Morgunblaðið - 16.02.1972, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1972
FERDINANB
DAGBOK
BARMMA..
BANGSIMON
og vinir hans
Dag nokkurn, þegar
Bangsímon var ekki að
gera neitt sérstakt, hugsaði
hann með sér, að nú væri
bezt að taka sér eitthvað
fyrir hendur. Hann fór því
heim til Grislingsins, til
þess að athuga, hvað hann
væri að gera. Það snjóaði
stanzlaust, þar sem hann
gekk eftir stígnum í skóg-
inum. Sennilega sæti Grisl-
ingurinn fyrir framan ar-
ininn sinn og ornaði sér
á fótunum. Honum til
undrunar stóðu dyrnar
opnar. Hann gekk inn og
svipaðist um. Loks sann-
færðist hann um það, að
Grislingurinn væri ekki
heima.
„Hann er einhvers stað-
ar úti,“ sagði Bangsímon
við sjálfan sig. „Það var
og. Hann er ekki heima.
Þá verð ég víst að fara út
og hugsa í ró og næði. Það
þykir mér verst.“
Hann ákvað þó að berja
fyrst að dyrum til þess að
vera alveg viss um, að
Grislingurinn væri ekki
heima ... og á meðan hann
beið eftir því að Grisling-
urinn kæmi ekki til dyra,
hoppaði hann í snjónum
fyrir utan til að halda á
sér hita. Og á meðan hann
var að hoppa þarna, bjó
hann til dálitla vísu, sem
honum fannst ágæt. Hún
var svona:
Snjórinn hvíti
snjórinn kaldi
þekur skógarsvörð.
Kalt er mér um kollinn
kulda fæ nú hrollinn
frost er úti
frost er úti
og fannkoma á jörð.
„Ætli það sé ekki bezt,
að ég fari heim,“ sagði
Bangsímon. „Ég þarf að
athuga, hvað klukkan er
og fá mér trefil. Svo get
ég farið til Asnans og
sungið vísuna fyrir hann.“
Hann flýtti sér heim og
var svo niðursokkinn í að
hugsa um vísuna, sem
hann ætlaði að syngja
fyrir Asnann, að hann var
sem þrumu lostinn, þegar
hann sá Grislinginn sitja
í bezta hægindastólnum
hans. Hann nam staðar á
Fiimboga saga ramma
Teikningar eftir Ragnar Lár.
miðju gólfi nuddaði á sér
nefið og velti því fyrir
sér, heima hjá hverjum
hann væri eiginlega.
„Góðan daginn, Grisling-
ur,“ sagði hann. „Ég hélt
að þú værir ekki heima.“
„Það ert þú, sem ert ekki
heima,“ sagði Grislingur-
inn.
„Já,“ sagði Bangsímon.
„Ég vissi, að annar hvor
okkar var ekki heima.“
Hann leit á klukkuna,
sem hékk á veggnum. Hún
hafði stanzað, þegar hana
vantaði fimm mínútur í
ellefu fyrir nokkrum vik-
um.
„Klukkan er að verða
ellefu,“ sagði Bangsímon
ánægður. „Þú kemur ein-
mitt í tæka tíð til að fá
eitthvað gómsætt.“ Hann
stakk höfðinu inn í skáp-
inn. „Á eftir förum við og
syngjum vísuna mína fyr-
ir Asnann.“
„Hvaða vísu, Bangsí-
mon?“
FRflMHflbÐS
SflErfl
BflRNflNNfl
10910
l, Asbjörn dettiás bjó á Eyri í Flateyjardal. Hann
átti Þórgerði, systur Þorgeirs Ljósvetningagoða.
Ásbjörn var norrænn að ætt og hinna ágætustu
manna. Ásbjörn hafði goðorð um Flateyjardal.
Ásbjörn átti dóttur, er Þórný hét.
2. Austmaður sá, er Skíði hét, bað Þórnýjar. Ás-
björn vildi eigi gifta hana. Þá er Ásbjörn var á
þingi um sumarið, tók Skíði í brott meyna með
ráði Þorgerðar, flutti hana til Noregs og gerði þar
brúðkaup til hennar. Þá er Ásbjöm kom heim af
þingi, varð hann reiður mjög.
7
brotamAlmur
Kaupi allan brotamálm hæsta
verði, staðgr&iðsla.
Nóatún 27, sími 2-58-91.
SJÓGÍR ÓSKAST
í Irtinn bát (sportlbát). G'rra-
HumföU 1:1. Mó þarfn ast við-
gerðar. Uppl. i síma 92-1219
S matmélstSmum.
UWGOR VERKFRÆÐINGUR,
giltur og með tvö böm, óskar
eftir 3ja til 4ra herbergja íbúð
siem fyrst. Tilboð servdrst
aifgr. Mbl. merkt 1976.
VAIMIR MENIM
óskast til fiskvinnslu í Grinda-
vík. Fæði og húsnæði á
staðnum. Uppl. í srma
(92)8066.
TOYOTA COROLLA COUPE
árgerð 1971, lítið eikin, til söDu
og sýnis í Sólbeimum 20 R.
sími 31165.
HUSEIGENDUR
Gerum tilboð í þéttingar á
steinsteyptum þökum —
sprungur í veggjum og fleira,
5 ára ábyrgð.
VERKTAKAFÉLAGIÐ
AÐSTOÐ — simi 40258.
nucLV5incnR
^*-»2248n
Til sölu
Vauxhall Viva S<L, árgerð '70
Fiat 125 SP '71
Fiat 850 '66 '67
Volikswagen 1300 '70
Vol'kswagen 1302 '71
Land-Rover, dísill, '66, '71
Bronco '66
Skoda 1202 '69, piok-up,
lítið ekinn.
Bifreiðasalan
Borgartúni 1,
sími 19615 og 18085.
Höfum til sölu
1970 Chevrolet Blazer með öliu
1971 Opel Kadett
1971 Volkswagen sendiferða
1970 Vauxhall Viva Station
1970 Opel Rekord 4ra dyra
1969 Opel Caravan
1968 Vauxhall Victo-r
1967 Chevrolet CheveMe
HAÞRÝST vökvakerfi
VÖKVADÆLUR
VÖKVAMÓTORAR
STJÓRNLOKAR
ÖRYGGISLQKAR O. FL.
SALA HÖNNUN- ÞJÓNUSTA.
I. Pálmason hff.
VESTURGÖTU 3 BOX 379 SÍMI22235