstallinum í
búð sina og lagzt undir feldinn
og þessi iðkun hans verið fram-
hald af blótinu og framin fyrir
hönd allra heiðinna manna á
þinginu. Frekara úrskurðar-
vald þurfti hann ekki til að
kveða upp það, sem honum vitr-
aðist undir feldinum. Sé þetta
rétt tífli getið, vietrður ednniig sikilj-
aniegt, hve umyrðalaust heið-
Ingjarnir tóku úrskurði Þor-
geirs.“
Sjálfsagt verða einhverjir til
þess að draga þessar fræðilegu
niðurstöður í efa. Gaman verður
aö kynnast rökum þeirra,
en vonandi er, að sú tíð komi
aldrei, að fræðimenn einir glími
vlð verkefni sem þetta. Fjölfróð
ur almúgamaður getur ekki síð-
ur látið til sín heyra.
Verða verkföll?
Allir spyrj'a nú sömu spurn-
ingarinnar: Verða verkföll? Og
enginn getur svarað með fullri
vissu, en flestir vona þó, að til
þeirra óskapa þurfi ekki
að draga.
Strax og málefnasamningur
vinstri stjórnarinnar var birtur,
benti Morgunblaðið á, hve
óhyggileg ákvæði hans um af-
akipti af samningamálum væru,
enda líkast því sem börn væru
aö ieik. Því miður hefur allt
gengið eftir eins og þá var spáð
og því er komið sem komið er.
En höfum ekki um það fleiri orð,
því að nú eru góð ráð dýr.
Ekkert lausnarorð er til, sem
bægt getur voðanum frá, þegar
komið er í jafn algjört öngþveiti
og raun ber vitni, en hins veg-
ar er það hygginna manna hátt-
ur að leitast í lengstu lög við
að slíta hvorki í sundur lögin
né friðinn. Og nú er sannarlega
á engu meiri þörf en fullri still-
ingu allra þeirra, sem um þessi
viðkvæmu mál fjalla. Aðilar að
vinnudeilum verða að leitast við
að setja sig í spor viðsemjand-
ans og þá blasir þessi mynd við:
Verkalýðsforingjar telja sig til
neydda að halda til streitu
kröfu um kjarabætur, sem að
minnsta kosti séu ekki lægri en
það, sem af rikisvaldsins hálfu
hefur verið fram boðið. Þar er
ekki einungis um að ræða þær
krónur og þá aura, sem deilt er
um, heldur telja verkalýðsfor-
ingjarnir sæmd sína í veði —
og er það ofur skiljanlegt, þeg-
ar haft er í huga, að sjaldan
hefur ríkisvald gengið jafn langt
á frjálsan samningsrétt og nú.
Á hinu leitinu sitja svo full-
trúar atvinnulífsins, sem eiga að
gæta þess, að ekki séu gerðir
samningar, sem sliga mundu at-
vinnufyrirtækin og leiða til
minnkandi framleiðslu og verri
ffifskjana. Þeir hatfa í höndum
hlutlausar skýrslur, sem sýna,
að atvinnuvegirnir fá ekki stað-
ið undir þeim útgjöldum, sem
krafizt er, og hvað er þá til
ráða?
Því miður bendir nú allt til
þess, að samningarnir leiði til
svo mikilla hækkana, að at-
vinnuvegimir geti ekki undir
þeim staðið án verðlagshækk-
ana. Auðvitað eru veruleg-
ar verðhækkanir skaðvænlegar,
en betri eru þær þó en harðvít-
ugt verkfall, enda er venjan sú,
að verkföll standa alllengi, ef
þau hef jast á annað borð.
Fleira en
gott þykir
Innan stjómarflokkanna fara
nú fram harðvítug átök um
varnarmál, raforkumál og síðast
en etoki sízt verkalýðs- og efna-
hagsmál. Er það að vonum, jafn
ógæfusamlega og á málum hefur
verið haldið. En nú er svo mik-
ið í húfi, að ríkisstjórnarflokk-
arnir verða að gera sér grein
fyrir því, að þeir verða að gera
fleira en gott þykir. Þeir hafa
tekið að sér að stjórna landinu
og þeir geta ekki skotið sér
undan þeim vanda nú. Ef aðrir
ættu að taka við stjórn mála,
þyrftu vafalaust að fara fram
nýjar kosningar og svo langur
aðdragandi yrði að stjórn-
armyndun, að hér yrði komið
hreint upplausnarástand, vegna
þess fyrirhyggjuleysis, sem í
einu og öllu hefur gætt undan-
farna mánuði.
Fólkið á litoa heimtíngu á að
sjá svart áhvitu, hvað þeir
menn og flokkar geta gert í sam
vinnu, sem nú fara með stjóm
landsins, og það sjá menn ekki
á hálfs árs stjórnarferli, heldur
þarf 'þesisi stjóm að sdtja lengur.
Sumir kunna að segja, að það
sé of dýrt ævintýri að láta slíka
stjórn sitja árum saman, en við
höfum áður lent í efna-
hagsvanda, og skjótt mun verða
reist við, það sem nú er verið
að brjóta niður. Þau sjónarmið
hafla margsinnis verið áréttuð
hér í blaðinu frá því að vinstri
stjórnin var mynduð. Hættan,
sem að hefur steðjað, er í ör-
yggis- og utanríkisniálum, því
að þar er hægt að vinna verk,
sem aldrei verða aftur tekin.
Kauðskir menn mega um sinn
stjórna innanlandsmálunum; það
er sjálfsagt góður skóli, en í ut-
anríkismál'um verður að leiða þá
á rétta brauf, ef þeir ætfla að
stefna örygigi lainidisins og sjáflf-
stæði I voða.
Umræðurnar um
ráðherranefndina
Þegar ráðherranefndin í vam
armálum var sett á laggirnar,
rann upp ljós fyrir mörg-
um þeirra, sem flotið hafa sof-
andi að feigðarósi í öryggismál-
um landsins. Mönnum hitnaði
mjög í hamsi, ekki sízt innan
Framsóknarflokksins, og hörð
hríð var gerð að ráðherr-
um hans. Þá kom í ljós, að ábyrg
öfi innan flokksins voru sterk-
ari en leiðtogarnir hugðu, og
þeim tókst að vinna sigur, um
stundarsakir að minnsta kosti.
Forsætisráðherra og utanrík-
isráðherra voru beygðir og
neyddir til að gefa skýlaus-
ar yfirlýsingar um það, að eng-
in ákvörðun hefði verið tekin
um brottrekstur varnarliðsins og
málið yrði að lokinni athugun
lagt fyrir Alþingi. Þeir létu
undan þrýstingnum hægt og bit-
andi, eins og að var stefnt. Á
flumdi í Keflavíik ilét utanríkis-
ráðherra undan síga og á Varð-
bergsfundi brast hann loks og
mælti þaiu orð, sem hanin get'ur
ekki hvikað frá.
Um stundarsakir er hættan í
öryggismálunum því liðin hjá,
en vert er að menn veiti því at-
hygli, að kommúnistum er ljóst,
að þeir þurfa að auka þrýsting
á ísitöðufliitila riáðamienín Fram-
sóknarflokksins, og þess vegna
verða lýðræðisöflin að halda
vöku sinni. Um þetta efni, sagði
LúðvSk Jósepsson á liandsfundi
Alþýðubandalagsins um siðustu
helgi eftirfarandi:
„Það sést á Morgunblaðinu og
móflifLuitniimigi Shaldsaflannja, að
þau telja sig vera í sókn og
telja, að með sama framferði
verði undan látið í herstöðvar-
málinu. Og Morgunblaðinu gæti
orðið að ósk sinni, ef ekki verð-
ur starfað sleitulaust til þess að
vðkja skilning á nauðsyn þess,
að herinn hverfi úr landinu. Við
skulum gera okkur grein fyrir
því, að Framsóknarflokkurinn
hefur gengið til móts við okkur
í þeisisu máflii, en til þess að fram-
sóknarmenn standi ákveðið
að ákvæði málefnasáttmálans um
brottför hersins verða þeir að
finna sterkan þjóðarvilja að
baki kröfunni um brottvísun
hersins."
Máttugur
málstaður
PóLiittokir amdstœðimigair Mbl.
fjölyrða um áhrifamátt þess, og
sjálfsagt er hann talsverður. Þó
hafa Morgunblaðsmenn það á
tilfinningunni, að málstaðurinn
sé máttugri en það, sem hverju
sinni stendur á síðum blaðsins.
Þeir, sem fæddir eru undir
þeirri hefflastjömiu að fá að
berjast fyrir hugsjónum lýðræð-
is og frelsis, þurfa ekki að vera
meitt ýkja sLymgir til þess að fá
fleiri á sitt band. Sem betur fer
býr frelsisþrá i flestum,
þótt sums staðar sé að visu
djúpt á henni, þegar til stjórn-
málanna kemur.
Fyrir réttum átita árum var þvi
Lýisit yfir hér i blaðimu, að Morg-
umbLaðið mumdi stefna að því að
verða sífellt opnara blað, blað,
þar sem aðrar skoðanir mundu
birtast en þær, sem væru í saim-
ræmi við sjónarmið ritstjórnar-
innar í einu og öllu, blað, þar
sem lýðræðisþenkjandi menn
skiptust á skoðunum, blað, þar
sem fréttir væru sagðar réttar
og sannar, óháð þvi, hvort
ákveðnum öflum í stjórnmálum
Illkaði betur eða verr, bLað það
sem ritstjórnin ein ber ábyTgð á
efninu og stefnunni.
Þessari stefnu hefur verið
fylgt fram, og sjálfsagt er það
ekki sizt þess vegna, sem MbL
hefur veruleg áhrif. Fólkið i
landinu hefur kunnað að meta
þessa stefnu, og þess vegna hef-
rnr útbreiðsla Mbl. auikizt jafmt
og þétt.
Samnleikurinn er líka sá, að
'hvergi í lýðfrjálsum lönd-
um þrífast blöð, sém hafa það .
eina markmið að berjast fyrir
sjónarmiðum ákveðins stjóm-
málaflokks og haga skrifum sín-i
um eftir dyntum einstakra st jóm
miáAaforámigja. Þetta hefur frjáls-
lynt fóQlk skiflið hér á Lamdi
eimis og amnars staðar og á
MbL. veflgemgmi sína að þa/kka.
1 siðustu þjóðhátíðarræðu,
sem Ólafur Thors flutti, 17. júnl
1963 vék hann að því, að
erlendis sæi þess ekki veruleg
merki á dagblöðum, er kosning-
ar væru í nánd. Kosningaáróður
væri þar ekki til áberandi lýta,
og þó væri kosningaþátttalka
þar engu minni en hér og lýð-
ræðið stæði föstum fötum. Orð-
rétt sagði Ólafur Thors: „En þö
hefi ég rekið mig á, þegar ég
heffl fylgzt með kosningum í ná-
grannalöndunum, að varla get-
ur heitið, að þess sjái vott
í blöðunum svo til lýta sé, að
kosningar standi flyrir dyrum,
hvað þá að þar kenni íslenzkr-
ar illskældni. En samt sem áð-
ur kemur í ljós, að þátttaka 1
kasminguim heflir verið emgu
síðri þar en hér. En sé þetta svo
annars staðar hvers vegna þá
ekki hér? Erum við áhugaminni
um þjóðmálin en hinir? Ég held
ekki. En sé þessi úlfúð og fólska
ekfld nauðsynlegur aflgjafl til
kjörsöknar, hvers vegna er
þessum lægstu hvötum þá gef-
inn laus taumurinn? Þetta er at-
hugunarefni."
Þessi orð hins mikla leiðtoga,
urðu Mbl. hvöt til að feta þá'
braut, sem raun hefur á orðið,
og áfram verður haldið á sama
veg og hingað til.
Skal-í-‘ann-
stefnan
DagbLöð verða sikielifimg fleið-
inlieg og þrömgsýn, þegar þaiu
tafa það eina mankmiið að berja
eimhverjar skoðanir inn í Lesiemd-
ur, eins og er um þau þlöð, seim
stjómimáLa flokkar igefa út. Þetfla
gieta aJLir sannfærzt um með þvfl
að kynna sér blöð eims og Tim-
amn og Þjóðviljamn. Þar rflikir sú
sflefma, sem mefna mæfltí. sdoaíH-
’ann-stefnuna.
Því er ekki að leyna, að sama
þröngsýnin hefur öðru hverju
skotið upp kollinum í Sjálfstæð-
isflokknum á undangengnum ár-
um, og jafnvel verið haft við
orð, að Mbl. ætti að þenja slag-
orð og upphrópanir yfir útsíð-
ur, a.m.k. síðustu vikurnar fyr-
ir kosningar. En þegar færi hef-
ur gefizt að ræða við slíka
áhugamenn í rólegheitum um þá
stefnu, sem að framan var nefnd
og blaðið fylgir, hafa þeir flest-
ir sannfærzt um, að engum væri
til gagns að innleiða gömlu
stefnuna á ný og sízt væri það
heppilegt heilbrigðri lýðræð-
isþróun hér á landi.
Auðvitað eru Morgunblaðs-
menn upp með sér, þegar pólí-
tískir andstæðingar blaðsins
tala um áhrifamátt þess, enda er
það bezti vitnisburðurinn um, að
rétt hafi verið stefnt, en sann-
leikurinn er nú samt sá — og
því leyndarmáli verður að upp-
ljóstra — að hin gamla stefna
blaðanna, sem stjórnmálaflokk-
ar gefa út, hefur gert þau sí-
fellt leiðinlegri, og þess vegna
hefur áhrifamáttur þeirra áreið-
anlega minnkað meir en hann
hefur aukizt af Mbl. hálfu. Þess
vegna er vonandi, að ráðaunemt
þessara blaða líti í eigin barm,
og þá kynni svo að fara, að
blaðamennska kæmist á hærra
stig á Islandi en raun ber vitnL
Reykjavíkurbréf
----- Laugardagur 27. nóv