Morgunblaðið - 13.02.1972, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.02.1972, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1972 HÁSETA vantar á góðan 80 tonna bát til Knu- og netaveiða. — Sími 52117. FISKVINNA — HAFNARFJÖRÐUR Karlmenn og konur vantar i fiskvinnu. Mikil vinrva. Uppl. í síma 52727. NÁMSFLOKKARNIR, Kópavogi Nýir hjálparflokkar fyrir gagn fræðaskólanemendur hefjast á mánudag. kinritun i dag og á morgun til kl. 10 í síma 42404. VÉLBUNDIN TAÐA til sölu að Vatrvsenda, Vil’l- ingahohshreppi. — Sími um VilKngaho'lt. KAUPUM FLÖSKUR Merktar Á.T.V.R. í glerið á 10 kr. stk. Móttaka Skúla- götu 82. HÚS TIL SÖLU Tilboð óskast i títið hús, 40 fm, selst trl brottfSutnlngs eða niðurrifs. Sími 40064. HLJÓMBURÐART ÆKI Til sölu er Tandberg útvarps- tæki (Sölivsuper 9) með 2 hátöiurum. Einnig 2 lausir há- talarar í fallegum tea-k-köss- um. Simi 38646. HÚSEIGENDUR Ökum húsdýraáburði á lóðir, ódýr og góð þjónusta. Uppl. í síma 40563. AÐSTOÐARSTÚLKA á taonliækningastofun-a á Sauðárkróki óskast strax. — Uppl. í síma 95-5396 frá kl. 10—5. STÓRT EINBÝLISHÚS á Flötunum i Garðahreppii til Jeigu. Laust nú þegar. Uppl. í sima 95-5396 frá kl. 10—5. FIAT 850 '67 tfl sölu, góður bíll. Uppl. í s'rma 24379. ANTIK — NÝKOMIÐ Glaesiitegt sófasett, skatthol, vinskápur, um 100—150 ára, hengi-borð og vegglamp-ar o. m. fl. Göm-ul búsáihöid. — ST0KKUR, Vesturgötu 3. SAAB 99 til söiu. Ekinn 800 þús. kíló- metra, með útvarpi o. fl. — Uppl. í síma 93-8192. NOTUÐ ELDAVÉL og tvöfaldur stálvaskur með blöndunartEOki til sölu, ódýrt. Uppl. í ÁWhewnum 28, kjall- ara, eftir Wl. 5. PICK-UP ViJ kaupa nýtegan skúffubíl, eða fitinn vörubil. Staö- greiðsla. Uppl. í síma 92- 1480. ÁHNAD IIIOILLA Frú Vilborg Vigfúsdóttir, Stangarholti 34, Reykjavík, verð ur áttræð á morgun, mánudag- inn 14. febrúar. FRETTIR Kvenstúdentafélag Islands Aðalfundur í Þjóðleikhúskjall- aa-anum mánudaginn 14. febr. kl. 8.30. Hafið félagsskirteinin með. 70 ára verður mánudaginn 14. febrúar 1972, Sigurjón Hansson, Brekkustíg 6, R. Hann verður staddur á afmælisdaginn að heimili dóttur sinnar og tengda- sonar Fellsmúla 6 3 h. t. v. Nýlega hafa opiniberað trúiof- un sína ungfrú Herdís Hallgrims- dóttir, Smáiraflöt 16, Garða- hreppi, og Magnús Grétar Guð- miundsson, iðnmemi, Sigtúni 23, Reylkjavík. Fátt getur fegurra en ný- fallna mjöll á okkar láði. Skyndilega er eins og allt sé orðið hreint eftir alls kyns drasl, basl og sýsl í rusli dagana á undan. Auðvitað kemur það til af því, að við höfum verið að mannskemma okkur á alls kyns hlutum, sem um Ielð koma við kaun in á sál okkar, því að vel- flest okkar eigum enn sál, sam vizku og sómatilfinningu, en anzi er misjafnt, hvernig far- ið er með svo brothætta hluti. Ég gekk um daginn, þegar snjór huldi svai-ta, en lítt freðna jörðina mér dulítinn spöl yfir hjarnið, þegar farið var að skyggja, hérna niður í Skildinganes. Ekki var ég nú að forðast neinn, en það get- ur verið ákaflega yndislegt að eiga svona tækifæri, þótt ekki væri nema hálftíma, einn og með sjálfum sér ein- um, enginn nærri, nema við- áttan í kring, sem á sér eng- in takmörk, og „vegir liggja til allra átta,“ alger þögn, ekkert „popvæl" úr útvarpi eða annars staðar. t>á loks í þessari þögn er hægt að finna frið, og þá kom mér í hug gamalt ljóð eftir hann Tómas, sem maður þarf ekki einu sinni að nefna með eftir nafni, þvi að allir vita, við hvem er átt, en fyrstu gullnu stefin í því ljóði eru einnaitt um þau áhrif sem ég varð fyr ir á þessari gönguferð minni um Skildinganesið og eru á þessa leiö: „Löng er nóttin þeim, sem birtuimar bíða. — Við brunninn ég sat, þar sem stjörnumar komu forðum, og horfðu á okkur bömin, og hrostu við okkur frá botni djúpsins. En það.er svo óralangt siðan. — Nú horfðu stjörnumar frosnum andvökuaugum, svo ótti mig greip. Og siðan hef ég reikað um auðar göt,umar árlangar skammdegisnætur. Ekkert hljóð hefur þögnina miklu rofið.“ — Auðvitað mætti þama setja púnkt, en skáidið held- ur áfram af mannviti sínu og ljóðaskyni á þessa leið: „Engin ramst hefnr borið mér boð frá mönnum. Ei hergmáli veldur aldan, sem hnigur við klettinn. Skóhljóðið, fótatak sjálfs mín, hverfm- í íinmið og hljóðir svifa • framhjá." DAGBÖK í dag er sunnudagur 13. febrúar og er það 44. dagur ársins 1972. Eftir lifa 322 dagar. Föstuinngangur. Langafasta. Sjövikna- fasta. Árdegisháflæði kl. 5.29. (Úr fslandsalmanakinu). Hogværð tungunnr er Iífstré en fals hennar veldur hugarr kvöl. (Orðskv. 15. 4). Almennar .ípplýsingar um lækna þjónustu í Reykjavík eru gefnar I símsvara 18888. Lækningastofur eru lokaðar á laugardögum, nema á Klappar- stíg 27 frá 9—12, simar 11360 os 11680. Vestmannaeyjar. Neyðarvaktir Iækna: Símsvar' 2525. Næturlæknir í Keflavík 14. febrúar Ambjörn Ólafsson. „ÉG ER DULARFULLA BLÓMIÐ í DRAUMIHINS UNGA MANNS“ Já, svona á að yrkja, þann- ig á að segja fólki allt um þögnina, sem líklega að lok- um verður eitt hið dýrmæt- asta, sem við eigum. Mig lang aði til að hélga þessum stutta pistli mínum þessa þögn, en þó get ég ekki orða þundizt um þær undirtektir, sem grein mín um það, sem enn er eftir af Örfirisey, og sem bamaleikur er að varðveita, — hefur hlotið. Þau ummæli, þau skrif, og þær myndir, sem ég hef fengið í því sam- bandi eru uppörvandi og verma bæði hjarta og hug, og nú finn ég, að ég stend ekki einn. Sleppum samt Effersey að sinni, vegna þess mig langar að tala um allt annað, og verð þó að vera stuttorður, annars fer sjálfsagt allt úr skorðum. — Ég sá hana titra stjörnuna langt í burtu, sá hana þessa stjömu vona okk- ar, langt, langt i burtu, titra, eins og ljósin I Reykjavík, þegar maður kemur í gegnum Tíðaskarð, með náttmyrkur Hvalfjarðarins að baki, og skyndilega birtir. Allt er eins og lýsandi perlur á bandi, eins og á þeirri hál&festi, sem maður helzt velur sinni út- völdu, — og auðvitað hét stjaman, sem ég sá, Venus, hvað annað, mínir kæru, og oftast skin hún hæst í vestri eins og Magnús Stefánssan, öðru nafni Öm Arnarson orðaði svo fagurlega: „Venus hátt í vestri skín. Við skidum hátta, elskan mín.“ Það skyldi nú aldrei vera, að svona falleg vísuorð mætti ekki lengur „skandera" hér uppi á Islandi vegna svokall- aðrar „klámöldu" hjá ná- grönnum okkar? En í spakri bók og heilagri segir: „Hrein um er allt Iireint," og við það höldum við okkur. Einar Benediktsson tók af okkur allan vafa um svoleið- is lágkúrulegan hugsunar- hátt, enda átti hann ekkert betra, það stórmenni andans, að láta okkur pislunum eftir en „recept", því að þannig tal ar hann um þess stjörnu, sjálf sagt í sömu hrifningu og ég, sem þó má kalia mig auman þræl, miðað við þann andans jöfur. „Ég olnka þig-, djáenið dýrðarbjarta. demant á himmsins tignarbrá, geisli af kærleik frá giiðdómninn hjarta." Spýtnabrak á vesturströnd Ör firiseyjar, nálægt Reykjanesi. Sýsl í rusli, Ein af mörgum mynduni, sem einn ónefndur Eyjarunnandi að jþessu sinni sendi Mbl. í tilefni af skrifun- um urn varðveizlu Jiess litla, sein hægt er enn að varðv-eita á þessari perlu Reykjavikur. En þessum manni eru hér með færðar góðar þakkir fyrir til- skrif og myndir. Emari var sýnt að yrkja svo stórbrotið, að mér ferst varla að tina upp IjóðMniir eftir hann, en skyldi ég þá vera minni maður eftir? Hver veit? 1 það minnsta streymir inn í mig, hríslast um hverja taug, kemur jafnvel út á mér svita, og það af eintókum stór ieik þessa andans jöfurs, —og svo ekki meira um það að sinni. Bíður betri tíma. Ég tíndi upp einn grá'grýt- isstein, lítinn, næstum ómerki legan í fjörunni. Þakkaði góð um guði fyrir, hvað fjaran þrátt fyrir allt mengunartal, var blessunarlega laus við þann hroða, sem virðist vera að setja mesta markið á svip- mót menningarafreka okkar kynstofna, að eira engu, láta vaða á súðum, svo með nátt- úruna, svo með menninguna. Og sem ég nú gekk þar með ströndinni undir heiðríkum og stjömubjörtum himni með Venus, Sirius og alls kyns aðra góðkuimingja i stjömu- heimmum hið efra, og má þá sízt gleyma Karlsvagninum, einhverjum mesta „luxus- vagni“ sem um getur, og þarf aldrei að skápta um árgerð, liklega eins og Rolls Roysinn, þá minnist ég stundum kvæð- is, sem Bjarni Andrésson, hóg vært skáld, sem stundum hef ur verið hirt kvæði eftir á Tannlæknavakt i Heilsuverndarstöðinni alla laugardaga og sunnudaga kl. 5—6. Sími 22411. Munið frímerkjasöfnun Geðvemdarfélagsins. Pósthólf 1308, Reykjavík. Asgrímssafn, Bergstaðastrætl 74 er opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 1.30—4. Aðgangur ókeypis. ffáttúruBripasafnið Hverflsgótu 116. OpiO þriOjud., fimmtud., íaugard. og sunnud. kl. 13.30—16.00. RáOgjafarþjónusta GeOverndarféla**- ins er opin þriOJudaga kl. 4.30—6.30 siödegis aO Veltusundi 3, simi 12139. ÞJónusta er ókeypis og öllum helmiL þessum síðum, yrkir nú fyrir noikkrum vikum, og sendi mér, máski alveg sama hugsun, sem í mínum Iínum felst, og er á þessa leið og hann nefn- ir: Heiðrík þögn Stef skafrenningsins í þögulli fannbreiðn dalanna hljóma eins og sandblásnir furnstrengir þilsins. Strengir hreinleikans vaka liljóðir í nýsnævi dagsins, meðan alklædd iindin Ieitar þess, sem týndist í gær. Hljómfall dropans biður í tónsprota frostsins, og voidugt raddmagn fossanna titrar ósungið í klakaböndum þagnarinnar. Laufblöð vetrarins glitra brosandi í kyrri mjöllinni, þangað til vindurinn breiðir yfir þan og geislinn vekur að nýju Tónn norðurljósanna glitrar á strengjum vindhörpunnar, sem flytur frið í hásal fjallanna. Stjörnur himins og jarðar horfast i augu í heiðrikri þögn. Og þar með endaði ég þessa göngu mína þarna í fjörunni, týndi einn og einn lítinn kuð- ung upp í hönd mína ag m.a.s. náði ég einum hörpu- diski, ekkert þó sérlega skrautlegum eða fallegum en með rákunum sínum var hann nægur til að minna mig á hjónin fyrir vestan, sem á dögunum sendu mér nokkra vöðva úr þessu lostæta kvik- indi, — og svo þá gerðist ég stjömuglópur aftur og horfði í suðurátt, og auðvit- að þurfti þá að verða fyrir mér augað i Nautinu, Aldeb- aram, sem svo er nefnd, og síðan heim í heitt kaffið. — Fr.S. ÚTI Á VÍÐAVANGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.