Morgunblaðið - 19.02.1972, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.02.1972, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1972 17 Neita Danir að ganga 1EBE ? Meirihluti virdist andvígur aðild nema Norðmenn gangi í bandalagið EFTIR GUNNAR RYTGAARD ÓVÍST er hvort meirihluti danskra kjósenda samþykkti aðild Danmerkur að Efnahags bandalaginu ef þjóðaratkvæða greiðslan um aðildina færi fnam nú um þessar mundir. Samkvæmt niðurstöðum Gall up-stofnunarinnar fær aðildin ekki meirihlutasamþykki nema Norðmenn gangi líka í Efnahagsbandalagið. Síðustu tölurnar sem Gall- up-stofnunin hefur birt eru síðan í janúar. Valdir fulltrú ar allra þjóðfélagshópa voru spurðir eftirfarandi spurning- ar: ,Nú hefur England ákveð ið að sækja um upptöku í Efnahagsbandaiag Evrópu. Er uð þér hlynntur eða mótfall- inn því að Danmörk gangi í Efnahagsbandalagið?“ Þessari spumingu svöruðu 38 af hundraði játandi, 35% neitandi og 27% „veit ekki“. Aldrei hefur jafnstór hópur svarað neitandi samkvæmt skoðanakönnunum Gallups síðan Danmörk sótti fyrst um aðild að Efnahagsbandalaginu 1961. Árum saman svörðu inn an við 10% neitandi, en þegar innganga Danmerkur í banda lagið varð að raunhaefum möguleika í fyrra, fjölgaði andstæðingum aðildarinnar ört. Már.uðum saman svöruðu um og yfir 30% neitandi. Árum saman svöruðu um það bil 50% spumingunni ját andi og stundum allt að 60% en i fyrra fækkaði þeim í 40% eða þar um bil. Einu sinni svöruðu aðeins 35% spurning unni játandi, og nú er fjöldi þeirra sem sé 38% samkvæmt síðustu skoðanakönnuninni, sem liggur fyrir. Kannski er eftirtektarverð- ast, að þeim sem svara „veit ekki“ fækkar nú tiltakanlega. Það þýðir að sjálfsögðu, að fleiri kjósendur en áður taka afstöðu til aðildarinnar. • AFSTAÐA NORÐMANNA En Gallup-stofnunin hefur líka spurt: „Ef Noregur verð ur ekki aðili, eruð þér þá með eða á móti aðild Danmerkur?“ Þessu svöruðu aðeins 33% játandi, en 40% neitandi. „Veit ekki“ svöruðu 27% eins og við fyrri spurningunni. Þetta táknar, að samkvæmt skoðanakönmmum Gallup- stofnunarinnar er meirihluti andvígur aðild Danmerkur að EBE, ef Noregur gengur ekki í bandalaigið. I Noregi hafa verið gerðar tvær skoðanakannanir á veg- um Gallup-stofnunarinnar þar í landi um afstöðu lands- manna til EBE. Frumkvæði að þessum skoðanakönnunum áttu einkum Evrópuhreyfing- in i Noregi og Þjóðarhreyfing in, sem berst gegn aðild Nor- egs. Spumingarnar voru nokkuð mismumandi fram settar. En fjöldi þeirra Norðmanna, sem svöruðu neitandi, var næstum jafnstór samkvæmt skoðana könnunum báðum. Samkvæmt könnun Ewrópuhreyfingarinm ar svöruðu 45% neitandi og 44% játandi. Samkvæmt skoð anakönnun Þjóðarhreyfingar- innar svöruðu 46% nei og að eins 33% já. Þjóðairatkvæðagreiðsiur um aðildina verða haldnar bæði í Noregi og Danmörku. — í Danmörku verða niðurstöð ur þj óðaratk væðagreiðslunn- ar bindandi. Það þýðir, að fyrst verður samþykkt laga- frumvarp, sem síðan verður borið undir þjóðaratkvæði. Samkvæmt ákvæði dönsku stjórnarskrárinnar um þjóðar atkvæði nær frumvarpið ekki fram að ganga, ef meirihluti, sem stendur saman af að minnsta kosti 30% atkvæðis- bærra kjósenda .greiðir at- kvæði gegn því. • HVENÆR Á AÐ KJÓSA? f þjóðþinginu var afstaðan til aðildar Danmerkur mörk uð með atkvæðagreiðslu í des Danska þinghiisið. ember um árangur þann sem hafi náðst í samningaviðræð- um Danmerkur við ráðherra- nefnd Efnahagsbandalagsins. 141 þingmaður greiddi at- kvæði með en 32 á móti. Allur þingflokkur Sósíalistíska þjóðarflokksins greiddi at- kvæði á móti og auk þess nokkrir þingmenn Sósíaldemó krataflokksins og Róttæka vinstri flokksins. Þjóðaratkvæðagreiðslan í Noregi er aðeins ráðgefandi, eða leiðbeinandi eins og kom izt er að orði, en það þýðir að Stórþingið er ekki skuldbund ið til að hlíta niðurstöðum hennar. En ekki er gert ráð fyrir því, að Stórþingið sam þykki aðild Noregs að banda laginu, ef meirihluti þjóðar- innar er henni andvígur, og af þeim sökum verður norska þjóðaratkvæðagreiðslan í raun og veru sama eðlis og sú danska. Þar sem sterk öfl í Dan- mörku virðast gera aðild Nor egs að skilyrði fyrir aðild Danmerkur kemur það ekki á óvart að J. O. Krag forsætis ráðherra vill, að eðlilegt sam band sé á milli þjóðaratkvæða greiðslnanna i Noregi og Dan- mörku. Danska stjórnin hefur ákveðið, meðal annars með stuðningi Róttæka vinstri flokksins, að reyna að koma því til leiðar að þjóðarat- kvæðagreiðslan verði haldin i lok september. Krag mun taka upp viðræður við Trygve Bratteli, forsætisráðherra Noregs, um samræmingu á þj óðaratkvæðagreiðslunum. „Kristeligt Dagblad“ hvatti nýlega til þess í ritstjórnar grein, að þjóðaratkvæða- greiðslurnar yrðu haldnar sama dag vegna þess að marg ir Norðmenn og Danir virtust vilja vita hvernig vindurinn blési i hinu landinu áður en þeir tækju afstöðu. En ein- mitt þess vegna er erfitt að ákveða í hvoru landinu at- kvæðagreiðslan skuli fara fram fyrr. • SUNDURLEITIR ANDSTÆÐINGAR f Noregi hefur lengi verið sterk hreyfing meðal þjóðar- innar gegn upptöku í EBE, en í Danmörku hefur mótstaðan lengi verið veik og býsna ó- skipulögð. En samt er hægt að fullyrða, að ákveðnustu stuðn ingsmenn danskrar aðildar hafa lengi óttazt þjóðarat- kvæðagreiðsluna, eða allt frá því meirihluti þjóðþingsins á Framhald á bls. 19 Ingólfur Jónsson, alþm.: Afstaðan til varnarliðsins í málefnasamningi ríkis- stjórnarinnar er fjallað um afstöðuna til varnarliðsins með eftirfarandi orðalagi: -Varnarsamningurinn við Bandarikin skal tekinn til endurskoðunar eða uppsagn- ar í því skyni, að varnarlið- ið hverfi frá Islandi í áföng- um. Skal að því stefnt, að brottför liðsins eigi sér stað á kjörtímabilinu.“ Ríkisstjórnin og stuðnings menn hennar eru ekki á einu máli um, hvernig beri að skilja þennan þátt stjórn- arsáttmálans. Hefur það oft komið fram á fundum og í blaðagreinum, að mikill mein ingarmumur er á milli Alþýðubandalagsmanna og margra Framsðknarmanna. Að þessu sinni skal aðeins til greint eitt dæmi, sem sannar þetta. ÍTARLEG KÖNNUN FYRST Einar Ágústsson utanríkis- ráðherra talaði á fundi á veg um Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs. Timinn segir þannig frá fundinum 6. nóvember s.l.: „Lýsti Einar Ágústsson ut- anríkisráðherra yfir, að eng- in ákvörðun yrði tekin um brottflutning varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli fyrr en itarleg könnun hefði farið fram á þessum málum og hann hefði rætt við Bandaríkjastjórn og stjórnir aðildarrikja Atlantshafs- bandalagsins. Þá er niðurstöð ur þeirrar könnunar lægju fyr ir og fyrr ekki mundi verða tekin ákvörðun um það, hvort varnarliðið skyldi hverfa úr landi eða ekki, og málið yrði þá lagt fyrir Al- þingi og ekkert aðhafzt í þvi án samráðs og samþykkis Alþingis. Endanleg ákvörð- un þessa máls væri vitanlega í höndum Alþingis.'* ÞEGAR ANNAR FER I VESTUR STEFNIR HINN í AUSTUR Þar sem Alþýðubandalags- menn hafa allt annan skiln- ing á orðalagi stjórnarsamn- ingsins um varnarmálin en fram kom hjá utanríkisráð- herra á nefndum fundi varð mikill úlfaþytur á landsfundi Alþýðuhandalagsins út af þessu máli. Þjóðviljinn birt- ir fréttir af landsfundinum 23. nóvember 1971. Þar segir m.a.: „Svaraði Lúðvík siðan fyr- irspurnum og í máli hans kom m.a. fram eftirfarandi: Ég get ekki fullyrt, að það sé rétt haft eftir utanríkisráðherra, að fyrst skuli fara fram ræki leg athugun á afstöðu hers- ins hér á landi og síðan eigi að taka ákvörðun um brott- för hans eða áframhaldandi dvöl, sagði Lúðvík. En hér er haldið fram algjörlega rangri túlkun málefnasáttmál ans. 1 málefnasamningnum er fjallað um endurskoðun her- verndarsamningsins en þar er átt við endurskoðun sem miðar að þvi að herinn eigi að fara úr landinu í áföng- um á kjörtimabilinu.“ Hér hefur verið vitnað orðrétt í ummæli tveggja ráðherra. Fer ekki á milli mála, að um mikinn skoðanamun er að ræða á milli þeirra. Segja má, að þegar annar fer í vestur, þá stefni hinn í austur. Naumast getur málefna- ágreiningur verið greinilegri en hér kemur fram. Eigi að síður er oft reynt að breiða yfir ágreininginn og láta líta þannig út, sem enginn skoð- anamunur sé innan ríkis- stjórnarinnar í varnarmál- um. Forsætisráðherrann hef- ur stundum rætt um skýra og samræmda stefnu rikisstjórn arinnar í utanríkismálum. Hefur þá verið vitnað í Ól- afskver og menn beðnir að lesa það vel, því með þeim hætti geti allir gert sér grein fyrir, hvað fyrir ríkis- stjórninni vakir í utanrikis- málum og öðrum málum, sem stjórnarsamningurinn fjallar um. En sannleikurinn er sá, að ríkisstjórnin hefur enga sameiginlega stefnu í utanrik ismálum. Alþýðubandalags- menn vilja, að Islend- ingar segi sig úr Atlantshafs bandalaginu og varnarlið- ið verði látið fara á kjörtíma bilinu. Framsóknarmenn vilja, að fsland verði áfram i Atlantshafsbandalaginu. Þeir hafa ennfremur lýst því yfir að skylt og sjálfsagt sé að uppfylla þær skyldur við bandalagsþjóðirnar, sem öll aðildarríkin hafi gengizt undir. Það er samdóma álit sérfróðra manna, að eins og mú horfiir sé varn/arsföðin á íslandi ómissandi hlekkur í varnarkeðju. Atlantshafs- bandalagið er varnarbanda- lag vestrænna ríkja, sem vilja vernda frelsi og sjálf- stæði þjóðanna. Bandalaginu er ætlað að koma í veg fyrir, að frjálsar þjóðir verði und- irokaðar eða innlimaðar í stórveldasamsteypu, eins og farið hefur fyrir ýmsum A-E vrópurík j um. ST.IÓRNIN SEGI AFDRÁTTARLAUST, HVAÐ RÉTT ER t MÁLINU Margir framsóknarmenn vilja ekki láta varnarliðið fara úr landinu meðan ekki er friðsamlegra i heiminum en í dag virðist vera. Er tal ið öruggt, að ekki sé þing- meirihluti fyrir því, að sam- þykkja brottför varnarliðs- ins. En hvað er að segja um Hannibal? Talið er að hann hafi haft ákveðna skoðun á varnarmálum landsins, áður en hann fór til Bandaríkj- anna. Má vera að hann hafi eigi að siður styrkzt i skoð- unum sínum við að ræða við sérfróða menn um sameigin- leg varnarmál aðildarrikja Atlantshafsbandalagsins. Það virðist nú liggja ljóst fyrir, að varnarliðið verður Ingólfur Jónsson. ekki látið fara frá Islandi meðan horfur í heimsmálum eru ekki betri en þær nú eru. Ríkisstjórnin ætti að hafa hreinskilni til þess, að segja þjóðinni afdráttarlaust það, sem er rétt í málinu. Varnar- liðið fer frá Islandi, þegar Is lendingar telja það heppilegt og tímabært. Islendingar eru heppnir að vera i bandalagi frjálsra þjóða, sem virða gerða samninga og rétt smá- þjóða til þess að vera sjálf- stæðar og fullvalda. Undanfarið hefur verið rætt um lengingu flugbraut- ar á Keflavíkurflugvelli. í sjónvarpsþætti nýlega talaði utanríkisráðherra um, að fjármagna framkvæmdirnar með innlendu fé. Rúm lega viku siðar var sjón- varpsviðtal við samgönguráð herra Hannibal Valdimars son og var þá einnig minnzt Framliald á bls. 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.