Morgunblaðið - 12.01.1972, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 1972
23
— Grein Einars
Framh. af bls. 12
öraunhœfur og haldlaus, þegar
stundarhagsmunir þjóða ráða af
stöðu þeirra á milliríkjaráð-
stefnum, eins og varð 1958 og
enn vill verða, þegar margir fuU
trúar hafa Htla þekkingu á við-
fangsefninu og eru þar af leið-
andi bundnir einstrengingslega
við oft á tíðum hálfhugsaða
ákvörðun ríkisstjórnar sinnar.
4. b. Kvótaleiðin er sú eina
af fjórum samþykktum hafrétt-
atTáðstefnunnar 1958, sem ekk:
hefir komizt í framkvæmd. Þótt
hún væri samþykkt á ráðstefn-
unni með 45 atkvæðum gegn 1
og 18 auðum, hlaut hún
ekki fuUgUdingu með undir-
skrift lágmarksfjölda 22 þjóða,
fyrr en að heilum áratug liðn-
um, og þœr fáu tilraunir, sem
gerðar hafa verið til að beita
ákvæðum hennar, hafa engan
árangur borið. Eru menn því
samimála um, að kvótaleiðin hafi
verið óraunhæf og sé dauður
bókstafur.
5. Bandaríska tillagan, sem
lögð var fram á undirbúnings-
fundi hafréttarráðstefnunnar í
Genf í' ágúst, 1971, viðurkenn-
ir algjöran forgangsrétt strand-
ríkis tíl veiða á öllum fiskimið-
uim utan við 12 mlliurnar, en æti-
ast til, að ákvörðun um veiði-
þol fiskstofna, veiðigetu strand
ríkisins og önnur stjórnun-
aratriði séu í höndum al-
þjóðlegrar stofnunar slíkrar
sem Norðaustur-Atlantshafsfisk
veiðinefndarinnar. Að megin-
hugsun feUur bandaríska tillag-
an fuUkomlega að markmiði
okkar Islendinga með því að við
urkenna forgangsnýtingarrétt
strandríkis á fiskimiðum utan
12 mlílnanna. En tillöguigrein-
arnar um stjórnun alþjóð-
legrar stofnunar eru ófram-
kvæmanlegar, það hefir reynsl-
an margsinnis sýnt og sannað.
5. a. Þótt Bandarikjamönnum
hafi iánazt að eiga aðild að
stofnunum, sem stjórna farsæl-
lega veiðum hverrar tegundar-
innar um sig, lúðu, lax, túnfisks
og selkóps á Kyrrahafi, er þess
að gæta, að þær eru lokaðar
milliríkjastofnanir örfárra að-
ildarríkja, sem eru allt annars
eðlis en opin alþjóðastofnun,
eins og Norðaustur-Atlantshafs-
fiskveiðinefndin. Bandaríkja-
menn hafa einnig kynnzt starfs-
hæfni alþjóðastofnana svo sem
þeirri, sem stjórnað hefur hval-
veiðum í suðurhöifuim. Hva'lveiði
stofnunin hefur árlega ætlað að
spyrna við fótum síðasta áratug
inn, en aillltaif hefir sigið
á ógæfuhliðina. Þrátt fyrir
reglugerðir um hámarksveiði og
opinbera eftirlitsmenn um borð
í hverju móðurskipi, er nú svo
komið, að það tæki stofnana ára
tugi að ná sér eftir afhroðið, og
samt halda Rússar og Japanir
áfram veiðunum. Bandaríkja-
menn hafa gripið til þess ör-
þrifaráðs að banna bandarísk-
um þegnum að eiga nokkurn þátt
í hvalveiðuim og hafa bannað
allan innflutning á hvalafurð-
um til Bandaríkjanna. Þá hafa
Bandaríkjamenn kynnzt svo um
munar vonlausri við-
leitni Norður-Atlantshafsfisk-
veiðinefndanna til að takmarka
laxveiðar Dana við Grænland.
Framvinda þess máls hefir sýnt
berlega, að slikar alþjóðlegar
nefndir eru allt of seinvirkar til
að takast á herðar stjórnun á
nýtingu fiskimiða.
5. b. Það hefur ekki staðið á
okkur íslendingum, að starf
Norður-Atlantshafsfiskveiði-
nefndanna mætti bera árangur,
við höfum frá upphafi stutt
starfsemi þeirra af fullum heil-
iindu'm og gerum enn. Við bund-
um bjartar vonir við starfsemi
þessara nefnda sérstaklega
fyrstu árin eftir hafréttarráð-
stefnuna 1958, en nú hefur sú
bjartsýni breytzt í þá fullvissu,
að þær eru til þess eins falln-
ar að slá nauðsynlegum aðgerð-
um á frest. Engu að síður eru
nefndir þessar ómissandi þó ekki
væri vegna annars en vonarinn
ar um að einhvern tima takist
samvinna um stjórnun á veiðum
á farfiskunum laxi og norsk-ís-
lenzku sildinnl.
5. c. Veiðarnar á laxi við
Grænland hafa ekki ennþá vald
ið varanlegu tjóni. Á norður Atl
antshafi hafa verið framdir
tveir svívirðilegir stórglæpir á
siðasta áratug. Annar er tortím
ing norsk-islenzka síldarstofns-
ins með smásíldardrápi Norð
manna innan norskrar fiskveiði
lögsögu og ofveiði margra þjóða
á hafinu austur af Islandi. Hinn
er tortiiming íslenzka siid-
arstofnsins með smásíldardrápi
í Eyjafirði á vetrum og veiðum
á hrygningarsíld við Vestmanna
eyjar á sumrum, eftir að í óefni
var komið, hvort tveggja stund
að eingöngu af íslenzkum bátum
innan islenzkrar fiskveiðóilög-
sögu. Báðir þessir stórglæp-
ir voru framdir smám saman ár
eftir ár, án þess að Norðaust-
ur-Atlantshafsnefndin fengi
nokkuð að gert, þótt henni væri
vel ljóst, hverju fram fór. Vegna
þess að glæpirnir voru framdir
mest megnis innan fiskveiðilög-
sögu viðkomandi ríkja, verður
Norðaustur-Atlantshafsfisk-
veiðinefndin ekki sökuð um
beina ábyrgð á ódæðisverk-
unum, en samt er eins og tilvist
þessarar máttvana stjórnun-
arnefndar hafi egnt viðkomandi
ríki til óhæfuverkanna. Tilburð
ir okkar til að sannfæra nefnd-
ina um, að við gerðum nauðsyn-
legar ráðstafanir til að vernda
síldarstofninn urðu til þess að
blekkja okkur sjálfa hastarlega,
án þess að nefndin fengi nokkra
rönd við reist.
5. d. Tortíming íslenzka síldar-
stofnsins veikir aðstöðu okkar i
fiskveiðilögsögumálinu meira
en metið verði að sinni. Fyrir
tortímingu síldarstofnsins verð-
um við að bæta i fyrsta lagi með
því að friða sildarstofninn,
þangað til hann nær sér á strik
aftur, og í öðru lagi með þvi að
efla svo íslenzka fiskveiði-
stjórn, að hún geti vegið og met
ið rök útvegsmanna, hag-
fræðinga, fiskifræðinga og nátt
úruverndarmanna og tekið
stjórnfræðilegar ákvarðanir um
nýtingu fiskstofnanna í hafinu
kringum landið.
6. íslandsmið hafa þörf fyrir
nýtt fiskveiðilögsögukerfi. Nú-
gildandi kerfi hefir gengið sér
til húðar. Framangreindar tillög
ur að leiðum til úrbóta eiga það
allar sammerkt að vera bundn-
ar við hið úrelta núgildandi
kerfi. Nýtt kerfi verður að
grundvallast á allsherjarheill og
á markmiði okkar fyrst og
fremst, sem í engu brýtur í
bága við allsherjarheill. Við
skulum ekki reisa okkur hurðar
ás um öxl með því að reyna að
frelsa heiminn með kerfi, sem
alls staðar ætti við. Ef okkur
tekst að byggja nýtt kerfi við
hæfi Islandsmiða, yrði það lær-
dómsríkt og til hvatningar fyr-
ir aðra sem glíma við ólíkar að-
stæður, þótt okkar nýja kerfi
ætti ekki við ólíkar aðstæður á
öðrum hafsvæðuim.
6. a. Til að koma á nýju kerfi
verðum við að gera tillögu um
ný alþjóðalög um Islands-
mið, sem geymi eftirtalin
ákvæði. Árlegt leyfilegt veiði-
magn hvers fiskstofns skal miða
við hagkvælnaLSta veiðimagn
stofnsins. fslendingar skulu
njóta algers forgangsréttar til
nýtingar fiskimiða hafsins um-
hverfis Island. Alla framkvæmd
og áætlunargerð samkvæmt lög
um þessum skulu Islending-
ar annast á sinn kostnað. Áætl-
uð skal veiðigeta íslenzks sjáv
arútvegs árinu fyrirfram og þar
með, hve mikinn hluta af leyfi-
legu veiðimagni íslenzkur sjáv
arútvegur muni nytja. Ekki má
áætla, að veiðigeta íslenzks sjáv
arútvegs aukist um meira en 10
prósent af leyfilegu veiðimagni
á einu ári í senn. Mismunur-
inn á leyfilegu veiðimagni og
áætlaðri veiðigetu íslenzks sjáv
arútvegs skal öllum þjóðum að
Islendingum meðtöldum heimilt
að veiða. Allir sem til fiskveiða
fara á Islandsmið, skulu lúta
lögum þessum. Öllum sem
þátt taka i fiskveiðum á Islands
miðuim er skylt að láta í té upp-
lýsingar um aflamagn svo skjótt
sem samgöngur leyfa og á sama
hátt skulu Islendingar gera þeim
ríkisstjórnum, sem þess æskja,
-grein fyrir ákvörðunum, tekn-
um samkvæmt ákvæðum þessum
með svo löngum fyrirvara, sem
kostur er. Ágreining, sem rísa
kynni út af ákvæðum laga þess-
ara, skal útkljá fyrir Fiskveiði
dómi. Fiskveiðidómur skal skip
aður þremur mönnuim, ein-
um skipuðum af hvorum tveggja
deiluaðila og þeim þriðja með
samkomulagi aðila eða skipuð-
um af aðalframkvæmdarstjóra
FAO. Aðalframkvæmdarstjóri
FAO skal við hvern málflutn-
ing tilnefna málflutningsmann,
sem flytja skal fyrir Fiskveiði-
dóminum þriðja málstaðinn, mál
stað allsherjarheilla. Brot á
ákvæðum laga þessara skal
varða háum fésektum, er renna
skulu óskiptar i eigin sjóði Al-
þjóðabankans, hvort sem dæmd
ar eru af íslenzkum dómstóli eða
Fiskveiðidömi,
6. b. Næðu þessar tillög-
ur okkar um nýtt kerfi, byggt
á alþjóðalögum fram að ganga,
væri markmiði okkar í öllum
greinum náð. Við gætum hrint
þessum tillögum i framkvæmd
strax, þvi þær byrja ekki á þvi
að ganga á nokkurs manns hag,
heldur fjalla þær um að taka
upp stjórnfræðilega starfshætti
á Islandsmiðum, sem öllum væru
til heilla.
Ef svo færi að alþjóða-
lög þessi fengjust ekki sam-
þykkt, værum við þó komnir í
miklu sterkari aðstöðu, íslend-
ingar, fyrir það að hafa sýnt
vilja til að finna ný úrræði. Svo
er háttað í heimi, að með gá-
leysislegri stefnu i málefnum ís
landsmiða tímann fram að haf-
réttarráðstefnu S.Þ. getum við
unnið hagsmunum barna okkar
varanlegt tjón, en með aðgát
höfum við alla möguleika á að
koma ár okkar vel fyrir borð á
hafréttarráðstefnunni börnum
okkar til heilla og hagsbóta.
6. c. Kostir þessa nýja kerfis,
eru þeir, að nær víst má telja,
að það fengist fram. Nýja kerf-
ið uppfyllti markmið okkar al-
gerlega. Stjórnunaraðgerðir á
Islandsmiðum yrðu í okkar
höndum án þess að ganga þyrfti
að nauðsynjalausu á hagsmuni
annarra þjóða. Þetta nýja kerfi
er engin nýlunda. Grundvallar-
atriði þess, sem er forgangsrétt
ur strandríkisins, kom fram
i tillögum íslenzku sendinefnd-
arinnar á hafréttarráðstefnunni
1958, en það er fyrst 1971, að
líkurnar aukast til muna, að
það öðlist viðurkenningu. Is-
lenzkir aðilar búa yifir nægi-
legri reynslu af öllum þáttum
þessa kerfis til þess að geta
leyst þau viðfangsefni öll. Frá
náttúruverndarsjónarmiði hefir
þetta nýja kerfi þann kost að
bundinn væri endir á alla
hættu á ofveiði á íslandsmiðum.
Þetta nýja kerfi myndi storka
Norður-Atlantshafsfiskveiði-
nefndunum og örva þær til nýrra
dáða. Reynsla af þessu nýja
kerfi myndi stórefla aðstöðu
okkar á hafréttarráðstefnunni
1973. Alvarlegasta vöntun haf-
réttarráðstefnu S.Þ. er einmitt,
að það fiskverndunarkerfi, sem
sett var upp 1958, hefir brugð-
izt algerlega án þess að nokk-
uð hafi komið fram í staðinn.
Með þessu nýja kerfi myndum
við leitast við að bæta úr þess-
ari vöntun. Þetta nýja kerfi
myndi stuðla að því að tryggja
islenzkum fiskimönnum aðgang
að miðum við strendur annarra
landa, þegar þannig stendur á,
svo sem að síldarmiðunum
í Norðursjó. Með þvi að finna
nýja leið í farsælurn samskipt-
um þjóða myndum við treysta
Leysist
laxa-
stríðið?
BANDARÍSKA utanríkisráðu-
neytið hefur skýrt frá því, að
Jens Otto Krag, forsætisráðherra
Danmerkur, hafi fallizt á að
halda fund með bandarískum
ráðamönnum í Washington til
þess að útkljá deilu þá um lax-
veiðar í sjó á N-Atlantshafi, sem
um langt skeið hafa verið mikið
deiluefni milli Bandaríkjanna og
Kanadamanna ainnars vegar og
Dana hins vegar.
í yfirlýsingu frá McCunan, að
stoðarutanríkisráðherra, í siðustu
viku segir, að bandaríska stjórn
in fagni frumkvæði Dana í mál-
inu nú og að miklar líkur séu fyr
ir hendi, að unnt verði að leysa
laxastríðið.
— Unga fólkiö
I’ramh. af bls. 30
ingnum og var leikurinn hrúf-
jafn til enda. Rétt fyrir leikslok
höfðu Haukar eitt mark yfir og
fengu þá dæmt á sig víti. Grótta
misnotaði vítakastið og varð þvi
af öðru stiginu. Leiknum lauk
þvi með sigri Hauka, 9:8.
Bæði liðin sýndu góðan hand-
knattlei-k og þá sérstaklega gott
línuspil. Athygli vakti Hilmar
Knútsson fyrir skemmtilegar
linusendingar. Þar er á ferðinni
leikinn og útsjónarsamur ein-
staklingur. Markvarzla var góð
hjá báðum liðum.
Markhæstur hjá Stjörnunni
var Axel Friðriksson með 4, en
hjá Haukum Ingimundur Har-
aldsson með 4 og Sigurður Að-
alsteinsson með 3.
2. fl. karla: Haukar — Gróiia
13:10 (7:5)
Haukar hófu leikinn með stór-
skotahrið á mark Gróttu og fljót-
lega varð staðan 5:0. Gróttu-
samningsaðstöðu okkar á fisJÞ
mörkuðum bæði Bandaríkjanna
og Efnahagsbandalags Evrópu.
Stærsti kostur þessa nýja kerf-
is er sá, að það sneiðir hjá allri.
hættu á að hvetja nokkurrt tíí
útfærslu hernaðarlandhelgi.
Samkvæmt þessu nýja kerfi er
einungis um að ræða að taka
upp nýtízku stjórnunaraðgerðir
á Islandsmiðum; stjórnunarað-
gerðir sem að sjálfsögðu
standa föstum fótum í fullveldi
íslenzka ríkisins, en sem gerðar
eru í nafni alþjóðalaga og ekki
bara í nafni alþjóðalaga heldur
i þeim anda, sem þyrfti að ríkja
í samskiptum þjóða á alþjóða-
vettvangi.
6. d. Niðurstaða þessarar
greinar er sú, að fyrir hendi sé
leið að markmiði okkar Islend-
inga, sem sé mun greiðfærari en
50 mílurnar, og að allar líkur
séu til þess að leið þessi sé
raunhæfari og farsælli fyrir
okkur Islendinga.
menn áttuðu sig þó og náðu að
laga stöðuna þannig, að i leik-
hléi var hún 7:5, Haukum í vil.
Um miðjan seinni hálfleik var
staðan orðin jöfn, 8:8, en þá
tóku Haukar endasprett og skor-
uðu 5 mörk gegn 2. Lokastaðan
varð því 13:10.
Haukaliðið var sterkari aðiF
inn í leiknum og sigurinn sann-
gjarn. Liðsmenn þess eru mutn
hávaxnari en leikmenn Gróttu,
sem flestir eru ekki háir i loft-
inu. Þeir reyndust þó harðir í
horn að taka og gáfust ekki upp
fyrr en í fulla hnefana.
Gróttuliðið er skipað jöfnum
leikmönnum en hefur enga
stjörnu til að byggja upp á. Hjá
Gróttu báru tveir menn af öðr-
um, þeir Sigurður Indriðáson,
sem var markhæstur með sex
mörk, og Magnús Pálsson, sem
var heilinn í spiH liðsins. Mark-
hæstir Haukanna voru Þorsteinn
Gunnarsson með 4 og Einar Guð-
varðarson með 3.
2. fl. karla: FH — KFK 17:7
(7:3)
FH-liðið er greinilega mjög
sterkt lið og eflaust hafa mót-
herjar þeirra lært ýmislegt af
þeim í þessum leik.
Gangur leiksins var i stuttd
máli sá, að FH komst í 3:0 og
siðan i 6:2. I hálfleik var staðan
7:3. 1 seinni hálfleik juku þeir
enn forskot sitt og lauk leiknum
með yfirburðasigri FH 17:7.
Aðeins einn maður í liðt
Keflvíkinga, Sigurður Sigurðs-
son, vakti athygli. Var hann
jafnframt markhæstur þeirra
með 4 mörk.
Þótt ekki sé gott að dæma lið
FH eftir þessum leik, þá er
greinilegt að þarna eru efnilegir
strákar á ferðinni. Sumir þeirra
eru raunar meistaraflokksmenn
i FH. Enginn einn skar sig úr
hvað getu snerti, allir voru virk-
ir og með í leiknum. Markhæst-
ir voru Gunnar með 6 og Sæ-
mundur Stefánsson með 4, en
hann er bróðir þeirra Gils og
Kristjáns i meistaraflokki FH.
á.i.j./g.s.
Frá Timburverzlun Arna Jónssonar
SPÓNLAGÐAR spónaplötur „OKAL“. Stærð: 220x122 cm. — Þykktir:
14 mm, 18 mm. 20 mm. — Vcrð: 591,00, 685,00, 769,00. — Plöturnar
fást lijá okkur. — Ath. Föstudaga opið til kl. 19 (kl. 7), lokað á laug-
ardögum.