Morgunblaðið - 27.02.1972, Síða 20

Morgunblaðið - 27.02.1972, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1972 Landhelgi og pólitisk fiskif ræði Athugasemdir vid grein Einars Hauks Ásgrímssonar 1 Morgunblaðinu hinn 16 febr. birtist grein eftir Einar Hauk Ásgrúnsson, er neínist „Timinn og landhelgismálið" og á víst að vera svar eða athugasemdir við grein i „Tímanum" eftir Andrés ritstjóra Kristjánsson. En i leið- inni notar maður þessi tækifær- ið til þess að ráðast að mér með getsakir og ósvífnar dylgjur vegna erindis, er ég hélt á fundi sem sjávarútvegsráðherra boð- aði til í september og birtist i Morgunblaðinu 29. sama mánað- ar. Þar sem ástæðulaust er að liggja undir áburði marnis þessa, verð ég að biðja Morgunbiaðið um rúm til andsvara. Einar Haukur nefhir einn kafia greinar sinnar „Fiskifræði leg undirstaða" og hefst hann með þvi, að hann segir, að menn séu sammála um, að yflrvofandi hætta sé á ofveiði á Islandsmið- um, en hins vegar hættir mönn- um við „að ganga út frá þvi sem sönnuðu, að um ofveiði sé þegar að ræða á Islandsmiðum á fisk- tegundum þeim, er togarar veiða, og trúa gagnrýnislaust fullyrð- ingum forstöðumanns Hafrann- sóknastofnunarinnar, Ingvars Hallgrimssonar." Ég vil leyfa mér að benda Einari Hauki, svo sem og öðrum, á litia bók, „The Overfishing Problem" eftir einn þekktasta fiskifræðing okkar tíma, dr. E. S. Russel, fyrrum yfirmann brezku fiskirannsóknanna. Þeir, sem skrifa um þessi mál, ættu ifyrst að lesa þessa litlu bók, enda taldi dr. Ámi Friðriksson hana eiga svo mikilvægt erindi til Islendinga, að hann réðst i að þýða hana á íslenzku og gaf hana út árið 1944 undir heitinu „Arðrán fiskimiðanna." Allar töl ur, sem ég nefni i erindi mínu um veiðar við ísland fram að síðasta stríði standa í þessari bók. Allar tölur, sem ég nefndi um veiðar hér frá stríðslokum voru teknar úr ritum Jóns Jóns- sonar fiskifræðings, en megin- lífsstarf hans eru rannsóknir á íslenzkum þorskfiskum og veit ég engán vera þar betur heima, nema ef þá væri Einar Haukur Ásgrímsson. Allar þær tölur, sem ég birti máli minu til stuðn- ings — að einni undantekinni — hafa birzt opinberlega áður í rit um manna og eru því engar „fúllyrðingar" minar. Ég hef ekki fundið upp ofveiði. Það er furðuiegt, að maður, sem er tal- inn hafa „rannsakað rök land- helgismálsins" skuli ekki hafa séð tölur þessar fyrr. Hvað snertir þá staðhæfingu Einars Hauks, að ofveiði sé að- eins yfirvofandi, ef allt sé látið reka á reiðanum, get ég bent honum á, að ofveiði á ýsu- og skarkolastofninum við ísland var notuð sem skóladæmi i kennslu í fiskifræði þegar fyr- ir strið og reyndar allt fram til þessa dags. M.a. til verndar ýsustofninum við ísland, hafði Alþjóða haf- rannsóknaráðið mælt með lokun Faxaflóa fyrir stríð, skipað sér- staka nefnd til að vinna að þvi máli og var dr. Árni Friðriks- son ritari nefndarinnar. Þvi mið ur kom styrjöldin í veg fyrir Mörg er mannsævin — þættir eftir Stefán Júlíusson komnir út i ®OMIN er út hjá Setbergi bókin MÖRG ER MANNSÆVIN, fimm aevisagnaþættir, eftir Stefán Júlí- Þessir fimm ævisagnaþættir eru um skáidið Örn Amarson og ijóðagerð hans, væringjanm Ein- ar Guðmundsson, sem var um fjörutíu ár á erlendum fiskiskip- um og togaraskipstjóri í Norður- *jó og viðar, blinda manninin Halldór Brynjóifsson, sem missti •sjónina innan við tvítugsaldur, en vann aila algenga vinnu til sjós og iands, þótt blindur væri, tog- arakarlinn Guðmund Knútsson, sem alia ævi stundaði sjóinn af kappi, og vormamninm Gunnlaug KTÍstmundsson, kemnaxa og sand- græðslustjóra, sem var einn af frumherjum landgræðslu á ís- landi. Mörg er mamnsævim er sextánda bók Stefáns Júlíussom- ar. Hamm varð fyrst kummur aí barmabókum sínum, em sáðan 1950 hafa komið út eftir hanm fjórar Skáldsögur, tvö smásagmasöfm og ein unglimgabók. — Á víðavangi Framhald af bls. 11 lagi, örfoka landi, sem er að fjúka frá okkur, en sýrnir okk ur svo munimn, þegar friðun og plöntun trjáplantna hefur stöðvað þá óheillaþróun. Að sjáifsögðu skipar Hallorms- staður mikið rúm í myndinni, sem Gísli Gestsson hefur tek- ið af mikilli smekikvísi. Von- andi eiga maTgir eftir að sjá þessa ágætu mymd, einkamlega umgt fólk, em í því býr fram- tíð íslands, — svo að það læri að umgangast náttúruna á þamm veg, að hún verði fegurri og betri með degi hverjum. í upphafi myndarimnar er far- ið með gamia húsgamgimm, sem svo vel á við um þá gróð- ureyðingu, sem hér hefur „grasserað" um langan tíma, og er svohijóðandi: „Faðir minn átti fagurt land, fyrir því er ég hrelldur. Það er komið í svartan sand, seiðurinn því veldur. Seiðurinn því veldur." Þessi fagra kvikmymd, sem Skógrækt rikisins á skilið þakkir fyrir að iáta gera, ætti að vera okkur hvatmig til dáða, til að strengja þese heit að gróðursetja fieiri trjáplöntur næsta vor en gert hefur verið nokkum tíma áður, láta vírki- lega hendur standa fram úr ermum, ýmist heima í sinum eigin garði, eða þá í hópvlnnu með glöðum og góðum vinum, sjálfboðaliðum, og þá veit ég, að Hákon Bjarmason og hans góða iið, lætur ekki á sér standa að útvega plönturnar í hendumar á okkur. Og þá munu draumsýnir úkáldanna rætast, þá mun rætast »ú stóra hugsýn Hanmesar Haf- steins í Aldamótaljóðum: „Sú kemur tíð, er sárin foldar gróa, sveitirnar fyllast, akrar hyija móa, brauð veitir sonum móður- moldin frjóa, menningin vex í lnndi nýrra skóga.“ Samtaka nú, vinir og bræð- ur! Berum við gæfu til þess sameinaðir að taka til hendi við landvemdina, er sigurinm okkar inman tíðar, og „þá munu bætast harmasár þess horfna, hugsjónir rætast. Þá mun aftur morgna". — Fr. S. þetta áform Aiþjóða hafrann sóknaráðsins, en ofveiði við ís- land var þá viðurkennd sem stað reynd af Alþjóða hafrannsókna ráðinu og sérstakar ráðstafanir taldar nauðsynlegar. Fyrir 38 árum skrifaði dr. Árni Friðriksson um þetta vanda mál: „Um ýsustofninn við ísland var t.d það að segja, að dags- afli enskra togara af þessum fiski minnkaði úr 22 vættum 1919 niður í 5 vættir 1937, og má sjá minna grand í mat sínum en slíka breytingu. Svipuðu máli gegndi um skarkoia og iúðu. Stórfelld hækkun sjávarhitans í Norðurhöfum bjargaði þorskin- um frá svipuðu hruni, hann gat fært út kvíarnar og numið ný svæði. Vissuiega hefði tortíming ýsunnar og annarra tegunda haldið áfram þangað til vá hefði verið fyrir dyrum, og sannar- lega hefði röðin komið að öllum öðrum tegundum hverri eftir annarri ...“ 1 ritgerð um ástand íiskstofn- anna við Island frá 1966 nefnir Jón Jónsson að „á árunum fyrir síðari heimsstyrjöldina var ýsu- stofninn við ísland talinn sígilt dæmi um ofveiddan fiskstofn ásamt skarkola og lúðustofnin- inum.“ Jón segir einnig, að eng- in veruleg breyting (utan stríðs áranna) hafi orðið til batnaðar fyrr en uppeldisstöðvum ýsu var lokað 1952. Og í útvarpserindi sama ár nefnir Jón, að þorsk- stofninn við Island þoli ekki meira álag. Heldur nú Einar Haukur virki lega, að ummæli mín um of- veiði á Islandsmiðum séu ein tómar fullyrðingar mínar, sem varast beri að taka trúanlegar? Skyldi ekki hitt vera trúlegra, að maðurinn hefur ekki kynnt sér það efni, sem hann skrifar um? Þessari þróun gerði ég skil í erindi mínu á fundi sjávarútvegs ráðherra en um þetta segir Ein- ar Haukur Ásgrímsson: „Einnig virðist frásögn Ingvars Hall- grímssonar af ýsunni vera póli- tísk fiskifræði . . . .“ En þá eru líka ummæli og rannsóknir dr. Árna Friðrikssonar og öll bar- átta hans fyrir land sitt í Al- þjóða hafrannsóknaráðinu „póli- tísk fiskifræði," sömuleiðis um- mæli Jóns Jónssonar og fleiri góðra manna, þar á meðal dr. E. S. Russell, sem skrifaði bókina um „Arðrán fiskimiðanna," og allra þeirra erlendu fiskifræð- inga, er studdu málstað Islands í aðgerðum gegn ofveiði, sem Einar Haukur telur aðeins „full yrðingar" minar. Sömuleiðis mætti maður þessi ræða við ís- lenzka sjómenn og kynna sér álit þeirra, t.d. ummæli aflasæl- asta togaraskipstjóra Islendinga, Arinbjörns Sigurðss. á b.v. Sig- urði, er hann lét falla í viðtali við Morgunblaðið í vetur. Þótt þessi maður afneiti staðreynd- um, telji þær „fullyrðingar" mín ar og núi mér um nasir „póli- tískri fiskifræði" er ég rek of- veiði á ýsustofninum við ísland í erindi minu, tekst honum þar með aðeins að auglýsa fáfræði sina um það mál, sem hann skrif ar um, en rýrir ekki mig og því síður alla þá mætu menn, inn- lenda sem erlenda, er unnið hafa að rannsóknum á ofveiði og reynt að finna ráð gegn henni. Einnig vænir hann mig um, að taka ekki „áhrif mismunandi hrygningarárganga með í reikn- inginn" þegar ég ræði um ýsu- aflann. Heldur maðurinn, að Al- þjóða hafrannsóknaráðið, sem vildi láta friða Faxaflóa, dr. Árni Friðriksson og Jón Jóns- son hafi ekki tekið þessi áhrif til greina í áliti sínu? Þrátt fyr- ir alla mismunandi hrygningar- árganga, góða sem laka, fór ýsu- stofninum við Island sífellt hnignandi vegna ofveiðinnar, og í skýrslu Norðvestur- Atlants- hafsfiskveiðiráðsins 1966 er þess sérstaklega getið, að ýsustofn- inn hafi fyrst fengið bót 1952, er Faxaflóa og öðrum mikilvæg um uppeldisstöðvum ýsunnar var lokið. Heldur maðurinn, að fiskveiðinefndin .—• en forseti hennar var um tíma Davíð Ólafs son — hafi ekki vitað um mis- mun í stærð hrygningarár- ganga? I grein sinni spyr Einar Haukur: „Hefur ekki reynslan sýnt, að sveiflur í áhrifum nátt úrunnar á stærð hrygnlngarár- ganga ýsunnar ráða ýsuafianum að miklu leyti, en ekki bara sóknin í ýsuveiðarnar?" Nei, reynslan hefur sýnt, að stærð Ingvar Hallgrímsson. hrygningarárganga hefur tiltölu lega lítil áhrif miðað við önnur, nefnilega þau, hver verða af- drif eggjanna og seiðanna að hrygningu lokinni. Þannig getur lítill hrygningarstofn gefið af sér stóran árgang, ef vel tekst til með afdrif eggja og seiða. Sömuleiðis getur stór stofn gef ið af sér litinn árgang, og þar með litla veiði, ef egg og seiði verða unnvörpum óhagstæðum afdrifum að bráð. Þetta fyrirbrigði hefur verið vel þekkt í náttúrunni og í fiski fræðinni í nær heilan mannsald ur, þótt Einar Haukur viti það ekki. Meira að segja hafa islenzk ir fiskifræðingar skrifað um þetta fyrirbrigði, en Einar Hauk ur hefur ekki kynnt sér það. I grein sinni lætur Einar Haukur að þvi liggja, að „póli- tískur áhugi" hafi kastað „rýrð á orðstír íslenzkra fiskifræðinga á alþjóðavettvangi." Þetta eru lúaleg ummæli og ósönn. Engir menn, sem með okkur hafa starf að, hvorki á erlendum né inn- lendum vettvangi, hafa nokkru sinni orðið fyrir því, að pólitísk ur áhugi hafi haft áhrif á störf okkar, né kastað rýrð á þau. Ég myndi t.d. treysta mér til þess, að fá alla þá íslenzka ráðherra og aiþingismenn, sem við höfum haft samskipti við, af hvaða flokki sem er, svo og fyrrver- andi og núverandi fiskimála- stjóra, og alla þá erlendu menn, sem gegnt hafa forseta- og nefnd arformannsstörfum í Alþjóða haf rannsóknaráðinu, til þess að votta það, að þessar ódrengi- legu dylgjur eru ósatt mál. Svona áburður lýsir betur höf- undi sínum en störfum islenzkra fiskifræðjnga. Ingvar Hallgrímsson. — Fólk og vísindi Framhald af bls. 17 ítalanum Leonardo da Vinci mesti þúsundþjalasmiður vísindanna fyrr og síðar og var engin fræðigrein þeirra tíma honum óviðkomandi. Hann hefur rannsakað og skrifað um líffræði, meðal annars tennurnar og tilgang þeirra. Hann bendir þar á, að auk þess að tyggja matinn, gegni þær mikilvægu hlutverki í tali. Ari stóteies hafði megnan ímugust á kon um og taldi þær nánast óæðri mann verur, kjðftugar, hvikular og heimsk ar og hefðu að auki færri tennur en karlmaðurinn. Þetta skipti að hans áliti nokkru máli, enda færi ævi lengdin eftir f jölda tannanna. Borgin Aiexandría í Egyptalandi var stofnuð árið 333 f. Kr. að tilhlut an Alexanders mikla, og varð brátt miðstöð grískra vísinda og heimspeki. Þar hófust meðal annars líffræðileg- ar rannsóknir á mannslíkum. Rómverjar lögðu Grákkland undir sig árið 146 f. Kr. og urðu fyrir miklum áhrifum af grískri menningu, ekki sízt læknisfræðinni sem á þann hátt barst til annarra Evrópuianda. Gott úkap er bezti læknirinn. (Pindaros, 520—440 f. Kr.). MARGT BÝR í GEIMNUM Auk reikistjarnanna níu — jörðin eT ein af þeim — er ýmisB konaT dót á sveimi umhverfis sólu, ryk, grjót- hnullungar, halastjörnur, smástjörn- ur og nú á siðustu timum hlutir gerð ir af manna höndum. Fjöldi smástjarnanna nemur tug- um þúsunda og ganga flestar á braut milli Mars og Júpiters. Sérstaka at- hygli hafa vakið fjórar sem ganga á braut allnærri sólu, Adonis, Hermes, Apollo og Ikaros. Talið er, að þess- ar smástjörnur séu leifar reiki- stjörnu, sem spiundrazt hafi endur fyrir löngu. Öll eru þessi nðfn tek- in úr grískri goðafræði — Ikaros var sonur Daidalosar hins haga, sem byggði völundarhúsið á Krít fyrir Mínos konung. Mínosi sinnaðist við smiðinn og lokaði hann ásamt syn- inum inni í völundarhúsinu. Daidalos smíðaði þá vængi sem þeir feðgar festu á sig með vaxi og flugu siðan á brott. Til allar ógæfu flaug Ikaros of nærri sólu svo að vaxið bráðnaði og féll hann þá í sjóinn og drukkn- aði. Smástjarnan Ikaros kafnar ekki undir nafni, því að hún gengur nær sólu en Merkúr, sem gengur næst sóiu af öllum reikistjörnunum. Bandarískir stjarnfræðingar hafa ný iega mælt þvermál hennar og reynd- ist það vera u.þ.b. einn kílómetri. Semdu þeir rafbylgjur í átt að henmi og tóku upp bergmálið með risastórri ratsjá. Fjarlægðin var um sex miilj- ón kílómetrar og voru rafbylgjurn ar 40 sekúndur á ieiðinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.