Morgunblaðið - 20.02.1972, Síða 31

Morgunblaðið - 20.02.1972, Síða 31
MORGUNB'LAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20.'FEÍBRtJAR 1972 - i ivi 31 mtl \ Punktar f rá Sapporo Flestir virðast vera á einu máli um það að Olympíuleikarn ir í Sapporo hafi tekizt með miklum ágætum, og þá ekki sizt sú hlið mála sem sneri að skipu- lagri leikanna. Sýndu Japanir mikla nákvæmni os: dag-skráin gekk jafnan eftir áætlun, utan þess að fresta varð keppni í skáðaskotkeppni um 2-t klukku- stundir vegna veðurs. Eins og jafnan vill verða á Ol yimpíuleikum kom ýmislégt fyr- ir í feeppninni. Fólki, sem alls ekki hafði verið búizt við að yrði í fremstiu röð skaut skyndilega upp á stjörnuhimin- inn, meðan annað fólk sem fræg ara var af fyrri afnekum varð að láta sér það lynda að lenda neðarlega í röðinni, og nokkrir frægir kappar gábu efeki einu sinni tekið þátt í keppninni, eins og t.d. austurríski alpagreina- maðurinn Karl Schranz, sem daamdur var úr leik vegna meintrar atvinnumenns'ku og a-þýzki skiðagöngumaðurinn Gerhard Grimmer, sem lá í in- flúensu á meðan á leikunum stóð. Afrek sigurvegaranna í ein- stökum greinum hafa verið tí- unduð en hér á eftir verða ýmsar staðreyndir um keppni leikanna raktar í stuttu máli: k Veðurfar: Yfirleitt var gott Brundage — óvinsælasti maður inn í SapiMiro. Alois Schloder — lilaut dóm fyr ir lyf janeyzlu. veður í Sapporo, meðan feeppn- in fór frarn, þótt nokkuð snjó- aði, sérstaklega fyrsta og fiimmta feeppnisdaginn. ★ Skipulag: f>að er mál manna að aðeins einu sinni í sögunni hafi Vetrar-Olympíuleikar verið betur skipulagðir: i Squaw Vall ey 1960. ir Afreksfóik: Mesta afreks- fólk leikanna var „Hollending- urinn fljúgandi", Ard Scthenk, sem vann til þriggja guliverð- launa, Galina Kuiafeova frá Rússlandi, sem einnig vann þrjú gullverðlaun, Marie-Ther- es Nadig frá Sviss sem vann tvö gull í bruni og stórsvigi (datt í svigkeppninni) og Rússinn Vjatjeslav Vedenin sem hlaut tvö gullverðlaun og ein bronz- verðiaun. k Stjörnuhrap: Af mörgum voru talin mest „stjörnuhröp- in“ hjá finnska göngumannin- um Eero Mantyranta (gafst upp i 50 km. göngunni og varð 19. í 30 km. göngu) og hjá Harald Gröningen, sem otft er kallaður „pabbi langfótur“, en hann tók nú þátt i Olympíiuleiikum í fjórða sinn, án þess að ná um- talsverðuim áxangri. ir Baráttan: Hörð þarátta var í flestum greinum. Finnann Juha Mieto sikorti t.d. aðeins 6/100 úr sek. til að ná bronz- veirðlaunum í 15 km. göngu, landa hans Tauno Kayhlkö skorti 0,1 stig til þess að fá verð laun í skiðastökki og Norð- manninn Bjöm Tveter skorti 0,05 sek. til að hljóta verðlaun í 1500 mietra skautahlaupi. ★ Veikindi: Margir kappar veikbust af inflúensu og kvefi. Meðal þeirra sem þau örlög hlutu voru Tommy Limiby frá Svíiþjóð og Gerhard Grimmer frá A-Þýzkalandi, en fyirir leik ana voru þeir álitnir tveir af allra beztu skíðagöngumönniun- um. k Þrefalt: Keppendur frá sömu þjóð unnu aðeins eina grein þrefalt — Japanirnir i skiiðastökki af 70 metra palli. ★ Varðir OL-titlar: Aðeins tveimur tökst að verja Olympdu titla sína frá Grenoble: Eiiihard Keller í 500 metra skautahlaupi og Magnar Solberg í skíðaskot- keppni. k Einstætt afrek: Hið 16 ára undrabarn, Anne Henning frá Bandarílkjunium, hljóp 500 metra sfcautahlaup á 43,3 sek. — betri tíima en margur karlmannanna náði á sömu vegalengd. ★ Skautakóngrur: Tvímæla- laust Ard Sdhenik frá Hlollandi. k Skíðakóngur: Vjatjeslav Vedenin — hann vann fynstu guUiyeirðlaun sem Rússar hafa hlotið i göngu. k Beztur í stökkl: Japaninn Yöikio Kasaya, sem sigraði af 70 metra pallinum, en vindhviða setti hann úr jafnvægi í stökkinu af 90 metra pallinum. k Bezta skautaþjóðin: Hol- lendingar bæði í karla og kvennagreinum. k Bezta sldðaþjóðln: Norð- rnenn, sem hlutiu enn fleiri verð- laun í skíðagreinunum en í Grenoble. k A síðustu stundu: Svíar breytbu stöðunni úr 0:1 í 2:1 á síðusbu mlnútunni í ísfhokkíleik k Brotnar venjur: Svíar hafa nær undanteknimgalaust siigrað Finna í íshokkíleikjum, en í Sapporo snerist dæmið við og Finnar sigruðu og misstu Sví- ar þar með af verðlaumum. ★ Beztu móttökurnar: Enginn Olympíufari hlaut eins hjartan- legar móttökur við heimkomuna eins og Austurríkiismaðurinn Karl Sohranz sem dæmdiur var frá keppni. Var hann hylltur sem hetja og fagnað af tugþús- undum. k Verstu móttökurnar: Sennilega hafa fáir Olympiu- sigurvegarar hlotið verri mót- tökur við heiimkomuna en Bea- trix Schiuba, frá Ausburriki, sem sigraði í listhlaupi kvenna, svo og aðrir Austurríkisbúar sem hiutu verðlaun á leikunum. Eng in sérstök móttökuathötfn fór fram, er þeir komu til heima- lands sins. ★ Óvinsælasti maðurinn: Sennilega formað'ur Alþjóða-Ol- ympíunefndarinnar, hinn 84ra ára Brundage. Keppendiur ótt- uðust að hann myndi bola þeim frá keppni vegna abvinnu- mennsku og japanska fram- kvæmdanefndin óttaðist að hann myndi eyðileggja fyrir henni leilkana af sömu ástæðu. k Vinsælasti maðurinn: Sennilega hollenziki skauta- hlaupabínn Ard Schenk, sem ex mikill beimsmaður og frægt kvennagull. , ★ Keisaraleg vonbrigði: Hiro- hitó Japanskeisari fylgdisl noikkuð með keppninrii, ag varð fyrir miiklum vonbriigðum er hánn brá sér á íshokkíkeppnina. Greip keisariinn fyrir augu séar iwað eftir annað og varð á orði: Fortuna frá Póllandi, átti ekki að fá að fara á Olympíuleik- ana. Hann var valinn á síðustu stundu — mest til þess að fylla ákveðna tölu. Hann kvittaði fyrir farseðil sinn með því að sigra glæsilega I stökki af 90 metra palli og náði þar sann- köiluðu risastökki í fyrri mnferðinni — 111 metrum. Kkki er því að leyna að Fortuna hatfði þá heppnina með sér þar sem Iiann fékk vindinn í lið með sér. „Þetta er meiri ruddaskap- urinn.“ Norsku og sænsku blöð in sögðu: „Hann ætti að sjá is- hokkífeeppnina hjá okfeur, því þetta var barnaleikur í saman burði við hana. k Grátur og hlátur: Otft var hlegið og stundum grátið í Sapp oro. Tveir keppendur hágrétu er þeir stóðu á efsta þrepi verð launapallsins, horfðu á fána lands síns, dreginn að húni á sigurstönginni og hlýddu á þjóð- söngva sína. Þetta voru þeir Bernhard Rus'si, sigurvegarinn í bruni og Fernandiez Odhoa, sig- urvegarinn í svigi. k Þótti hæpið val: Nokkrir keppendur er stóðu sig með sóma í Sapporo áttu í mikilli baráttu fyrir því að komast í Olympíulið landa sinna. Eng- inn þó eins og Wojcieoh Fort- una frá Póllandi, sem sigraði í stökki af 90 metra palli. Það var ekki fyrr en á síðustu stundu, að hann var valinn í Framh. á bls. 23 Anne Henning — frábær árang- ur í 500 metra skautahlaupinu. vinsælasti maðurinn í Sapporo, a.m.k. meðal kvenþjóðarinnar. Ard Schenk

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.