Morgunblaðið - 13.02.1972, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.02.1972, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1972 Laust starf Opinber stofnun óskar eftir að ráða ritara. Starfið er fólgið í vélritun eftir handriti og segulbandi á íslenzku og erlendum málum. Starfið krefst góðrar kunnáttu í íslenzku, leikni í vélritun og hæfni til að vinna sjálf- stætt. — Stúdentsmenntun æskileg. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur og fyrri störf sendist blaðinu fyrir 25. febrúar nk., merktar: „1509“. Félagsmenn B.S.F.R. Byggingarsamvinnufélag Reykjavíkur aug- lýsir hér með eftir þátttakendum í næsta byggi^garflokki félagsins, sem verður að Vesturbergi 144—148. Félagsmenn, hafið samband við skrifstofu félagsins að Laugavegi 178, ekki í síma. Byggingarsamvinnufélag Reykjavíkur. * Irland: Drengur skotinn Belfast, 10. febr. AP. 5 MANNS særðust í skothríð á N-írlandi í gær, þ.á.m. 14 ára gam ali drengnr, sem varð fyrir skoti úr byssu brezks hermanns í Bel- fast. Talsmaður brezka hersins sagði að drengurinn hefði verið skotinn, eftir að hópur barna réðst að brezkum hermönnum með grjót- og flöskukasti. Ná- grannar drengsins sögðu að hann hefði ekki borið byssu, en tals- maður brezka hersins lét að þvi liggja að svo hefði verið. Tals- maðurinn sagði að IRA notaði drengi á þessum aldri, sem leyni skyttur. Tveir brezkir hermenn særðust hættulega í dag, er jeppabifreið þeirra ók á jarðsprengju. Lög- regiumaður í Belfast hlaut skot- sár á fæti, er skotið var á hann úr bifreið, sem ók framhjá á ofsahraða. Brezka stjórnin kom í dag sam an til þriðja fundarins á þremur dögum til að ræða ástandið á N-lrlandi. Talsmaður stjórnarinn ar sagði að m.a. hefði stjórnin rætt um hugsanlegt afnám laga- heimildarinnar um að fangelsa menn án réttarhalda. 1 London töldu sumir stjórnmálamenn það góðs viti að mótmælaaðgerðirn- ar, sem skipulagðar voru í gær, skyldu fara út um þúfur vegna lélegrar þátttöku, og sögðu hugs anlegt að kaþólskir menn væru nú tilleiðanlegri til viðræðna um stjórnmálalega lausn deilunnar. I Hrúturhm, 21. marz — 19. apríl. Nú er bezti og: e.t.v. eini fresturinn og frítíminn, sem i>ú hefur til að bæta tjón. Nautið, 20. april — 20. maí. Þú verður einhvern tima stoltur af þagrmælsku þinni og smekk- vísi. Þú græðir á því að fara ekki á mannamót. Heyndu að opna ekki munninn um ókosti annarra. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júnL Kinbeittu þér að málum, sem þú ræður við einn þíns liðs. Krabbinn, 21. júní — 22. jiilí. Uppbygrginffin stendur I stað núna. Notaðu töfina til að vinna dsiffleg: störf. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. I flestum samböndum virðist svo, sem þú leggir fram meira en helminginn af því, sem með þarf. Mærin, 23. ágúst — 22. september. Reyndu að skipuleggja viðtö! við fólk til að sanna áffveti starfs þíns. I»etta er sérlega gæfuríkur dagur. Vogin, 23. september — 22. október. I framtíðinni þarftu ekki að binda þig eins mikið við kreddur og reglur og fyrr. Sporððrekinn, 23. október — 21. nóvember. Allar hugmyndir hlaupa ekki með þig í gönur. Reyndu að fást við eitthvað, sem þú skilur. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Reyndu að vinna úr því, sem setið hefur á hakanum, því að þú verður fyrir töfum. Steingeitln, 22. desember — 19. janúar Þú verður að sinna persónulega einhverjum vandamálum, sem bera upp á í dag. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Þú verður að reyna að vera sparneytnari á næstunni. Fiskarnir, 19. fehrúar — 20. marz. Til hvers er að gera áætlanir, ef ekki er farið eftir þeim. Sýndu maka þínum samvinnuvilja. DANMÖRK- FÆREYJAR 11 dttga hringfevðir AUar nánari upplýsingar veitir: FARÞEGADEILD EIMSKIPS Simi 21460 með m.s. GULLFOSSI I marz- og aprílmánuði til Kaupmannahafnar með viðkomu í Tórshávn. Verð kr. 14.500.00 - gisting og morgunverður innifalið I verðinu, á meðan dvalizt er í Kaupmannahöfn. Brottfarardagar: 3. marz, 16. marz, 6. apríl og 20. apríl. Ferðizt ódýrt — Ferðizt með Gullfossi EIMSKIP ÓMISSANDI ÖSYGGISTÆKI í BIFREIÐINA Nýkornin sending af niðurfelldum afturrúðu- blásurum. Þessi gerð blásara nýtur ört vax- andi vinsælda fyrir þá staðreynd, að hún hreinsar móðu og hrím af afturúðum á 3—4 sinnum skemmri tíma en upphituðu afturrúð- urnar án þess áð valda óþægilegum hávaða. Eldri pantanir óskast sóttar sem allra fyrst, þar eð fyrri sendingar hafa selzt upp á rúmri viku. Ennfremur ný sending af sjálflímandi aftur- rúðuhiturum, sem tengja má á fáeinum mín- útum. Verð kr. 685.00. LJÓSKASTARAR fyrir 6 og 12 volt. Ómissandi fyrir alla sem stunda leiguakstur, þegar leita þarf að húsnúmerum og annars þegar þörf er á öflugri aukalýsingu. Kastarinn fær straum úr innstungu vindlakveikjarans og er útfærður með þægilegu gripi. Verð kr. 1.360.00. Póstsendum. HÁBERG HF. Skeifan 3E. Sími 33345. \ Nú eða... næst er þér haldið samkvæmi; FERMINGAR- AFMÆLIS- eða T7EKIF7ERISVEIZLU erum við reiðubúnir að útbúa fyrír yður: Kalt borð, Heita rétti, Smurbrauð, Snittur, Samkvæmissnarl. Auk þess matreiðum við flest það, sem yður dettur í hug, — og ýmislegt fleira! SoelkeHnn HAFNARSTRÆTI 19 IE5I0 DNGIEGR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.