Morgunblaðið - 16.02.1972, Side 12
MÖRGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1972
Samningarnir um kaup skuttogaranna staðfestir 6. október 1970. Sitjandi frá v.: Magnús Jónsson,
þáverandi fjármálaráðherra, Eggert G. Þorsteinsson þáverandi sjávarútvegsráðherra, Gonzalo
Chausson. Standandi frá v.: samninganefndarmennirnir Jón Axel Pétursson, Sveinn Benedikts-
son, Þorsteinn Arnalds, Guðmundur B. Ólafsson, Sæmundur Auðunsson og Pétur Gunnarsson,
vélstjóri. Vilhelm Þorsteinsson, skipstjóra vantar á myndina.
Stærstu og fullkomn-
ustu fiskiskip íslands
sagði Sveinn Benediktsson,
stjórnarform. BÚR, er fyrsta
skuttogaranum af fjórum
var hleypt af stokkunum á
Spáni í gær. Kaupverð
þeirra nær 616 millj. króna
MORGUNBLAÐINU hefur
borizt eftirfarandi fréttatil-
kynning frá Bæjarútgerð
Reykjavíkur í tilefni aí því að
í gær var hleypt af stokkun
um á Spáni skuttogaranum
Bjama Benediktssyni:
Síðastliðinn þriðjudag 15.
febrúar var hleypt af stokkunum
í Pasajes de San Juan á Norður-
Spáni hinum fyrsta af þeim fjór-
um togurum, sem samninganefnd
um smíði skuttogara gerði samn-
inga um haustið 1970 fyrir hönd
Ríkisstjórnar fslands við skipa-
smíðastöðina Astilleros Luzur-
iaga S.A., Pasajes de San Juan.
Togari þessi kemur í hlut Bæjar
útgerðar Reykjavíkur. Var skip-
inu gefið nafn dr. Bjama ’neitins
Benediktssonar, samkvæmt ein-
róma samþykkt Útgerðarráðs
Reykjavikurborgar. Búizt er
við, að togarinn verði fullsmíðað
ur í ágústmánuði næstkomandi.
Næsti skuttogari af umræddum
fjórum skipum fer til Hafnar-
fjarðar, hinn þriðji til Bæjarút-
gerðar Reykjavíkur. Fjórða tog-
aranum hefur enn ekki verið ráð-
stafað. Gert er ráð fyrir, að tog-
ararnir verði afhentir með
þriggja mánaða millibili.
í hófi, sem skipasmíðastöðin
hélt í San Sebastian rétt áður
en hinum nýja skuttogara var
hleypt af stokkunum, flutti
Sveinn Benediktsson, formaður
samninganefndarinnar um smíði
skuttogara, ávarp svohljóðandi:
Vér íslendingar, sem hér erum
staddir, höfum komið hingað frá
voru fjarlæga landi í boði skipa-
smíðastöðvarinnar Astilleros
Luzuriaga S.A., til þess að vera
viðstaddir, þegar hleypt verður
af stokkunum fyrsta skuttogar-
anum, sem smíðaður er fyrir ís-
lendinga á Spáni. Vér þökkum
þetta ágæta boð.
Mér hefur verið falið sem for-
manni samninganefndar islenzku
ríkisstjórnarinnar um smíði skut-
togara að bera beztu kveðjur til
Spánverja, hinnar góðu viðskipta
þjóðar vorrar, frá íslenzka sjáv-
arútvegs- og viðskiptaráðherran-
um, Lúðvík Jósefssyni og frá
borgarst j óranum í Reykjavík,
Geir Hallgrímssyni.
Samninganefndin vill sérstak-
lega þakka forstjórum skipa-
smíðastöðvarinnar, þeim Con-
zalo Chausson og Juan Antonio
Arrancudiaga, svo og Julian
Araguren skipaverkfræðingi,
fyrir góða samvinnu við undir-
búning og framkvæmd smíðar-
innar. Einnig færum vér starfs-
fólki skipasmíðastöðvarinnar
þakkir fyrir gott starf. Væntum
vér þess, að þessi góð>a samvinna
haldist þar til smíði skipanna er
að fullu lokið.
Nýtízku skuttogarar höfðu
ekki verið smiðaðir fyrir íslend-
inga þar til ákveðið var, vorið
1970, að frumkvæði þáverandi
forsætisráðherra, dr. Bjarna
Benediktssonar, sem nú er látinn,
að bjóða út smíði sex nýtízku
skuttogara. útboðið var undirbú-
ið af Davið Ólafssyni banka-
stjóra og fleirum. Forsætisráð-
herrann hlutaðist sérstaklega til
um það, að spænska skipasmíða-
sambandinu, Construnaves, væri
gefinn kostur á því að bjóða i
smíðina.
Umboðsmaður sambandsins á
fslandi er Magnús Víglundsson,
spænskur konsúll. Fulltrúi hans
við samning&geirðina var Þórir
Ólafsson hagfræðingur, en Eriq-
ue Silvela skipaverkfræðingur
samdi af hálfu Construnaves.
Tilboð Spánverja reyndist hag-
stæðast og tókust samningar um
smíði fjögurra skuttogara milli
Astilleros Luzuriaga S.A. í Paisa-
jes de San Juan og islenzku ríkis
stjómarinmiar haustið 1970 fyrir
milliigöngu samninganefndar um
smíði skuttogara, sem fyrrver-
andi sjávarútvegsráðherra Egg-
ert G. Þorsteinsson skipaði í júlí-
mánuði 1970. Var kaupverð skip-
anna samtals nærri 7 milljónir
dollara, eða 616 millj. ísl. króna.
Þessum fjórum skuttogurum
er ætlað að verSa stærstu og
fullkomnustu fiskiskip, sem
nokkum tíma hafa verið smíðuð
fyrir íslendinga.
Samningtarnir voru staðfestir
af íslands hálfu af þáverandi
sjávarútvegsráðherra, Eggert G.
Þorsteinssyni og þáverandi fjár-
málaráðhetra, Magnúsi Jónssyni.
Eftirlitsmenn með smíðinni af
hálfu 'íslendinga eru Erlingur
Þorkelsson og Alfreð Júlíusson.
Með þessum samningum er
brotið blað i viðskiptum þjóða
vorra.
Vér íslendingar erum loksins
farnir að hagnýta oss tækni og
dugnað Spánverja í skipasmíð-
um, en i þeim standa þeir á göml
um merg og eru þar nú meðal
fremstu þjóða heims.
íslendingar búa í harðbýlu
landi og lifa fyrst og fremst á
fiskveiðum. Fyrir sjávarafurðir
fást um 80% af verðmæti útflutn
ingsafurða landsins. Þess vegna
þurfum vér góð fiskiskip og
flutningaskip. Efumst vér ekki
um, að Spánverjar séu færir um
að smíða skip fyrir oss íslendinga
ekki síður en fyrir sjálfa sig og
aðrar þjóðir.
Mesta áhyggjuefni íslendinga í
dag er ofveiði erlendra skipa á
fiskimiðunum umhverfis landið,
svo stappar nærri útrýmingu
síldar og fleiri fisktegunda. Hef-
ur ríkisstjórnin þess vegna
ákveðið að færa fiskveiðitak-
mörkin út í 50 sjómílur hinn 1.
september n.k. í janúarmánuði
sl. ákváðu íslenzk stjórnvöld að
banna landsmönnum sjálfum alla
slldveiði við strendur landsins
til haustsins 1973, en fyrir 6 ár-
um voru síldarafurðir um 44%
af útflutningeverðmæti landsins.
Vér vonum, að þessar ráðstaf-
anir nægi til að varðveita fisk-
stofnana, svo að land vort verði
áfram byggilegt.
Vér íslendingar höfum um
langt skeið selt saltfisk til Spán-
air, en aðeins keypt spánskar vör-
ur fyrir hluta andvirðisins, aðal-
lega salt, vín og ávexti. Þe.ssri
takmörkuðu innkaup vor á Spáni
hafa dregið úr kaupum Spán-
verja á saltfiski, sem nú hafa
aftur aukizt vegna kaupa íslend-
inga á skuttogurum.
Vér vonum allir, að í framtíð-
inni muni gagnkvæm viðskipti
þjóðanna aukast þeim báðum til
hagsbóta.
Þótt spánskir ávextir og vín sé
gott,. þá metum vér íslendingar
góð skip meira en allt annað 1
þessari veröld, vegna þess að á
skipunum sækjum vér oss björg
í bú, sem gerir oss fært að lifa
áfram menningarlífi í voru fagra
en harðbýla laindi.
Skuttogarinn mun bera nafn
dr. Bjarna heitins Benediktsson-
ar, forsætisráðherra, sem sér-
staklega beitti sér fyrir smíði
þessara skipa, sem vér bindum
svo mikiar vonir við.
Elzta dóttir hans, frú Guðrún
Bjarnadóttir, mun gefa skuttog-
aranum nafn, þegar honum verð-
ur hleypt af stokkunum eftir
skamma stund.
f júlímánuði 1970 voru eftir-
taldir menn skipaðir í samninga-
niefniditnia um simíði skuttogaira:
Sveinn Benediktsson, formað-
ur útgerðarráðs Reykjavikur-
borgar, formaður nefndarinnar.
Jón Axel Pétursson, fv. banka-
stjóri.
Þorsteinn Arnalds, framkv.stj.
Vilhelm Þorsteinsson, skip-
stjóri.
Sæmundur Auðunsson, skip-
stjóri og
Guðmundur B. Ólafsson, fram-
kv.stj. ríkisábyrgðasjóðs.
Varamenn í niefndinni voru:
Marteinn Jómasson, skipstjóri
og
Einar Sveinsson, framkv.stj.
Tæknilegir ráðunautar nefnd-
arinnar hafa verið um lengri og
skemmri tíma:
Erlingur Þorkelsson, vélfræð-
ingur.
Pétur Gunnarsson, vélstjóri.
Aifrieð Júlíusson, vélstjóri, og
Kristján Júlíusson, loftskeyta-
maður.
Eins og að framan getur var
togarinn nefndur Bjarni Bene-
diktsson, en Guðrún Bjarnadótt-
ir, dóttir dr. Bjarma heitins Bene-
diktssonar, forsætisráðherra, gaf
skipinu nafn. Viðstaddir athöfn-
ina af hálfu íslendinga voru:
Hrafn Þórisson, eiginmaður
frú Guðrúnar Bjarnadóttur, og i
boði skipasmíðastöðvarimiar
Sveinn Benediktsson, formaður
samninganefndarinnair, ásamt
þremur öðrum úr samninganefnd
inmi.
— Rúnasteinar
Framhald af bls. 3
fór og gróf steinana upp aft-
ur og afhenti þá Maine-fylki,
gegn því áð faliið yrði frá
málssókn á hendur honum og
hann fengi greidda 4.500 doll-
ara fyrir ómakið. Voru allir
aðilar ánægðir með þá lausn,
og steinaimir eru nú í fylkis-
safninu í Augusta.
Rúnir svipaðar þeim, aem
eru á steinunum þremur, hafa
fundizt víða um heim, á stöð-
um sem talið er að víkingar
hafi seimsótt á langskipum sín
um. Ekki hefur viðurkenndur
rúnafræðingur enn skoðað
steinana, en dr. O. G. Lands-
vark, forstöðumaður Lands-
verk-stofnunarinm&r í Glen-
dale í Kaliforníu, hefur lesið
úr þeim. Hann er doktor í eðl-
isfræði, en er jafnframt höf-
undur þriggja bóka um rúna-
stafrófið.
Samkvæmt þýðingu hana,
stendur á einum steininum:
„Henrikus sigldi 34 daga, 6.
október 1123“ 'og einnig: „Við
erum norrænir menn í háska."
Á öðrum steininum er talin
vera kortrista, og að kortið sé
af neðri hluta Kennbec árinn-
ar, í Phippsburg og George-
town-hlutanum af Maine-
fylki.
Á þriðja steininum stendur,
samkvæmt þýðingu Lands-
verks: „Ég hef séð endur, dá-
dýr, Indíána, húðkeipa og
boga og örvar“.
Harold Brown, forstöðu-
maður Bath Marine safnsins,
segir, að hann telji að stein-
amir séu ,,ekta“ en staðfestir
að sumir haldi því fram að lík
umar á því að þetta séu vík-
ingarúnir, séu aðeins 10 af
hundraði.
John W. Briggs, sagn-
fræðingur þjóðgarðamefndar
Maine, er ekki síður varkár,
enda er talið að ef steinarnir
séu það sem þeir virðast,
geymi þeir merkustu og mi’kil
vægustu rúnir norrænna
manna, sem fundizt hafa í N-
Ameríku.
„Ég vil láta sérfræðim.ga
rannsaka steinana. Við ætium
að láta fólkið við Peabody-
safnið við Harvard-háskóla,
líta á þá.“
— Bretland
Framhald af bls. 1.
heimildum að Heath hafi- lagt
hart að Victor Feather í dag að
fá námumenn til að lýsa því yfir
að þeir muni fallast á úrskurð
rannsóknarnefndarinnar.
Erfitt er að gera sér grein fyr-
ir því tjóni, sem efnahagur Breta
verður fyrir dag hvern vegna
verkfalls kolanámumanna. Kola
námustjórnin skýrði frá því í
dag að beint fjárhagstap hennar
vegna verkfallsins næmi nú 75
milljónum punda (16.875 millj-
ónum króna) auk milljóna tonna
af kolum. Þá segist stjórnin tapa
10 milljónum punda víkulega
vegna verkfallsins. Þessar töl-
ur ná þó eingöngu til kolanámu-
manna sjálfra, en allur iðnaður
Bretlands hefur orðið fyrir gíf-
urlegu tapi vegna orkuskortsins.
Þá er Ijóst að milljónir manna
glata launum sínum þegar iðn-
verin neyðast til að loka vegna
rafmaginsskorts og kolaleysis.
IIÓPGANGAN
Vinsældir brezku stjórnarinn-
ar hafa aldrei verið minni en
nú, og í hópgöngu kolanámu-
manna i London í dag heyrðust
háværar raddir, sem kröfðust
þess að Heath segði af sér. Kola-
námumenn komu fyrst saman til
fundar við Tower of London, en
fóru þaðan í hópgöngu um mið-
borgina og að þinghúsinu. Talið
var að níu þúsund námumenn
væru í göngunni, og urðu nokkr
ar stympingar við þinghúsið
milli þeirra og lögreglumanna, en
ekki er vitað til þess að neinn
hafi hlotið meiðsli, sem orð er
á gerandi. í fyrstu var 200 full-
trúum kolanámumanna hleypt
inn í þinghúsið, en það þótti
göngumönnum ekki nóg. Ekki
bætti það úr skák þegar einn
þingmanna Verkamannaflokks-
ins sagði i ræðu í Neðri málstof-
unni að lögreglumenn væru aö
troða námumenn undir utan
dyra. Var þá ákveðið að verða
við óskum námumanna, og var
500 fulltrúum þeirra til viðbót-
ar hleypt inn í þinghúsið. Innan
dyra fór svo allt friðsamlega
fram, og enginn fulltrúi göngu-
manna var handtekinn fyrir 6-
spektirnar utan dyra.
Gangan til þinghússins var
farin í hádeginu, og olli hún mikl
um umferðartruflunum í Lond-
on.
Viðræður Heaths við Feather
í dag eru fyrstu opintoeru af-
skipti stjómarinnar af verkfall-
inu. Hefur þetta vakið mikla and
úð hjá námumönnum, sem telja
að rikisstjórnin toefði átt að taka
málið að sér löngu fyrr til að
reyna að koma í veg fyrir það
ástand, sem nú hefur skapazt.