Morgunblaðið - 03.03.1972, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.03.1972, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR & MARZ 1972 Kröfur NICRA fyrr og nú Fulltrúar Andspyrnuhreyfinsrar N-Irlands á fjöldafundi í Enniskillen um miðjan febr. Talið frá vinstri: Bernadette Devlin, þinarmaður i Westminster, Kevin Agnew, fyrrum varaforseti Mannréttindasamtakanna, Frank McManus, þingrmaður í Westminster og: Michael F'arrell hugmyndafræðing-ur stúdentasamtakanna „Alþýðulýðræðisins“. Til skamms tíma hafa þau öll stutt NICRA en hallast nú æ nieir að „provisional" Sinn Fein og IRA. 0 Eins og áður hefur verið drepiðá í þess- uin greinaflokki hafa Mannréttindasamtök Norð- ur-írlands — NICRA (Northern Ireland Civil Rights Association) tekið gagngerum breytingum frá því þau voru stofnuð veturinn 1966—67. 0 Upphaflega stóðu að þeim ýmsir aðilar, sem kunnugir voru kjörum kaþólska minnihlutans og töldu, að við þau yrði ekki unað lengur. Framan af höfðu samtökin fyrst og fremst afskipti af málum einstakra manna en smám saman fóru þau að setja fram heildarkröfur. 0 Það var þó ekki fyrr en haustið 1968 með andófsaðgerðunum í Dun- gannon og Derry, að sam- tökin urðu að fjöldahreyf- ingu kaþólskra manna og var það fyrst og fremst talið að þakka — eða kenna — hinni herskáu andspyrnu mótmælenda gegn því að komið yrði til móts við kröfur samtak- anna. Frá upphafi voru nokkrir af félagsmönnum írska lýð- veldisflokksins, Sinn Fein, í NICRA en höfðu þá alls enga valdaaðstöðu þar. Samtök- in hlutu fljótlega stuðning ýmissa hjálparstofnana og háskólastúdenta í Belfast, meðal annars þeirra umbóta- sinnuðu og vinstrisinnuðu stúdenta, sem urðu upphafs- menn hins svokallaða „al- þýðulýðræðis", en þar voru fremstir í flokki Michael nokkur Farrell, Kevin Boyne og Bernadetta Devlin. En eftir því, sem baráttan harðnaði milli mótmælenda og minnihlutans urðu vinstri- sinnar áhrifameiri innan sam takanna. 1 göngunni í Enniskillen hitti ég miðaldra lögfræðing frá Belfast, Kevin Agnew að nafni, sem mér var sagt á eftir að væri vara- forseti Mannréttindasamtak- anna. Hann hafði ekki sjálf- ur haft orð á því og taldi ég ástæðuna vera þá, að hann var þarna ekki sem fulltrúi samtakanna — því að NICRA átti ekki aðild að þess- ari göngu — heldur var hann þar sem fulitrúi And- spymuhreyfingar N-ír- lands, sem var, til þess að gera, nýr fé’agsskapur, og virtist á góðri leið með að lýsa stuðningi við „provision al“ IRA. Siðar frétti ég, að Kevin Agnew hefði gengið úr Mannréttindasamtökun- um að kvöldi þessa sama dags, sem gangan fór fram, á þeirri forsendu, að þau væru ekki nægilega hörð í barátt- unni gegn Stormont. Nokkrum dögum síðar var almennur fundur í NICRA þar sem marxistar náðu meirihluta í stjórninni, að sagt var. Þegar nöfn þeirra sem skipuðu nýju stjórnina voru birt í blöðum, var þar efst á lista nafn Kevins McCorrys, skipuleggjanda NICRA í Belfast. Upphaflegar kröfur NICRA Ég rabbaði góða stund við McCorry og lagði fyrir hann ýmsar upplýsingar, sem ég hafði fengið hjá embættis- mönnum í upplýsingaskrif- stofu forsætisráðuneytisins í Stormontkastala. Virtust þess ir aðilar yfirleitt sammála um staðreyndir og tölur — en sjónarmið þeirra varðandi túlkun, orsakir og afleiðing- ar voru að vonum býsna ólík ar. Samkvæmt upplýsingum þessara aðila voru kröf- ur NICRA í upphafi þessar: 1. Að allir íbúar landsins eldri en 18 ára fengju jafn- an kosningarétt til bæjar — og sveitarstjómarkosninga svo sem þeir hefðu til þing- kosninga — og skyldi hver maður hafa aðeins eitt at- kvæði. 2. Að kjördæma- og kosn- ingafyrirkomulagi yrði breytt. 3. Að lög yrðu sett, sem bönnuðu bæjar- og sveitar- stjórnum að beita mis- rétti gagnvart íbúum, ér undir þær heyrðu, þar á með al við starfsmannaráðningar, og að einhver aðili yrði skip aður til að fjalla um kvart- anir þess eðlis. 4. Að tekið yrði fyrir mis- rétti gagnvart kaþólskum í húsnæðismálum. 5. Að herlögreglan (svo- kallaðar B-special sveitir) yrði afvopnuð og sett undir óhlutdræga stjóm. 6. Að lögin um sérvald stjórnarinnar (The Special Powers Act) yrðu afnumin. Rétt er að gera nokkra grein fyrir þessum kröfum og á hverju þær byggðust. 1. Kosningarétt til bæjar- og sveitarstjómakosninga hafa til þessa einungis haft hjón, er halda heimili, en ekki ógift börn þeirra, hversu gömul, sem þau voru. Húseigandi, sem rak verzlun eða fyrirtæki og bjó í eigin húsi hafði eitt atkvæði fyrir hús sitt, annað fyrir verzlun ina eða fyrirtækið. Þetta fyr- irkomulag byggðist á þvi frá gömlum tíma, að það væru húseigendur og atvinnurek- endur, sem legðu bæjar- og sveitarfélögunum til allt rekst ursfé og því væri ekki nema rétt, að einungis þessir aðil- ar hefðu vald til að ákveða hvernig fénu væri varið — og ráða þar með lögum og lofum í sinu samfélagi. Með auknum almannatrygging- um og ríkisþjónustu, fóru bæjar- og sveitarfélögin hins vegar að fá fé í vaxandi mæli frá brezku skattheimtunni — fé, sem tekið var af tekju- sköttum allra vinnandi manna og kvenna, bæði ein- hleypum og giftum. Ár- um saman hafði árangurs- laust verið reynt að fá þess- um ' kosningalögum breytt. Þau giltu bæði fyrir kaþólska og mótmælendur en bitnuðu harðar á kaþólskum vegna þess, að fjölskyld- ur þeirra voru yfirleitt stærri og efnaminni. Var því torveldara fyrir unga kaþólikka að ganga í hjóna- band, þar sem atvinnuleysi var einnig meira þeirra Kevin McCorry. á meðal og erfiðara fyrir þá að fá húsnæði. Nú hefur verið gengið að þessari kröfu NICRA — að fullu. 2. Kröfur NICRA um breyt ingar á kjördæmaskipan og kosningafyrirkomulagi segja embættismenn að séu í athug un. Slíkar breytingar sé ekki hægt að gera í skyndi, þar sem jafnframt þurfi að íhuga hvernig heppilegast sé að haga framtíðarskipan þessara mála i heild og komi ýmis- legt til greina. Minnihlutinn hefur eindregið óskað eftir því, að komið verði á hlut- fallskosningakerfi en fengið. tregar undirtektir. Megin- galli núverandi fyrirkomu lags felst í því, að mati minni- hlutans, að kjördæmi eru þannig ákveðin, að tryggi- lega er komið í veg fyrir, að kaþólskir geti fengið þann fjölda þingmanna, sem þeim ber í hlutfalli við ibúafjölda á hverjum stað. 3. Þessum kröfum hefur verið svarað með ýmsum að- gerðum, bæði með lagasetn- ingu og skipun nefnda og embættismanna. Þykir mér þar sérstaklega til fyrir- myndar og eftirbreytni skip- an umboðsmanns þingsins, sem hefur eftirlit með störf- um stjómarinnar og annars umboðsmanns, sém tekur við umkvörtunum hinna óbreyttu borgara og sér um, að þær komist rétta boðleið og fái af greiðslu. 4. Komið hefur verið veru lega til móts við kröfurnar um endurbætur í húsnæðis- og atvinnumálum. Húsnæðis- málin hafa verið tekin úr höndum bæjar- og sveitar- stjóma og sett undir sér staka stjórn, sem á að tryggja að mönnum sé ekki mismunað í þeim efnum. Síðustu tvö árin hafa verið reist um 12.000 hús í land- inu á ári en þörfin er talin 20—25.000 hús á ári. Nokkuð hefur verið reist af fjölbýl- ishúsum til að bæta úr hús- næðisskortinum en kaþólskir eru lítt hrifnir af þeim. Fjöl- skyldur þeirra eru yfirleitt stórar (þeir leyfa ekki notk- un getnaðarvarna —) og þvi vilja þeir helzt hafa til um- ráða raðhús á tveimur hæð- um. Mikið hefur verið byggt af nýjum húsum frá lokum heimstyrjaldarinnar, — var mér tjáð, að um 40% lands- manna byggju í húsum, sem reist hefðu verið eftir stríð og væri það miklu hærra hlutfall en í Bretlandi. Nýtt húsnæði á þessum slóð- um er hins vegar ekki sam- bærilegt við það, sem við ís- lendingar eigum að venjast, — enda líklega hvergi eins vel vandað til húsa og hér á landi. 1 atvinnumálum kveðst stjórnin einnig gera allt, sem hún getur. Talsmanni henn- ar og NICRA bar saman um, að heildarhlutfall atvinnu- lausra um land allt væri 9— 10% vinnufærra manna en það væri allt upp í og yfir 20% í ýmsum bæjum, meðal annars í Londonderry, Ennis- killen og Newry. Ekki gat ég fengið heild- artölur um hlutfallið milli atvinnulausra kaþólskra og mótmælenda, en öllum bar saman um að það væri miklu hærra meðal kaþólskra. Fer fjöldi þeirra úr landi árlega til að leita sér að vinnu —■ og halda sumir forystumenn kaþólskra því fram, að Stor- mont-stjórnin vilji viðhalda atvinnuleysinu til þess að vera viss um að losna árlega við ákveðinn fjölda kaþólskra manna og halda minnihlutanum þannig niðri. Stjórnartalsmenn neita þessu með öllu. Áberandi er, að menn skiptast talsvert í atvinnu- greinar eftir trúarbrögðum, til dæmis sögðu mér blaða- menn, sem hafa kynnt sér þetta, að það væri næstum útilokað fyrir kaþólska menn að fá vinnu við skipa- smíðar eða vélsmiðar, hins vegar væru þeir fjölmennir í bygginga- og matvælaiðnaði og obbinn af ölkrám lands- ins væri í eigu kaþólskra manna. Reynt hefur verið að efla iðnað í landinu, meðal annars með þvi að laða er- lend stórfyrirtæki að þvi með skattfriðindum og styrkj um. Birti stjórnin nýlega til- kynningu um, að 7.200 ný störf hefðu opnazt á sl. ári, þrátt fyrir þau slæmu áhrif, sem ólguástandið hefði á at- vinnulífið. 5. Krafan um afvopnun her lögreglunnar er gömul. B- special sveitirnar hafa nær eingöngu verið skipaðar Framhald á bis. 20. Úr írlandsferð blaðamanns Morgunblaðsins — 5. grein

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.