Morgunblaðið - 04.12.1971, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.12.1971, Blaðsíða 5
MORGU'NBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1971 5 Sr. PáU Pálsson Sigrurður Sigurðsson Sr. Inginiar Ingimarsson Prestskosningar á Selfossi PRESTSKOSNINGAR fara fram á Selfossi á sunnudag. Umsaekj endur eru þrír. I tilefni kosning- anna lagði Morgunblaðið fyrir unnsækjendur spurninguna: „Hvað er yður efst í huga við þessar kosningar?“ Svör þeirra fara hér á eftir: Skreytið jólatrén GRENl LAKK SR. PÁLL PÁLSSON: Mér eru efst í huga þær góðu viðtökur, sem ég hef fengið hjá sóknarbörnum Selfoss-presta- kalls og þá ekki sízt áhugi og góð Mrkju'sókn. Mér er einnig of- arlega í huga, að gaman gæti verið að fá tækifæri til að sinna unglingastarfi í Selfosspresta- kalli. Ég hef nú um nokkurt skeið annazt barnaguðisþjónustur fyrir séra Jón Thorarensen i Nes- sókn og hafa þær verið ágætlega sóttar og börnunum vonandi til einhverrar gleði, að minnsta kosti hafa þau sýnt áhuga, sem er mér örvandi gleðiefni. Loks langar mig að geta þess, þótt kannski ætti ekki að þurfa, að mér hefur sýnzt að sumir blandi pólitík í þessar prests- kosningar og fæ ég ekki skilið það. Ég hélt, að i Selfosspresta- kaili ætti að kjósa prest, en ekki pólitískan sálnahirði. SIGURÐUR SIGURÐSSON: í>að ætti að vera öilum ljóst þessa síðustu daga fyrir kosning- una, hvað oftast kemur upp í huga minn sem umsækjanda. Auðvitað er hugsunin um það, hvort ég nái kjöri. Það væri fár- ánlegt og óheiðarlegt að neita þessu. Ég hef áður gert grein fyrir þvi í blaðinu, hvers vegna ég sæki um embættið, en það væri ef til vill hroki, ef ekki sett- ist að mér efi á stundum, um áð ég sé maður til þess að leysa þau verkefni, sem fyrir hendi eru. Samt sæki ég með góðri sam- vizku, því að ákvörðun min er að gera eins og ég get. Oft kemur upp i huga minn í þessu sambandi, að verið sé að leggja þunga byrði á herðar safn aðanna með slíkum kosningum og tel ég fulla ástæðu til þess, að endurskoða það fyrirkomulag, sem við búum við um veitingu prestsembætta. Annars er ég far- inn að hlakka til jólanna og fagna yfir væntanlegri komu Krists til kirkju sinnar. SR. INGIMAR INGIMARSSON: Fyrst og fremst þakklæti, þakklæti til þeirra mörgu, sem vilja stuðla að kosningu minni. Stuðningur þeirra er ómetanleg- ur. En margt fleira kemur til greina, þegar sótt er úr einu I embætti í annað. Ósjálfrátt koma í hugann kynnin góðu og þau tengsl, sem myndazt hafa við sóknarbömin. Auðvitað litur maður með ánægju og nokkurri eftirvæntingu til starfsins i Sel- fossprestakalli, ef úrslit kosninga yrðu mér i vil. Starfsgrundvöllur er þar greinilega ákjósanlegur i svo fjölmennu prestakalli, bæði meðal ungra og gamalla. Æskulýðsstarfið er mér þar efst í huga, því að óvenjumargt er þar af bömum og unglingum. Það þarf því góðrar skipulagn- ingar við, en til þess að jákvæð- ur árangur náist, tel ég nauðsyn- legt að vinna að skipulagningu og samstarfi þriggja aðila—- þ.e. kirkju, heimila og skóla. Það kem ur sér vel að geta þar byggt á Franiliald á bls. 14. EM í bridge;_______ Töp gegn Belgíu og Grikklandi HELDUR hefur gengið ilia hjá felenzku bridigesveitinni, sem keppir i opna fllotoknum á Evr- ópuimótinu í bridge i Aþenu. 1 17. umferð sigraði Belgía Island með 14—6 og í 18. uimferð sigr- aði Gritokland ísl.and með 12—8. Er þetta fyrsti sigur gesitgjaí- anna i keppndnni, en fram til þessa hafa þeir verið í neðs'ta sæti. Islenzka sveitin er nú í 15. sæti og á eftir að spila við sveit- ir frá Danmörku, Portúgad og Sviþjóð. ítöllsku sveitirnar hafa góða forystu í báðum flokkum og má reikna með að þær sigri bæði i opna flokkmuim og kvennaflokkn- um. Úrsliit í 18. urnferð í opna flokknum. Austurríiki — Noregur 11—9 Póliand — Spánn 16—4 Finmland — Bretlaind 13—7 Fratokland — Sviþjóð 15—5 Italía — Portúgal 20—1-4 Danmörk - - Tyrtoland 12—8 Grikkland — Island 12—8 Júgóslavía — Beigiia 15—5 Sviss — Israel 11—9 Ungverjaliand — Irland 11—9 Holtiand V. Þýzkai. 20—> 3 Staðan i opna flötoknuim að Oioknum 18 umferðum er þessi: 1. Ítalía 332 stig 2. Bretland 296 — 3. Sviss 226 — 4. Póllland 222 — 5. Holland 217 — 6. Portúgal 195 — 7. Beligía 189 — 1 kvennaflokki er staðan þessd að 14 umferðum loknum: 1. ItaMa 222 sitiig 2. Frakkíland 191 — 3. Holland 167 — 4. Svíþjóð 167 — 5. Noregur 158 — 6. Bretland 147 — Fromkvæmdastjóiostoðan hjá Barnavinafélaginu Sumargjöf er hér með auglýst laus til um- sóknar. Umsóknir, er greini menntun og fyrri störf, sendist stjórn félags- ins, Fornhaga 8, fyrir lok þessa árs. Nánari upplýsingar veitir formaður félagsins i símum 25080 og 24558. Staðan veitist frá og með 1. febrúar 1972. Stjórn SUMARGJAFAR. Efnaverksmiðjan ATLAS hf. Auðbrekku 51, sími 42033 og 38148. Opið til kl. 23.00 og um helgar. Rennibekkir í STÆRÐUNUM: 160x1000 mm 200x1000 mm 250x2000 mm VÆNTANLEGIR Á NÆSTUNNI. HAGSTÆTT VERÐ. C. Þorsteinsson & Johnson hf. Grjótagötu 7 — sími 24250. “GÓÐA VEIZLU GERA SKAL" Daglega þurfa einhverjir að efna til afmælishófa, fermingarveizlna, brúðkaupa, samkvæma átthagafélaga eða annarra mannfagnaða. Þá vaknar spurningin: HVAR Á VEIZLAN AÐ VERA? Ef ekki er unnt að halda hana í heimahúsum, þá er svarið við spurningunni auðvelt: Hótel Loftleiðir. Þár eru salarkynni fyrir hvers konar samkvæmi. ALLAR UPPLÝSINGAR ERU GEFNAR í SÍMA 22322.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.