Morgunblaðið - 04.12.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.12.1971, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. DESEMÐER 1971 =Í1 11 ■Uz Oxford í nóvember. 1 síðasta saumaklúbbi minum, áður en ég hélt utan I haust, var komið inn á umræðuefni, sem áreiðanlega er tals- vert rætt í öðrum saumaklúbbum og kvennasamkomum, en það er, hvenær byrja tíðir hjá stúlkum? Kennarar í hópnum, sem fylgjast með þessu í sín- um skólum, sögðu, að aldurinn væri stöðugt að færast niður og virtist nokk- uð algengt að stúlkur byrjuðu 10 tdl 11 ára og allt niður í 9 ára. Kom þetta hinum á óvart, og við spurðum, hvar þetta ætlaði að enda — en gátum auð- vitað engin svör gefið. Við minntumst þess frá skólaárunum, að þær, sem byrjuðu fyrst, voru oft þær stærstu og feitustu — þær „þroskuðust“ fyrst, fengu brjóst o.s.frv, En var það nokkur skýring? Nokkrum dögum eftír að ég kom hing- að rakst ég á athyglisvert greinarkom í visindadálki „Times". Þar er sagt frá rannsóknum, sem tveir vísindamenn við Harvard-háskóla hafa tmnið að um all- langt skeið, til að reyna að komast að því hvað ræður því, hvenær tíðir byrja. Nú kann að vera að frá þessu hafi ver- ið sagt í Islenzkum blöðum, en í þvi falli að svo sé ekki, ætla ég að rekja það helzta hér: Það er líffræðileg staðreynd að stúlk- ur 1 Vestur-Evrópu og Bandarikjunum verða nú kynþroska fyrr en áður. Meðal- aldurinn hefur færzt niður um þrjá til fjóra mánuði á hverjum táu árum það sem af er þessari öld, og hafa komið fram margar kenningar um, hvað þessu valdi — allt frá betri fæðu til áhrifa rafmagnsljóss á aukna líkamsþjálfun yfir vetrarmánuðina. Vísindamennimir tveir, dr. Frisch og dr. Revelle, hafa komið með þá kenningu að tíðir byrji, þegar stúikan hefur náð um 48 kilóa þyngd (með eðlilegu frá- viki). Þeir hafa árlega skráð þyngd og hæð á 181 stúlku, frá fæðingu til 18 ára aldurs. Stúlkumar urðu kynþroska allt frá 10 ára aldri upp í 16 ára, en meðal aldurinn var 12,9 ár, En þrátt fyrir þennan aldursmun, var þyngdarmunur- inn lítill sem enginn. Hafa dr. Frisch og dr. Revelle í þessu sambandi bent á, að tilraunir á dýrum hafa sýnt, að þyngd hefur meira að segja en árafjöldi að þvi er varðar kynþroska, og þeir koma með þá tilgátu, að þegar stúUcur nái ákveðinni þyngd, verði efnabreytingar í líkamanum, sem valdi nægilegri aukn- ingu á framleiðslu ákveðinna hormóna til að blæðingar geti hafizt. Evrópskar þyngdarskýrslur styðja framangreinda tilgátu, því frá þvl fyrir stríð hefur meðalþyngd stúlkna aukizt þannig, að 11 ára stúlka nú vegur svip- að og 12 ára stúlka gerði fyrir stríð. Samkvæmt þvi, sem að framan er sagt, hefur aldurinn færzt niður um 3—4 mánuði á hverjum áratug, svo á þeim þremur áratugum, sem tiðnir eru frá stríðsbyrjun, ætti aldurinn að hafa færzt niður um 9—12 mánuði. Úr því farið er að tala um þyngd, þá er skýrt frá því í nýútkomnu hefti læknaritsins „British Medical Journal", að rannsóknir sýni, að börnum, sem nær- ast á móðurmjólk, þótt ekki sé nema fyrst eftir fæðingu, sé siður hætt við offitu en bömum, sem fá kúamjólk og „gervimat“. Sú fita, er böm, sem fái kúamjólk og aðra fæðu, safni utan á sig, haldist oft fram eftir aldri og geti orðið erfið viðureignar. Þá sé börnum, sem ekki fái móðurmjólk, hættara við sjúkdómum síðar meir, vegna áhrifa hinna framandi efna í kúamjólk og ann- arri fæðu, sem óeðlileg sé imgbömum. — Einnig er þess getið í þessu sam- bandi, að kúamjólk innihaldi þrisvar sinnum meira salt en móðurmjólkin og illa verfkuð þurrmjólk geti innihaldið enn meira salt og valdi þetta saltmagn auknu álagi á nýru ungbamsins. ★ Snúum okkur aftur að kynþroskaaldr inum og því, sem í kjölfar hans kemur. Jafnframt þvi að kynþroskaaldur hef- ur færzt niður, hefur meðalaldur mæðra lækkað og mæðrum um og rétt ofan við fermingu fjölgar sföðugt. Hvað á að gera til að spoma við þessari þróun, og hvað á að gera til að koma í veg fyrir offjölgun manhkyns? Þetta eru tvær af hinum stóru spumingum nú- tímans. Við aukna kynlífsfræðslu, bætt- ar getnaðarvamir og aukna notkun þeirra, eru bundnar vonir og þvi er mikíu fé og tíma eytt í að reyna að fínna öruggar vamir og mikið um máiin skrifað. Maður hefur á tilfinningunni að getnaðarvamir séu nýlegt fyrirbæri og spyr, hvemig fólk hafi farið að áð- ur. En nú ætti ekki að vera þörf á að spyrja lengur, þvt saga getnaðarvarn- anna hefur verið rituð og gefin út mynd- skreytt og kom á markaðinn í Bret- landi 1. nóvember sL 1 þessari bók, sem skrifuð er af hug- rakkri konu að nafni Shirley Green, kemur í ljós, að saga getnaðarvarnanna er Ifldega jafn gömul sögu mannkyns, og skráðar heimildir eru til um þær aft- ur fyrir tímatal okkar. 1 bókinni er að finna furðulegar og um leið spaugilegar lýsingar á þvi, hvað fólk hefur tekið til bragðs, Hefur þvi til dæmis víða ver- ið trúað, að með þvi að draga djúpt andann eftir samfarir, hósta, hnerra eða hlaupa imkvæmlega níu skref aftur á bak gæti konan komið í veg fyrir frjóvg- un. Ekki ætia ég að rekja þessa sögu hér frekar, því ég hef ekki þrek til þess að standa í ritdeilum við sjálfskipaða velsæmisverði íslenzku þjóðarinnar. Þó er ekM hægt að sleppa því, sem sagt er um viljastyrk íslenzku konunnar. Vitn- ar bókarhöfundur í Bandaríkjamann, sem skrtfaði um málin á 19. öldinni og segir hann frá þvi, að á Islandi „haf! sumar konur þann sveigjanleika og þann styrk í vöðvakerfinu, að þær geti með viljastyrk komið í veg fyrir frjóvg- wn“, — Það væri betur, ef enn væri hægt að segja þetta íslenzku kvenþjóð ireni til hróss. Þórdis Árnadóttir. Þorbjörg, Eyborg, Hringur, Vilhjálmur, Hildur. (Ljósm.: Sv. Þ.) Smámunasýning SUM GALERIE SÚM opnar smáhluta (miniature) sýningu laugardag- inn 4. desember M. 4 e.h. Þátttakenduir eru Atli Heimir Sveinsson, Arnar Herbertsson, Guðbergur Bergsson, Hreinn Friðfinnsson, Jón Gunnar Áma- son, Kristján Guðmundsson, Magnús Tómasson, Sigurður Guð mundsson, Tryggvi Ólafsson, Vil hjálmur Bergsson, Þórður Ben. Sveinsson. Eru alli meðlimir í SÚM. Sem gestir sýna: Eyborg Guðmundsdóttiir, Gylifi Gíslason, Hildur Hákonardóttir, Hrmgur Jóhannesson, Magnús Pálsson og Þobjörg Höskuldsdóttir. Er þetta fyrsta samsýning þessa eðlis, að sögn SÚM manna og er enginn hlutur á henni yfir 30 fersentimetrar að staerð. Er þetta sölusýning, sem þeir félag- ar ætla aimenningi til að nota sér til jólainnkaupa, og er verði stillt í hóf að þeirra sögn, eða frá 3000 til 6000 krónur. Verður sýningin opin til jóla, frá kl. 16—22 daglega. Basar Kvenfélags Laugarnessóknar LAUGARNESKIRKJAN er fyrsta kirkjan, sem byggð er hér í Reykjavík innan þjóðkirkju- safnaðar eftir skiptingu Dóm- kirkjusóknar árið 1940. Það eru nú 30 ár síðan að bygg- ing hennar hófst, en hún hafði verið teiknuð af þáverandi húsameistara ríkisins, Guðjóni heitnium Samúelssyni, áður en stríðið hófst, og „stríðsgróðinn" svonefndi fór að segja hér til sín. Því var allt nokkuð skorið við nögl, nema kirkjusalurinn sjálf- ur, vegna þáveraudi efnahags- ástands í landinu. Þessi vand- búnaður háir okkuir nú, aðallega með tilliti til féiagsstarfsemi safnaðarins. Þar höfum við ekki öðru að tjalda en litlum kjallaim- sal, sem kom eiginlega upp í hendur okkar af tilviljun, vegna þess hvernig grunnurinn reynd- ist, þegar hann var grafinn. Og á þeim dögum var ekM enn kom- ið til greina svo fjölþætt félaga- starf innan borgarsafnaðanna, sem nú er orðið. Síðan hafa hinar nýju kirkjur risið og safnaðarheimili með- fylgjandi, er mjög hafa eflt þar alla safnaðarstarfsemi. En kven- félagið okkar, sem er orðið 30 ára og bræðrafélagið og æsku- lýðsfélagið hafa aðeins haft þennan fyrrnefnda litla sal, sem löngu er orðinn ófullnægjandi, Því er það nú takmark og áhugamál allra safnaðarfélag- anna að koma upp hæfilega stóru safnaðarheimili á kirkjulóðinni sjálfri í stíl við kirkjuna svo að hvort tveggja fari vel saiman. Og basar Kvenfélagsins, sem hald- inn verður í Laugamesskólanum kl. 3 á sunnudaginn er einn áfang inn að þessu marki, því aliluir ágóðinn rennur óskiptur til hins væntanlega safnaðarheimilis. Og hvet ég nú bæði sóknarbúa og alla velunnara saiflnaðararins að styðja konumar í aðdáunarverðu sjálfboðastarfi þeirra, Garðar Svavarsson. Basar Kvenfélags Grensássóknar MÉR finnst einhvem veginn komið svo, að aðventan og basar- ar heyri mæta vel saman. Þegar aðventan nálgast og jólaundir- búningurinn fer í hönd, skýtur ojj snyrtistofa Ástu BaMvinsdóttor Kópavogi HRAUNTUNGU 85 — SiMI 40609. Tyrknesk böð IWIegrunaimudd Partanudd Húðhreinsun Handsnyrtiinig Fótsnyrting Augnabirúnalítanir Kvöldsnyrting Viijum sérstakíega vekja athygií á 10 tima megrunartímum með mæling- um. Opið til klukkan 10 á kvðídin. Bílastæði — Símí 40609. Skýrsluvélavinna Stórt fyrirtæki óskar að ráða „operator". Umsóknir um starfið ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Morgunblaðinu fyrir 9. desember, merkt: .Trúnaðarmál — 611". Kjötverzlun óskar eftir að ráða vanan algreiðslumann og af- greiðslustúlku strax. Tilboð sendist auglýsingadeild Morgunblaðs- ins, merkt: „Strax — 510“. upp kollimrm þetta sérstæða fyr- irbæri. Konur, sem setið hafa vikum og mánuðum saman við hannyrðir og annan umdirbúning, sýna nú árangur vinnu sinnar, ekM til þess að auðga sjálfar sig, heldur er ágóðanum jafnaít varið til einhverra þeirra mann- úðar- og liknarmála, sem þær láta sér annt um. Á þenman hátt hefur á liðnum árum verið aflað ótrúlega miMls fjár, sem varið hefur verið til hagsbóta fyrir land og lýð. Sumum kann stundum að finnast, að verið sé að bera í bakkaf ullan læMnn að mæla með eimum basarnum enn. Ég er sámt alveg óhræddur við það að þessu simni. Ég þekki mæta vel þamn áhuga og þá fórnfýsi, sem marg- ar konur hafa lagt fram við und- irbúninginn, og þær eiga það meira en skilið að við sýmum þeim í verki, að við metum fram- lag þeirra og fómfýsi. Tilefni þesisara lína er að vekja Franih. & bls. 13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.