Morgunblaðið - 28.11.1971, Blaðsíða 23
M3VÖK ,8£ .H'LID
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1971
23
Þorvaldur hóf þá stórf hjá
Mjólkursamsölunni, vann hann
þar allt tii 1960, að hann hóf
störf hjá Áfegisverzlun rikisins
(síðar Áfengis- og tóbaksverzlun
ríkisins). Þar starfaði hann svo
dð seigja til hinzta dags.
Eins og áður er getið átti
Þorvaldur oft og tíðum við van-
heilsu að stríða. — Skuggi henn-
ar hvildi á stundum yfir heim-
ilinu og þá ekki sízt honum sjálf-
um. Mér er kunnugt um, að sið-
asta áratuginn gekk hann ekki
heill til skógar — en mættí til
vinnu sinnar engu að síður, hug-
urinn bar hann hálfa leið.
Hér í Reykjavik bjó frú Sól-
veig manni sánum og bömum
fagurt heimiii, fjölmargt frænd-
fólk þeirra hjóna, svo og vinir
og kunningjar mættu þar ein-
stakri gestrisni — þá fyrst naut
Þorvaldur sin er hann var gest-
gjafi, seztur við orgelið og íbúð-
in ómaði af söng gesta og heima-
fólks. Kimnigáfu og frásagnar-
hæfileika hafði Þorvaldur í rík-
um mæli, en það sem mér er nú
við leiðarlok minnisstæðast í fari
hans er hjartahlýja sú, sem
hann var gæddur. Á yfirborðinu
gat hann verið kaldur á köflum,
en imdir sló gott hjarta.
Ég sá Þorvald síðast í fjöl-
mennum vinahóp 23. október sl.
Ekki datt mér þá í hug að það
yrðu okkar síðustu samfundir,
svo varð raun á.
Fjölskylda mín og ég sendum
ástvimun hans öllum innilegustu
samúðarkveðjur á kveðjustund.
Jón Kjartansson.
Guðrún Benediktsdóttir
Hugheilar þakkir til bama,
tendabauna og bamabama
fyrir ógleymanlega kvöld-
stund 18. þ. m. og allra ann-
arra, sem heiðmðu okkur með
heimsóknum, góðum gjöfum
og hlýjum óskum. Biðjum
ykkur öllum Guðs blessunar.
Lifið heil.
Sigríður Jónsdóttir og
Július Guðniundsson,
Klapparstig 13.
Á MORGUN, mánudaginn 29.
nóvember, verður gerð frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavik útför
Guðrúnar Benediktsdóttur, en
hún andaðist á EUi- og hjúkrun-
aTthjðimiiiIlinu Grsumd aðfarajnðtlt
hiiris 23. þjm. á 97. aldunsiáni.
Guðrún var fædd að Vestra-
Iragerði á Stokkseyri 20. júlí
1875, dóttir hjónanna Benedikts
Benediktssonar og konu hans,
Elínar Sæmundsdóttur. Var
Benedikt faðir Guðrúnar einn £if
kunnustu formönnum á Stokks-
eyri á sinni tíð, annálaður atorku
maður, djarfur og harðduglegur
sægarpur, en þó gætinn og at-
hugull, enda virtur að verðleik-
um af hásetum sínum sem og öðr
um, er þekktu hann bézt. Bjuggu
þau hjón jafnan vel, voru veitul,
vel metin og vinmörg og famað-
ist flest farsællega. Börn þeirra,
sem tíl fullorðinsára komust,
voru auk Guðrúnar, sem var
elzt, Guðný, kona Jóns bónda og
formanns Jónssonar, sem lengi
bjó í Vestra-íragerði og Sæmimd-
ur, sjómaður og verkamaður,
sem búsettur var í Baldurshaga
á Stokkseyri um aldarfjórðungs
skeið, en síðar í Vestmannaeyj-
um. Eru þau systkin nú öll lát-
in.
Guðrún óist upp hjá
foreldrum sinum og vandist
ung allri algengri vinnu, sem
ungum stúlkum var skylt að
inna af hendi á þeim timum, inn-
an húss og utan. Hún var hraust
og þrekmikil tíl sálar og líkama
eins og hún átti kyn til og lá
því ekki á liði sínu. Árið 1897
giftist hún Helga HaUdórssyni,
sem ættaður var úr Ytrihrepp
og Flóa. Bjuggu þau á Stokks-
eyri í nokkur ár, og stundaði
Helgi sjómennsku og búsíkap.
Þeim hjónum varð fimm barna
auðið. Eru þrjú þeirra látin, þau
Þórunn, Benedikt og Halldóra.
Á lifi eru tveir synir þeirra
hjóna, Maríuis, símstjóri á Aikur-
eyri, og Halldór, fyrrum fulltrúi
ritsLmastjórans í Reykjavík.
Guðrún og Helgi fluttust til
Reykjavíkur árið 1919. Starfaði
Helgi þar lengst af að smiðum,
Allir húsbyggjendur
nota milliveggjaplöturnar frá okkur.
JIS
JÓN LOFTSSON HF
Hringbraut 121 @ 10-600
Tilkynning
frá Iðnlánasjóði
Umsóknum um lán úr Iðnlánasjóði verður
veitt móttaka frá 1. desember 1971 til 10.
janúar 1972, í Iðnaðarbanka íslands h.f. og
útibúum hans á Akureyri og í Hafnarfirði.
Lánsumsóknir skulu vera á þar til gerðum
eyðublöðum sem fást á sömu stöðum.
Þess skal gætt, að í umsókn komi fram allar
umbeðnar upplýsingar og að önnur þau
gögn, sem óskað er eftir, fylgi umsókninni.
Samþykktar lánabeiðnir þarf eigi að endur-
nýja og eigi heldur lánabeiðnir, sem liggja
fyrir óafgreiddar.
Reykjavík, 25. nóvember 1971.
STJÓRN IÐNLÁNASJÓÐS.
Aðstoðorstúlka óskost
á TANNLÆKNASTOFU í Miðbænum.
Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf sendist Mbl.
fyrir þriðjudagskvöld merkf. „Aðstoðarstúlka — 727",
þar til hanrt andaðist 1928. Bjó
Guðrún eftir það með bömum
sinum og tveimur barnabörnum,
sem ólust upp þar á heimilinu,
unz hún fluttist á Elli- og hjúkr-
unarheimilið Grund, þar sem
hún dvaldist þrjú síðustu ævi-
árin.
Guðrún Benediktsdóttir var
vel gerð kona og vönduð til orðs
og æðis. Þrek hennar og sálar-
styrkur var mikill, enda þurftí
hún oft á þeim góðu eiginleik-
um að halda, Hún fór ekki var-
hluta af erfiðleikum lífsins.
Sorgir og andstreymi sóttu hana
heim. En boðar harma og mót-
lætis brotnuðu á hennar breiðu
herðum eins og holskeflurnar á
skerjunum fram undan bernsku-
byggð hennar. Hún stækkaði við
hverja raun og lét ekki erfið-
leikana buga sig. En hún naut
lika hinna björtu hliða tilverunn-
ar. Hún átti miklu barnaláni að
fagna og fjölskyldan var ein-
staklega samhent og einhuga,
Langri og viðburðaríkri ævi
isstenzknair aliþýðukonu er lokið.
Lifsfley Guðrúnar Benedikts-
dóttur hefur leyst landfestar og
lagt á eilifðarhafið, sem okkur
öllum er fyrirbúið að halda á
fyrr eða síðar. Skammdegi vetr-
arins hylur nú bemskuströnd
hennar, þar sem hún forðum óx
úr grasi og átti sínar vonir og
þrár á vormorgni lifsins. Útsær-
inn mikli og voldugi, sem löng-
um var svo ríkur þáttur í lífi
forfeðra hennar, svarrar enn
sem fyrr þunga sigursöngva sína
við klettótta ströndina fram
undan æskuheimili hennar. Það
á vel við, þegar Guðrún er kvödd
hinztu kveðju, að sami særinn,
sem forðum vakti hana unga á
hverjum morgni, syngi hana nú
einnig í ró að leiðarlokum.
Þorvaldur Sæmundsson.
i ^Sólai M skam pfpii mdeg inu
# KANARIEYJAR
v.vr ■ ^
Kynningarhpöld
í Skiphól sunnudaginn 28. nóvember
kl. 21.00.
Með myndum, hljómlist og frásögmim,
kynnum við eyjar hins eilífa vors í Suður-
Atlantshafi.
Hljómsveitin ÁSAR leikur. — Dans til kl. 1.
FLUGFÉLAG ÍSLANDS
.
Vinnuveitendasamband íslands
heldur almennan sambandsfund að Garðastræti 41 nk. mánudag,
þann 29. þessa mánaðar, kluklcan 16.00.
FUNDAREFNI: Verkbannsaðgerðir samtakanna
í yfirstandandi kjaradeilu.
Skorað er á félagsmenn að mæta vel og stundvíslega.
Vinnuveitendasamband íslands.
Stólstigor
EINFALDIR
TVÖFALDIR
ÞREFALDIR
Fyrirliggjandi
Stærðir: 2,75—9,75 m.
verkfœri & járnvörur h.f.
Smiðjuveg 7, Kópavogi
Sími: 43101.