Morgunblaðið - 28.11.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.11.1971, Blaðsíða 10
10 1761 ,H!!íSrM&TVCW .85! .H^.Jí.>ÁQITV)MTJB vŒTV\.I iOHO.Í/ MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. NOVEMBER 1971 Konungsnáðin er endaslepp í KVÖLD er þáttur um Joh. Fr. Struen- see, sem um skeið var líflæknir Krist- jánis VII Danakonungs og hafði svo mikil áhrif á konunginn, að um tíma var hann voldugasti maðurinn í Danaríki. Mörg dönsk skáld hafa gert sögu Struensee að uppistöðu í verkum sínum, bæði í skáld sögum og leikritum. Líf hans var þrung ið ævintýralegri spennu. Hann var mað- ur, sem teldi djarft, komst á tindinn og hrapaði síðan með ógnarlegum afleið- ingum. Struensee var fæddur í Halle í Þýzka- landi 1737. Hann var sonur læknis, sem setti son sinn til náms í læknisfræði. — Struensee varð góður læknir, fylgdist vel með í fagi sínu og var undir miklum áhrifum skynsemisstefnu samtíma síns. Hann var frjálslyndur maður en ágeng- ur og framkoma hans slík, að hann hafði tnikiil á’nrif á þá, sem umgengust hann, Sem læknir gat hann sér góðan orðstír. Árið 1768 varð Struensee læknir Krist- jáns VII Danakonungs, sem að framan Johann Friedrich von Struensee greinir. Gerðist það fyrst, er konungur var á ferðalagi, en hann fylgdi siðan kon unginum til Kaupmannahafnar í janúar 1769. Hafði hann fljótt mikil áhrif á konunginn, sem var geðveikur. — Var Struensee skipaður líflæknir konungs og síðan ríkisráð. Struensee talaði ekki dönsku og þekkti lítið til lands og þjóðar i Danmörku, en hann var metnaðargjam og kom fljótt auga á þá möguleika, sem fyrir hendi voru hjá ríkisstjóm, er starfaði á grund- velli þeirrar ímyndunar, að geðsjúkur maður gæti verið einvaldur, en hann hlaut sjálfur að vera á valdi þeirra manna, sem haft gátu áihrif á hann. Struensee fór sér hægt í byrjun og lagði í fyrstu áherzlu á að bindast vin artengslum við þá menn, sem áhrifa- mestir voru við dönsku hirðina. Einkum náði hann þó áhrifum með því að koma sér í mjúkinn hjá Caroline Mathilde drottningu, sem fyrst bar til hans þakk- læti og traust, sökum þess að Struensee dró úr ruddaskap konungs gagnvart drottningu, en smám saman varð hún ástfangin af lækninum, sem endaði með því, að hún varð honum auðmjúk og auð sveip í hvívetna. Tilfinningar hans til hennar voru á hinn bóginn ekki jafn hreinar og óblandnar og hindruðu þenn an lífsþyrsta mann ekki í því að eiga vin gott við aðrar konur, enda kærði hann sig kollóttan um flestar siðareglur, hvort heldur þær voru kirkjulegar eða borg- aralegar. Á árinu 1770 stóð Struensee á hátindi valda sinna. Hann var þá í rauninni alls ráðandi við dönsku hirðina og kom því til leiðar, að konungur losaði sig við þá ráðgjafa, sem Struensee hafði andúð á, en valdi sé raðra, sem Struensee taldi sér auðsveipari. Þar kom að, að hann varð leyndarráð konungs með valdi til þess að undirrita tilskipanir með sömu áhrif- um og það væri konungurinn, sem und- irritaði þær. Þetta var í rauninni valda rám og stjómglæpur, nægilegur til þess að velta honum úr sessi, er andstæðingar hans fengu færi á honum. Eftir refsirétt ar- og ríkisréttarhugmyndum þessa tíma var þetta og líflátssök. Valdatími Struensees stóð ekki lengi, enda engin stjómmálaleg forsenda fyrir hendi fyrir gengi hans. Flestir innan kon ungsfjölskyldunnar, aðallinn, embættis- mannastéttin og borgarastéttin hötuðu hann. Nóttina 17. janúar 1772 að loknu grimu balli var gefin út konungleg handtöku- skipun á Struensee, drottninguna og fleiri. Var Struensse komið í opna skjöldu í svefnherbergi hans í Kristjáns borgarhöll og hann fluttur í hlekkjum í fangelsi. Handtaka Struensees vakti almennan fögnuð. Hann varð síðan að verja gerð ir sínar fyrir dómstóli, þar sem hann varði sjálifan sig af hörku gegn ásökun- um um að hafa meðhöndlað konunginn og krónprinsinn illa svo og gegn ákær um um valdarán. En hann viðurkenndi samband sitt við drottninguna. Hann var dæmdur til dauða 25. apríl og tekinn af lífi þremur dögum síðar. Atriði úr Deiit meS tveim: Frá v. Herdis Þorvaldsdóttir, Halia Guðmundsdóttir, Elín Edda Árnadóttir og Brynjólfur Jóhannesson. Mánudagur: Daglegt líf nútímans ANNAÐ kvöld frumsýnir Sjónvarpið leikritið Deilt með tveim eftir Kristin Reyr, rithöfund og listmálara. f tilefni af þessu snerum við okkur til Kristins og báðum hann að lýsa leikritinu i stuttu máii. Kristinn Reyr „Þið setjið mig í hinn mesta vanda. Ég er dauðhræddur um að fari ég út í að lýsa því verði úr því allt annað og nýtt leikrit," svaraði hann og hló við. „En mér er óhætt að segja, að efni þess sé úr daglega lífinu og það sé nútíminn, sem þarna er á ferðinni; ýmsar hug- myndir i því sambandi — klipptar og skornar. Staðhættir eru reykvískir og öll útiatriðin eru tekin hér í borg." Þetta er frutmraun Kristins í skrifum fyrir sjónvarp, en hann hefur þó áður fengizt við leikritaskrif. Fyrir fáeinum árum kom út bók með leikverkum hans — og hún hafði að geyma eitt útvarps- leikrit, eitt sviðsverk og tvo leikþætti. Öll hafa þessi verk verið flutt. Við spurð um Kristin hvort hann fyndi ekki mik inn mun á því að skrifa fyrir leiksvið og sjónvarp: „Af kynnum mínum af þessu tvennu virðast mér þetta vera tveir ólík ir heimar. í sjónvarpinu er tæknin á ferðinni, og hún bíður upp á — mér ligg ur við að segja næstum ótakmarkaða möguleika. Það er hreinasti galdur sem hægt er að gera með þessum mynda- vélum. Og það er síður en svo að ég sé kominn í takt við þennan fjölmiðil.“ Kristinn hefur þó gert sér far um að kynnast sjónvarpstækninni eftir mætti, og var ekki með öllu ókunnugur henni, er hann skrifaði Deilt með tveim. í hitti fyrra var honum boðið að fylgjast með upptöku á Amalíu Odds Björnssonar. — „Ég var þarna inni í sjónvarpi í þrjá daga,“ segir hann, „og hafði mjög gott af þeirri reynslu. En þá átti ég í fórum mínum smádrög að leikriti, og eftir þetta fór ég að huga nánar að þeim með hliðsjón af sjónvarpsflutningi og nú er það sem sagt orðið að veruleika. Annars hefur vinur minn Gisli Alfreðsson verið mér stoð og stytta varðandi samningu þessa leikrits. Hann las drögin yfir, hvatti mig til að halda áfram og gaf mér ýmsar góðar ábendingar.“ Við spyrjum Kristin hvort hann hafi í hyggju að halda áfram leikritun fyrir sjónvarp: „Auðvitað veltur það á ýmsu. Sjái ég að leikrit þetta hlýtur hljóm- grunn og jákvæðar viðtökur mun ég vafalaust hugleiða það. Ég fékk núna að fylgjast með upptöku á þessu leikriti, sem var mjög lærdómsríkt. Hins vegar er þess að gæta að við erum algjörir ný græðingar á þessu sviði og hér hefur ekki skapazt sú reynsla og hefð sem ein kennir leikritun fyrir sjónvarp erlendis. Því verð ég nú að treysta á guð og lukk- una.“ %%%%%%%%%%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%%%%%%%%%% NÁMSKEIÐ Tilkynning til eigenda og vélstjóra CATERPILLAR bátavéla. ★ NÁMSKEIÐ verður haldið í meðferð og viðhaldi Caterpillar bátavéla í skólastofu HEKLU H/F. — dag- ana 8., 9. og 10. des. ÞÁTTTAKA TILKYNNIST FYRIR 4. DESEMBER. bMpto, M g m en úrsen rinnoti Sími 21240 HEKLA hf Laugavegi 170-172 Dómkirkjusöfnuður Safnaðarfundur verður haldinn í Dómkirkjunni mánudaginn 29. nóvember '71 kl. 20.30. Fundarefni: HÆKKUN SÓKNARGJALOA. SÓKNARNEFNDHM. Verzlun með nýlenduvöruverzlun o. fl. í fullum gangi í kauptúni á Suðurnesjum er til sölu eða leigu. Tilboð merkt: „Verzlun—verstöð — 717“ sendist afgr. Mbl. fyrir 5/12. 1971.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.