Morgunblaðið - 13.02.1972, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.02.1972, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1972 12 Stúlkur — Athugið Lítið notuð og ný föt til sölu á góðu verði. — Stærðir 10—12. — Sem nýtt borðstofusett á sama stað. — Sími 36366. Útsala — Útsala Enn heldur útsalan átram þessa viku Nýtt á morgun Bútar úr ullar- efnum, húfur, treflar og ný verðlœkkun á útsölukápum þerntiaró lax<al ____f-YKJÖRGARÐJ_ _ Orðsending frá Hannesi Þorsteinssyni Að gefnu tilefni vil ég undirritaður hér með tilkynna heiðruðum viðskiptavinum. að end- urskipulagningu á starfsemi vorri er nú lokið og verður henni hagað þannig fyrst um sinn: Hannes hf. umboðs- og heildverzlun. kaup og sala verðbréfa, listaverka, lánastarf- semi og fleira. Jörundarfell sf. kaup — sala og rekstur fasteigna. Skrifstofur: Hallveigarstíg 10. Símar: 2-44-55 og 2-44-59. Ég óska gömlum viðskiptavinum árs og frið- ar og býð nýja viðskiptavini velkomna. Virðingarfyllst, Hólmfríður Öladóttir Baldvinssonar, kaup- kona áttræð á morgun VERÐUR hún aimima áttræð á morgun ? Því verð ég víst að trúa, þótt erfitt sé. Þegar ég lit til baka þau fáu ár sem ég hef lifað, borið sam- an við hana, þá finnst mér hún ekki hafa breytzt mikið, nema hvað hún er örlíitið frjálslyndari en hún var, þegar ég var sem strákpolili að troða á blettinum hjá henni á Freyjugötunni. AMitaf er það sama yndislega góða Skapið, brosið og hláturinn mildi sem alia fær til að leggja niður vopnin og brosa með. Fólk finnur fyrir slíkri ró og afslöppun í návist hennar, að taugaspennt fólk, og aðrir sem af andlegum kvillum þjásit, hætta að pikka í borðið og naga negl- ur, þegar hún byrjar að tala. Sigfús Sigfússon skáld frá Ey- vindará í Eiðaþing'há hefur því ekki kveðið út í bláinn er hann orti um hana þegar hún var átta ára, þá heima í föðurhúsum: Unga snótin Fríða fríða, fjörug, kát og viðmótshilý. Enn á vegum æskutiða, ársól runnin þér er ný. Vona ég þrek og vit og dyggðir, vaxi þér á leyndum stig. Óska ég þess að engar hryggðir ævi langri græti þig. Hún er fædd að Höfða á Vöil- um á Héraði, 14. febrúar 1892. Austfirðimir eru henni þvi kær- ir, þó að þar hafi hún aðeins slitið sínum bamssikóm. Hugurinn reikar oft heim á æskuslóðir, heim í gamla bæinn á Höfða og til þeirra er um hann gengu i þá daga. Það er gaman að heyra hana segja frá því lícfi sem forfeður hennar í sveitinni upplifðu þá, þótt við sem nú iif- um í allsnægtum getum ekki skilið margt sem það varð að þola. Foreldrar hennar, þau Óli Tilboð óskast í Volkswagen árgerð 1971 í núverandi ástandi eftir veltu. Bifreiðin verður til sýnis í bifreiðaverkstæði Bjarna Gunnars- sonar, Ármúla 32, á morgun, mánudag og óskast tilboðum skilað þangað fyrir hádegi á þriðjudag 15. febrúar 1972. Fyrir sprengidaginn Úrvals-saltkjöt — gular baunir — flesk — nýtt — saltað og reykt. Úrvals-gulrófur. Sendum um alla borgina. Borgarkjör Crensásvegi 27, sími 38980 fff Skrifstofustarf Rafmagnsveita Reykjavíkur vill ráða skrif- stofustúlku. Starfið er fólgið í vörzlu teikninga og vélrit- un. Áskilin er góð vélritunarkunnátta og hæfni til að vinna sjálfstætt. Æskilegt er, að umsækjandi liafi 5—lft ára starfsreynslu við hliðstæð störf. Launakjör samkvæmt kjarasamningum Reykjavíkurborgar. Umsóknarfrestur er til 25. febrúar 1972. Umsóknareyðublöð liggja frammi í símaaf- greiðslu Rafmagnsveitunnar, Hafnarhúsinu við Trvggvagötu, 4. liæð. R AFMAGNSVEITA Reykjavíkur Halldórsson og Herborg Guð- mundsdóttir kona hanis, voru kunnir Austfirðingar, em Her- borg var ættuð frá Staffelh og Meluim, en Óli frá Keldhólum og Rangá. Margt hefur amrna teikið sér fyrir um ævina, og er ekki fært að gera grein fyrir nema fáu í þessari stuttu grein. Frá því að hún sem ung stúlka. sigldi til Noregs að nema við norskan verzlunarskóla, hefur hún aldrei getað iðjulaus verið, enda tala verkin sínu máli. „Vinnan gefur lifiniu gildi“, segir hún og er óg viss um að sú er ein ástæðan fyr- ir því, hve em hún er enn í dag, en margar siextugar konur mundu gjarnan viija vera í henh- ar sporum, — slikt er líifsifjörið. Hún hefur séð á bak tveimur mönnum sLnum, fyrsit afa mán- um, Heinrioh Erioh Sohmith, sem lengi var fulltrúi í Islandsbanka, en lézt árið 1943. Þau eignuðust eina dóttur, Sonju. Síðar giftist hún Zóphoníasi Baldvinssyni, einurn af eigendum Bifreiða- stöðvarinnar Geysis í Reykjavík. Hann lézt árið 1953. Etkki hafa þessi umskipti í lífi hennar haft sýnileg áhrif. Alltaf stendur hún upp úr hafinu sem klettur, tll- búin að mæta hverri nýrri ö'ldu, sem á skellur. Margir Reykvíkingar þekkja þessu konu eflaust af reksitri hennar á Tízkuhúsinu að Lauga- vegi 5, en þá verzlun rak hún í hartnær 40 ár epa tll ársins 1968. Hún hafði numiö hatta- saum og saumaði c»g seldi hatta ásamit fleiru í verzlum sinni. Eft- ir að hún hætti með Tízkuhúsið, saknaði ég alltaf að geta ekki komið við í „ömmubúð“ þegar ieið lá um Laugaveginn, að mað- ur minnist nú ek'ki á Þorláks- messukvöldin góðu. Nú er það liðin tíð. Nú er hún „ömmubúð" stekkur. Lengi starfaði hún að félags- málum hér í Reykjavík, og var hún meðal annars ein af stofn- endum Zontaklúbbs Reykjavik- ur. Hún hefur haft brennandi áhuga á ölilum framiförum ti'l lands og sjávar. Oft hef ég hugs- að að ýmsar af hennar hugsjón- um hefði átt að birta á prenti, én það hefur ekki verið hennar svið að láta bera á hæfileikum sínum; við sem umgengist hötf- um hana nær daglega erum allt- atf að læra af henni eitthvað nýtt. Ég veit að á morgun er hún hellir upp á könnuna, þá hrektour eitthvað nýtt orðtak af vönum hennar, sem grópast í hug mér ásamt brosinu hennar, en reytf- um Sigfúsi skáldi að ljúka kvæði sínu: Gakktu veginn gætfu sanna, girnstu það sem þér er bezt. hylili Guðs og góðra manna, gangi þér að óskum flest. Lifðu svo við lánið klána, lofstír þann sem aldrei deyr. Níutíu og átta ára og ef þú vildir, langtum meir. Það er mín einlæg ósk að þú náir þeim aidri, amma mín. Ég og fjölskylda rain sendum þér okkar innilegustu árnaðaró.sikir. Geir H. Giinriarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.