Morgunblaðið - 27.02.1972, Síða 14

Morgunblaðið - 27.02.1972, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1972 JÓHANN HJALMARSSON^^STIKXJR Bókmennta- verölaun N orðurlandaráðs Bókmenntaverðlaun Norðurlanda ráðs voru að þessu sinni veitt Sví- anum Karl Vennberg fyrir ljóða- bókina Sju ord p& tunnelbanan. Þessi ákvörðun dómnefndarmanna kom nokkuð á óvart því að búist var við að Finninn Pentti Saarikoski yrði fyrir valinu. Ljóðabók hans Jag blickar ut över huvudet pá Stalin er fersk og nýstárleg, margra hluta vegna merkileg tilraun til að fanga líf hversdagsins, gera skáldskap úr því, sem mörgum virðist óskáldlegt. Hin opinskáu ljóð Saarikoskis í þess ari bók skiptast í tvo hluta og ger- ist sá fyrri á íslandi. Flest verður honum að ljóði, jafnvel íslenskir þingmenn, svo að segja má að mann- inum sé ekki fisjað saman. önnur bók eftir Saarikoski hefur áður kom ið tii greina við úthlutun bókmennta verðlauna Norðurlandaráðs: Jag gár dar jag gar, úrval ljóða hans. En dómnefndarmenn greiddu at- kvæði um fleiri ljóðabækur. Ein þeirra hefur nokkra sérstöðu: Dikt- er om ljus och mörker eftir Svíann Harry Martinson. Dikter um 1 jus odh mörker er stór ijóðabók, enda hefur Harry Martinson látið lítið á sér bera sem ljóðskáld síðasta áratug. Rök má færa fyrir þvi, að nýja bók- in sé ekki hátindurinn í skáldskap hans. Það er ósanngjarnt að gera kröfur til þess að skáld á borð við Harry Martinson endurfæðist með hverri nýrri bók. Ungur skip- aði hann sér í fremstu röð sænskra skálda, en með ljóðaflokknum Ani- ara (1956) reis skáldskapur hans einna hæst. Geimskipið Aniara á vonlausri ferð út í óvissuna lýsir böl sýni skáldsins, ótta þess um framtíð mannsins. Dikter om ljus och mörk- er gefur í raun og veru heildar- mynd af skáldskap Harrys Martin- sons, túlkunarhætti hans og viðhorf- um til lifsins. Hér eru álika ljóð og þau, sem hann orti þegar hann var ungur sjómaður og „öreigaskáld"; einnig ljóð, sem minna lesandann á að höfundur þeirra er virðulegur fé- lagi í sænsku akademíunni. Það er einkennandi fyrir Harry Martinson að hann sameinar í ljóðuim sinum myndræna sjón, sem oft fær útrás í náttúrutilbeiðslu og frásagnarlist, sem gerir ljóð hans óvenju nærtæk og bein í framsetningu. Ljóðlist Mar- tinsons hefur fleiri eiginleika; hún er til að mynda ákaflega fjölbreytt. Hann yrkir u>m fortíð og nútíð af sömu ástríðu, en þó fyrst og fremst lærdómi o>g yfirsýn. Náttú-ran í öll- um sínum myndum: jörð, haf og ekki sist geimur eru yrkisefni hans. Flöskuskeyti á sautján ára hrakn- ingi um Norður-Atlantshaf verður honum jafneðlilegt tilefni skáldskap ar og draumaborgin, þar sem menn geta gengið á vatninu og lifað áhyggjulausir í draumi sínum. Ferða maðurinn Martinson, réttara sagt far maðurinn, er alls staðar nálægur í Dikter om ljus och mörker. Harry Martinson hefur látið svo ummælt að hann hafi litla trú á félagslegri þátttöku rithöfunda. Hann telur það enga lausn fyrir bók menntirnar, að þær verði pólitískari. Verðlaunahafi Norðurlandaráðs, Karl Vennberg, er áreiðanlega ekki á sama máli. Sem ritstjóri og gagn- rýnandi við Aftonbladet hefur hann fagnað þeim þjóðfélagslega áhuga, sem mikið ber á í verkum sænskra rithöfunda, einkum hinna yngstu. í Sju ord pá tunnelbanan yrkir hann um Víetnam, Karl Marx, Stalín og Lyndon B. Johnson. En það merki- lega við Sju ord pá tunnelbanan er hve bókin er opin, skáldið reynir Karl Vennberg. ekki að dyljast, heldur sýnir lesand anum inn í hugarfylgsni sín. Bókin lýsir vonbrigðum, heimi efasemda- manns, sem freistast þó enn til að vænta einhvers betra og sættir sig við þann tilgang ljóðsins að bjarga einhverju frá gleymsku. En ljóðið breytir ekki heiminum. Það veit Karl Vennberg. Ef við lítum á skáld skap sem vitnisburð, skýrslu um hug arástand skálds og viðhorf þess til umhverfis, hljótum við að meta ljóðabók Karls Vennbergs mikils. Hreinskilni hans er til dæmis aðdá- unarverð. Hann er nútimalegra skáld en Martinson að mörgu leyti; hið hefðbundna andrúmsloft í ljóð- um Martinsons er orðin staðreynd í norrænni ljóðlist. Þriðja ljóðabókin, sem send var til keppninnar um bókmenntaverðlaun in, er Isfuglen eftir Norðmanninn Hans Börli. Norsk náttúra er of'tast yrkisefni Börlis, einkum skógurin-n. En i síðasta kafla bókarinnar beinir hann skeytum sinum að velferð nú- timans og Bandaríkjum Norður- Ameriku, sem hann segir að eigi sér ekki lengur framtíð. Walt Whitman grætur í gröf sinni meðan bestu menn þjóðarinnar eru skotnir (John F. Kennedy, Martin Luther King) og sprengjur falla í Víetnam. Eins og sjá má af upptalningunni hér að framan hafa ljóðskáldin ver- ið fyrirferðarmikil í hópi þeirra skálda, sem til greina komu við út- hlutun bókmenntaverðlauna Norður landaráðs. En fleiri bækur skulu nefndar. Skáldsagan Sæt verden er tfl eftir Danann Svend Áge Madisen vakti mikla athygli. Skáldsögur Madsens, sem eru mjög nýstárlegar, hafa þótt erfiðar aflestrar, en Sæt verden er til markar tímamót á rit- höfundarferli Madsens að því leyti að sagan er viðráðanleg fyr>ir al- mennan lesanda. Það er greinilegt að ungir danskir rithöfundar sækja nú mjög á í skáldsagnagerðinni, saman- ber nýjar bækur eftir Svend Áge Madsen, Klaus Rifbjerg, Anders Bodelsen, Peter Seeberg og fleiri. Endurminningabækur settu einnig svip sinn á val bóka í samkeppni Norðurlandaráðs. Frá Danmörku kom Fuglefri og fremmed, minningar Else Gress, sem m.a. fjalla um Þýska land nasismans fyrir stríð. 1 Ved næste nymáne lýsir norska skáld- konan Torborg Nedreaas Bergen og Kaupmannahöfn i lok fyrri heims- styrjaldar og á fyrstu árunum eftir stríðið. Finninn Tito Colliander seg- ir í Nára frá mönnum og menntum I Helsingfors á fjórða áratugnum og sinni eigin leit að staðfestu í lífinu. Eins og mörgum er kunnugt voru af íslands hálfu valdar þessar bæk- ur: Iæigjandinn eftir Svövu Jakobs- dóttur (í annað sinn) og Himinbjarg- arsaga eða Skógardraumur eftir Þorstein frá Hamri. Er""“ BÓKMENNTIR Skurðstofutöfrar Frank G. Slaughter HÆTTULEG AÐGEBÐ. 311 bls. Akureyri, 1971. Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri sendir frá sér á ári hverju eina meiri háttar skemmti sögu. Fyrst skal minna á sögu Arthur Haileys, Hótel, sem er í rauninni afbragðsgóð sem slík, þegar hún er skoðuð niður í kjölinn (hún var seinna þynnt út í væminni kvikmynd), og Airport eftir sama höfund, sem nefnd var á íslenzku Gullna farið, næstum eins góð, en ein- hvern veginn tæpast jafn minn- isstæð (hefur líka verið kvik- mynduð; myndin sýnd hér þessa dagana). Nú hefur forlagið snúið sér að Slaughter. Fyrir jólin ’70 gaf það út Eiginkonur læknanna og fyrir síðustu jól Hættulega að- gerð, báðar eftir hann. Þýðandi allra þessara sagna er Her- steinn Pálsson. Hættuleg aðgerð er lækna- saga par excellence; mikið um sjúkdóma, slys, lækningar, lifs- von og dauða. Inn á milli svell- ur svo blóðheit skurðstofuást, sem er orðin eins konar andlegt fiknilytf fyrir ástsjúka borgara í okkar kæra allsnægtaþjóðfé- lagi. En sagan hefur /leiri fleti en skurðarborðið: rekkjan er hennar annað skaut; þar endar sú historia venjulegast, sem uppbyrjast í lævi blöndnu lofti skurðstofunnar. Skammtar höf- undur hvort tveggja í útreikn- uðum hlutföllum og með til- teknu millibili, svo lesandinn er teygður á hvoru tveggja sam- kvæmt því, sem ætla má, að eigi bezt við þol hans og eftirvænt- ing hverju sinni. Auðsjáanlega vill höfundur fylgjast með tím- anum (og gerir það líka sjálf- sagt), þvi læknisfræði hans er vísindaleg: mikið um mæling- ar og rannsóknir ýmiss konar, sem töldust að minnsta kosti ekki til alvanalegs skáldsögu- efnis fyrir stuttu síðan. En að sjálfsögðu er líka nóg af holdi og blóði til að sagan skírskoti einnig til þeirra ástríðna, sem lærðir menn telja frumstæðastar, en kynslóð Helgakvers kallaði „lægstu hvatir“. Rekkjufarirnar eru vafalaust einnig nútímalegar, en þær hafa nú tekið við af kossaflensinu, sem reið húsum í öllum skemmti- sögum í gamla daga, eins og menn muna, fari það og veri. Slaughter ætlar ekki að vera sakaður um væmni. Og það er kannski tímanna tákn, að sá kvenmaðurinn, sem er einna „klárastur" i sögu hans, er hvorki meira né minna en — doktor. Hún þarf þá ekki held- ur að ala með sér neina minni- máttarkennd gagnvart karlkyn- inu, því t. d. býður hún manni nokkrum lag við sig með þeim orðum; að hann skuli „byrja á húsverkunum nú þegar.“ Sá, sem þessar linur ritar, gerir sér ljósa lífsnauðsyn þess starfs, sem unnið er á sjúkra- húsum, en kann ekki að meta það sem skemmtiefni. En það breytir engu um þá stað- reynd, að fjöldi fólks er á ann- arri skoðun og svelgur í sig sög- ur af þessu tagi. Skemmtigildi þessarar um- ræddu sögu verður hver og einn að meta fyrir sig. Hitt fer ekki á milli mála, að höfundur Framhald á bls. 20. Vor í lofti hjá Kammer- músikklúbbnum ÞAÐ var ferskleiki, líkt og vor- koma, yfir tónleikum Kammer- músíkklúbbsins, þar sem Ingvar Jónasson, Helga Ingólfsdóttir og Strengjasveit nemenda Tónlistar skólans í Reykjavík léku sl. sunnudagskvöld. Fyrst léku þau Helga og Ingv ar tvær sónötur, aðra eftir Bach (í D-dúr) og hima eftir Hándel (í C-dúr). Leikur beggja sónat- anna einkenndist af hnitmiðuðu hraðavali. Hægu þættirnir streymdu með eðlilegum söng- hraða, en hinir hröðu urðu lif- andi og eftirvæntingarfullar dans hreyfingar. Þau beittu fjölda blæ brigða — m.a. dempara á víól- unni — sem alltaf var af smekk vísi og kunnáttu. Það verður víst langt þangað til að hér heyrist annar eins víólu leikur aftur, því að Ingvar er að slíta „átthagafjötnana", enda orð inn eftirsóttur listamaður, þar sem meiri metnaður er í múslklíf inu en hér á landi. Áður nefndur ferskleiki var samt ekki sízt að þakka Strengj asveitinni, sem lék undir stjórn Ingvars. Strengja- sveitina skipa stúlkur mislangt komnar á listabrautinni, en gáf- aðar og vel samæfðar. Þamna heyrðist sú rödd, sem fjölmiðlar eru undantekningalitið daufir fyrir, rödd memningarlega ÞORKELL SIGURBJÖRNSSCDN SKRIFAR LJM ungs fólks. Það er vissulega eitt hvað annað en skrílslæti skemmtiiðnaðarins, sem að jafn- aði eru eignuð ungu fólki og sögð „fyrir unga fólkið". Strengj asveitin lék D-dúr Con certo grosso eftir Corelli og a- moll Konsert fyrir tvær fiðlur og strengi eftir Vivaldi. Eims og flest annað, er Vivaldi samdi var þetta skrifað fyrir kvennaskóla- stúlkurnar, sem hann kenndi á Sínum tíma. í broddi fylkingar voru þær Dóra Björgvimsdóttir og Júlíana E. Kjartansdóttir, og léku eimleikinn af öryggi oig myndarskap. Að lokum var óvæntur „desert'* þjóðlagasyrpa, sem Ingvar hafði kostulega satnan sett hamda strengjasveitinni sinni með sörng og leik.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.