Morgunblaðið - 12.01.1972, Side 21

Morgunblaðið - 12.01.1972, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. 'JANÚAR 1972 21 Clinu En-lai. — Spádómar Framh. af bls. 14 mikið gefið á sviði ritlistar og orðsins listar yfirleitt, og getur vel snúið sér að henni á nýjan leik. Hann mun enn skrifa marg ar góðar bækur um heimspeki fremur en barnauppeldi. XXX George Wallace, fylkisstjóri, veldur einhverjum óróa, en það á ekki fyrir honum að liggja að verða forseti Bandaríkjanna. XXX Páll páfi mun berjast fyrir heimsfriði, og verður hann áhriíamikill. Því miður munu ó- vinir hans ráðast grimmdarlega á hann fyrir verk hans. Páfinn fer óvænt i ferðalög 1972, og verður að gæta hans vel. Hann mun aldrei verða hlynntur fóst- ureyðingum, eða leggja blessun siína ytfir lög, sem heimila lraþ- ólskum prestum að ganga i hjóna band. XXX Fidel Castro fer margar ferð- ir frá Kúbu 1972 og 1973 til að auka veg sinn og virðingu á al- þjóðlegum vettvangi. Þetta kem ur til af þeim sökum, eins og ég hef spáð undanfarin ár, að nyt- semi hans fyrir kúbanska komm únista er hjá liðin, og bróðir hans, Raoul Castro, er maðurinn, sem Rússar vinna reyndar með. 1 svipinn er Raoul mjög valda- mikill, og verður það, þar til einnig hann hefur verið gjör- nýttur af þeim. XXX Lyndon B. Johnson, fyrrver- andi Bandarikjaforseti, hefur sterk stjórnmálaáhrif á kom- andi ári, einkum þó í júli. Bók, sem kemur út seint í júlí, ásakar hann að ósekju fyrir margt, sem hann hefur þurft að vinna sem eftirmaður fyrirrennara sinna. Á einum stað í bókinni er birt atriði, sem kemur háttsettum dómara í vandræði. XXX Hugh Hefner blaðaútgefandi er umvafinn dýrðarljóma. Hann er sáiarlega næmur maður, og mjög óvenjulega þolinmóður við aðra, og er svo mikili hæfileika- maður, að óvenjulegt þykir. Hann hefur mikinn áhuga á stjórnmálum og 1973 byrj- ar hann að starfa að stjórnmál- um i Ohicago. Hann verður einn ig eitthvað tengdur rikisstjóm Bandaríkjanna á árinu 1973, þó ekki endilega kosinn í neina virðingarstöðu, en hann mun hljóta merka viðurkenningu 1973. Yfir honum vofir í svipinn málaþras, en hann vinnur málið. Alveg á næstunni fer hann í ferðalag, einnig til útlanda. Mér sýnist, að tímaritin hans hafi á síðustu tveimur árum hrap að eitthvað í flokki, og ekki náð því marki, sem hann hafði sett þeim, en hann bætir úr þessu, og nær þeim aftur á það stig, sem þeitn er samboðið. Hefner skrifar bók um heim- spekileg efni, og notfærir sér þar ágæta hæfileika sína til vis indalegra íhugana, en þessari bók lýkur hann ekki fyrr en 1978. En eftirköst einhvers efn- is, sem birzt hefur í blöðum hans 1977—78 þjaka hann talsvert á þessu tímabili. Hann auðgast mikið, og fast- eignir hans verða ævintýralegar. Hann giftist, og hann verður heppinn í ástum eða félagsskap. Aðeins ein aðvörun: Hann ætti að gæta sjónarinnar vel. HNEYKSLI Á næstu sex mánuðum sé ég fyrir mér hneyksli i ferða- og innflytjendamálum. Fórnarlömb- in verða m.a. framkvæmdastjóri stórs háskóla, þrír demókratar, sem vilja komast í framboð i for setakosningunum. Ráðamenn deilda heilbrigðis-, menntamála- og velferðarráðuneytisins og tryggingarstofnunarinnar, fólk úr vegabréfadeildinni, verkalýðs leiðtogar, opinberir starfsmenn og þar með taldir þingmenn. Allir verða mjög flæktir i mál ið. Þegar flett verður ofan af þessu hneyksli, verður það svo mikið tilfinningamál og hefur svo víðtæk áhrif, að ekki verð- ur unnt að upplýsa öll smáat- riði. Þetta verður ekki hættu- legt fyrir þjóðina eða þá, sem saklausir eru. Öldungadeildarþingmaður frá Suðurríkjunum og þingmaður fyrir Miðvesturrikin eiga frum- kvæðið að þvi að stemma stigu fyrir innflæði ólöglegra borgara og andstæðinga. Sömuleiðis verð ur flett ofan af tilraunum til að gera þennan innflutning sakleys islegan, alit að því löglegan, og kemur þetta i veg fyrir stórfelld lögbrot i framtíðinni. ENDURHÆFING FYRRVERANDI HERMANNA Nýlega skrifaði Bob Consid- ine blaðamaður um Victor Berg- eron (Trader Vic) og þá bar- áttuherferð, sem hann er að hrinda í framkvæmd til að end- urbæta hersjúkrahúsin og end- urhæfa fyrrverandi hermenn, og hvað hann er dreginn á asnaeyr- unum í Hvíta húsinu, einkum af einum ráðgjafanna þar. Ég sé, að Trader Vic fær ekkert svar frá Haldemann, held ur frá sjálfum forsetanum. Innan skamms verður gagn- gerð breyting á byggingaráætl- unum spitalanna fyrir fyrrver- andi hermenn, og eins á þeirri nákvæmu umönnun, sem þessir menn þurfa á að halda, en fá ek’ '. Nixon forseti hleypir skrið- unni af stað. Frumvarpið verður borið upp af öldungadeildarþing manni, og samþykkt af Banda- rikjaþingi. Forsetinn hefur lengi haft miklar áhyggjur af ólestri þeim, sem þessi málefni hafa ver ið í, og því tómiæti, sem málefn- um fyrrverandi hermanna hefur verið sýnt. Fyrrverandi hermenn hafa ekki átt betra ár en 1972, og er þetta aðeins upphafið. L/EKNINGAR Á KRABBAMEINI Næstu stórfréttir í lækning- um verða varðandi baráttuna við krabbamein. Vísindamenn finna að lokum, hvernig frumu- kjarninn í mannslíkamanum, upp runi nlls lífs titrar til að lengja lífið og þegar hann titrar ekki rétt, í samræmi við aðrar likams frumur, skapast sú veiki, sem krabbameinið er. En þegar búið er að hemja hann og ná honum aftur í takt við hinar frumurn- ar á heilbrigðan hátt, verður lækning við krabbameini örugg. Þessi uppgötvun- er alveg á næstu grösum. SUDL'R-AMERÍKA Fyrir mörgum árum spáði ég því, að Chiie fengi kommúnista- forseta. Chile verður undiroik- að af kommúnisma enn um hríð, og bandarískar eignir verða gerðar upptækar þar i landi, á sama hátt og varð á Kúbu. Þetta sama ástand breiðist ört út til Argentínu. •IARDSK.IÁLFTAR Þeir verða fleiri, bæði minni og meiriháttar, en ég óska ekki eftir að láta uppi að sinni stað eða stund, vegna þess að það myndi skapa óþarfa kvíða. TÍMARIT Vegna hagsveiflna 1972, verð- ur útgáfu nokkurra timarita hætt. Life heldur áfram göngu sinni, en sjónvarpið ógnar og ögrar þessarri tegund tímarita, og ágerist það i framtíðinni. SOVÉZK VOPN Ef Nixon fer til Rússlands, verður hann að vera reiðubúinn að ræða eftirfarandi mál: 1) tii- raunir með Cosmos gervihnetti, sem nota á til aðgerða gegn gervihnöttum. Gervihnetti vopn aða gereyðingarvopnum. 2)Eld- flaugar, sem draga á milli heims álfa og nú er verið að koma fyr ir í 10 neðanjarðarbyrgjum og 3) tilraunir með segulgervihnetti til aðgerða gegn pólaris kafbát- um Bandaríkjanna. Við lesum mikið um rannsókn ir og aðgerðir Sovétmanna í heimshöfunum, i lofti og í geimn um. Lið þeirra á landi er miklu betur vopnað en okk- ar. Þessir yfirburðir verða upp- lýstir af áhyggjufullum þing- mönnum okkar á árinu 1972, og verður þá ekki dregið úr því, hvar við erum á vegi staddir í samanburði við þá. KÓREA Er stríðið i Indókína dvínar, byrja Rússar aftur að kynda undir í Norður-Kóreu. Þeir eru ákveðnir í því að hafa ofan af fyrir okkur i hernaði í Austur- löndum fjær fram til 1975, en þá álita þeir tíma til kominn að setja Bandaríkjunum úrslita- kosti. HÆSTIRÉTTLR Ég hef áður spáð því, að Nix- on forseti skipaði fimm hæsta- réttardómara. Hann er þegar búinn að skipa fjóra. Hann skip ar einn til viðbótar á árinu 1972. ÆSIÍAN Kommúnur, hippar, pólitiskir og róttækir hernaðarsinnar láta minna á sér bera, og reyndar fækkar þeim. Mótmælagöngur verða færri. Meiri skilningur vaknar, vegna þess að fólkið snýst til trúar. Þetta mjókkar aftur bilið milli kynslóðanna, ep þetta gerist ekki á einum degi. Unga fólkið snýr sér að vísind um og menningu i stað þeirrar niðuriægingar, sem það hefur verið i. GLÆPL R OG REFSING Ég sé ekki að neitt dragi úr glæpsamlegu athæfi eða ofbeidi á næstunni. Enn stöndum við augliti til auglitis við kynþátta- óeirðir. Það verður að minnka eiturlyfjaneyzlu til að koma í veg fyrir glæpi, en ég get ekki séð votta fyrir þessu fyrr en 1975. Ég sé heldur engin upp- þot í fangelsum 1972. Einhverj- ir örðugleikar verða i nokkrum fangelsum, en ekkert líkt Att- ica. PENINGAR Verðbólgan verður ekki alger lega stöðvuð 1972. Það tekur sinn tíma fyrir Nixon forseta að sigrast á óheilbrigðri framvindu fjármála á undanförnum árum. Gengisfeliing Bandarikjadoll- ars breytir ekki verðgildinu í kauphöllinni. Þegar gengisfell- ingin er fullkomnuð, stigur gengi verðbréfa í næstu þrjár vikur, en kemst síðan aftur í sitt rétta horf. KÍNA Chou En-lai, reynir að fá að- stoð Bandaríkjanna hjá Nixon forseta til að iðnvæða land sitt tii að standast nútímakröfur. Þetta er gert i þeim tilgangi að þeir megi standast samkeppni Sovétríkjanna og Bandaríkj anna sem heimsvelda. Rússar líta iðnvæðingu Kína óhýrum augum, þvi að það seink ar þeim í að gereyða Bandarikj unum um a.m.k. eina öld. í stað vina okkar frá Formósu í S.Þ., sé ég mann, sem mér finnst alltaf vera nátengdur bakterí- um. 1 hvert skipti, sem ég ein- beiti mér að fyrirliða kínversku sendinefndarinnar, sé ég l’yrir mér bakteríustríð, fals, niður- lægingu, pyndingar og hungurs- neyð, sem beint er gegn hjálp- arvana fólki. Þetta er sami maðurinn, sem ég sé fyrir mér sem hugsuðirm að Pavhov-meðferðin'ni á banda- riskum föngum i Kóreustriðinu. Hann mun nú gera tilraunir til þess að niðurlægja þjóðina alla frá „musteri" eða bækistöðv um hér á okkar ei'gin fósturjörð. Ef geislanir mínar og útreikn ingar eru rétt, sé ég að nálægt 70 kínverskir herforingjar hafa verið deyddir frá febrúar fram i október árið 1971. Ég finn farg kínverskra herdeilda, dauða tveggja kínverskra varnarmála- manna, og morð kínversks fram ámanns i hermálum. Lin Piao er farinn. Hann hvarf í eldslysi. Mao Tse tung er far- inn frá völdum, og skiptir ekki lengur máli í Rauða Kína. Chou En-lai, sem er hlynntur Sovét- ríkjunum er valdið, sem máþ skiptir i Kína í dag. AMERÍKA Það er undirstöðu- og höfúð- atriði fyrir Bandarikjamenn að standa saman. Það eru til hópaf manna, sem neita að viðuríkenna, að Nixon forseti hafi aukið sam stöðu okkar. Ég sé fyrir mér fleiri og fleiri, sem berja sér í vaxandi mæli og hafa minnk- andi áhuga fyrir einingu og starfi í þágu mannkynsins. Hagur Bandarikjanna minnk- ar vegna þess, að fólkið stend- ur ekki saman. Þetta bindur enda á tveggja flokka kerfið okkar i stjórnmálum innan fárra ára. Þar sem ég sé engar sýnir tortimist fól'kið! (Jeane Dixon verður miklu nákvæmari í spádómunum á miðju ári varðandi forsetakosn- ingarnar 7. nóvember). Skriistofustúlko óskust Stúlka þjálfuð í enskum bréfaskriftum getur fengið atvinnu sem fyrst. Þaer, sem hafa áhuga, sendi tilboð á afgreíðslu Morgunblaðs- ins, merkt: „Vélritun — 2570". íbúð óskast 2ja til 3ja herbergja íbúð óskast á leigu fyrir starfsmann fyrir- tækisins. Upplýsingar i skrifstofunni i síma 25870. KRISTJÁN SIGGEIRSS'ÍN HF„ LAUGAVEGI 13. Gróðrarstöð til sölu Miðsvæðis í Borgarfirði er vel rekin gróðrarstöð til sölu. Stærð. 5 ha ræktað erfðafestuland. 4 sekúndulítrar af heitu vatni ásamt 1125 fm gróðurhúsum í góðu ástandi og vinnu- skúr. íbúðarhús um 100 fm, hæð og ris. Umrædd gróðrarstöð yrði fyrst tilbúin til afhendingar í lok nóv- ember á þessu ári. Tfiboð, merkt: ,,5567" leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 19. janúar nk. Áskilinn er réttur til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Fósturheimili Óskum að ráða nokkur fósturheimili fyrir öryrkja um lerigri eða skemmri tíma. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar, sími 25500 Hluthafi óskast Hluthafi óskast í fyrirtæki, sem verzlar með aukahluti og vara- hluti til bifreiða. Þarf að geta lagt fram um 500 þús. kr. Hálfs- dagsvinna æskileg, en þó ekki skilyrði. Fyrirtækið hefur mjög góð umboð og góða möguleika. Þeir, er hafa áhuga, leggi inn tiiboð á afgreiðslu Morgunblaðs- ins fyrir föstudagskvöld, merkt: „Áhugi — 653". Hjartanlega þökkum við börnum okkar, tengdabörnum. barna- börnum, systkinum og öllum öðrum vinum og vandamönnum, heimsóknir, stórgjafir, heillaskeyti og alla aðra vinsemd í tilefni 45 ára hjúskaparafmælis og 70 ára afmæiis okkar þ. 14. maí og 22. nóvember. — Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur heilla- ríkt nýtt ár. Rebekka Pálsdóttir, Jóhannes Einarsson, Bæjum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.