Morgunblaðið - 22.12.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.12.1971, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐÍÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBBR 1971 Útgafsndi hf. Atvakur, Raykjavlk. Framkvnmdastjóri Híraldur Sveinsaen. Ritatjórar Matthfes Johannoeaen. Eyjólfur KonréS Jónoton. Aðotoðarritetjóri Styrmir Gunnarseoa. Ritotjómarfulltrúi Þorbjttm Guðmundaaon. Fróttaotjóri Bjðm Jóhannaaon. Auglýaingaatjóri Aroi Qarðar Kriatinaaon. Ritatjóm og afgraiðola Aðalatraoti 6, sími 10-100 Augiýaingar Aðalotraati 6, sími 32-4-80. Atkriftargjald 185,00 kr. á mónuði Innanlonds. f lauoesölu 12,00 kr. aintakið. GENGISLÆKKUN /^engi íslenzku krónunnar ^ var fellt til jafns við Bandaríkjadollar í gær eða um 7,9% gagnvart gulli. Gengislækkun krónunnar gagnvart þýzka markinu er um 11%% og flestum öðrum Evrópumyntum 5—7 % f rá því að óvissan í gengismál- um hófst. Þetta er formleg ákvörðun Seðlabankans en raunveruleg ákvörðun ríkis- stjómar Ólafs Jóhannesson- ar, sem lýsti því yfir í sumar, er hún tók við völdum, að hún mundi ekki beita gengislækkun gegn þeim vanda, sem við væri að glíma í efnahagsmálum. Lækkun á gengi krónunnar til jafns við gengislækkun Bandaríkja- dollars gerir það að verkum, að útflutningsatvinnuvegirn- ir fá jafn margar íslenzkar krónur fyrir hvern dollar og áður. Þetta er ákaflega mik- ilvægt fyrir sjávarútveg og fiskvinnslu sérstaklega, en framan af þessu ári hafa um 39% af útflutningi þessara aðila farið á Bandaríkja- markað. Hins vegar hefur þessi gengislækkun í för með sér, að þær vörur, sem við kaup- um frá Evrópulöndum, verða mun dýrari en ella. Lækkun á gengi íslenzku krónunnar gagnvart ýmsum evrópskum gjaldmiðlum er mun meiri en nemur lækkun krónunnar gagnvart gulli. Þótt megnið af útflutningi okkar sé selt fyrir Bandaríkjadollara kem- ur megnið af innflutningi okkar frá Evrópulöndum. Þær vörur, sem við kaupum frá Evrópulöndum verða því mun dýrari en þær voru fyrr á þessu ári. Gengislækkun krónunnar mun því, eins og jafnan gerist er gengi krón- unnar er lækkað, hafa í för með sér hærra vöruverð fyr- ir almenning í landinu og hærra hráefnisverð fyrir þær iðngreinar, sem kaupa hrá- efni til framleiðslu sinnar frá Evrópulöndum. Gengislækk- un krónunnar mun því enn ýta undir þá verðbólguöldu, sem fyrirsjáanleg er fram- undan. Þeir kjarasamningar, sem gerðir voru í desember, fyrst og fremst að fyrirlagi ríkis- stjórnarinnar og Ólafs Jó- hannessonar, sem ráðlagði atvinnurekendum að kasta sér til sunds, þótt þeir sæju hvergi til lands munu á næstu 13—14 mánuðum leiða til um 65% útgjaldaukningar fyrir fiskvinnsluna, sem er undir- staðan að útflutningsfram- leiðslu okkar. Ef útflutnings- atvinnuvegirnir stæðu ekki frammi fyrir svo gífurlegri útgjaldaaukningu er vel hugs anlegt, að þeir hefðu getað staðið af sér gengislækkun dollarans. En vegna þess, að vinstri stjórnin hafði stuðlað að svo mikilli útgjaldaaukn- ingu í undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar, var fyrirsjáan- legt, að ekki yrði komizt hjá því að lækka gengi krónunn- ar til jafns við gengislækkun dollarans. Þessi gengislækk- un er því ekki aðeins til orð- in fyrir áhrif utan lands frá heldur leiðir hún einnig af heimatilbúnum vanda, sem ríkisstjórnin og stjórnar- flokkamir bera ábyrgð á. Þær breytingar, sem orðið hafa á gengismálum helztu viðskiptalanda okkar hafa óhjákvæmilega í för með sér verulega rýmun á viðskipta- kjörum þjóðarinnar út á við og er talið, að sú rýrnun nemi um 400—500 milljónum króna á ársgrundvelli. Eins og nú horfir er þjóðarbúið lítt undir það búið að taka á sig þetta áfall, vegna fárán- legra aðgerða vinstri stjórn- arinnar í efnahagsmálum. Reynslan mun leiða í ljós hver framvinda verður í efnahagsmálum okkar á næstu mánuðum. En eftir stendur sú staðreynd, að vinstri stjórnin, sem lýsti því skilyrðislaust yfir í sumar, að hún mundi ekki beita gengis- lækkun gegn þeim vanda, sem við væri að glíma í efna- hagsmálum, felldi gengi ís- lenzku krónunnar í gær. Kauprán egar vinstri stjórn tók við völdum sumarið 1956 var það eitt fyrsta verk hennar í efnahags- og kjaramálum að taka nokkur vísitölustig af launþegum í landinu. Þegar vinstri stjórnin settist í valdastóla í sumar mun fá- um ef nokkrum hafa komið til hugar, að hún mundi láta það verða meðal sinna fyrstu verka að hafa nokkur vísi- tölustig af launþegum. Ástæð an var sú, að þeir flokkar, sem að ríkisstjóminni standa, ráku upp ramakvein haustið 1970, þegar ákveðið var sem liður í Verðstöðvunaraðgerð- um að fresta greiðslu tveggja vísitölustiga fram á sumar 1971. En það kemur alltaf betur og betur í ljós, að sú vinstri stjóm, sem nú situr við völd, er til alls vís. Ekki voru Spegill, spegill herm þú mér „Við höfum verið að leitast við að skipta tekjum ríkisins til hinna ýmsu þarfa án þess að hafa hiugmynd um, hwersu mikið gæti komið til skipta". Þessi voru orð fjárveitinga- nefndarmannsins Steinþórs Gestssonar við 2. umræðu fjár- iaga. Formaður neifndarinn- ar, Geir Gunnarsson, orðaði það svo: „Ég viðu.rkenni fuil- komlega, að það er ekki ákjós- anieg afgreiAsla á f járlagafrum- varpi, að við endanlega af- greiðslu í fjárveitinganefind fyr- ir 2. umræðu liggi tekjuáætlun ekki fyrir, a.m.k. í grundvailar- atriðum." Þessi orð tveggja af nefndarmönnum fjárveitinga- nefndar, annars í stjómarand- stöðu og hins, sjálfe for- matms nefndarinnar, sem gerst þekkti th, sýna, svo að óvefengjanlegt er, hvffliteur skrípaleikur var setitur á svið af fjármálaráðherra að krefljasit af- greiðslu fjáriaga fyrir áramót, eins og allt er í pottinn búið. Enda hefur það flogið fyrir, — hvort það er satt, skal ég láta ósagt, — að forsætisráðherra haffi lagzt gegn afgreiðslu fjár- laganna nú, en orðið að láta í minni pokann. Eins og á stóð var það þvi fullkomlega eðlilegt, þegar for- maður Sjálfstæðisflokksins, Jó- hann Hafstein, lýsiti þvi yfir, áð- ur en 2. umræða fjárlaganna hófst, að eftir atvikum gæti hann á það fallist, að 2. umræð- an færi fram, en efcki væri verj- andi að afgreiðsla fjártaganna færi fram fyrir þinghié, „eins og til er stofnað og sérstaklega með an afgreiðsla tekjuöfflunarfrum- varpanna hefur ekki farið fram.“ Til þess að menn geti áttað sig á, hvemig andrúmsloftið var í þintgsölumum þann dag, sem 2. umræða fjárlaga fór fram, tel ég nauðsymlegt að rifja upp nokk- ur atriði. Eins og fjárveitinganefnd hafði gengið frá útgjaldaliðun- um fyrir umræðumar var um 700 millj. kr. h£ulli á fjárilögun- um. Þrátt fyrir margitrekaðar fyrirspumir kom fjármálaráð- herra sér undan því að svara, hvernig brúa ætti þetta bil. Á >essu stigi lá það með öðrum orðum ekki fyrir, úr hverju rík- isstjórnin teldi sig bafa að spila á næsta ári, þrátt fyrir það, að lögð hefðu verið fram frumvörp um byltingu á tekjustofn- um sveitarfélaga og tvöfalda hækkun tekjuskattsins. 1 greinargerð ofannefndra frumvarpa var hvergi að því vikið, hversu mikið þeim var ætl að að gefa i aðra hönd. Heldur ekki, hversu mitoium byrð- um væri velt af sveitarfélögun- um yfir á ríkissjóð með frum- varpinu um tekjustofna sveitar- félaga. Allra sízt var grein fyr- ir þvi gerð, hvermlg sveitarfé- lögin stæðu, ef frumvörpin yrðu í lög leidd. Síðast en ekki sízt kvisaðist >að ffljött, að meðal stuðnings- manna rikisstjórnarinnar var lit il sæla yfir þessu síðasta flram- taki stjórnarinnar. Menn áttu >vl eins von á þvi, að tekjuöffl- unarfrumvörpin færu ekki óbreyitt í gegnum þingið í veiga- miklum atriðum, þegar þar að kemur. Á þeim dögum, sem síð- an hafa liðið, hefur sá grunur styrkzt. AJlt um það á að knýja f jáiriögin fram fyrir áramót. Þegar þessar línur eru skrii- aðar, hefur fjárveitingainefnd lagt fram breytingartilllögur sín ar fyrir 3. umræðu, sem nánar verður fjallað um Síðar. Það er þó óhjákvæmilegt að vekja at- hygli á því hér, að fjárlögin koma til með að hækka um 5,6 milljarða eða um 48%. Bftirfarandi orð Matthíasar Bjarnasonar eiga því sannarlega hér við: „það þarf lífea að gera sér grein fyrir, hvað sfeattborg- ararnir og atvinnutækin í land- inu geta lagt mest af mörfeum til rikisins og verða útgjöld rik- issjóðs að fara efltir þvi. Fari skattíiálögur einstaklinjga og fyrirtæki mikið fram úr því, sem almennt gerist í þeim löndum, sem búa við svipaða lifnaðar- hætti og lifskjör og við gerum, mun það hafa margvislegar og sfcaðlegar afleiðingar á alla upp hyggingu atvinnulífsins og leiða aif sér samdrátt i atvinnulífi og minnkandi atvinnu fyrir al- menning í landinu." Áður en lengra er haldið er rétt að geta þess, að samstarf nefndarmanna í fjárveitinga- nefnd var mjög gott eins og ver ið hefur undanfarin ár. Þanmg var í mörgum tilfellum komið mjög tii móts við óskir Sjálfstæð ismanna um ráðstöfun þess fjár, sem á annað borð var til skipta og áttu Sjálfstæðismenn í fjár- veitinganefnd aðild að mörgum þeim tillögum, sem nefndin stóð að, þótt þeir stæðu ekki fyrir sjálfstæðum tillögufflutnin.gi. Enda þótti þeirn það ógerlegt, þar sem allt var á huldu um tekjuöflunina. Það er og mála sannast, að heildarblær fjárlaga frumvarpsins hefði orðið allur annar, etf Sjálfstæðismenn hefðu borið þar ábyrgð á. Var það raunar viðurkennt af sjálf- um f j ármálaráðherranum, Hall- dóri E. Sigurðssyni, þegar hann sagði við 2. umræðu f járlaga orð rétt: „Enda hefði fjárlaga- afigreiðslan öll orðið að vera með öðrum hætti, hefði átt að byg'gjá á því tekjukerfi, sem fyr ir var. Þetta veit ég a háttvirt ir þingmenn skilja.“ Fjármálaráðherra hefur kom- izt svo að orði, að fjárlög séu hverju sinni spegilmynd af efna hagsstefnu þeirrar ríkisstjómar, sem að völdum situr. Hann get- ur nú virt fyrir sér sin eigin fjárlög, sem hækkuðu um full- an þriðjung frá fjárlögum fyrra árs þegar við 2. umræðu og munu hækka um nær 50%, áð- ur en yfir líkur. Svo getur hann sagt við sinn sálarspegil: Speg- ffl, spegffl, herm þú mér. Ég veit ekki, hverju sá spegill svar ar, en borgarar þessa lands hafa svarið á reiðum höndum, þegar skattskráin liggur fyriir á sumri toomanda. Fjárlögin hæfctoa meir en dœmi eru til í sögu íslenzkra fjárlaga og undir þeiim verður þjóðin að standa. Það er því eðlilegt, að menin spyrji með Jóni Árnasytni: „Mér er spum, hvað hefði þessi háttvirti þiinig- maður (þ.e. fjármálaráðherra meðan hann var oddiviiti stjóm- arandstöðunnar I fjárveitinga nefnd) sagt um f j ármálasukkið og útþenslumetið, sem þetta fyrsta fjárlagafrumvarp vinstri stjómarinnar setur, ef það heifði feomið frá fyrri ríkisstjóm.“ En nóg um það. Þegar Utið er yfir þær breyt- ingartfflögur, sem samþykkt- ar voru við 2. umræðu, toermir þar margra graisa. Alls fólu ti!L- lögurnar í sér 764 mfflj. kr. hækfeun, þar af var um stóra útgjaldapósta að ræða, sem námu tugum miil'ljóna allt niður í óverulegar upphæðir eins oig 150 þús. kr. til handa Óiafi Ragnari Grimssyni til söfnunar samtimaheimilda um íslenzík stjórnmál. Svava Jafeohsdótt- ir varð að láta sér nægja 200 þús. kr. hæfebun á byggimgar- styrkjum til dagheimila og ætli það láti ekki nærri, að þar feomi ein feróna fyrir hvert orð, sem hún hefur látið falla um það, hvert ófremdaráistand riki í þeim efmum. Nú eins og endranær er mjög að því gáð, hvernig fyrir fram- kvæmdaliðum fjárlaga er séð. Þar munar mest um fjárveitinig- ar tiil byggingar bama- og gagn fræðaskóla, skólastjóra- oig feennarabústaða og íþróttamann virkja. Þar sem fjánlög hæfeka svo mjög, mætltd ætla, að þar væri óvenjulega vél að verki staðið. Um það fórust Matthiasi Bjarnasyni svo orð: „Á fjárlög- um ársins 1970 vaæ varið 206.860 þús. kr. til byggimgar skóla- mannvirkja í landinu á bama- og gagnfræðaskólastiigi. Á árinu 1971 hækkar þessi liður upp í 288.091 þús. kr. eða um 39%. Núna hækkar þessi sami liður úr 288.091 þús. kr. í 394.360 þús. kr. eða um 37%. Hækkun er minni nú heldur en var við aif- greiðslu síðustu fjárlaga. Þar við bætist, að þegar við af- greiddum síðustu fjárlög sáum við fram á, að hækkanir ytrðu ekki neitt gifurlega eins mikiar og við sjáum nú við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1972, svo að framkvæmdamáttur þessara pen inga er i raun og veru mun minni héldur en framkvæmda- máttur þess fjármagns, sem weitt var á f járlögum 1971“. Þegar minnzt er á skólamálin, get ég ekki látið hjá liða að minna á hin ótrúlegu yfirboð, sem Framsóknarmenn höfðu í frammi á síðasta þingi varð- andi jöfinun námsaðstöðu nem- enda í strjálbýli og þéttbýli. SBfet framlag var í fyrsta skipti tekið inn í fjárlög 1970 og nam þá 10 millj. kr. Á þessu ári var það hækkað í 15 mfflj. kr. og þótti lítið af stjórnarandstæðing um, sem ég dreg enga f jöður yf- ir, að það var. En þess ber að gæta, að þarna var um byrjun að ræða og menn höfðu ekki þá áttað sig á því eins og nú, við Framhald á bls. 21 mmSm BRÉF UM ALÞINGI margir dagar liðnir frá und- irritun nýrra kjarasamninga, jegar í Ijós kom, að ríkis- stjórnin mundi stefna að því að hafa af launþegum nokkur vísitölustig eða sem svarar um 4% í launum. Hér er ekki um að ræða frestun á greiðslu þessara vísitölustiga eins og haustið 1970, þegar verðstöðvunin var sett á. Hér er um það að ræða, að 4% verða tekin aftur af launþeg- um. Þetta gerist á þann veg, að vegna afnáms persónu- skatta lækkar kaupgjalds- vísitalan um nokkur stig. Rík isstjórnin ætlar að nota tæki- færið og lækka niðurgreiðsl- ur á landbúnaðarvörum o fl. með þeim afleiðingum, að búvörur hækka í verði. Með þessari aðgerð rýrna laun launþega um sem nemur 4%. Fróðlegt verður að fylgj- ast með því, hvort forseti ASÍ og formaður Dagsbrún- ar, sem báðir eru í þing- mannaliði stjórnarinnar, fall- ast á þetta kauprán.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.