Morgunblaðið - 12.01.1972, Page 12

Morgunblaðið - 12.01.1972, Page 12
12 MOÍtGUNBLÁÐlÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAH'1972 Einar Haukur Ásgrímsson: 1. Flest mannleg viðleitni telst stefna út í bláinn, nema henni sé fundið markmið og það kunn gjört minnsta kosti öllum, sem að eiga að hjálpast. Stjórnfræð- inni hrýs hugur við hverri þeirri athöfn, sem fitjað er upp á, án þess að rannsakað sé með yfirvegun og umræðum, hvert markmið athafnarinnar sé og hvort fyrir hendi kunni að vera önnur leið greiðari að markmið- inu. 1. a. Hvert á að verða fisk- verndarmarkmið okkar? Eigum við að telja rétt og eðlilegt, að veitt sé árlega allt það magn, sem hver fiskstofn þolir mest að veitt sé, þ.e. að miðað sé við líf- fræðilegt hámarksveiðiþol stofnsins. Þessi regla var sam- þykkt á hafréttarráðstefn- unni 1958 og er oftast síðan tal- in sjálfsögð, en hefir þó ekki hlotið fullgildingu sem alþjóða lög. Tveir gallar eru á þessari reglu. Höfuðgallinn er, að með henni er teflt á tæpasta vaðið. Ef veiðin fer eitt ár fram yfir líffræðilegt hámarksveiðiþol stofnsins af einhverjum ástæð- um, þá veldur það ekki einung- is svipuðum samdrætti í veiði- þoli stofnsins næsta ár á eftir, heldur petur hún valdið afhroði stofnsins og stórlega minnkuðu veiðiþoli mörg næstu ár. Þetta fyrirbæri er margstaðfest af reynslunni, þó ekki sé það full- útskýrt. Hinn gallinn er sá, að aflinn, sem fyllir síðustu prósent in af veiðiþoli stofnsins, er mun dýrari í veiðitilkostnaði en meg- inaflinn. 1. b. Eigum við ekki að láta þessa háskalegu reglu lönd og leið og taka upp það fiskvernd- armarkmið, að leyfilegt árlegt veiðimagn sé hagkvæmasta veiðimagn stofnsins, þ.e. það ár lega veiðimagn af umræddum fiskstofni, sem reikna má með að færi sjávarútveginum hagkvæm astan rekstrargrundvöll eða stutt og laggott mestan gróða. Hagkvæmasta veiðimagnið hef ur þann kost sem markmið, að það er í öllum tilvikum nokkr- um prósentum lægra en hámarks veiðiþol stofnsins og er því ekki eins hættulegt fiskverndar markmið. Er það því göfugra markmið frá náttúruverndar- sjónarmiði. Einnig er þann kost að nefna, að hagkvæmasta veiði magnið er trúverðugra markmið í augum andstæðinga okkar, sem segjast bera fyrir brjósti hags- muni fiskimanna, fiskiðnaðar og neytenda. Hagsmunum þessara aðila um allan heim er þeim mun betur borgið sem rekstur sjávarútvegsins er hag- kvæmari. Eina leiðin til að við- halda óhagkvæmum rekstri sjávarútvegs án þess að hækka fiskverðið til neytenda væri með ríkisstyrkjum. Og það græð- ir enginn á því til lengdar; rík- isstyrkur gefur aldrei nema stundargrið. 1. c. Hvert er efnahagsmark- mið okkar varðandi íslenzku fiskimiðin ? Ekki höfum við neina tilhneig’- ingu til að reyna að komast í einokunaraðstöðu á t.d. brezka fiskmarkaðnum með því að meina brezkum togurum veiðar við ísland. Það er ekki sam- keppnin á markaðnum, sem við höfum áhyggjur af, heldur hætta á ofveiði á miðunum og afleiðingarnar, sem ofveiði myndi hafa fyrir efnahagsaf- komu sjávarútvegsins. Ekki er það markmið okkar að útiloka erlenda fiskimenn til að koma í veg fyrir, að þeir beiti nýrri og hagkvæmari veiðitækni á miðun um við Island. Islenzkir fiski- menn eru afkastameiri afiamenn * Markmið okkar Islendinga er, að fiskveiðar á íslandsmiðum gefi af sér sem mestan afla með sem minnstum tilkostnaði og með sem fæstum slysum en fiskimenn annarra þjóða og tileinka sér nýja tækni, strax og einhverjum innlendum eða er- endum aðila hefir tekizt að sýna fram á arðsemi nýjungar- innar. Hins vegar erum við svo lífsreyndir að vita, að dýr ný- tízkulegur búnaður er ekki ein hlitur til að gera fiskiskip arð- vænlegt. Stærstu og dýr- ustu skipin, sem á Islandsmið koma, eru frá Austur-Evrópu og er svo hrikalegt tap á þeim, að okkur finnst að virða megi það okkur til vorkunnar, þótt okk- ur finnlst eigendur þeirra gætu eins tapað á þeim annars staðar en á Islandsmiðum. Það er ein- mitt tilvist stórra togaraflota, sem lúta ekki neinum efnahags- lögmálum, sem gerir hættuna á ofveiði svo geigvænlega með nú verandi „fer hver fram sem vill“ ástandi á íslandsmiðum. Við telj um okkur bera ábyrgð á efna- hagsverðmætum Islandsmiða bæði gagnvart íslenzkum sjávar útvegi og gagnvart fiskneytend um úti um allan heim. Einhver verður að bera þessa ábyrgð. Að ætla S.Þ. eða öðrum alþjóða- stofnunum að bera þessa ábyrgð, er að kasta henni á dreif. ísland er sá aðili, sem næst stendur að bera þá ábyrgð að sjá til þess, að Islandsmið verði nýtt á efnahagslega skyn- samlegan hátt. íslenzkur sjávar- útvegur á fyrsta tilkall til Is- landsmiða, strax af þeim ástæð- um að hann á þar meiri efna- hagslegra hagsmuna að gæta en aðrir og þó enn frekar vegna þess, að hann er í , betri efna- hagslegri aðstöðu til þess að nytja íslandsmið en aðrir. Fisk- neytendur víðs vegar um heim hafa með matarpeningum sínum áunnið sér rétt til að mega eiga von á þvi, að þeim verði um ókomin ár gefinn kostur á þeirri soðningu, sem þeir helzt vilja fyrir greiða með matarpeningum sinum. Þótt fiskurinn af íslands- miðum sé ekki fyrirferðarmik- ill á heimsmarkaðnum, þá eru þeir margir fiskneytendur, sem kunna hann vel að meta. 1. d. Hvert er landfræðilegt markmið okkar varðandi fiski- miðin við ísland? Ekki langar okkur til að eigna okkur fiskimiðin til að stækka ísland. Ekki finnst okk- ur ísland gefa þegnum sínum of lítið olnbogarými. Ekki dreymir okkur um að auka dýrð íslenzka ríkisins með þvi að eigna því fiskinn í sjónum kringum land- ið. Eignarréttur á fiskinum í sjónum verður vist seint skil- greindur, hvað þá meira, enda látum við okkur það í léttu rúmi liggja. En þungamiðjan er sú landfræðilega staðreynd, að það liggur engum nær en okk- ur að takast á herðar þá ábyrgð áð sjá til þess að Islandsmið verði nytjuð hagkvæmlega. önnur er sú landfræði- lega staðreynd, að Islandsmið eru einhver torsóttustu og hættulegustu fiskimið í heimi. Sú staðreynd veldur okkur Is- lendingum nöprum sársauka í hvert skipti, er fiskimenn far- ast í sjó við ísland. Sérstaklega napurt finnst okkur íslending- um þó, þegar erlendir fiski- menn fara.st hér við bæjardyr okkar fyrir ónógan búnað eða ökunnugleika. Þeir eru orðnir sorglega margir erlendir sjó- menn, sem farizt hafa í sjó við ísland vegna þess, að þeir kunnu ekki íslenzku og skildu því ekki, hverja hjálp íslenzk- ir björgunarmenn höfðu bú- ið þeim. Þetta er eitt þeirra atr- iða, sem rennir stoðum undir þá skoðun, að hagsælla sé að stunda Islandsmið frá Islandi en fjarlægum löndum, en þar sem þetta atriði verður trauð- lega metið til peninga, er þörf á að geta þess sérstaklega. 1. e. Sar nefnara þessara þátta markmiðs okkar í málefnum Is- landsmiða mætti ef til vill orða svo sem gert er í fyrirsögninni hér að ofan. 2. Ráðgerð 50 mílna fiskveiði- lögsaga væri okkur öllum kær- komið spor í áttina að framan- greindu markmiði okkar Islend- inga. Spurningin er, hvort 50 mílurnar eru æskilegasta leið okkar að markmiðinu og hvort sú leið sé greiðfær og líkleg til árangurs. 2. a. Kostir 50 mílnanna eru þeir, að íslenzk lögsaga næði yf- ir flest öll fiskimiðin við ísland. Stjórnunaraðgerðir yrðu þvi einfaldlega í okkar höndum án þess að taka þyrfti neitt tillit til annarra þjóða. Aðrir kostir eru, að fordæmi fyrir 50 mílunum má finna hjá Suður-Kóreu, og Suð- ur-Ameríkuþjóðunum, sem fært hafa út í 200 mílur, Gíneu 130 mílur, Indlandi, Ceylon, Pakistan og Ghana í 100 mílur og Túnis í 60 mílur. Þó er þess að gæta að engin þessara útfærslna hef- ur komizt til farsællar fram- kvæmdar nema þá útfærsla Suð ur-Kóreu, sem gerð var með óhemjulega flóknum fiskveiði samningi við Japan 1965. 2. b. Ókostir 50 mílna stefn- unnar eru margir. 50 mílurnar leysa ekki ofveiðihættuna held- ur ýta henni lengra frá landi, sem gæti haft alvarlegar afleið- ingar út af Vestfjörðum. 50 míl- urnar myndu torvelda alþjóða- samvinnu til verndunar upp- sjávarfiskanna, síldar, loðnu og lax. 50 mílurnar hleypa örugg- lega illu blóði í fulltrúa margra þjóða á hafréttarráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna 1973, svo að andstaða verður þar harðari gegn málstað okkar en ella. 50 milurnar myndu verða til þess, að íslenzkir fiskimenn yrðu úti- lokaðir frá miðum við strendur annarra landa, svo sem hugsan- lega frá síldarmiðunum í Norð- ursjó. 50 mílurnar munu spilla fiskmörkuðum okkar víða um lönd, þó ólíklegt sé, að það verði á svo fréttnæman hátt sem með hefndarráðstöfunum af hendi Efnahagsbandalags Evrópu, þótt slíkt sé nú haft á orði. Hitt er hættan meiri, að hagsmunir okkar verði í mörgu smáu fyrir borð bornir um langa hríð, því greinilegt er, að embættismenn viðskiptaþjóða okkar telja að með 50 mílunum séum við að innleiða siði Suð- ur-Ameríkumanna á Norður-Atl antshafi. 2. c. Ókosturinn 50 mílnanna, sem veldur okkur þyngstu and- stöðunni, er sú staðreynd, að for svarsmenn mjög margra þjóða trúa því, að útfærsla fiskveiði- lögsögunnar við ísland muni hvetja til útfærslu hernað- arlandhelgi annarra landa. Þessi trú þeirra er ein af þessum lífs- ins hvimleiðu staðreyndum, sem lætur engan bilbug á sér finna, þó að við íslendingar hlæjum að henni. Þótt samþylkkt hafi verið á hafréttarráðstefnunni 1958 að skilsmunur skyldi gerður á fiskveiðilögsögu og hernaðar- landhelgi, er það enn svo, að okkar beztu vinir snúast önd- verðir gegn áformum um út- færslu fiskveiðilögsögunnar í 50 mílna belti um Island af þess ari ástæðu fyrst og fremst. Því verður ekki á móti mælt, að haf- ið er árásaraðilum ákjósanlegast ur vettvangur til hernaðar. Kaf bátar eru einu vigvélarnar, sem hægt er að koma í ákjósanlega árásarstöðu til eldflaugaárása, án þess að sá, sem ráðast skal á, verði var við. Neðansjávar er radarinn gagnslaus, þar verður að notast við hljóðbylgju-kaf- bátasjár, sem sjá ekki nema sex sjómílur frá sér við beztu skil- yrði, þótt þær séu nokkuð ná- kvæmar í nálægð. Margar frið- samar þjóðir óttast það, að Rúss ar muni ekki víla fyrir sér að virða að vettugi friðhelgi hern- aðarlandhelgi hlutlausra ríkja og að Rússar muni nota það aukna athafnasvæði, sem kafbát um þeirra myndi opnast innan stækkaðrar hernaðarlandhelgi hlutlausra ríkja, þar sem banda- riski flotinn gæti ekki fylgzt með þeim og þaðan af síður grandað þeim, þótt þörf krefði. En bandaríski flotinn er að sjálf sögðu eini aðilinn í heiminum, sem möguleika hefur að stand- ast snúning kjarnorkukafbátum Rússa, sem kafað geta hljóðlít- ið á miklum hraða eða legið kyrrir, hljóðlaust á botninum mánuðum saman. Þær draumrænu hugmyndir, sem komið hafa fram á Alþingi um friðlýsingu N-Atlantshafs- ins eru einmitt til þess fallnar að hella oliu á þann eld, sem kyntur er til að hæna andstæð- inga 50 mílnanna að einum varð eldi. 3. Tillaga þess efnis, að fisk- veiðilögsagan verði færð út í 50 til 70 mílur, eða sem næst út að 400 metra dýptarlínu hef- ur verið lögð fram sem endur- bót á 50 mílunum. Tillaga þessi næði markmiði okkar betur en 50 milumar, því að samkvæmt henni yrðu öll fiskimið út af Vestfjörðum færð undir ís- lenzka stjórn. 3. a. 50 til 70 mílurnar hafa alla kosti 50 mílnanna og þá þrjá kosti til viðbótar, að 50 til 70 milurnar skilja engin fiski mið eftir út af Vestfjörðum, að misbreið 50 til 70 mílna belti eft ir landshlutum myndu und- irstrika að hér væri um fisk- veiðilögsögu en ekki hernaðar- landhelgi að ræða, og að 50 til 70 mílurnar leggja höfuðáherzlu á þau rök, sem bezt bíta á hörð- ustu andstæðinga okkar, sem sé, að við eigum tilkall til auðæfa sjávarins yfir landgrunninu eins og þeir sömu andstæðingar okk ar hafa eignað sér auðæfi land- grunnsbotnsins. sem þær eru óbilgjarnari krafa en 50 mílurnar. 50—70 miílurn- ar hafa þann rökfræðilega galla að miða við sjávardýpi en ekki við fiskimiðin beint. Þótt eignar réttarrökin séu ágætis svipa á iðnbróuðu þjóðirnar, sem þegar hafa hagnýtt sér auðæfi í land- grunnsbotni, er hætt við, að þau muni fæla frá okkur stuðning margra þeirra fátækari þjóða, sem engra slíkra auð- linda hafa notið. Versti gallinn er þó sá, að ytri mörk land- grunnsins hafa ekki verið ákveð in og með öllu er óvíst, að þau verði sett utar en við 200 metra dýpi. í gildandi alþjóðalögum er landgrunn strandríkis talið ná út að 200 metra dýptarlínu eða svo langt út sem auðið sé að hagnýta auðiindir botnsins. Þótt gerðar hafi verið rannsóknar- boranir á 2000 metra dýpi, hefir ekki frétzt af neinni borholu á Einar Haukur Ásgrímsson. meira en 150 metra dýpi, sem farið sé að nýta. Það er eitt af ætlunarverkum hafréttarráð- stefnu S.Þ. 1973 að ákvarða ytri mörk landgrunnsins. Á vett- vangi S.Þ. er nú mikil hreyf- ing, sem stefnir að því að auð- lindir hafsbotnsins utan land- grunns strandrikja verði gerðar að tekjulind fyrir S.Þ. Þessi hreyfing virðist eiga miklu fylgi að fagna. Og víst er það, að S.Þ. hafa brýna þörf fyrir sjálfstæða tekjulind og það strax. Verður því að reikna með þvi sem hugs- anlegum möguleika, að land- grunnsmörkin verði færð á grynnra sjávardýpi en 150 metra og iðnaðarþjóðirnar verði þar með að afsala sér til S.Þ. hagnýtingarleyfisgjaldi af ein- hverjum borholum, sem þegar eru komnar í notkun. 4. Kvótaleiðin, sem samþykkt var á hafréttarráðstefnunni 1958, heimilar strandriki að setja í gildi fiskverndarreglur á hafinu fyrir utan fiskveiðilög- sögu sina, ef tveimur örlagarík- um skilyrðum er fullnægt. f fyrsta lagi verður strandrilc- ið að sanna fyrir öðrum þjóð- um, sem hagsmuna eiga að gæta, að um ofveiði sé að ræða. I öðru lagi má strandríkið ekki njóta neinna forréttinda til veið anna á umræddum miðum, en verður að sætta sig við minnk- aðan kvóta í sama hlutfalli og aðrar þjóðir. Þessi tvö skilyrði ganga bæði í berhögg við mark- mið okkar Islendinga. Það fyrra bannar allar aðgerðir, þar til i óefni er komið, og það síðara af- neitar þeim mörgu rökum, sem hníga að þvi, að hagkvæmara sé að nytja fiskimiðin frá höfnum sti’andríkisins. 3. b. Að öðru leyti eiga 50 til 4. a. Kvótaleiðin, sem ber svo 70 mílurnar ókostina sameiginiá virðulegt nafn sem „Alþjóðasam lega með 50 mílunum og ef tia þykkt um fiskveiðar og vernd- vill eftirtalda ókosti að auki. 50* un lífrænna auðæfa úthafsins" til 70 mílurnar myndu vekja sýnir, hver árangurinn verður, harðari andstöðu að því leyti, Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.