Morgunblaðið - 28.11.1971, Blaðsíða 14
14
MORGU’NBL.A.ÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1971
l?
Halldór Halldórsson:
Allt er mér leyfilegt:
Hátturinn Daglegt mál
Þátturinn Dagrlegrt niái í Rik
isútwarpimu virðist vera orðinn
mikið umræðueíni manna á með
al, síðan Jóhann S. Hannesson,
fyrrverandi skólameistari, tók
við stjórn hans. Margir minnt-
ust á það við mig, eftir að þátt-
luriimn hófst uindir hinni rjýju
stjórn, að þeim félli ekki sú
stefna i málfarslegum efnum,
sem í þættinum væri boðuð. Ég
Ikam eins og álfur út úr hól, því
að ég hafði ekki hlýtt á þátt-
ínn merma endrurn og smn-
uim, svo ég átti erfitt með
að leggja orð í belg. Sá ég, að
svo búið mátti ekki standa, og
tók að hlýða á þáttinn næstum
því reglulega.
Flytjandi þáttarins er mér að
góðu kunnur sem nemandi úr
menntaskóla með miklar náms-
gáfur. Hugði ég því, að hér
hlyti að vera um einhvern mis-
skilning að ræða. En eftir að ég
tók að hlýða á þáttinn, varð
mér ljóst, að stefna flytjandans
var mér ekki að skapi, og með
lítils háttar ýkjum mætti tákna
stefnu hans með orðunum: allt
er leyfilegt.
Eitt einkenni þáttarins er það,
að spyrjendum er bent á að
hlýða á þá, sem þeir eru sam-
vistum við. Það er með öðrum
orðum verið að benda fólki á að
gerast málirannsalkendur. Þetta
mætti einnig orða á þann hátt,
að spyrjandinn hefir þegar gert
málathugun, vill síðan fá svar
frá flytjanda þáttarins, hvora
málnotkunina hann telji „rétt-
ari“. Mér er vel ljóst, að oft er
erfitt að dæma, hvað sé „rétt“
og hvað sé „rangt“ í máli, en að
því vík ég betur síðar. Flytj-
anda þáttarins virðist þó vaxa
þetta verkefni enn meira í aug-
um en mér. Þó hefi ég heyrt
hann dæma tiltekið orðafar mál
villu.
Flytjandinn er samt ekkert
feiminn við að kveða upp þann
dóm, að sumt sé „vandað" mál.
Þetta kemur þó ekki — eða að
minnsta kosti sjailctan — sem
svair við spurnin«guim áiheyr-
enda, heldur sem athugasemdir
um mál á bréfum frá spyrjend-
um. Mér er nær að halda, að
ekki sé ýkjamikill munur á því
sem þeir kalla „rétt“ mál og
„vandað" mál. Hygg ég, að
spyrjendur mundu sætta sig vel
við, að flytjandinn notaði orðið
„vandaðra" fremur en „réttara"
í svari sínu. Hins vegar efa ég,
að auðveldara sé að dæma, að
eitt sé „vandaðra" en annað í
máli fremur en það sé „réttara".
Flytjandinn talar sjálfur, að
minu mati, vandað mál og gæti
bent spyrjendum sínum á það,
hvers vegna hann fer eftir til-
teknum málvenjum fremur en
öðrum.
Stefna flytjanda þáttarins í
málfarslegum efnum, eins og
hann boðar hana I þættinum,
virðiist hafa að bakhjarLi stefnu
í máLvl.si (ildnguisitics), sem
nefnd hefir verið formgerðar-
stefna (struvturalism). Þessi
stefna var mjög í tízku í Banda-
ríkjunum um skeið. Frá málsál-
fræðilegu sjónarmiði studdist
hún mjög við atferðissálfræðina
(behaviorism). Þaðan virðast
t.d. runnar athugasemdir flytj-
andans um málathugun og það,
sem ég kalla „pabba og mömmu“
stefnuna, en að henni vík ég síð
ar. Athuga ber, að málvísi er og
hefir verið á miklu breytinga-
skeiði. Málsálfræðilegur grund-
völlur hennar er nú allur annar
en var á blómaskeiði formgerð-
arstefnunnar. Ég segi þetta ekki
þeirri stefiniu til lasts. Ég sikal
verða síðastur manna til þess að
viðurkenna ekki afrek formgerð
arstefnu'ninar og er sannfærður
um, að margt í henni stenzt tím-
ans tönn.
Ég skal nú taka eitt lítið
dæmi úr einum þætti Jóhanns S.
Hannessonar. Hann ræddi eitt
kvöld um bréf, þar sem spurzt
var fyrir um orðin reglustika
og reglustrika. Þetta er liti'l'fjör-
legt atriði, en stefna flytjandans
kom greinilega fram í svari
hians. (Það, sem eftir mér var
haft, var tekið úr fyrri útgáfu
Stafsetningarorðabókar minnar
(1947), en í síðari útgáfu (1968)
segir allt annað). Það varóar út
jaðra málsins, hvort sagt er eða
ritað reglustika eða reglustrika.
Orðmyndin reglustrika er allt
um það merkileg á fleiri en
einn veg frá orðfræðilegu sjónar
miði, þótt hér verði ekki rætt.
Atluigasemd flytjanda þáttarins
um það, að unglingar skyldu
fara eftir þvi, sem foreldrarnir
segðu, sýnir hins vegar úreltar
hugmyndir um málið, hlutverk
Jiess og þróun. Ef þetta er sett
í vtíóana sanriihenigii, ætitii mélt
hvers manns aðelns að vera það,
sem hann lærir af umhverfi
sínu, ekkert mat og engin mál-
sköpun ætti að eiga sér stað.
Þetta er fátækleg málheimspeki,
sem nánast miðast aðeins við
það, sem menn nema, það, sem
berst til þeirra um skynfærin.
Ég kalia þetta „pabba og
mömmu-sjónarmiðið.“ Þetta sjón
armið er víösfjarri nýjustu stefn
um í málvísi, sem styðjast við
sálfræði og heimspekikenning-
ar, seim igera ráð fyrir, að mað-
urinn sé ekki aðeins skynjandi,
heldur hugsandi vera. Stefna
flytjanda þáttarins er íhalds-
stefna í vondri merkingu. Ég
vona að vísu, að ég hafi mis-
skilið flytjandann, en ýmsar at-
'hugasemdir hans hefi ég ekki
getað skilið á annan veg en
þann, að menn skuli ekki meta
þau málfyrirbæri, sem til þeirra
berast frá umhverfinu.
— ★ —
Ég skil vel, að sumir óttist,
að félagsleg aðstaða fólks kunni
að mótast hér, eins og víða um
lönd, af málfari þess. Hjá þessu
verður að vísu aldrei sneitt.
Þekking og vald á máli eru öll-
um nauðsynleg, ef þeir vilja
komast upp úr lægstu lögum
þjóðfélaigshrs. En nokbuð er
þetta þó ólíkt eftir starfi manna.
En athuga ber, að hér á íslandi
búum við við þær sérstöku að-
stæður, að vöndun manna á
máli fer miklu minna eftir stétt-
um en viðast annars staðar. Hér
tala margir, sem eru félagslega
lægra settir, „vandaðra“ mál
en þeir, sem meira mega sín í
þjóðfélaginu. Hér eru menn þvi
ekki innikróaðir i tiltekna fé-
lagshópa miðað við málfar. En
hjá því verður ekki komizt að
gera sér grein fyrir, að greind-
arstig manna er misjafnt og ís-
lenzkt málkerfi er flókið. Mér
er til efs, að allir Islendingar
geti eða hafi nokkru sinni get-
að náð fullkomnu valdi á ís-
lenzku málkerfi. Aðrir þurfa
mikla leiðsögn til þess. Hefir
flytjandi þáttarins gert sér
grein fyrir þessu? Hlutverk al-
mennrar menntunar er að koma
mönnum til þess þroska, sem
þeir samkvæmt hæfileikum sín-
Halldór Halldórsson
um geta öðlazt. Hlutverk mál-
vöndunar er að lyfta þeim, sem
ekki hafa átt nógu góðan ,pabba
og mömmu“ yfir málstig foreldtr-
anna. Hlutverk hennar er hins
vegar ekki að lækka stig þeirra,
sem upp eru aidir í góðu mál-
umhverfi. Hjá því verður aldrei
komizt, að menntun setji mark
sitt á menn, því að það er eiir>
mitt hlutverk hennar. Hégóm
leikinn, sem stefnir niður á við,
lækkar menningarstig þjóðfé-
lagsins og er meinsemd, sem
stundum þjáir roskna menn og
nýríka, sem vilja sýnast frjáls-
lyndir.
— ★ —
Ég hefi litið svo á, að þáttur-
inn Daglegt mál sé ætlaður þeim,
sem vilja fá leiðbeiningar eöa
leiðsögn um íslenzkt mál, hann
eigi með öðrum orðum að vera
framhald þess, sem kennt er um
íslenzka málnotkun í skólum.
Af því leiðir, að það er ekki
hlutverk hans að rífa niður það,
sem skólarnir reyna að reisa,
heldur að vera í meginatriðum
því til styrktar, þó að vitanlega
geti menn greint á um einstðk
atriði. Ef kennsla í málnotkun
í skólum má ekki hrófla við því,
sem „pabbi og mamma“ segja, er
tírni 'tiil komiinn að tegigja hana
niður. En þetta sjónarmið er
mér fjarri. Kennarar eiga þakk-
ir skildar fyrir málvöndunar
starf sitt, og ég hygg, að menn
ættu að fara varlega í að gera
starf þeirra tortryggilegt á opin
berum vettvangi.
Mér er ákaflega ljós vandt
þeirra, sem kveða eiga á um,
hvað sé „rétt“ mál og hvað
,„rangt“. Engin yfirvöld geta
fyrirskipað slíkt. Hins vegar
verður mönnum að vera Ijóst, að
málið er félagslegt tæki og því
ekkert undarlegf við það, þótt
þjóðfélagið reyni með stofnun-
um sinum, t.d. skólum, útvarpi
o.s.frv., að hafa áhrif á málfar
þegnanna og jafnframt á mál-
þróunina, t.d. nýyrðasmið. Allt
um það eru það framar öðru
venjur Lnnan þjóðfélagsins, sem
ákveða, hvað er „vandað“ mál
og hvað ekki. Hér er einkum
um að ræða „félagslega viður-
kenningu“ (social acceptability)
eins og Robert A. Hall, Jr. orð-
ar það í bók sinni IJnguistics
and your Eanguage. Raunar er
það stundum svo, að enginn
vandi er að segja, að eitt sé
„rétt“ og annað „rangt". Ég efa
t.d. að nokkur myndi viður-
kenna, að eignarfallið vönds af
vöndur sé ,,rétt“, né heldur
Hjörts af Hjörtur, þótt það haft
verið tíðhaft um tíma. Það er
ekki lengri tími liðinn en svo,
að Finnur Jónsson notaði í þgf,
Egli af EgiII. Nú er það ekki
viðurkennt. Þannig geta venjur
og viðurkenning breytzt með
tímanum. Og athuga ber, a@
margar málbreytingar eru í upp
hafi „rangt“ mál. Þær vinna sér
þó oft hefð, en „rétt“ mál verða
þær ekki, fyrr en þær eru al-
mennt viðurkenndar. En með al-
mennri víSurkenningu á ég við,
að þeir, sem taldir eru hafa bezt
an málsmektc og mest skyn-
bragð bera á mál, noti þessi
breyttu málform. Ég tel ekki
rétt að leita til þeirra, sem
lægst hafa greindarstig eða
minnst hafa menntunarstig, né
heldur þeirra, sem sljóasta hafa
íbúðir fil sölu
Toppíbúðir (8. hæð) í Æsufelli 6.
Glæsileg íbúð —»stórkostlegt útsýni.
Seld tilbúin undir tréverk.
Afhendist í byrjun janúar 1972.
4ra—5 herbergja íbúð í Æsufelli 2 (1. hæð).
Seld fullfrágengin.
Afhendist í september 1972.
BREIÐHOLT h.f.
Ligmúll 9 - í.ykj.vlk - Slm.r; 8ISS0 - IISS1
FRANSKUR SKUTTOGARI
278 tonna til sölu og afhendingar strax.
Upplýsingar gefa
JÓNSSON & JÚLÍUSSON
Hamarshúsi, Vesturenda.
Sími 25430.
Lausar stöður
Á drb Magna eru eftirtaldar lausar stöður til umsóknar:
1 Starf stýrimanns með skipstjórnarróttíndi.
2 Störf tveggja háseta.
Laun samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafóla#. Raykja-
víkurborgar.
Störfín veitast frá 1. janúar 1972.
Umsóknir sendíst hafnarskrifstofunni í Reykjavík fyrir
7. desember n.k.
HAFIMARSTJÓRIWIM S REYKJAViK.
Á drenginn fyrir jólin
vesti, buxur og
skyrtur.
Stakar buxur í öll-
um stærðum og
litum.
Herraskyrtur, bindi,
peysur o. fl.
Klæðaverzlun
^ORGILS
Lækjargötu 6 A,
sími 19276.