Morgunblaðið - 16.02.1972, Síða 11

Morgunblaðið - 16.02.1972, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1972 11 Einar Haukur Ásgrímsson: Tíminn og landhelgin Mál var til komið, eftir inn- antóman bumbuslátt um þjóðar- einmgu, að Timinn birti ihugula og rðkstudda grein um land- - helgina. Þetta skeði með glœsi- brag, þegar Andrés Kristjáns- son ritstjóri Timans skrifaði pistiil sinn „Umhiugsunarefni" 20. j'anúar s.l. Það ber dómgreind Andrésar Kristjánssonar fagurt vitni, að hann |telur að sá tími sé runn- in upp, að það sé skyida hans sjálfs, sem og hvers annars kjós- anda, að gera gamgdköir að því að mynda sér hleypidómalausa skoðun um landhelgismálið. Það er sjaldgæft, að sivo ótrauður stuðningsmaður ríkisstjórnar, sem Andrés Kristjánsson er, gefi sér tíma til að skoða kapps- mál stjórnarinnar ferskum aug- um. PUKRAST MEÐ LANDHELGISMÁLIB Það er laukrétt hjá Andrési Kristjánssyni, að oss kjósendum ber skylda til að vega og meta rök sérfræðinga og stjórnmála- manna og taka ákvörðun í land- helgismáluim hverjum eftir sinu viti. Hvaða aðstöðu höfum vér kjós endur til að fá aðganig að,fróð- lejk sérfræðinganna. Það hefir löngum gengið dræmt, en keyr- ir þó fyrst um þverbak i tið nú- verandi stjórnar, þvi nú er pukr azt með landhelgismálið eins og mannsmorð. Verst er þó, að ríkiisstjórnin lætur svo sem landhelgismál ið sé þegar útrætt, áður en kjósend- um hefir verið veittur aðgangur að almennum fróðleik um málið. Vér megum ekki láta það við- gangast, að klíka stjórnmála- manna gíni yfir fróðleitk sérfræð inga um landhelgismáiið og van- ræki að rökræða málið i tiiheym kjösenda. FISKIFRÆ3ÐILEG UNDIRSTAÐA Vér erum sammála um, að yfir vofandi hætta er á ofveiði á Is- landsmáðum, ef allt er látið reka á reiðanum. Sjálfsagt fer osis öllum, sem Andrési Kristjáns syni, að ganga út frá því sem sönnuðu, að um ofveiði sé þegar að raaða á íslandsmiðum á fisk- tegundum þeim, er togarar veiða, og trúa gagnrýnisiaust fullyrð ingum forstöðumanns Haf- rannsóknastofniuimrinnar, Ingv- ars Hallgrimssonar. Við endurlestur nú á erindi Ingvars Hallgrimssonar um niðurstöður Haframnsókna- stofnunarinnar, er hann flutti á fúndi. Lúðviks Jósepssonar s.l. séptemþer og birtist í Morgun- blaðinu 29. september 1971, verður sú hugsun áleitin, að er- indið hafi of mikið ívaf a£ stjórn máiaskoðunuin og sé of veik- byggt , rökfræðfflega tii þess að geta talizt nothæf rök í undir- stöðu landhelgismálstns. Til dæmis er yandséð, hvernig finna niá rök til stuðnings 50 míiun- um í sögunni af því, hvemig vér íslendingar einir ofveiddum ís- lenzku sildarstofnana innan eig- in 12 mílna, þar til ekkert var eftir nema vonin um, að síld- arstofnanir mundu ekki deyja út. Einnig virðiist frásögn Ingvars Hallgrímssonar af ýsunni vera pólitísk fiskifræði, eða hef- ur það ekki hingað til þótt óhjá- kvæmilegt að taka áhrif mis- heppnaðra hrygningarárganga með I reikninginn, þegar fiski- fræðingar hafa rökrætt um ýsu- afia? Hefur efcki reynsian sýnt, að svöiflur í áhrifum náttúrunn- ar á stærð hrygningarárganga ýsunnar ráða ýsuafllanum að miklu' leyti, en ekki bara sókn- in í ýsuveiðarnar? Er kannski búið að losa fisiki- fræðitiá við þá nauðsyn að ein- skorðá síg við rökrétta hugsun? Pólitískuf áhugi má ekki verða til þess að kasta rýrð á orðstir íslenzkra fiiskifræðinga á ai- Einar Haukur Ásgrímsson. þjóðavettvangi. Það ylli oss miklu tjóni. Sú spurning leitar á: Er þetta bara ætlað oss kjósendum eða er fiskifræðlileg undirstaða land helgismálsins virkilega ekki traustaLii en þetta? FÝSN TIL ÞJÓÐARHARMLEIKS Til rökfræðilegrar rannsóknar á landhelgismálinu megum vér kjósendur ekki ganga með lok- uðum huga, þannig að vér bind- um oss við eina ákveðna niður- stöðu, hvað sem rökum málsins líður, eins og Andrés Kristjáns- son gerir, er hann segist ekki geta fellt sig við aðra niður- stöðu en 50 mílumar. Þótt eng- inn vafi sé, að sú niðurstaða er eins heiðarleg, þá er hún ekki eins rokrétt og þess vegna ekki eins vænleg til árangurs og sú niðurstaða, að framfcvæmdir í landhelgismálinu þurfi meiri að gátar við og raeiri lagni en svo, að sú úrelta og klossaða aðferð, sem útfærsla í 50 mílur er, sé nothæf. Sá hefir aldrei þótt til fyrir- myndar á Islandi, sem öslar út í ána svo gáleysislega, að hann missir vaðsins og verður að láta sér nægja að sýna karlmennsku í því einu að hanga á hestinum á sundi niður ána. Isienzk karl- mennska er að hafa næga fyr- irhyggju til að finna réttan stað ofanvert á vaðinu og gæta þess að hafa vaðið fyrir neðan sig. Lánisemi vorri er fyrir að þakka, að vér Islendingar erum ekki haldnir neinni fýsn ti'l þjóð arharmleiks, en enginn skyldi halda, að vér séum óhultir fyr- ir þvi óláni sem gáleysislegt framferði hefir leitt yfir allt of margar þjóðir. RíkiBstjómin má vara sig á því að rasa um ráð fram. Reiði kjósenda getur orðið sár, ef í ljós kemur, að flokkshagsmunir Lúðvíks hafi ráðið meiru um að- ferðir og tímasetningu fram- kvæmda i landhelgismálinu, heldur en atvik og eðii málsins sjálfs. Aleitnustu SPURNIN GARNAR Þær spurningar, sem kjósend- ur þarfnast fróðleiks um strax, eru: Hefur ríkisstjómin ekki áttað sig enn á því, að það myndi stór- spilla málstað vorum að segja upp samningunum frá 1961? Stefna ríkisstjórnarinnar er að færa út í 50 mílur með því fororði, að hún sé reiðubúin til samnimga-við Breta um hæfileg- an umþóttunartima. Hver er efn islegur munur á þessu og samn- ingum um takmörkun á sókn Breta strax? Hvaða samninga hafa Bretar boðið? Teiur rikisstjórnin tilhlýðilegt að sýna hverjum sem er Bret- um, Vestur-Þjóðverjum og Dön- um meiri trúnað en kjósendum í landinu sjálfu? Er stjórnin að taka upp nýj- ar siðaraglur, sem gera ráð fyr- AUSTIN MINI er sérstaklega rúmgóð bifreið. AUSTIN MINI er mjög lipur í umferðinni. AUSTIN MINI er hvarvetna vinsælasta smábifreiðin. AUSTIN MINI er með kraftmikla vatns- kælda vél og fullkomið hit- unarkerfi. AUSTIN MINI er í sérflokki. Getum afgreitt nokkra bíla fljótlega. Hafið samband við okkur. Garðar Gíslason hf. Bifreiðaverzlun. ir því, að kjósendur séu ekki viðræðuhæfir? Eða er það gleymt, að áður en Bjarni Bene diktsson samdi við Breta 1961, fór hann í leiðangur um sjávar- pláss landsins með ræðu, sem gleymist seint þeim mör.gu, sem á hiýddu, þvi þar fór maður, sem ekki var að skara eld að eigin köku, heldur að efla þjóðarhag til langframa. Utanríkisráðherra viður- kennir i Tímanum 6. febrúar s.l., að timi hafi reynzt naumur til undirbúnings landhelgismál- inu. Er rikisstjórninni ekki Ijóst, að fljótfærnisleg útfærsla í 50 rrúlur myndi stórspilla málstað vorum á' hafréttarráðstefnu Sam einuðu þjóðanna og þar með framtíðarhagsmunum barna vorra? Sjávarútvegsráðherra hef- ur ekkert af tímaþröng að segja, enda þarf hann ekkert í málimi að gera nerna undinrita eina regliugerð. Er ekki afskaplega óvænlegt að hafa slíkan klofning milii framkvæmdar og áibyrgðar í einu og sama málinu og það svona örlagariku máli? Er ekki heill þjóðarinnar sett á spil að óþörfu með því að brjóta í þessu þá megióreglu stjómfræðinn- ar, að ekki megi aðskilja fram- kvæmdarheimild og ábyrgðar- skyldu, ef vel eigi að fara. Eða þekkja menn noktour dæmi svo gapalegrar tvisádptingar nema frá vinstri stjórninni? ÁBENDING: Rannsókn Einars Hauks á rök um landhelgismálsins birtist i Morgunblaðinu, 12. janúar s.l. SKODA 110L KR. 232.000.00 - SKODA 100L KR. 227.000.00 Til öryrkja ca. KR, 155.000.00 Til öryrkja ca. KR. 152.000.00 Grípiö gœsiiM a meoan hún gefsl! SK0DA 100 KR. 211.000.00 Til öryrkja ca. KR. 141.000.00 TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H.F. AUÐBREKKU 44-46. SÍMI 42600. KÓPAVOGJ Kaupið SK0DA strax því næsta sending hækkar í verði. Aðeins örfáir bílar til afgreiðslu nú þegar. SK0DA C0UPE 110R KR. 273.000.00 Til öryrkja KR.A93.000.00

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.