Morgunblaðið - 16.02.1972, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1972
Sveinn við eitt af vatnslitaver kununi, sem hann ætlar að sýna í vor. „Mér finnst saman að
segir hann.
Sveinn Björnsson í vinnustofunni.
teikna inn i myndirnar,
Sá, sem ræður öðrum
sínum handlegg
Spjallaö við Svein Björnsson, listmálara
A ITALÍU kom út fyrir
nokkru bók ein stór; alþjóA
leg: yfirlitsbók um nútíma
listamenn. Bók þessi grreinir
frá 91 listamanni af ýmsum
þjóðernum ojr er einn Islend-
ingrur i þessum hópi — Sveinn
Björnsson. I bókinnl eru auk
ýmissa upplýsingra um lista-
manninn myndir af tveimur
málverkum Sveins; „Ævin-
týri“ — málað 1967 og; „Gula
engrlinurn" — málað 1968.
Keyndar snýr myndin af Gula
engrlinum öfugi; við það, sem
Sveinn hafði hugsað sér. „En
það sldptir reyndar engu,
hvernig góðar myndir snúa,“
segir Sveinn og glottir.
Eigintega segist Sveinn
ekki vita, hvemig á honum
standi í þessari bók. „Ég fékk
bara bréf með boði um þátt-
töku og svaraði þvi játandi,"
aegir hann.
En það væri ólíkt hon-
um sem rannsóknarlögreglu-
manni að hafa ekki að
mirmsrta kosti fundið fram til
einnar lausnar. „Ég get hugs-
að mér, að þeir hafi komizt á
stóð mína í Júgóslavlu, en þar
tók ég þátt í aiþjóðlegri
teikni- og grafíksýningu 1970.
Vi'ð vorum þar fjórir íslend-
ingar; ég, ÞorvaMur Skúla-
son, Einar Hákonarson og
Guðmundur Ármann Sigur-
jónsson, og áttum tvær mynd-
ir hver.“
Nú er Sveinn að undirbúa
sýningu í vor. „Undanfarin
tvö ár hef ég aðallega haldið
á vatnslitum,“ segir hann.
„Vatnsliturinn heillar mig.
Hann er óskaplega erfiður.
En þessar vatnslitamyndir
minar eru frjálsari en önnur
verk mln. Það er ennþá meiri
fantasía í þeim. Reyndar
finnst mér mér alltaf vera að
aukast h ug my n daf 1 u g og ein-
hvem veginn held ég, að
vatnsliturinn falli vel að þess-
ari þróun.
Ég mála stórar vatnslita-
myndir, allt upp í 1,40x2
metra. Og nú á ég 25 myndir
tilbúnar til sýningar.“
Svo berst talið að brauð-
stritinu og listinni. Sveinn
hefur alitaf unnið með mál-
verkinu og er nú rannsóknar-
lögreglumaður í Hafnarfirði.
„Brauðstritið er mér nauð
synlegt til að vera frjáls í
málverkinu," segir hann. „Ég
bara mála það sem mig lang-
ar til og brauðstritið gefur
mér salt í grautinn.
Annars gæti ég alveg mál-
að þokkalegar landslagsmynd-
ir. Ég gerði það einu sinni og
seldi grimmt. En nú nenni ég
ekki að selja mig. Ég bara elti
uppi bensinþjófa í staðinn.
Það er hagfræðilegur elting-
arleikur fyrir mig. Og í stað-
inn þarf ég ekki að beita
pemslinum á hagfræðilegan
hátt.
En það þarf sterk bein til
að þola brauðstritið með. Það
á ekki að bölva brauðstritinu.
Ég viðurkenmi það, að það
getur verið óttalega erfitt að
tærast upp í listinni. Það ger-
ir enginn annað á meðan. En
mér finnst það ófint. Þá er
betra að eita uppi bensín-
þjófa. Éta fyrir það og lifa
svo ókeypis i listinni. Brauð-
stritið bindur kannski annan
handlegginn. En þá er hinn
líka frjáls til að sveiflast að
vild. Og sá, sem ræður öðrum
sinum handlegg, — hann tær-
ist ekki upp á meðan.“
En Sveinn finnur líka tírna
til tómstunda. „Ég leiddist út
í hestame nnsku na i gegnum
eina mina sýningu," segir
hann.
„Þegar þessi sýning var í
gangi,“ heldur Sveinn áfram,
„tók ég eftir manni, sem kom
upp á hvem dag og virti mál-
verkin vandlega fyrir sér. Svo
fórum við að spjalla saman.
Það kom í Ijós, að þessi mað-
ur hafði þá ort ljóð um hvert
einasta málverk á sýning-
unni. Hann flutti mér þessi
ljóð sin.
Loks herti hann upp hug-
ann og sagði, að sig langaði
í eina mynd. En hann átti
ekki peninga. Hins vegar átti
hann mörg hross heima i
sveitinni. Mér féll vel við
manninn svo ég bauð honum
myndina fyrir eitt hross. Það
varð úr. En þá kom konan og
Síða Sveins Björnssonar í bók inni ítölsku. „Það væsir ekkert
um mig þarna innan um meistarana," segir Sveinn og hlær.
Þá á hann m.a. við Picasso, Dali, Vasarely, svo eitthvað sé
aefnt.
spurði: „Á hverju á ég þá að
ríða?“ Svo ég Iét manninn fá
aðra mynd og hann mig annað
hross.
Nú er ég búinn að mála
mynd af þessum vini mínum
og þiggja að launum forláta
hryssu, sem heitir Mona Lisa.
Hann á þrjú málverk eftir
mig og ég á þrjú hross frá
honum. Og ég er meira að
segja búinn að byggja yfir
hrossin."
— Getraunir
Framhald af bls. 30.
Man. City — Huddersfield 1
Man.-'City er enn efst í 1. deild
og liðið hefur ekki tapað leik á
heimavelli síðan í upphafi keppn
istimabilsins. Huddersfield er nú
í mikilli fallhættu og slík lið eru
alitaf erfið viðureignar, en það
verður samt að láta í minni pok-
ann fyrir Man. City í þessum
lelk
Neweastie — Everton 1
Newcastle hefur löngum ver-
ið hart í horn að taka á heima-
velli, en leikir liðsins hafa verið
misjafnir að undanförnu eins og
tapið gegn Hereflord og sigurinn
gegn Man. Utd. sýna. Everton er
eina liðið í 1. deild, sem ekki
hefur tekizt að vinna sigur á úti
velli, og varla breytir liðið út af
þeim sið á St. James Park. Ég
spái Newcastle sigri.
Tottenham — Stoke 1
Tottenham hefur náð góðum
árangri á White Hart Lane í vet
ur og um s.l. helgi vann liðið
einnig leik á útivelli, sem þykir
í frásögur færandi. Það er langt
síðan Stoke vann siðast leik á
útivelli og sigurlikur liðsins eru
ekki miklar í þessum leik. Ég
spái Tottenham sigri.
W.B.A. — Sonthampton 1
W.B.A. hefur spjarað sig mjög
að undanförnu og liðið bjargar
sér frá falli, ef svo heldur áfram.
Soufhampton hefur vegnað illa á
sama tíma og liðið hefur dregizt
niður í fallbarátbuna. Leikir
botnliða eru alltaf tvísýnir, en
ég veðja á W.B.A. að þessu sinni.
West Ham — Crystal Paiace 1
West Ham hefur staðið í
ströngu á undanförnum vikum,
fyrst í deildarbikarnum og síð-
an í bikarkeppninni, en uppsker
an i þessum leikjum hefur verið
rýr og það mest sök framlínu
liðsins. Crystal Palace hefur
aldrei tekizt að vinna Lund'úna-
lið í 1. deild og varla tekur liðið
upp á því á útivelli. Ég spái
West Ham sigri, en jafntefli er
varla langt undan.
Cardiff — Norwich x.
Leikur 2. deildar er viður-
eign Cardiff, sem er í næst
neðsta sæti, og Norwidh, sem er
í efsta sæti í deildinni. Cardiff
lék við Sunderland i bikarkeppn
inni í fyrrakvöld og liðin eigast
við að nýju i kvöld. Álagið á
Cardiff er því mikið þessa viku
og kann að hafa einhver eftir-
köst, en ég reikna samt með þvi,
að liðið tapi ekki fyrir Norwich,
enda er liðinu hvert stig dýr-
mœtt.