Morgunblaðið - 24.02.1972, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.02.1972, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLÁÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. FIOBRÚAR 1972 ATVim AmHMIW Skrífvélavirki Skrifvélavirki óskast á þekkt verkstæði. Mjög hátt kaup í boði. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Mbl. fyrir 1. marz „Framtíð — 1433“. Kaupmenn — I nnkaupastjórar ARIS skrifstofulampar nýkomnir, mjög hagstætt verð. H. G. GUÐJÓNSSON, heildverzlun Suðurveri, Reykjavík Sími 37637. óskareftirstarfsfölki í eftirtalin störf* BLAÐB URÐARFOLK ÓSKAST Þingholtsstrœti Höfðahverfi Háteigsvegur Sörlaskjól Afgreiðslan. Sími 10100. Gerðahverfi (Garði) Fyrst um sinn verður Morgunblaðið afhent til kaupenda í verzl. Björns Finnbogasonar, jafnframt vantar okkur umboðsmann á staðnum til að annast dreifingu og inn- heimtu. Minning: Ingveldur Guðjóns dóttir, Asbrekku HÚN lézt í Borgarspítalanum 16. janúar eftir nokkurra vikna legu og var jarSsungin að Stóra- Núpi við hlið manns síns, 29. jan. sl. Fædd var hún á Eyrar- bakka 28. júní 1898 og ólst þar upp i stórum systkinahópi á þeim tíma, þegar húslestrar voru lesnir á hverju kvöldi allan vet- urinn, sögur lesnar á löngum kvöldvökum og sungnir rökkur- söngvar. Þá voru engin unglingavanda- mái til, þá fóru börnin að vinna. strax og þau gátu lyft hönd eða fæti til nokkurs gagns. Þá þótti ekki fínt að vera á sveitinni. . Við þessi skilyrði ólst Inga upp. Hingað í sveitina kemur hún uppkomin stúlka, í kaupavinnu, og hér kynnist hún manni sín- um, Sóphaníasi Sveinssyni og giftu þau sig vorið 1922 og reistu bú i Glóru, sem nú heitir Ás- brekka. Þetta var lítil jörð, túna lítil og illa hýst. Inga sagði einu sinni við mig, að hún væri lítið meira en 15 mínútur að hlaupa i kringum landareignina. Og auðvitað hljóp hún, mér fannst hún alltaf hlaupa, enda dugði engin lognmolla eða sila- skapur til þess að koma sér eins vel áfram eins og Ásbrekku- hjónin gerðu. Þau eignuðust 5 börn, sem fylgdu þeim strax að störfum. þegar geta leyfði og jafnvel hvítvoðungurinn var hafður með á engjamar og búið var þá um hann miili þúfna eða í fjárhús- jötu eftir ástæðum. Við Inga unnum mikið saman í kvenfé- laginu bæði við leik og starf, og var þá oft glatt á hjalla. Einu sinni vorum við saman í spilanefnd, vorum fimm konur og höfðum þann hátt á, að spil- að var heima hjá nefndarkonun- um til skiptis, var spiluð fram- sóknarvist og gefið kaffi á eft- ir. Þótti þetta góð tilbreyting. Þegar gert var upp eftir síðasta sþilakvöld, gengu 5 kr. af. Það hljóp galsi í okkur og ein konan segir: „Við eigum nú skilið að skemmta okkur fyrir þetta, nú förum við í ieikhúsið og sjáum Fjalla-Eyvind.“ Og það gerðum við, fengum okkur bíl einn góðviðrisdag og ókum eldsnemma út að Ás- brekku, og þar stóð Inga i sínu finasta stássi austur við læk. Einhver hafði orð á þvi hvað hún væri fín. „Ég vildi nú ekki að þið þyrft- uð að skammast ykkar fyrir mig, fyrst þið voruð svona elskulegar að vilja mig með, eld- gamla kerlinguna," sagði hún. Þetta varð skemmtileg ferð, eins og alltaf þegar Inga var með. Eitt sinn fór kvenfélagið í skemmtiferð um Borgarfjörð- inn og Inga gat frætt okkur um allt, sem við spurðum um. Þeg- ar við létum í.ljós undrun okk- ar á þessum fróðleik hennar, sagði hún: Það er nú ekki þakk- arvert, nýbúin að lesa Árbók Ferðafélagsins, sem fjallar um þetta hérað.“ En það hefði nú ekki öllum dugað. Ingu þótti afar gaman að ferðast og blés þá á allt daglegt strit og amstur og skemmti sér konunglega. Eigum við margar ánægjulegar minningar um hana úr ferðum félagsins, þar sem hún var hrókur alls fagn- aðar, og enginn skyldi minnast Framh. á bls. 21 FELAGSSTARF SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Starfskynning — opið hús Opið hús í félagsheimilinu Valhöll Suður- götu 39 kl. 20,30 sunnudaginn 27. febrúar. Starfsáætlun Heimdallar kynnt Ami B. Eiríksson. Ami Johnsen skemmtir með þjóðlagasöng og sögum úr Eyjum. Diskótek Ungt fólk hvatt til að fjölmenna. Ólafur G. Einarsson verður til viðtals í Sjálfstæðishúsinu í Keflavík í dag fimmtudaginn 24. febrúar milli kl. 5 og 7. Kappræðufundur verður haldinn í Félagsheimilinu Röst Hellissandi 27. febrúar kl. 16.00 millí F.U.F. og F.U.S. á Snæfellsnesi. Umræðuefni: TEKJUSTOFNAFRUMVÖRPIN og VARNARMALIN. Ræðumenn frá F.U.S. Arni Emilsson. Sigþór Sigurðsson. frá F.U.F. Jónas Gestsson og Stefán Jóh. Sigurðsson. Fundarstjóri: Bjarni Annes. Að loknum framsöguræðum gefst fundarmönnum kostur á að bera fram fyrirspumir til frummælenda. öllum heimíll aðgangur. F.U.S. og F.U.F. Klúbbfundur Heimdallur efnir tii klúbbfundar að Hótel Esju laugardaginn 26. febrúar kl. 12,15. Gestur fundarins: Njörður P. Njarðvik for- maður útvarpsráðs og ræðir hann um mál- efni Rikisútvarpsins og svarar fyrirspum- um. Félagar eru hvattir til að fjölmenna og taka með sár gesti. Umræðukvöld um skólamál Samband ungra Sjálfstæðismanna og Heimdallur hafa ákveðið að efna til umræðukvölda um skólamál í Valhöll við Suðurgötu og hefjast þau kl. 20.30 eftirtalin kvöld: Fimmtudaginn 24. febrúar: Frummælendur: Jón Magnússon. laganemi og ræðír hann um Ahrif nemenda á stjórn skóla sinna. Sigurður Georgsson, kennari. og ræðir hann um: Kenhsluhætti og próf. Þriðjudaginn 29. febrúar: Frummælendur: Arni Öl. Lárusson. viðskiptafræðinemi. ræðir um: Námslán og hugsanlegar breytingar á fyr- irgreiðslu við námsmenn. Sturla Böðvarsson. tæknifræðinemi, ræðir um efnið: Verk- og tækninám, olnbogabörn menntakerfisins? Framhaldsumræður og niðurstöður. Umræðukvöld þessi verða opin öllum áhugamönnum og eru menn hvattir til að taka þátt í umræðum. SAMBAND UNGRA SJALFSTÆÐISMANNA HEIMDALLUR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.