Morgunblaðið - 15.02.1972, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.02.1972, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1972 19 að dvelja þar, þegar hann gat, til að komast í tengsl við náttúr- una og úr skarkala bæjarlífs- ins. Einar Gunnar hafði mikinn áhuga á stjórnmálum og skipaði sér þar í raðir hinna róttæku og var stundum deilt hart um þau mál í félagahópnum, þvi að sitt sýndist hverjum, en aldrei urðu þau til neinna vinslita. Einar Gunnar átti þvi láni að fagna að eignast fjögur heil- brigð og falleg börn, en hann var mjög barngóður. Þau eru Kolbrún Una, Einar Gunnar, Ylfa og Hjördis. Hafa þau nú orðið fyrir miklum missi við frá- fall föður síns löngu fyrir aldur fram, svo og eiginkona hans Ásdís Kvaran Þorvaldsdóttir, systkini hans og aðrir vanda- menn og vinir. Við vinir og skólabræður Einars Gunnars í félagahópnum vottum þeim öllum einlæga sam- úð okkar, um leið og við kveðj- um hann með sökn uði með þessum fátæklegu orðum. Gísli G. Isleifsson. Islendingum hefur sjaldnast lánazt hermennska. Það er llkt og þá bresti þann aga, sem til sliiks þarf. En eitt er þó víst, eins og þjóðskáldið oklkar, Ein- ar Benediktsson í einu ljóða sinna, Tínarsmiðjum, komst að orði: „Flokkasundrung, fjandskapsmál, fylkjast, tala einum rómi. Þegar býður þjóðarsómi, þá á Bretland eina sál.“ Og eins á við um Island. Við vorum máski ósköp „per visin“, þessi 83, sem útskrifuð- umst á 100 ára afmæli Mennta- skólans í Reykjavík, en við höfð um deilt með okkur súru og sætu, og mörg okkar áttu eft.ir að halda þeirrri iðju áfram fram eftir árum, því er mér spum eftir öll þessi ár: Hver ætlast til þess, að við séum öll sam- mála? En úr þessum fjölmenna hópi, sem þó er víst ekkert stór á landsvísu í dag, sem sagt 83, alit meðtalið, er einn fallinn í valinn fyrir manninum með Ijá- inn, fyrstur manna. Skyldi það nú aldrei takast þessu mann- kyni að biðja um grið? Nei, sjálfsagt ekki, og kemur þá margt til. Sumir telja þetta að- eins stuttan aðskilnað, aðrir lengri, og þetta er allt eins og það gengur, en ennþá hef ég eng an hitt, sem taka vill áhættuna af því að trúa ekki því, að eitt- hvað sé hinum megin. Trúuðu fóiki þarf ég hins vegar ekki að lesa lexíuna, einfaldlega vegna þess, að það hefur aldrei efazt, og megi það áfram lifa sælt í sinni trú. Uim daginn lézt Einar Gunn- ar Einarsson, sýslumannsfull- trúi á Isafirði. Orð eru fánýt, þegar minnast skal góðs manns. Liggur við að taki þvi ekki að rifja upp sameiginlegar endur- minningar, ekki beinlínis frá apakattal'átum í MR, heldur jafnvel fyrst og fremst þegar alvara lífsins var farin að hita okkur i hamsi. Aldrei skal það viðurkennt, að við, þessi 83, sem út í heim héldum, að vori 1946, þessir 100 ára stúdentar, höfum búizt við að lifa ailar ártíðir. Einn er fall inn, Einar Gunnar, ionur hjón- anna Guðrúnar Guðlaugsdóttur bæjarfulltrúa og Einars Krist- jánssonar byggingameistara. Ég og hann áttum löngum heima i nágrenni hvor við annan. Þess ar fáu og fátæklegu línur, sem ég skrifa hér á eftir, áttu ekk- ert sérstaklega að vera upprifj- un á lífshlaupi þessa bekkjar- bróður míns í MR og deildar- bróður í lagadeildinni, enda er ég alls ekki viss um, að Einari Gunnari væri það eitthvað óiskaplega kært. Máski verða ÍHka aðrir til að rekja hans lembættisferil, sem ég af reynslu veit, að aldrei fðll skuggi á. Fyrst og fremst eiga þessar Unur að færa þér, Einar Gunn- ar þakkir og icveðjur frá ofck- ur, sem með þér þoldum súrt og sætt, bæði í MR og Hl, en þó framar öllu eiga þar að flytja öllum þínum nánustu vinurn og vandamönnum innilegar hluttekningarkveðjur. Ég er heldur ekki alveg viss um, að þú hefðir neitt kært þig um það, Einar Gunnar, að ég hefði farið að fara með einhverj ar alkunnar ljóðllnur eftir skáld í lokin, en samt má ég til með að tilfæra fáeinar ljóð- línur eftir móðurbróður þinn, hið þjóðkunna skáld, Jónas Guð laugsson, sem svo vel syngur þér inn í morgunroða nýs lifs, og kallar kvæðið „Biundar nú sólin“ — og þær ganga svona: „Blundar nú sólin í bárunnar sæng: húmskuggar læðast frá haustnætur vaerng, sveipa svörtu hinn sofandi dag. En andvarinn kveður hans útfararlag. Haukar að hantri, hrafnar í tó Musta nú hnípnir á hljóðið, sem dó. Langarnir, sem leita að Ijósinu enm, detta niður um myrkrið, sem drukknandi menn.“ Og þannig viljum við nú kveðja þig, gamili félagi og skólabróðir, sem fyrstur hefur orðið fyrir ljánum. Þetta á vist fyrir öilum að liggja að lokum og taktu nú svoiitlum „gálga- humör“ i leiðinni, að þessi bók, sem við bekkjarsystkini þin ætluðum að fara að gefa út, getur ekki gengið niður til þin. Ætli við verðum ekki að taka geknrvísindin í þágu okkar á sín um tíma ti)l að senda hana upp til þin, því að þar vitum við, að þú ert. Vertu svo heill genginn guðs á veg, og frá okkur bekkj- arféiögum þinum að lokum. Sjá- um þig seinna? Friðrik Sigurbjörnsson, Miimiog; Jóhanna Sigríður Hannesdóttir Aðfararnótt annars jóladags s.l. andaðist Jóharuna Sigríður Hannesdóttir að heimili sínu Flókagötu 14 í Reykjavík. Út- för hennar var gerð frá Foss- vogskapellu 30. desember. Þau fáu minningarorð, sem hér fara á eftir, eru þvi siðbúnari en skyldi. Jóhanna var fædd í Stóru- Sandvík 4. maí 1897. Hún var elzt þeirra 12 barna hjónanna Hannesar Magnússonar og Sig- ríðar Jóhannsdóttur, er upp komust. Átta þeirra systkina eru enn á lífi. Látin eru auk Jó- hönnu Ari Páll, bóndi í Stóru- Sandvik d. 1955, Oddur, raf- virki í Hafnarfirði d. 1968 og Sigríður, húsfrú i Kaupmanna- höfn, d. 1970. Elzta barn í stórum systkina- hópi hlaut á þeim árum, sem hér um ræðir, að venjast við mikla og þrotlausa vinnu. Jóhanna bar þess þó engin sýnileg merki, að hún hefði ofgert sér i uppvexti, enda var henni gefið óhemju- þrek með kappi. Hins vegar mun hún þegar á bamsaldri hafa lært að meta gildi vinnunnar og að þakka að verðleikum þá dýr- mætu gjöf góða heilsu og starfs- krafta. Þess ber hún menjar alla ævi, henni féll aldrei verk úr hendi, enda var hún óvenjuvel verki farin. Ég held ég hafi eng an þekkt, sem átti jafnerfitt og hún að vera aðgerðarlaus. Það var henni beinlínis kvöl, ef hún neyddist til að sitja auðum hönd um. Þvi var það t.d. að ævinlega var bezt að ræða við hana, ef hún starfaði að einhverju um leið. Það gat verið unun fyrir latan mann og værukæran að sitja á eldhúsbekknum hjá henni, þar" sem hún var sívinn- andi og ræddi um alla heima og geima, ætið af hófsemi og rétt- sýni, þrátt fyrir ákveðnar skoð anir. En bæri svo ólíklega til, að hún settist niður án þess að hafa nokkuð fyrir stafni, var miklu fremur eins og hún týndi þræði í samtali. Allir sem þekktu hana vissu þó vel, að hún var laus við taugaveiklun. En hugsunin um ólokið verk, sem einhvers stað- ar kynni að bíða hennar, gat ekki vikið frá henni. Ég hef dvalizt hér við þá eig- inleika í fari Jóhönnu, sem bezt lágu í augum uppi og engum duldust, er kynntust henni. Því fer þó fjarri, að henni sé lýst með þvi einu, enda yrði henni seint gerð skil jafnvel ekki í löngu máli, svo sérstæð var hún um margt. Hún -var hvorki skóla gengin né víðlesin. Samt var hún gagnmenntuð. Hún hafði lært að þekkja sinn heim og þroskast af honum betur en marg ir, sem fleira hafa numið af bók úm. Hún var ekki laus við feimni. Samt var hún einörð og ákveðin í fasi og framkomu og gerði sér aldrei mannamun. Hún gerði miklar kröfur til sjálfrar sín og ætlaðist raunar til hins sama af hverjum þeim, sem hafði fulia heilsu og nægilegt starfs- svið. Þó var hún hvorki tilleitin né afskiptasöm um annarra hagi, nema þá til hjálpar, ef hún vissi hennar þörf, þá var hún jafnan með þeim fyrstu á vett- vang. Hún átti afar bágt með að horfa á aðra aðgerðarlausa, ef hún vissi þá eiga skyldum að gegna. Þó var hún umburðar- lynd og skildi siíka menn flest- um öðrum betur. Hvert það verk, sem hún vann, varð stórt af þeirri alúð, sem hún lagði við það. Jóhanna giftist umg og flutt- ist úr föðurgarði. Umhyggja hennar og ræktarsemi við for- eldra sína og yngri systkin var þó söm alla ævi. Hugur hennar var jafnan við bú foreldra sinna og síðar bræðra í Stóru-Sand- vik. Þar vann hún öll sumur meira eða minna, og hag þess bar hún fyrir brjósti sem sinn eiginn. Og þegar hún veiktist s.l. haust af höstugri lungnabólgu, átti hún þá ósk heitasta að kom- ast svo fljótt á fætur, að hún gæti starfað að gulrófmauppsker- unni. Að þeirri ósk varð henni, og enn gekk hún að hverju verki með sömu lífsgleði og áð- ur, þótt nokkuð muni hún hafa tekið að kenna heilsubilunar síð ustu vikurnar. Enginn bilbugur varð þó á henni fundinn. Á Þor- láksmessu naut ég gestrisni henn ar síðast eins og svo margoft áður. Enn var jafngott að ræða við hana, og óvenjumargt bar á góma. Hún var jafnkvik og skýr í hugsun sem áður. Enn hafði hún gamanyrði á vörum, enda kunni hún einkar vel „að finna kimni i kröfum skaparans, og kankvís bros í augum tilverunn- ar“. Hún var sátt við alla, bar ekki kala til nokkurs manns. Hún gat litið til baka yfir lamga og giftudrjúga starfsævi. Henni var ekkert að vanbúnaði til að leggja upp í ferðina miklu, sem við eigum öll fyrir höndum. Hún naut jólahelgi og jólagleði með ástvinum sinum. Á jóladags- kvöld spilaði hún whist. Um mið nætti gekk hún til hvílu og vakn aði ekki aftur til þessa lífs. Alla ævi hafði hún tekizt óhrædd á við erfiðleika lifsins, og alltaf hafði hún sigrað — og vaxið við hverja raun. Og í síðasta spil- inu hafði hún gert alslemm í grandi, Jóhanna giftist 22. sept. 1922 Katli Finnboga Sigurðssyni, sýsluskrifara á Eyrarbakka og síðar bankafulltrúa í Reykjavík. Framhald á bls. 20. Valgerður Guðmunds- dóttir — Minning Fæðingarstaður hennar var Reykjavík. Foreldrar hennar voru hjónin Dagbjört Brands- dóttir og Guðmundur Einarsson múrari, og var hún næstelzt 12 barna þeirra. Ekki urðu það þó götur höfuðborgarinnar, sem slitu barnsskónum hennar Val- gerðar. Purkunarlaus prettvísi náung- ans olLi straumhvörfum í lífi fjöl skyldunnar. Foreldrarnir voru flutt, eignum svipt, austur í Bisk upstungur með börnin sín, þau sem þá voru í heiminn alin, og fjölskyldan tvístraðist. Valgerð- ur var þá á fjórða ári og fékk dvöl að Fellskoti hjá þeim hjón- um Katrínu Þorláksdóttur og Guðlaugi Eirikssyni, en þeir voru systkinasynir Guðlaugur og Guðmundur faðir Valgerðar. Afi þeirra var Hafliði á Birnu- stöðum á Skeiðum, sem margt manna rekur ætt sína til, sem vonlegt er, þar sem hann átti 9 börn, sem öll komust upp, gift ust og eignuðust afkomendur. Eigi munu allir þeir, sem sættu slíkum aðgerðum hins op- inbera hafa verið jafnheppnir og hún og sum hennar systkini með aðbúnað og atlæti x uppeld inu hjá fósturforeldrum. Á þeim tímum var eðlilegt og sjálfsagt að öllum væri haldið til vinnu svo sem unnt var. Lífsbaráttan leyfði engan leikaraskap. Hugs- unarhátturinn var m.a. mótaður af átökum við illt árferði. Vinn- an var sú lífsbjörg, sem fólkið átti og væri þess ekki kostur að nota vinnuafl sitt, þá beið ekk- ert nema umkomuleysi bónbjarg armannsins, hrakhólar þurfa- lingsins. Vinna á góðum heimilum var börnum og unglingum hollt vega nesti á lífsleiðinni. Valgerður þurfti líka að taka til hendinni á lífsleið sinni, og hún þurfti einnig að nota þá góðu eigin- leika, sem henni voru áskapað- ir og áunnir. Góðlyndi, jafnað- argeð og bjartsýni vonarinnar voru hennar leiðarvisar og lífs- ljós. Á annan dag jóla 1922 giftist hún eftirlifandi manni slnum Sig urði Bjargmundssyni, húsasmíða meistara, og er þvi skammt til merkisafmælis hjónabandsins. En örlögin eru ekki bundin tíma mótum, sem við mennirnir höf- um fundið upp okkur til tilbreyt ingar frá hversdagsleikanum. Valgerður hafði snemma á ævi sinni reynt erfiðleika sjúkdóms og þeirrar sáru saknaðartilfinn- ingar sem fylgir koimiu „manns- ins með ljáinn". Hún varð að sjá á bak f jórum börnum sínum, tveim ur á barnsáldri og tveimur efni- legum uppkomnum sonum. Erfiðan og lífsskæðan sjúk- dóm bugaði hún með dyggilegri hjálp hins ágæta læknis Matt- híasar Einarssonar og að- stoð sinna nánustu. Síðustu ævi- ár sin lifði hún við þann heilsu brest að kalka í mjöðm, átti því erfitt með gang, er olli þvi að lokum að hún datt og hlaut lær- leggsbrot við fallið. Eftir það komst hún ekki úr rekkju. Naut hún fyrst sjúkra- hússdvalar, en var síðan flutt af Heilsuverndarstöðinni á Elli- heimilið Grund, og þar lauk hún jarðvist sinni. Við sem þekktum hana rifj- um nú upp góðar minningar um kynninguna og samverustund irnar, og aðrar minningar en góð ar höfum við ekki. Eins og áð- ur segir einkenndist skaphöfn hennar af góðsemi og ástúð til allra, sem hún umgekkst. Jafn- lyndi hennar setti svip á næsta umhverfi, og þegar við bættist á heimilinu einstakt jafnaðar- geð og ljúfmennska húsbóndans, má ljóst verða að þar ríkti ró- semi og gágnkvæm ástúð. Eftirlifandi börn þeirra Val- gerðar og Sigurðar eru: Björn Jóhann múrari, ókvæntur og hef ir jafnan dvaiið á heimiii for- eldra sinna. Eybjörg gift Geir Geirssyni vélstjóra. 1 veikindum Valgerðar var hún, — þá ný- fædd — tekin til fósturs á heim- ili föðursystur sinnar Lovísu Bjargmundsdóttur og manns hennar Þorvaldar Egilssonar fiskmatsmanns, en þau áttu þá ekkert barn. Ölst hún þar upp við ástriki og umönnun, sem þeirra eigin dóttir. Vinátta og frændsemi voru með ágætum milli fjölskyldna þessara. Dag- björt gift Kjartani Guðmunds- syni stórkaupmanni, og yngst er Erna, gift Pétri Kjartans- syni húsgagnabólstrara og bjuggu þau í sama húsi og for- eldrar Ernu. Um leið og við hjónin vottum þeim samúð okkar, er bæði rétt og skylt að minnast með þakk- læti þeirrar umhyggju og elsku semi, er þau öll sýndu móður sinni í síðustu sjúkdómslegu hennar. Eiginmanninum Sigurði send- um við þakklætis- og vinarkveðj- ur á þessari reynslustund. Vel má það verða öllum huggun að Valgerður var viss um framhaldslíf, trúarskoðanir hennar voru frjálsar og einlæg- ar, og hún lifði eftir getu í sam- ræmi við kristnar siðferðisskoð- anir. Mætti okkur öllum auðn- ast að geta sagt hið sama um ókkar lifnaðarhætti, og það mun vera einlæg ósk hinnar brott- fluttu systur. Guðjón B. Baldvinsson. Aliar útfararskreytingar blómciöGÍ IGróðurhúsinu. Sigtúni. | sími 36770. Gransásvegi 50. sími 85560 I DHCÍECff

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.