Morgunblaðið - 13.02.1972, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.02.1972, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1972 17 Ólafur K. Magnússon smellti þessari mynd af Esjunni í hvítum möttli, þar sem hann var á rölt- inu um Seltjarnarnes. Reykjavíkurbréf ----------Laugardagur 12. febr. ----- Framfarir í heilbrigðismálum 1 siðustu viku var skýrt frá nýjuTiig-um í heWbrigðisþjónustu, sem athygli hafa vakið. Á Borig- arspítalanum hafa verið teknar iupp heilaskurðlækningar og á Land'spítalanuim hefur verið kom ið upp bækl'unarlækningadeild. Hér er um framfaraspor að ræða í heilbrigðisþjónustu, sem ástæða er til að fagna, en um leið er til- efni til að rifja upp, það sem áður hefur gerzt á þessum svið- ium heiilbrigðisþjómistu. Þess ber að gæta, þegar nýjungar koma fram, að gleyma ekki starfi þeirra, sem á undan hafa gengið. Bjarni heitinn Oddisson, lækn- ir, mun fyrstur manna að ráði hafa fengizt við heila.skurðlækn- ingar hér á landi. Hann kom heim á árinu 1945 eftir að hafa starfað um tveggja ára skeið hjá dr. Busch í Kaupmannahöfn, sem mörgum Islendingum er að góðu kunnur. Á þessum árum skrifaði Bjarni Oddsson doktors- ritgerð sína um mænuæxli. Er hann kom heim hóf hann störf á Landakotsspítala og hafði þá með höndum meðferð á heila- slysum. Bjaimi Oddsson dó fyrir aldur fram á árinu 1953 og næstu fjög ur árin ©ru heilaslys ekki til með ferðar á sj'úkrahúsum hér. En á árinu 1956 fór dr. Bjarni Jóns- son, sem nú er yfirlæknir á Landakotsspítala, utan, og starf- aði hjá dr. Busch í eitt ár til þess að kynna sér meðferð á heilaslysum. Hann koim heim á árinu 1957 og eftir það komu nánast öll heilaslys til meðferð- ar á Landakotsspítala oig hefur svo verið allar göt ur síðain. Á Landspitailanum hefur verið starfrækt taugasjúkdómadeild, þar sem starfað hafa læknarnir Gunnar Guðmundsson og Kjart- an Guðmundsson, en meginverk- efni þeirrar deildar hefur verið sjúkdómsgreining. Loks hefur svo Borgarspítalinn bætzt í hóp- inn og tveir sérfróðir læknar í heiiaskurðlækningum eru komn- ir þar til starfa. Má af þessu gilöggt marka þá þróun sem orðið hefur í heilalækning- um frá þvi að Bjarni heitinn Oddsson kom heim fyrir rúmum aldarfjórðungi. Bæklunarlækningadeild Land- spítalans er einnig ánægj'ulegt framfaraspor í læknisþjónust- unni. Fyrsti sérfræðingurinn i bæklunarsjúkdómum kom til starfa hér á landi 1941 og hóf þá störf við Landakotsspítala, en á árinu 1956 bættist í læknahóp Landakots annair sérfræðingur í þessari grein og hafa þeir starf- að þar tveir lengst af síðan. Á árinu 1944 kom fyrsti sérfræðingurinn í bæklunarsjúkdómum til starfa við Landspítalann og á síðustu árum hefur einnig verið starf- andi sérfræðingur í bæklunar- sjúkdómum á Slysavarðstofunni. Læknar og sjúkrahús hafa því þriggja áratuga reynslu I þess- ari sjú'kdómsgrein, en með stofn- un bæklunarlækningadeildarinn- ar á Landspítalanum hefur enn verið bætt aðstaðan til þessara lækninga hérlendis. Vanrækt verkefni Auk þeirra tveggja nýjunga, sem áður hefur verið getið, er rétt að minnast þess, að nú hefur verið ákveðið, að augnlækninga- deild verði komið á fót við Fjórð- ■ungssjúkrahúsið á Akureyri. Öll eru þessi tíðindi ánægjuleg, en því miður er það svo í heilbrigð- ismálum okkar, að eitt verkefni á því sviði hefur öðrum fremur verið vanrækt árum og áratug- um saman. Ekki er ofmælt að fiull- yrða, að ástandið í geðverndar- málum okkar Islendinga jaðri við hneyksli. Á sviði geðlækn- inga hefur lítið verið gert til þess að bæta starfsaðstöðu og fjölga sjúkrarúmum nema þá með ófullnægjandi bráðabirgða- aðgerðum. Að vísu hefur lítilli geðdeild verið komið á fót í Borg- arsjúkrahúsinu og verður það ekki nógsamlega undirstri'kað hiversu gott starf hefur verið unnið þar. Þá hefur geðdeild fyr- ir börn einnig hafið störf og loks hefur með ýmsum hætti verið reynt að bæta starfsaðstöðuna á stærsta gieðsjúkrahúsi landsins, Kleppsspítalanum. En það, sem þó hefur verið gert, er engan veginn nóg. Kleppsspitalinn er orðinn gamall. Hann er yfirfull- ur af sjúktingum og í geðheil- brigðismálum yfirleitt vantar sérmenntað starfsfól'k. Hér þarf mikið f jármagn og verulegt átak. Ekki má láta sitja við orðin tóm. Verði nýtt geðsjúkrahús ek'ki skjótlega byggt hættir ástandið í geðheilbrigðismáium þjóðarinn- ar að jaðra við hneyksli — en verður í þess stað orðið það. Hvers konar flokkur? Hinir ýmsu þættir fé- lagslegrar samhjálpar, eru málefni, sem Sjálf- stæðisflokkurinn þarf að sinna í vaxandi mæli á næstu árum. Raunar er athyglisvert, að á s.l. áratug hefur orðið bylting í starfi Reykjavikurborgar að félagsleg- um málefnum og skarar þessi starfsemi borgarinnar langt fram úr því, sem þekkist á landsmála- sviðinu. Þetta er þeim mun eftir- tektarverðara vegna þess, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft meirihluta í borgarstjórn Reykja vi'kur og ráðið þar ferðinni en yfirleitt hafa flökkar sem nefna sig vinstri flokka farið með þessa málaflokka í ríkisstjórn, t.d. Alþýðuflokkurinn á viðreisn- arárunum og aðrir vinstri flokk- ar a.m.k. frá árinu 1956 til 1958 og aftur nú. Samanburður á stefmu og starfi Reýkjavíkurborgar annars vegar og ríkisins hins vegar í mennta- málum, félagslegum mál- efnum, málum aldraðra og æskufiðlks, húsnæðismál- um o.fl. sýnir svo ekki verður um villzt, að Sjálfstæðisfilokkur- inn, í borgarstjórn Reykjavíkur hefur verið miktu meiri umbóta- flokkur á þessum sviðum en vinstri flokkarnir i landsmálum. Þess vegna skýtur það óneitan- lega skökku við, þegair vinstri blöðin fárast yfir því, að Geir Hallgrimsson, varaformaður Sjá'lfstæðisflökksins — sem hef- ur veitt flokknum forystu i borg- arstjórn frá árinu 1959 — hefur setið fund stjórnmálamanna úr nokkrum hægri fflokkum á Norð- urlöndunum. Þetta hefur gefið andstæðingum Sjálfstæðisflokks ins tilefni til að halda þvi fram, að flokkurinn sé ihaldssamur. Því fer fjarri. Sjálifstæðisflokk- urinn á ekkert skylt við íhalds- flokka. í viðtali við Morgunblað- ið i gær um þessa för segir Geir Hallgrímsson m.a.: „Sjálfstæðis- flpk'kurinn byggir stefnu sína og fylgi á mun breiðari grundvelli en ofangreindir flökkar og fylgi hans er miklu meira en þeirra . . . Sjál'fstæðisflokkurinn gengur miklu lengra en þessir flokkar í að efla velferðarþjóðfélaigið með tryggingarlöggjöf og þess háttar félagslegri samhjálp." Auðvitað er það rétt hjá Geir Haligrímssyni, að Sjálfstæðis- flokkurinn á ekkert skylt við ihaldsflokka á Norðurlöndum. Enda hefði Sjálfstæðisflokkurinn ek'ki náð þvi marki að verða öfl- ugasta aflið í íslenzkum stjórn- málum, ef hann væri slikur flókkur. Þvert á móti væri hann þá lítilil flokkur. Hitt er svo ann- að mál, að það er nauðsynlegt fyrir íslenzka stjórnmáiamenn að kynnast og hafa gott sam- band við starfsfélaga sina á hin- um Norðurlöndunum, ekki sízt nú þegar baráttan stendur yfir í landhelgi.smálinu. Það hefur oftar en einu sinni komið í ljós, hversu þýðingarmikið það getur verið fyrir land og þjóð. Ferð Geirs Hallgrimssonar á fundinn í Kaupmannahöfn hafði því veru lega þýðingu að þessu leyti. Gefst stjórnin upp á skattamálunum? Þær raddir heyrast stundum, að talsmenn Sjálfstæðisflokks- ins, hefðu ekki átt að hafa fyrir því að vekja athygli stjórnar- sinna á göllum skattafrumvarp- anna. Þvert á móti hefði verið hyggilegast fyrir Sjálfstæðis- menn að láta frumvörpin fara meira eða minna athugasemda- laust í gegnum þingið og bíða eftir skattasprengingunni i vor, þegar fólk hefði fengið skatt- seðla sína. Bn þannig vinnur ábyrgur og máletfnalegur stjóm- arandstöðufflokkur ekki. Þess vegna var það, sem talsmenn Sjálfstæðisflokksins á Alþingi lýstu uimsvifalaust göllum skatta frumvarpanna. Gagnrýni Morgunblaðsins, þingmanna og félagasam- taka hefur nú borið verulegan árangur. Ríkis- stjórnin hefur viðurkenmt, að skattafrumvörpin eru stórlega gölluð og ekki unnt að afigreiða þau óbreytt, en hún hefur ekki hugmynd um, hsvað hún á að gera í skattamálunum. Helztu aðstoðarmenn hennar við samn- ingu þessara frumvarpa hafa lýst því yfir, að þeir viilji ekki lengur taka þátt í að búa til þessa vit- leysu og ríkisstjórnin hefiur kvatt þrjá nýja menn, sem ekki hafa áður komið nálægt skattamálun- urn til þess að bjarga henni út úr þeim vanda, sem hún er kom- in í. Emginn veit hvað kemur út úr starfi hinna þriggja visu manna, en hitt er vist, að þær hugmyndir eru komnar á kreik í stjómarflokkunum, að hyggilegast sé að draga skatta- frumivörpin til baka á þessu þingi og leggja á eftir gildandi lögum í vor. Það er auðvitað eina vitið úr þvi sem komið er og þess verður að vænta, að stjórtnin velji þessa leið. En hver sem þróunin verður í skattamál- unum er hitt ljóst, að sjaldan hefur ríkisstjórn farið aðra eins háðungarför og rikisstjórnin í þessu máli. Vinnubrögð Lúðvíks Afgreiðsla skattafrumvarp- anna er þó ekki mesti vandi stjórnarinnar um þessar mund- ir. Hann er allt annars eðlis. Sá vandi er í þvi fólginn, að sam- starfsflokkarnir og einstakir ráð herrar eru að byrja að fá smjör- þefinn af vinnubrögðum Lúðví'ks Jósepssonar. Fj'ármálaráðherr- ann, Halldór E. Sigurðsson, varð fyrsta fórnardýr Lúðvíks. Að vonum hefiur Halldór E. Sigurðs- son talið, að hann væri að fylgja fram stefnu og afstöðu ríkis- stjórnarinnar í málefnum BSRB. Ríkisstjómin neitaði samninga- viðræðum við BSRB og fyrir þvi lá sérstök samþykkt i rikisstjórn inni. Það kom þvi eins og vatns- gusa yfir fjármálaráðherrann, þegar Lúðvik lýsti því yfir á fundi BSRB í Háskólabiói fyrir skömmu, að honum væri ekki kunnugt um, að rikisstjórnin hefði neitað viðræðum við BSRB og að líklega hefði hann ekki fylgzt nægilega vel með þessum málum, sem heyra undir annan ráðherra. Fjáirmálaráðherra var nóg boðið og sendi frá sér grein- argerð til Tímans um málefni BSRB, þar sem hann undirstrik- aði, að rikisstjórnin öll hefði staðið að ályktunum og aðgerð- um í máll'um BSRB. Auðvitað verkaði yfirlýsing Lúðviks á BSRB-tfundinum eins og rýtingsstunga i bak f jármála- ráðherrans og hann varð æfa- reiður. En hvað á ráðherra að gera í slíkum tilvikum? Lúðvik Jósepsson hafði náð þvi marki á BSRB-fundinum að láta líta svo út, sem ráðheirar Alþýðu- bandalagsins hefðu verið viðs fjarri og bæru enga ábyrgð á gerðum fjármálaráðherrans. Hann gerði hvoru tveggja i senn að slá sig til riddara á kostnað Framsóknarmanna i ríkisstjórn- inni og gera tilraun til að auð- mýkja fjármálaráðherrann per- sónulega með þvi að lýsa því yfir, að hann hefði ekki fylgzt nægilega vel með störfum hans- Það eru óheilindi af þessu tagi, sem Lúðvík Jósepsson hetfur lengi verið þekktur fyrir í eigin filokki. Þess vegna hefur hann ekki komizt til meiri ábyrgðar- starfa innan flokksins en raun ber vitni um. Menn þekfcja vinnubrögð hans. En sú spum- ing vaknar, hversu lengi sam- starfsmenn Lúðvíks í ríkisstjórn inni sætta sig við þessi vinnu- brögð. Framsóknarmenn hafa bersýnilega gert það að einu helzta stefnumarki sinu i þess- ari ríkisstjórn að láta undan Al- þýðubandalagsmönnum. Þeir hafa afhent þeim helztu þætti atvinnumála, efnahagsmála og fjármála, svo sem yfirstjórn allra atvinnumála nema landbún- aðarmála, bankakerfisins og við- skiptamálanna, stjórnarfor- mennsku i Framkvæmda-stofnun, ásamt einum kommissara þar, fiormennsku i fjárveitinganefnd og svo mætti lengi telja. Ofan á þetta bætast svo óheilindi í sam- starfi af hálfu Lúðvíks Jóseps- sonar, með þeim hætti, sem að ofan greinir. Annað dæmd um starfsaðferðir Alþýðubandalags- manna í rikisstjórninni og mark- vissar tilraunir þeirra til þess að grafa undan samstarfsmönnun um -og samstarfsflokkunum, mátti sjá i sjónvarpsþætti um vamarmálin á dögunum. Þar bar einn þátttakenda úr röðum ungra kommúnista fram fyrirspum um ferð Hannibals Valdimarssonar til Bandaríkjanna. Þegar þessi fiyrirspurn var fram borin var ferðin ekki á almanna vitorði. Raunar var þessi fyrirspurn hið fyrsta sem fram kom i fjölmáðl- um urn fyririhugaða för sam- gönguráðherra. Augljóst var, hvað þarna hafði gerzt. Hanni- bal Valdiimarsson hefiur skýrt ri'kisstjórninni frá ferðalagi sinu. Ráðherrar Alþýðubandalagsiins láta upplýsingar um þessa ferð leka út til félaga sinna í Flofckn- um í þvi skyni, að rógsmaskín- an geti farið í gang. Auðvitað var fyrirspuminni í sjónvarpinu ætlað að skaða Hannibal í aug- um vinstri sinnaðra kjósenda og andstæðinga varnarliðsins. Þannig eru vinnubrögð og starfsaðferðir kommúnista i rik- isstjórn. Þar er af nógu að taka. Hér hefur fyrst og firemst verið fj'allað um Lúðvík Jósepsson, en ráðherrarnir hinir hafa heldur ekki farið varhluta af einræðis- kenndum áfcvörðunum Magnúsar Kjartanssonar, sem hefiur rokið upp í einstökum málum án sam- ráðs við samráðherra sina, eins og í Gutenberg-málinu og mál- efmurn, sem komið hafa til kasta ráðherrafunda, en þar hefur það gerzt að hann hefur skýrt frá einhliða ákvörðunum sínum, sem kostað hafa gífurlega pen- inga án þess að hafa samráð við fjármálaráðherrann. Með þessum hætti vinna kommúnist ar markvisst að því að veikja sam starfsflokkana innan frá og margra skoðun er, að stjórnar- ráðstafanir þeirra séu slíkar skammtimaráðstafanir að varla sé tjaldað nema til einnar næt- ur. Lúðvík hafi í rauninni eng- an áhuga á öðru en því að uradir- skrifia reglugerð um útfærslu landhelginnar — og kveðja síð- an.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.