Morgunblaðið - 19.02.1972, Síða 28

Morgunblaðið - 19.02.1972, Síða 28
258 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1972 SAGAN TVITUG . STIÍLRA OSKAST..: í þýðingu Huldu Valtýsdóttur. talað við mig, og hún vildi ekki sitja ein með glas, eða kunni ekki við það. Ég nefndi bjór og hún fór fram. Mér fannst ánægjulegt að heyra að afkoma Roys var orð- in svona góð. Hann átti það skil- ið. 1 svokölluðum músíkheimi áttu fáir skilið að vinna sér inn meira en fyrir daglegu brauði. Reyndar var það vafamál að hann hefði nokkurn tíma notið viðurkenningar í þessum umtal- aða heimi, en hann var álitinn vel fær og samvizkusamur. Hann gat náð betri árangri með ósköp venjulegri hljómsveit, en margir færustu tónsni'llingar, með aðlaðandi framkomiu sinni eða með því að bölva og ragna mátulega á æfingum eða gefa bjórglas yfir línuna og þess hátt ar herkænsku. Hann hafði lagt fiðluleikinn fljótiega á hilluna, enda ekki sérlega snjall á því sviði. Þó hafði hann leikið lög eftir Vivaldi og Mozart á hljóm leikum fyrir einhverjar góð- gerðarstofnanir og komizt alveg sæmilega frá því. Hann hafði líka fengizt við tónsmíðar og gerði kannski enn. Einhver hafði sagt að hann stældi Rahc- maninov en að mínu áliti var engin skömm að því. Tónve.rk hans voru ekki oft leikin að undanskildu einu, sem hann hafði samið á yngri árum. >að var nokturna fyrir fiðlu og strengjahljómsveit ásamt zyio fóni og nokkrum öðrum hljóð- færum, sem töldust nýjung þá. Um 1950 hafði þvi verki verið snúið i dægurlag og hafði reynd ar nýlega gengið í endiurnýjun lifdaga. Sennilega var mik- iH hluti teknanna þaðan runn- inn. Roy dreymdi um að verða TTS SIGRÚN merkt tónskáld, þegar ég þekkti hann bezt. Þó var auðséð að jafnvel þá var það orðið um seinan. Hann hafði ekki lengur til að bera það skapandi atfl, sem til þurfti. Sú var tíðin að brezk tónskáld hétu helzt einhverjum erlendum nöfnum: Delius, Holst, van Dieren, Moeram og Rubbra og mér hafði alltaf fundizt að Roy hefði átt að vera samtíma- maður þeirra. En hann kom of seint til sögunnar og hefði lrka varla átt heima í þeirn hópi, vegna þess að afi hans, sem kom frá Rotterdam fyrir öld, breytti nafninu van der Veen í Vand- ervane til þess að gera það brezkara. Ég ætiaði að fara að velta því fyrir mér, á hvaða listræna stigi Roy stæði núna, þegar Kitty kom með bjónglas handa mér og ginblöndu handa sjálfri sér. Mér sýndist hún hafa elzt, síðan ég sá hana síðast. Enda þótt hún hefði aldrei verið beinlínis fyrir minn smekfk, var hún enm aðlað- andi kona á sinn hátt. Nú var hún að vísu venju fremur eins og hengd upp á þráð. Blússan, sem hún var í, var upplituð og rifin og blettóttar siðbuxurnar báru vott um það, ekki sízt þar sem Kitty átti í hlut. Hún sem var vön að dubba sig jafnvel til morgunverðar, svo að hún minnti einna helzt á Maríu Skotadrottningu. En aldurinn sagði lí'ka til sin með fímgerðum hirukkum við augnakrókana. Við settumst á bekkinn, þar sem Kristófer og máliausa dam- an höfðu setið. Kitty sneri sér að mér með glasið í annarri hendi og sígarettu í hinni. „Ég athugaði nærbuxnastafi- ann eftir að ég talaði við þig í símann. Þær eru að minnsta kosti þrem færri nú en um síð- ustu hefgi. Mér finnst verst, að hann skuli ekki fara í launkofa með þetta. Hann veit, að ég sé um þvotta á heimilinu. Hon- um hlýtur að vera ljóst . . . það er ekki svo, að honum sé bara sama um, að ég viti þetta, hann vill að ég viti það. Hann nudd- ar því framan í mig. Til þess að sýna hvað hann hatar mig.“ Síð- ustu setningamar sagði hún grát klökkum skrækum rómi o,g sann aði þar með huigmynd mína um sálarástandið. „Ég efast urn það. Hann er bara kærulaus." „Því getur hann ekki keypt sér nýjar og haft skipti einhvers staðar? Svaraðu mér því . . . ef þú getur?“ sagði hún ögrandi. „Því getur hann ekki keypt sér nýjar í búð og skipt í klúbbn- um sínum til dæmis? Já, því get- ur hann það ekki?“ „Ég veit það ekki, Kitty. Hon um dettur það ekki í hug.“ „Ég vildi óska að ég vissi, hver hún er. Og vil það þó ekki. Ekki eftir að ég firétti aí þeirri, sem teiknaði skartgripina." „Nú, var einhver sem gerði það?“ „Belti og armbönd og þess hátt ar. Þú hlýtur að hafa heyrt um hana. Hann fór með hana til Clydebourne og í Covent Gard- en og Aldeburgh og hreint um allt. Það var mér til happs. Þau ætiuðu að fara líka til Bayreuth, en hún komst að því á síðustu stundu hvað í því fólst. „Hvað fólst í þvx?“ „Bayreuth, Wagner, óperur! Vikum saman! Þú hlýtur að skilja það, Douglas." „Já. Hvar er hann núna?“ „Jú, það skai ég segja þér,“ og svo kom runan með tilheyr- andi þögnum, undirstriikunum og áherzlum. „1 hádegisveirðarboði með náunga, sem vissi ekki, hvaða veitingastaður yrði fyrir valinu vegna þess að sá hafði ekki ráðfært sig við þann þriðja, sem hét einhiverjiu furðulegu nafni, sem ómögulegt var að muna, en sá síðamefndi hafði á prjómunum hljómleikaferð til Brazilíu, sem tæpast var nokk- urt vit í en þó réttara að kynna sér, enda fengi hann ókeypis mál tíð út á þetta og hann hafði ekki- hugmynd um, hvað þetta tæki langan tíma.“ „Einmitt. Þetta hljómar óneit- anlega dálítið ...“ „Mér gæti verið sama, þótt hann færi stundum á stjá. Hann þarf það eða heldur að hann þurfi það. Og mér er sama þótt hann sofi hjá þeim.“ „Er það,“ spurði ég. „Nei, auðvitað er mér ekki sama. Mér finnst tilhugsunin óbærileg, en ég gæti þó sætt mig við hana. Það er óttinn við að hann yfirgefi ökkur fyrir fullt og allt, sem er að gera út af við mig.“ „En eru nokkrar likur til þess núna. Þetta Brazilíutal er greini lega yfirskin. Hann segir ekki beint út að hann sé að fara til Bayreuth." „Þetta er byrjunin. Láttu mig þekkja það, Douglas minn kæri. Ég tala af reynslu. Kann það ut- anbókar." „Fór hann með þér tii Bay- reuth?“ „Eitthvað álika. Og ég fór. Þar hitti ég í mark. Ég kunni svo vel að hiusta á allt sem sagt var um músik. Gekk næst á eftir fyrri eiginkonunni í þvi. Ég man svo vel, þegar hann var að spila fyrir mig kafla á píanó- ið, til þess að ég gæti fylgzt með stefinu og endurtekningun- um á hljómleikunum. Og því skyldi ég ekki muna það. Það eru ekki nema tíu ár síðan.“ Augu hennar voru tárvot, en það voru þau svo oft. Hafði Roy kvænzt henni, vegna þess hve hún var þægilegur áheyr- andi? „En þér þykir gaman að mús- i'k, Kitty.“ „Jú, jú,“ sagði Kitty stilli- lega, „mér hefur alltaf þótt það.“ „Hvað veiztu um þessa stúlku? Hvað er hún gömul?“ „Ég veit ekkert um hána, en þær hafa verið þetta tvítugar eða tuttugu og tveggja ára síð- ustu þrjú árin. Verða þó alltaf heldur yngri. Aldur þeirra lækk- ar svona um það bil um hálft ár við hvert heilt ár, sem hann eld- ist. Þegar hann verður sjötíu og þriggja, verða þær orðnar tíu ára.“ Ég fór yfir þetta reiknings- velvakandi 0 Sjónvarpsþátturinn: Vitið þér enn? Þetta bréf höfum við fengið um ofannefndan þátt: „Ég hefi orðdð þess vör að margir sjónvarpsáhorfendur eru sáróánægðir með stjórn tveggja síðustu spurningaþátt- anna. Keppendur í bæði skiptin voru húsmóðir og prestur, en margar spurninganna voru þess eðlis að einmitt prestur hefði átt að vita svarið. í þátt- um sem þessum verður að sjálf- sögðu að forðast að velja spurn ingar, sem að einhverju leyti snerta mál, sem er sérþekking annars þátttakandans. Ég hefði verið því jafn mótfallin ef spurningamar hefðu á ein- hvern hátt komið inn á matar- eða kökuuppskriftir, því að varla er hægt að ætiast til þess að karlmaður hafi lagt sig mik- ið fram um að kynnast slíku, en hins vegar hefðu slíkar spurn- ingar eflaust verið meira á sviðd húsmóðurinnar. Ég vona að þessi ábending verði birt nægilega fljótt áður en gengið verður frá efnd í næsta þátt, svo að maður þurfi ekki að horfa fram tl hans með kvíða. •lóna Guðlaugsdóttir, Háaleitisbraut 157-“ 0 Enn xim dreifingu íþróttablaðsins „Kæri Velvakandi! Ég þakka Sigurði Magnús- syni og Í.S.l. fyrir að svara mér í Velvakanda 12. þ.m. Það er ekki nóg að kvarta, maður verð ur að benda á að minnsta kosti eina leið til úrbóta. Mér finnst dredfingu íþróttaiblaðsins mjög ábótavant. Kem ég með tidlögu sem virðist tiikostnaðarMtil fyr ir I.S.I. Um allt land eru iþrótta félög og þið i stjórn l.S.f. eruð yfir þessum félögum. Hvemig væri að gera formenn félag- anna að umboðsmönnum við útbreiðsiu IþróttablaðSins í lausasölu? Það er fullt af áhugasömu fólki og unglingum, sem teldu það ekki eftir sér að selja íþróttablaðið. Við höf- um gott dæmd um sMka sjálf- boðavinnu. Þar á ég við get- raunir K.S.Í. Mér er sönn ánægja að gerast áskrifandi Iþróttablaðsins. Um leið og þið sendið biaðið megið þið senda 20 blöð, sem ég skal selja fyrir ykkur i lausasölu hér í Hafn- arfirði, ef það mætti stuðla að útbreiðslu Iþróttablaðeins. Með þökk fyrir birtinguna. Haraldur Magnússon.“ 0 Áhættuþóknun vínneytenda Og svo fáum við hér bréf frá einum, sem vili hjálpa drykkjusjúkum. „Stundum er bezta ráðið ein- faldara en maður hyggur. Ég sá í blaði nýlega, að stung ið var upp á þvi, að lagt yrði nokkurt gjald á áfengi, sem nota mætti til hjálpar þeim, sem fallið hefðu fyrir víninu, og þurfa lækningar með. Vart mun finnast jafn ósjálf bjarga mannvera og ofdrykkju maðurinn. Hann er því mikill- ar hjálpar þurfi. Það getur því efcki verið ósanngjarnt, að sá, sem leggur leið sina í áfengis- verzlunina, greiði nokkra áhættuþóknun, sem hann sjálf- ur nýtur, efi illa fer. Bæjarbúi." 0 Skozkir stúdentar í atvinnuleit Tveir skozkir stúdentar hafa skrifað Velvakanda og beðið hann liðsinnis við að útvega þeim atvinnu þedm til lifsviður- væris hér á landi á sumri kom anda. Annar þeirra er lækna- stúdent en hinn nemur félags- vísindi og báðir nema þeir við háskólann í Dundee. Þeir eru báðir nítján ára og segjast laniga mjög til að kynnast Is- landi. Báðir hafa þeir ökurétt- indi og segjast vilja vinna nán ast hvað sem er hvort sem er til sjávar eða sveita að fram- leiðslustörfum og þjónustustörf um hvort sem vera skal á hótel um eða spitölum. Ef einhverjir kynnu að hafa áhuga á að fá þessa ungu menn til starfa hér þá ber að rita öðrum þeirra, en nafn og heim- ilisfang hans er: Heather Gibson, Belmont Hall, Mountpleasant, Dundee, Scotland. Suðurnesjamenn Góðir eiginmenn og unnustar geia blóm á konudaginn. Blómadeildin opin á sunnudaginn frá ki. 9 f.h. til kl. 4 e.h. Kyndill, blómadeild

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.