Morgunblaðið - 27.02.1972, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FBRRÚAR 1972
Cl.tgefandí hf. Árvalfaíf, Rfeytqjavfk
Pnamkvæmdastjóri Harafdur Sveínsson.
•Ritetjój-ar Mattihías Johannessen,
Eýjóllfur Konráö Jónsson.
Aítetoðarritstjóri SÍtyrmir Gunnarsson.
Ritstjór.narfiuHtrúi ÞiorbSöim Guðmundsson
Fréttastjóri Ðjörn Jóíhannsson.
Auglýsingastjðri Arni Garöar Kristinsson
Ritstjórn og afgroiðsla ASalstræti 0, sfml 1Ö-100.
Augíýsingair Aðalstr'æti 6, símt 22-4-QO
Askriftargjatd 226,00 kr á imámiði innaniands
f iausasöTu 16,00 Ikr einta'kið
/\hikað má fullyrða, að frá
” því að ríkisstjórn Ólafs
Jóhannessonar var mynduð,
hafa fáir pólitískir viðburðir
vakið jafn mikla athygli og
ummæli Hannibals Valdi-
marssonar, samgönguráð-
herra, í viðtali við málgagn
samtaka hans fyrir nokkrum
dögum og Morgunblaðið
skýrði frá í gær. í þessu við-
tali svarar samgönguráðherra
af fullri hörku, árásum og að-
dróttunum í hans garð, í
greinum, sem birzt hafa í
Þjóðviljanum, bæði undir
dulnefni og fullu nafni.
Bandaríkjaför ráðherrans
vakti að sjálfsögðu mikla at-
hygli vegna þess, eins og
Morgunblaðið benti á fyrir
skömmu, að hann er lykil-
maður í ríkisstjórninni og
stefna stjórnarinnar í örygg-
ismálum hefur valdið miklum
deilum. Þess vegna vekur það
sérstaka eftirtekt og ánægju,
þegar Hannibal Valdimarsson
lýsir því yfir, að hann telji
mikinn meirihluta þjóðarinn-
ar vilja áframhaldandi þátt-
töku í varnarsamstarfi vesír-
ænna þjóða.
í viðtalinu við málgagn
Samtaka frjálslyndra og
vinstri manna er Hannibal
Valdimarsson spurður að því,
hvort einhverjir samningar
hafi verið gerðir í vesturför
hans. Ráðherrann svarar á
þessa leið: „Nei, það voru svo
sannarlega engir samningar
af nokkru tagi gerðir í þess-
ari ferð minni til Bandaríkj-
anna. Erindið var það eitt að
skiptast á skoðunum um
mikilsverð mál, snertandi ís-
landi og Bandaríkin. Landið
var ekki selt í þetta sinn svo
að ég gefi hrein svör við þeim
„prúðmannlegu og drengi-
legu“ orðsendingum, sem
„Þjóðviljinn“ hefur verið að
gæða lesendum sínum á sein-
ustu dagana. Enda ólíklegt,
að nokkuð væri lengur til að
selja, ef landsölubrigzl komm
únista í garð íslenzkra stjórn-
málamanna fyrr og síðar
væru tekin alvarlega. Þyrfti
þar ekki til að koma nein
sölumennska af hendi þeirra
stjórnmálamanha, sem gert
hafa tíðreist í Austurveg á
liðnum árum og áratugum.“
Þessi harkalegu viðbrögð
samgönguráðherra eru sér-
staklega eftirtektarverð
vegna þess, að hann hefur
sjálfur tekið þátt í því að
leiða þá kommúnista til valda
í íslenzkum stjórnmálum,
sem hann segir nú, að hafi
haft uppi slík „landsölu-
brigzl . . . í garð íslenzkra
stjórnmálamanna“, að ekkert
væri lengur til að selja af
landinu, ef þeir hefðu verið
teknir alvarlega. Og ráðherr-
ann minnir jafnframt á tíðar
ferðir samstarfsmanna hans í
ríkisstjórninni til Austur-
Evrópulanda og annarra
kommúnistaríkja. Tæpast
getur andrúmsloftið verið
gott á því stjórnarheimili, þar
sem menn skiptast á orðum
opinberlega með þessum
hætti. En vissulega eru við-
brögð ráðherrans skiljanleg í
ljósi þeirra lúalegu árása,
sem Þjóðviljinn, eitt helzta
málgagn ríkisstjórnarinnar,
gerði á hann meðan hann var
í Bandaríkjunum.
Um tiltektir Þjóðviljans
kemst ráðherrann svo að orði
í viðtalinu: „Allir þekkja sög-
una um strútinn, sem sagt er
að stingi hausnum í sandinn,
ef hann telur hættu nálgast.
Heim kominn sé ég, að
nokkrir strútar hafa leikið
listir sínar á síðum Þjóðvilj-
ans, meðan ég var í burtu og
komu mér þær kúnstir sízt á
óvart. Um þá fugla fer ég
ekki fleiri orðum.“ Tæpast
var hægt að sýna fyrirlitn-
ingu á samstarfsmönnum
með skýrari hætti en í þess-
um ummælum Hannibals
Valdimarssonar um Alþýðu-
bandalagsmenn.
Meðan samgönguráðherra
var í Bandaríkjunum birti
Morgunblaðið af honum
fréttamynd ásamt yfirflota-
foringja Atlantshafsbanda-
lagsins og vakti mynd þessi
nokkra eftirtekt. Um birtingu
þessarar myndar segir sam-
gönguráðherra í viðtalinu:
„Og hafi það verið hugsað
mér til hnjóðs að birta mynd
af mér með þessum manni,
þá vil ég taka það fram, að
ég tel mér það þvert á móti
heiður og ávinning að hafa
átt þess kost að hitta þennan
mann og kynnast honum, því
að þannig kom hann mér fyr-
ir sjónir, að hann mundi í
senn vera vitur maður og
góðgjarn."
Hvaða ályktanir má draga
af þessum samskiptum
Hannibals Valdimarssonar og
kommúnista? í fyrsta lagi
þær, að Alþýðubandalags-
menn eru nú þegar í upphafi
stjórnarsamstarfsins reiðu-
búnir til að vega úr launsátri
að þeim mönnum, sem þeir
hafa gengið til samstarfs við
og gert samninga við um
stjórn landsins. í öðru lagi,
að eftir 12 ára samstarf við
kommúnista er Hannibal
Valdimarsson ekki reiðubú-
inn til þess að taka slíku þegj-
andi og hljóðalaust. í þriðja
lagi, að andrúmsloftið í
stjórnarherbúðunum er orð-
ið slíkt, að spenna og tor-
tryggni milli einstakra ráð-
herra og flokka brýzt við-
stöðulaust upp á yfirborðið.
Fuglalífíð á stjórnarheimil-
inu er orðið fjölbreytilegra á
skömmum tíma en jafnvel
bjartsýnustu menn þorðu að
vona.
HANNIBAL OG FUGLARNIR
Reykjavlkurbréf
----Laugardagur 26. febr.-
Samskipti við
Færeyjar
í fyrra samþykkti Alþingi
einróma þin.gsályikitun um auk-
in samskipti við Færeyjar. Var
þá á það bent, að ekki væri
vansalaust, hve litla stund ís-
lendingar hefðu lagt á sam-
vinnu og viðskipti við Færeyj-
ar. Sannleikurinn er líka sá, að
við Islendingar förum nær því
ætíð fram hfá Færeyjum á leið
okkar til annarra landa.
Auðvitað eru margar leiðir til
að bæta sambandið við Færeyj-
ar, en fyrst og fremst ber að
efla menningarsamband þessara
tveggja þjóða, enda hafa þær til-
raunir, sem til þess hafa verið
gerðar, gefið góða raun.
Útfærsla fiskveiðitakmark-
anna 1. sept. gæti skaðað Fær-
eyinga verulega, ef þeim verða
ekki veitt einhver fiskveiðirétt-
indi innan landhelgislínunn-
ar nýju. Þeir hafa þess vegna
látið í Ijós von um, að Islend-
ar ívilni þeim á einhvern hátt,
og er það að vonum.
Nú gefst okkur fslendingum
sérstakt tækifæri til að sýna í
verki, að við viljum efla sam-
vinnu við Færeyinga. Á því leik
ur enginn vafi, að Islendingar »1-
mennt vilja veita Færeyingum
hér einhver fiskveiðiréttindi.
Samningar um það efni hljóta
því að verða teknir upp, og þess
er vissulega að vænta, að stærri
og auðugri þjóðir líti með skiln-
ingi á þær samningaumleitanir,
sam í þessu efni munu fara fram.
Verðbólga og
vísitölufölsun
Naumast fer á milli mála, að
nú hefur verið haldið þannig á
málum, að framundan er mikil
verðbólga. Gengisfellingin i
fyrra hefur hækkað innfluttar
vörur verulega. Vinnutímastytt-
ingin hefur skert hag atvinnu-
veganna, og stöðugur fjáraust-
ur úr þeim sjóðum, sem þjóðin
hefur aurað saman, ýtir undir
verðbólguþóunina.
Öllum er Ijóst, að þau fyrir-
tæki, sem framleiða fyrir innan-
landsmarkað, verða að fá þær
hækkanir, sem orðið hafa á út-
gjöldum, bornar uppi í hækkuðu
verðlagi. Að undanförnu hafa
verðlagsyfirvöld þverskallazt
við að veita sjálfsögð leyfi til
verðhækkana, og hafa iðnfyrir-
tækin þannig verið neydd til
þess að ganga á þá sjóði, sem
þau kunna að hafa átt. Ef ekki
verða" leyfðar verðhækkanir til
að standa undir hinni miklu út-
gjaldaaukningu, hlyti niðurstað-
an að verða sú, að samdráttur
yrði hjá atvinnuvegunum og at-
vinnuleysi. Þess vegna er óhjá-
kvæmilegt að miklar verðhækk-
anir séu framundan.
En þegar þannig er umhorfs,
er eðlilegt, að stjórnarvöld hug-
leiði, hivað sé til ráða. Þegar við
íslendingar stóðum frammi fyrir
miklum efnahagsvanda haustið
1967 vegna verðfalls og afla-
brests kvaddi þáverandi forsæt-
isráðherra, Bjarni Benedikts-
son, stjórnarandstæðinga til
samráðs, og hafði auk þess sam-
band við helztu forustumenn á
hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins.
Að vísu náðist þá ekki samkomu
lag um lausn vandans, en engu
að sxður voru aðstæðumar sikýrð
ar, og sá skilningur skapaður,
sem nægði til þess, að við kom-
uimst út úr erfiðleikunium.
Nú er hins vegar þveröfugt
að farið. Nú er það valdahrok-
inn, sem ræður ríkjum. — Og
fyrst er vesalings vísitalan lát-
in gjalda hans.
Óhyggileg
fyrirheit
í fyrrasumar var margsinnis á
Iþað bent hér í blaðinu, hve
óhyggilegt það hefði verið af
ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar
að lofa því I málefnasamningi,
að vinnutími yrði styttur, orlof
lengt og til viðbótar fengju
menn 20% kjarabætur á
tveim árum. Forsætisráðherra
svaraði því til, að athuganir,
sem gerðar hefðu verið á stöðu
þjóðarbúsins, sýndu, að þetta
væri unnt. Vel má vera, að for-
sætisráðiherra hafi haft þar lög
að mæla, a.m.k. var ljóst, að efna
hagur landsins hafði batnað svo
mjög, að verulegar kjarabætur
voru á næsta leiti.
En í lýðfrjálsum löndum er
það hlutverk aðila vinnumark-
aðarins, verkalýðsfélaga og
vinnuveitenda, að semja um kjör
launþega, og ríkisstjórnin átti
ekki að grípa fram fyrir hend-
ur þessara aðila. Þar að auki er
þess að gæta, að stjórnin hafði
á prjónunum margháttaðar fyrir
ætlanir um fjármagnsflutn-
inga frá borgurunum til rikisins,
og þessi skerðing á aflafé lands-
manna hlaut að leiða til þess, að
minna yrði eftir til að út-
deila til launþega sem kaupi.
Skýringin á því, að kjör batna
ekki eins og vænzt hafði verið,
er m.a. fólgin í þessum fjár-
magnsflutningum, en þar að
auki hlýtur þessi stefna auk-
inna yfirráða ríkisins yfir
aflafé þjóðfélagsins að lama at-
vinnuvegina, draga úr framför-
um og þannig leiða til lakari
Iífskjara en ella væri.
Megin gallinn á athöfnum nú-
verandi rikisstjórnar er sá, að
hún gerir sér enga grein fyrir
samhengi hlutanna. Rokið er til
og þessi ráðstöfunin eða hin
ákveðin, án þess að áhrifin á
aðra þætti þjóðlífsins séu skoð-
uð, annaðhvort af fákunnáttu
eða flumbruhætti, nema hvort
tveggja sé.
Niðurlæging
verkalýðsf or ing ja
Athyglisvert er, að í rík-
isstjórninni er enginn mað-
ur, sem notið hefur neins trún-
aðar af hálfu launþegasamtaka,
að Hannibal Valdimarssyni und
anskildum. Af hálfu Alþýðu-
bandalagsins réðu þeir Lúðvik
Jósepsson, Magnús Kjartansson
og Ragnar Arnalds gerð mál-
efnasamningsins fræga. Enginn
þessara manna hefur verið
i neinum metum meðal launþega,
en nú hafa þeir sjálfsagt talið,
að vel bæri í veiði og rétt væri
að sýna, hverjir það væru, sem
vildu stórbæta hag vekalýðs.
Þess vegna voru fyrirheit-
in um vinnutímastyttinguna,
lengingu orlofs og 20% kjara-
bætur gefin. Engir áhrifamenn
verkalýðshreyfingarinnar voru
hafðir með í ráðum, og því síður
auðvitað vinnuveitendur.
Þegar svo að því dró að gera
þyrfti kj arasamninga, varð ljóst,
að engin leið var að framkvæma
þessi fyrirheit. Þá brostu
ráðherrarnir í kampinn og
sögðu við forustumenn verka-
lýðsfélaganna: Nú er það ykk-
ar að fylgja málinu eftir og ná
fram þeim kjarabótum, sem rík-
isstjórnin náðarsamlegast hefur
boðið ykkur.
Foringjar launþegasamtak-
Róður er beröintur hjá Föroyeinguni og á Ólafsvökudag konna báts
Ólavsvökudag og visir nækrar bátar. Tá fara túsundir niamjns oi
róðrinum. Á myndinni sast upp tH Tórstiavnarbygd.