Morgunblaðið - 24.02.1972, Síða 21

Morgunblaðið - 24.02.1972, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAQUR 24. I'EBRÚAR .1272.. 21 Mattliías Á. Mathiesen — Landhelgis- málið Framh. af bls. 1 heyrast um á næstunni. Mismun andi sjónarmið ríktu um með hvaða hætti skyldi leysa vanda- mélin, en nefndin hefði skilning á þeim sjónarmiðum, sem fram kæmu í tiilögunni og legði til að hún yrði samþykkt af þinginu. FISKSTOFNAR f HÆTTU Matthías ræddi sérstaklega þá hættu, sem fiskstofnum stafaði af mengun og ofveiði og sagði, að allir hlytu að veria sammála um nauðsyn friðunarráðstafana og í því sambandi hlyti að koma til ráð þeirra þjóða, sem mest ættu á hættu og mesta hagsmuni hefðu. Hann sagði, að menn greindi á um stærð landhelginnair og hvern ig skyldi ákveða hana. Reynt hefði verið öldum saman að ná samkomulagi um landhelginia, en það mistekizt. öll þróun þjóð- réttar hefði hins vegar stefnt í þá átt að stækka fiskveiðilögsögu al mennt og viðurkenna sérstakan rétt strandríkja sem byggðu efna hagsafkomu sína á fiskveiðum. Hins vegar hefðú verið settar reglur um rétt til að vinna efni undir hafsbotninum. Matthias ságði, að iaganefndin tæki ekki afstöðu tiil einhliða ráð stafana nema slíkt væri samkv. alþjóðasamningum enda væru skiptar skoðanir um þetta atriði í nefndinni. Síðan sagði hann: Leyfist mér að vekja athygli á sjónármiðum fslendinga, en þau hafa verið skýr frá öndverðu. Alþingi lýsti yfir 1948 þeirri skoðun sinni, að landgrunnið allt og hafsvæðið yf ir því væri hluti af íslenzku yfir- ráðasvæði. Á þeim grunni hafa íslendingar fært út sína land- helgi, nú síðast 16. febrúar áam þykkti Alþingi, að lamdhelgi ís- lands skyldi vera 50 sjómílur frá 1. september 1972. Einhliða ákvarðanir fslendinga um útfærslu fiskveiðilögsögu eru í samræmi við yfirlýsingu til al þjóðalaganefndar Sameinuðu þjóðanna 1952, þar sem segir, að ríkisstjórn fslands sé rétt og skylt að gera allar nauðsynlegar ráðstafanir einhliða til að vernda auðlindir landgrunnsins. METUM STUONING Loks sagði Matthías, að þótt laganefndin hefði ekki getað fallizt á öll sjónarmið íslendinga þá mæti hann mikils þann já- kvæða vilja, sem nefndarmenn hefðu sýnt og kæmi fram í tillögu nefndarinnar, en hún hljóðar svo: „Norðurlandaráð felur ríkis- stjómum Norðurlanda að halda áfraim að auka samvinnuna til lausnar vandamálunum í sam- bandi við alþjóðlega lagasetningu um hafréttarmál, þannig að unn ið verði að alþjóðlegri einingu um stækkun yfirráða yfir nafinu og landhelgi og að unnið verði að sérstökum réttindum fyrir strandríki og landsvæði, sem byggja sérstaklega afkomu sína á fiskveiðum og að gerðar verði ráðstafanir til að koma í veg fyr ir mengun.“ 20 ÞJÓÐIR STÆKKUÐU EINIILIÐA Næstur á eftir Matthíasi Á. Mathiesen tók til máls Magnús Kj artansson, heilbrigðismálaráð- herra. Rakti hann sjónarmið ís- lendinga í landhelgismálinu og sagði, að íslendingar væru ekki einir um þá skoðun, að strand- riki hefði rétt til einhliða ákvörð unar um fiskveiðilögsögu. Magnús benti á, að yfir 20 þjóðir hefðu með einhliða ákvörð unum stækkað fiskveiðiíögsögu sína yfir 12 mílur, þar af nokkr- ar upp í 200 mílur. Landgrunns- kenningin ætti vaxandi skilningi að mæta hjá nýfrjálsum ríkjum. Magnús vék einnig að mengun arvandamálinu og sagði, að stór fyrirtæki notuðu nú N-Atlantshaf ið til að losna við úrgangsefni og eiturefni. Hann rakti einnig helztu rök íslendinga fyrir stækk un landhelgininar og kvað íslend inga hafa miklar áhyggjur af stóraukinni sókn annarra þjóða i nánustu framtíð á fiskimiðin við ísland. Magnús kvað íslendingia óska eftir skiliningi Norðurlandaþjóð- anna á vandamáluim sínum og að þau beiti áhrifum síinium til að íslendiingair nái viðunandi sam- ko-mulagi um viðs'kiptatengsl við Efinahagsibandialagið. OF MIKIL ÁHERZLA Á RÉTT STRANDRÍKJA Næstur tók til máls Erik Adamsson frá Svíþjóð. — Hann sagði, að í upphaflegu áliti laga- nefndarinnar hefðu verið felldar burtu setningar, þar sem lýst hefði verið andstöðu við einhliða útfærslu landhelgi. Lýsti hann sig mótfallinn þessu og sagði, að hann teldi, að alltof mikil áherzla væri lögð á séristalkan rétt strand ríkja. Hann teldi það vera mál, sem leysa ætti á alþjóðalegan máta og kvaðst hann vilja leggja til, að ákvæði tillögu laganefnd- arinnar uim sérstakan rétt strand rlkja væri ekki túlkað á of breið- um grundvelli. Kvaðst hanm vilja taka fram, að þetta mætti ekki taka sem skilningsskort á hinum sérstöku vandamálum ís- lendinga. Adamssoin sagði, að Svíar skildu mætavel hversu mjög ís- lendingar byggðu á fiskveiðum. En hantn kvaðist samt vera óró- legur vegna þess, að íslendingar ætluðu að grípa til einhliða að- gerða, þar sem það kynni að valda árekstrum á alþjóðavett- vangi. FÆItbYJAR VIL.IA 70 MÍLUR Eriendur Patursson frá Fær- eyjum talaði næstur. Hann kvaðst lýsa yfir stuðningi við tillögu laganefndarinnar. Hann sagði, að skilyrði til þess að fólk gæti lif- að á Grænlandi, íslandi, Færeyj- um og Vestur- og Norður-Noregi og reyndar víðar á Norðurlönd- um væri, að fiskstofnianir yrðu friðaðir. Sagði hann, að i færeyska Lög- þinginu lægju fyrir tillögur um stækkun landhelginnar í sjö- tíu sjómilur frá grunniínum og mengunaryfirráð til 120 sjó- mílna. Einnig væri mikill áhugi á því í Noregi og á Grænlandi, að fiskveiðimörkin yrðu færð út og komið yrði í veg fyrir mengun í hafinu. Patursson sagði, að ákvörðun um stækkun fiskveiðilögsögu yrði að sjálfsögðu að taka af yfirvöldum viðkomandi lands, það væri mjög mikilvægt að sam staða Norðurlandanna fengist í málinu og að því miðaði tillagan. Málið þyldi enga bið. Helge Seip, fyrrum ráðherra i Noregi, taiaði næstur. Hann sagði, að hafréttarmálin væru í brennipunkti nú, sérstaklega fyr ir strandríki. Sagði hann, að Norðmenn litu svo á, að hafrétt- arráðstefnan, árið 1973, væri rétt ur vettvangur til að fá alþjóðiega lausn, en það þýddi ekki, að áhugi væri á norrænni samstöðu. Hann kvað íslendinga hafa borið land- helgismálin fram. Helge Seip sagði, að hann yrði eins og Eri'k Adamsson að iýsa yfir áhyggjum sinum yfir túlkun á tillögu laganefndarinnar í þá átt, að hún væri viðurkenning á einhliða ákvörðunum. Það væri ekki ætlunin. Lykilorðið væri fyr ir marga, að unnið skyldi að al- þjóðlegri einingu um málið. Hann sagði að lokum, að hann styddi þá hugsun, sem lægi að baki til- lögu laganefndarinnar, en að hann hefði fyrirvara gagnvart einhliða útfærslu. Siðastur tók til máls formaður iaganefndarinnar, Knud Thest- rup, fyrrum dómsmálaráðherra Danmerkur. Hann sagði, að skoð un nefndarinnar væri sú, að full- ur skilningur væri á hve mikil- vægar fiskveiðar væru fyrir strandríki, sem byggði afkomu sína á þeim. Hins vegar væri það skoðun nefndarinnar, að leysa yrði iandheigismálin á alþjóðleg- um vettvangi. Thestrup kv-aðst að sjálfsögðu leggja til, að tillagan yrði sam- þykkt. Var síðan atkvæðagreiðsla um tillöguna og hún samþykkt. — Nixon Framh. af bls. 1 frjálsiíþróttamanna. Meðal sýn- inigariatriða var keppni í borð- tennis. Áður en viðræðuraar hófust í dag ræddu þeir Nixon og Chou stuttlega við fréttaimenm. — Gaf Chou þar í síkyn að bandarísku fréttamenndmir gætu fengið að dveljaist áfram í Kínia um síkeið eftir heimför forsetaws, en Nixon heldur heimleiðis á suniniudag. Hafa margiir fréttamianinanna því sótt uim framiengingu á dvalar- leyfi sínu. Chou kom til gestabústaðarins stundvíslega kl. tvö síðdegis, og tók Nixon á móti honum á tröpp unum. Heilsaði forsetinn Chou á kínverisku, en Chou brosti við, enda talar hamn reiprennandi ensku. Hjálpaði Nixon Chou úr frakkanum, og virtust báðir i bezta skapi, að sögn frétta- mianna. Þegar fréttaljósmyndar arnir voru í óða önn að munda vélar sínar fyrir framan leiðtog- ana, benti Chou þeim á að taka fleiri myndir af Nixon, en for- setinn benti þá á að þeir hefðu nægar birgðir af þess konar myndum. Notaði Nixon tækifær ið til að spyrja Chou um veðurút lit fyrir morgundaginn, en þá er ætlunin að heimsækja kínverska múrinn. Fullvissaði Chou hann um að þá yrði hætt að snjóa, og ferðin ætti að takast vel. FORSETAFRÚIN í KOMMÚNU Á meðan j>eir Nixon og Chou ræddust við átti frú Pat Nixon ainnrílkt. Heimsótti hún fyrst landbúnaðar-kommúnu, og siðan glergerð. Kommúnan, sem frú Nixon heiimsót'ti, er skammt frá Peking. Þar búa um 40 þúsuind manns, og hefur kommúnan til urnráða 2.600 hektara ræktaðs lands. Skoð aði fonsetafrúin þar meðál ann- ans grænmeti ræktað í venmi- húsum, ræddi við skólaböm og við aldraða konu, sem verið var að lækna með nálastungum. Hafði kona þessi lengi verið óvinnufær vegna lömunar í hægri handlegg og fóttegg, en kvaðst nú geta stundað léttari störf, eins og matreið.slu. Um 18 þúsund áhorfendur voru saman kornnir í íþróttahöíi - inni þegar þeir Chou og Niyon komu þangað ásamt fyl'gdarliði. Fögmuðu áharfemdur gestunium með lófataki er þeir gengu til sæta sin-na i dómarasitúkunni. í för með Nixon voru kona hans, Kissinger ráðgjafi, Ronald Ziegl- er blaðafuliltrúi, og svo Wiliiam P. Rogers u tanrik is ráðherra, sem fyrr um d-agimn hafði átt fun d með Chi Femg-fei utanríkisráð- herra Kína. Fréttaimenn segja að kinversk- ir fjöiimið'lair haldi áfram að birta óvenju ítarlegar fréttir aí heim- sókn Nixons. Bonda þeir meðal anmars á að Dagblað alþýðuinmar hafi í dag birt fjórar nýjar myndir frá heimsókninni, og að vel hafi verið frá henmi sagt i sjónvarpi. 1 barnaskóia kommúnunnar fögnuðu börnin forsetafrúnni með því að syngja lofsöng um Mao formann. Ræddi frúin nokk uð við börnin, og minntist þess meðal annars þegar hún var barnakennari áður en hún gift- ist Riohard Nixon. Frá barna- skólanum hélt frú Pat til heim- ilis einnar kommúnu-fjölskyld- unnar, settist þar við eldhúsborð- ið og ræddi við húsmóðurina. Kvaðst forsetafrúin hafa haft mikla ánægju af heimsókninni. Frá kommúnunni var haldið til glerverksmiðj'u i Peking, þar sem meðal annars eru gerðir margs konar listmunir úr gleri. Skoöaði frú Nixon verksmiðjuna i fylgd frú Ohao Mei-yun, sem er formaður byltingarráðs gler- gerðarinnar, og að heimsókninni lokinni bauð hún frú Chao að koma til Bandarikjanna. „Ég vona að þér getið komið,“ sagði frú Nixon. „Ég get ekki sýnt yð- ur glergerð eins og þessa, en það verður eitthvað annað að sjá.“ Að heimsókninni lokinni voru frú Nixon færðar gjafir, glerdýr og blóm. - EBE Framh. al' bls. 1 efnahagssamvinmu, skuli fara fram, og verða viðræðurmar við ísland 28. og 29. marz nk Það eru sex lönd, sem um er að ræða, ísiand, Svíþjóð, Finn land, Sviss, Portúgal og Aust- urríki. Fjölmargir viðræðufundir hafa farið fram í Brussel und- anfamar vikur, með fulltrú- um EBE og landanma sex. — Ljóst er að samningar verða erfiðir, því að miíkið ber á milli. Öll EFTA-löndin hafa kvartað undan því að tilboð EBE séu mjög léleg. — Malta Framh. af bls. 1 varnarmálaráðherra Bretlands og Joseph Luns, framkvæmda- stjóra i Róm. Var það eftir að þeir Carrington lávarður og Luns höfðu lagt fram nýtt leigu- tilboð Breta og NATO i her- stöðvarnar. Sögðu fréttamenn þá að Mintoff hefði gengið af fundinum í fússi. Um síðustu helgi sendi Mintoff Heath langorða skýrslu um álit sitt á samningaviðræðunum og helztu ágreiningsatriðunum, og í orðsendingunni í dag er Mintoff sagður hafa látið í ljós þá trú sína að samningar ættu að geta tekizt um áframhaldandi afnot Brata af herstöðvunum. Hver ók á ríð- andi mann? EKIÐ var á ríöundi hestamann, Þorgeir Jónsson í Gufunesi, á tíniabilinu frá kl. 17 til 17.30, liinn 30. janúar siðustliðinn á veginum í Gufunesi. Volkswagen- bifreið, sem ungur maður ók, lenti afta-n á liestinum, og við það féll Þorgeir af baki og skrám aðist eitthvað og meiddist. Ökumaðurinn vildi kalla á sjúkrabíl, en Þorgeir Jónsison bar siig veil og taldi slig e'kki hafa sakað. Nú hefuir aranað koroið í Ijós, en þar sem Þorgeir 'lagði ekki á minnið nafn og númer viðkomandi, biður raninsólcnar- lögreglan hinn unga ökuman-n uim að hafa samband við sig hið allra fyrsta. — Ingveldur Framh. af bls. 19 á að komast heim í kvöldstörf- in. „Ég held við stritum nóg hina dagana, þótt við fáum okk- ur einn frídag og enginn telur það eftir,“ sagði hún. Margt var spjallað i þessum ferðum. Eitt sinn komust áfengismálín á dagskrá, en Inga var bindindismaður af lífi og sál. „Áfengi á að meðhöndla eins og önnur eiturlyf," sagði hún, „því fylgir aidrei annað en böl og mæða.“ Svona var hún heilsteypt í skoðunum, starfi og leik, allra manna duglegust og allra manna glöðust, þegar það átti við. Eins og áður er sagt, var jörðin niðurnídd, þegar þau hjón tóku við henni og litið um frístundir fyrstu árin. Það var ræiktað og byggt og börnin hlutu menntun, eins og bezt var á kos- ið. Annar sonurinn af tveim er verkfræðingur og býr í Frakk- landi, kvæntur franskri konu, og þegar Inga varð sjötug, buðu þau hennd til sín og flaug hún þangað ein sins liðs og dvaldi þar í hálfan mánuð í góðu ýfir- læti og naut ferðarinnar sem bezt mátti verða. Hin börnin eru gift hér heima, tvær dætur búa á Selfossi og ein í Reykja- vík. Eldri sonurinn var stoð og stytta foreldra sinna alla tíð, varð búfræðingur frá Hólum, að öði-u leyti heima og tók við búi með móður sinni, þegar hún missti manninn. Á sumrin dvöldu dætur, tengda synir og dótturbörn oft lang- dvölum í Ásbrekku og réttu hönd við heyskapinn. Það voru ánægjulegir dagar fyrir Ingu. Hún lifði það að sjá litla kot- ið verða að notadrjúgri jörð, með góðum byggingum og falleg um túnum og þegar við nú kveðjum hana að leiðarlokum, minnist ég með ánægju orða, sem tengdadóttir hennar sagði við mig í fyrra: „Hún er góð kona, hún Inga, hún er engum lík.“ Og þannig var hún. Jóhanna Jóliannsdótt-ir. HELLA HAL0GEN LUKTIR 2 X MEIRAUÓS (^lnaustkf Bolholti 4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.