Morgunblaðið - 03.03.1972, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.03.1972, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1972 TVITUG .STULKA OSKAST.: í þýðingu Huldu Valtýsdóttur. legra. Er það ekki? Þvi þá er mér ekki alvara. Þó ætti það lík lega að vera rangt. Það er að minnsta kosti venjulega álitið rangt. Ég veit ekki, hvers vegna mér finnst það ekki, en ég hugs- aði málið vandlega áður, og ég gat ekki komið auga á neitt sem mælti gegn því, svo lengi sem ég fer eftir reglunum: segi satt og útiloka kvænta menn.“ „Hvers vegna útiloka þá?“ „Það mundi valda óhamingju annarrar manneskju. Lika manns ins sem vildi kvænast stúlk- unni, ef konan vill ekki gefa eft ir skilnað. Er þér ekki sama? Að mér sé sama um, að þið eruð tveir?“ „Jú.“ „Vegna þess að það er svo un aðslegt," sagði hún og færði sig nær mér. Andardráttur hennar varð hraður. Mér var hæg- ur vandinn þar sem við lágum einmitt í rúminu mínu. Okkur dvaldist þar lengi eins og venju lega. Vivienne var ánægjulegur rekkjunautur. Sennilega hentaði henni það vel, að við vorum tveir. Á eftir sagði hún: „Drottinn minn dýri, er klukkan orðin svona margt,“ stökk fram úr og inn í baðherbergið. Ég lá á bak- inu og setti upp gleraugun til að skerpa hugsunina. Með hægð komst ég að því að ólundarvott- urinn mundi hafa átt rót sina að rekja til þess, að ég hafði ekki gefið þacsum þriðja aðila nægi- iegan gaum. Réttsust væri lík lega, að ég spyrði frétta af hon- um við og við, án þess þó að láta í það skina, hvað mér heyrð ist hann leiðinlegur. Þegar Vivienne kom út úr bað herberginu, fór ég þar inn og þegar ég kom fram aftur, var hún að klæða sig. Hún sneri í mig baki. Hún var vön þvi. Reyndar hafði ég nýlega feng- ið hana ofan af þvi að fara inn i baðherbergið til að klæða sig. Nærfötin hennar voru eins og venjulega, undarlegt sambland af nýju og gömlu, rétt eins og hún hefði rekizt á ónotað- ar birgðir af móður sinni fald- ar í leynihólfi inni í vegg. Utan yfir klæddi hún sig í marglita silkiblússu, — fjólubláa, rauða, gula og bláa, — og þykkt frem- ur sítt pils með svörtu og bleibu mynstri. Beltið var úr málmkeðju og hálsfestin úr raf- perlum. Þá er enn óupptalið við hengisarmbandið með hámarks- hringli og eyrnalokkarnir. Þeir voru gyllt fuglabúr með mislit- um páfagaukum. Þá festi hún í sig meðan ég fór í fötin. Þessi búningur faldi gersamlega þrýst in brjóstin, mjótt mittið og ával ar mjaðmimar, auk þess sem hann gaf ekki rétta mynd af innri verðleikum hennar. Hárið, sem var mikið og svart, setti hún í háan rétthyrndan fleyg upp á höfuðið og smurði síðan rauðbrúnum lit á varirnar, sem var þó aðeins til að lýta þær. En henni tókst ekki að spilla brúna augnalitnum eða gera sig bólugrafna í framan, skekkja á sér nefið eða skemma hvítu tenn urnar og þess vegna varð mér starsýnt á hana þegar ég sá hana fyrst á skrifstofu íé- lagsins. Enda var hún þá í ein- litum einkennisbúningi félags- ins. (Einhvern tímann hafði hún sagt mér, að karlmenn sýndu henni aldrei áhuga, nema þegar hún væri á skrifstofunni, en virtist ekki draga af því netn ar ályktanir). „Má bjóða þér drykk?“ spurði ég- Hún leit á úrið sitt, sem var með stórri skífu og mynd af geimfara í pop-stíl. „Við megum ekki tefja lengi. Ég vil ekki koma of seint. Bara lítið hvít- vínsglas með sódavatni." Ég útbjó tvö glös og við sát- um með þau inni í stofunni, þeg ar siminn hringdi. Fyrst heyrð- ist smellur eins og þegar hringt er úr almenningssíma og siðan rödd Roys. „Gæti ég fengið að tala við Douglas Yandeil ?“ (Hann hafði ekki lært þann nýja sið að nefna aðeins nafn þess, sem hann vildi tala við). „Já, Roy, það er hann.“ „Duggers! Ágætt! Heyrðu, ég er í voðalegri klípu. Er nokk- ur hjá þér?“ „Já.“ „O, hver fjárinn. Jæja, þá það." Hann var í öngum sinum. „En við erum að fara út að borða." „Jæja. Heyrðu, ég er heldur ekki einn. Við erum alveg í hönk. Mér datt í hug, hvort það væri nökkur leið að . . ." „Hvar ertu ?“ Nú heyrðist fliss og skrækir i kvenmanni úr tólinu, síð- an Roy muldrandi í umvöndun- .artón. Svo sagði hann: „Ha? Við erum hér á næstu grösum. í Car son Hill.“ „Þá stouluð þið koma strax. Ég hleypi ykkur inn og svo för- um við.“ „Ertu viss um að það sé i Iagi?“ Ég sannfærði hann um það, lagði tólið niður og útskýrði mál ið lauslega fyrir Vivienne. Eins og við var að búast skildi hún strax alla málavöxtu og sam- þykkti, ef nauðsyn bæri til, að ég fengi að gista hjá herini. Hún kaus hvort eð var að eyða mánudagsnóttinni í sínu rúmi til þess að hefja vinnuvikuna úr eigin húsi, eins og hún orðaði það. Svo sagði ég henni, hvaða Roy um væri að ræða. „Áttu við Roy Vandervane, þann, sem er stundum í sjón- varpinu? „Já. Og stjórnar hljómsveit- um. Við erum gamlir vinir. Þú segir engum þetta, Viv.“ „Nei. Er hann ekki kvæntur?" „Jú, en það er bara ..." „Hvað segir konan hans um þetta?" er henni sama?" „Ætn það ekki. Það er ekki gott að vita. Henni hlýtur að vera sama. Eða hún veit serrni- lega ekkert um það. Áreiðan- lega ekki.“ „Fólk veit alltaf, þegar þann- ig er.“ Hún horfði ásakandi á mig. Ég vissi ekki, hverju ég átti að svara, en þá var dyrabjöllunni hringt, og ég flýtti mér niður. Ég sá móta fyrir þeim i gegn um glerið í útihurðinni. 1 fljótu bragði sýndist mér hún svo lítil í samanburði við hann, að mér datt í hug, hvort hann væri þeg ar kominn á barnaræningjastig ið, sem Kitty hafði spáð fyrir honum. En þegar þau voru kom- in inn í anddyrið, sá ég, að svo var þó ekki. Ég ákvað að fara mér hægt, eins og bókasafnari, sem pússar gleraugun sín vand- lega, áður en hann fer að skoða sjaldgæft eintak, — fresta frek- ari áthugun, þangað til við vær- um komin öll inn í stofuna. „Þetta er Sylvia," sagði Roy og lét á sér skiljast, að helzt hefði hann viljað kynna hana sem ungfrú x. Ég vildi ekki vera eftirbátur hans og tilkynnti, að Vivienne héti Vivienne. Mér datt í hug nærbuxnamálið og fannst það gefa gleggri mynd af lei'kn um öllum, en þótt föðurnafni væri haldið leyndú. Mig lang- aði til að segja við Roy, að væri hann njósnari mundi hann áreið anlega snúa sér að næsta lög- regluþjóni og spyrja hann, hvar bakteríu-eldflaugnastöðin væri staðsett. En hann hefði senni- lega ekki skilið brandarann. Ég var líka upptekinn við að virða Sylviu fyrir mér, svo að ég þagði, á meðan Vivienne skiptist á kurteislegum orðum við hann, enda þótt forvitni og andúð lýstu úr augum hennar. Var þetta þá sú mikla ást í augum Roys eða var þetta eitt- hvert fyrirbrigði, sem hann hafði hitt í veizlu fyrir nokkr- um klukkutímum? Ég vonaði af heilum hug, að hið siðar- nefnda væri rétt, og skoðaði andlitið (fölt, kringluleitt, þunnar varir), hárið (slétt og náði í mittisstað), klæðnað- inn (gallabuxur, peysa í dverga stærð, sítt ermalaust leður- vesti), vöxtinn (óútreiknan- Nudd- og snyrtistofa \síu Baldvinsdóttur Kópavogi HRAUNTUMGU 85 — SlMI 40609. Tyrknesk böð Megrunarnudd Partanudd Húðhreinsun Handsnyrting Fótsnyrting Augnabrúnalitanir Kvöldsnyrting Viljum sérstaklega vekja athygli á 10 tíma megrunartímum með mæling- um. Opið til klukkan 10 á kvöldin. Bílastæði. — Sími 40609. velvakandi 0 Ólík viðbrögð Steingríimir Daviðsson skrif- ar: „Kæri Velvakandi! Ég bið þig vinsamlegast að birta hið fyrsta meðfylgjandi grein heila og óskerta. Kærar kveðjur, 16.2.1972. Stgr- Davíðsson. Biskup Islands, hr. Sigur- bjöm Einarsson, mæltist til þess við presta landsins, að fyrsta sunnudag i sjö vikna föstu yrði sérstaklega beðið fyr ir írsku þjóðinni, — ölium þeim er þar sitja í sorgum og eiga um sárt að binda. Biðja skyldi fyrir særðum og sjúkum, fyr- ir ástvinum þeirra, er faliið höfðu fyrir helsprengjum upp hlaupsmanna eða vopnum her- manna. Sár þeirra allra sviða. Alfaðir einn getur læknað þau hjartasár, og kærieikur hans megnar að iægja öldur heiftar og beizkju, ef mennirnir loka ekki dyrum sínum og gluggum fyrir lífgeislum sannleika og réttlætis. 1 Ulster gerast daglega harm sögur, svo sem fréttir herma: sprengjum er varpað inn á sam komustaði, inn í banka, veit- ingahús og verzlanir, skotið er úr launsátri á lögreglumenn og aðra þá, er standa vörð miili ofbeldisseggjanna. Illur gerist oft eftirleikurinn, eins og dæm in sanna, og skal ekki bót mælt. Brezkir hermenn voru sendir til Ulster til að stilla til friðar milli mótmælenda og ka- þólskra, er þá bárust á bana spjót; kaþólski minnihlutinn taldi sig kúgaðan, og mun það sannast sagna. Kaþólskir fögn- uðu hernum og töldu sig eygja von um stjórnarbót, svo hefði og átt að verða, en svifasein og þröngsýn stjórnarvöld hlust uðu ekki á réttlátar kröfur minnihlutans nægilega fljótt. Æsingapostulamir iágu þarna í launsátri, svo sem jafnan ger- ist, þegar deilur rísa. Þeir sáu leik sinn á borði, til að hleypa öllu í bál og brand. Slíkir menn þreyta sjaldan heiðarlega baráttu með orðsins list og rök um í ræðu og riti. Þeirra að- ferðir eru æsingafundir og göngur með fölskum forsendum og seinna: sprengjur, íkveikjur og mannvíg. Þessir menn fagna, þegar hermennirnir missa vald á skapi sínu og láta vopnin tala. Þá er ný ástæða til hóp- göngu og hrópað hátt um písl- arvotta, er satt getur verið, en þó ekki sannað, hins vegar er rétt, að allir þeir, er fallið hafa og særzt í þessum átök- um á Norður-lrlandi, eru píslar vottar. Óvægnir æsingamenn eiga þar stærsta sök, þó að fleira komi til. Islendingar endurheimtu stjórnfrelsi sitt með pennann einan að vopni, beitt með rök- hyggju og staðfestu. Sú barátta stóð lengi. Þolinmæði þrautir vinnur ailar. Þegar „þjóðhetjan", Berna- dette Devlín, birtist fyrst á sjónarsviðinu virtist hún hafa einlægan baráttuvilja og öfga- laust vilja vinna fyrir réttlætis kröfur kaþólska minnihiutans, en nú um skeið hefur „þjóð- hetjan" hneigzt æ meir að bar áttuaðferðum kommúnista, sem fyrr er áminnzt. Bernadette er nú jafnan fremst í fiokki öfga- seggja og á æsingafundum höf- uðpersónan i ræðustóli. Nú er þessum kvenskörungi boðið að skipa heiðurssess á „pressu- balli", er halda skal hér í Reykjavík innan tíðar. Lítt mun þetta boð fallið til að bæta sambúð Breta og Islendinga, sem þó er mesta nauðsyn, eins og högum okkar er háttað nú. Ef „hetjan" kemur skal blaða mönnum bent á atburðinn i brezka þinginu, nú nýverið, svo að þeir verði við öllu búnir. Viðbrögð þeirra, er boðuðu fundinn á Lækjartorgi nú fyr ir skömmu, voru nokkuð á ann- an veg en kirkjunnar manna. Fundur sá var ekki haldinn vegna samúðar með öllum písl- arvottunum i Uister eða þeirra, er þar eiga um sárt að binda. Fremstir fóru þessir alkunnu æsingamenn, og samtök þeirra stóðu að fundinum. Þar gat að líta: „Fylkinguna" í farar- broddi, rauðsokka, „Friðarsam- tök“ kvenna o.fl. slíkar „fylk- ingar". Þarna birtust og nyt- sömustu sakleysingjarnir: Ung ir framsóknarmenn, ungir jafn aðarmenn, og fleiri leiðitamir „unglingar". Þarna slæddist að stór hópur forvitinna ung- menna, sem töldu að þarna mætti skemmta sér á ódýran hátt. Hvað gerðist þarna? Var samþykkt að senda spakvitra menn til brezku stjórnarinnar til að leggja henni holl ráð, er dygðu til að koma á réttlátu stjórnskipulagi í Ulster? Var samþykkt að senda nefnd til Norður-írlands til að telja æs ingalýðum hughvarf, bera klæði á vopnin? Var eitthvert slíkt. hjálpræði samþykkt? Hverju vildu þessir heiðurs- menn sjálfir fórna? Jú, farið var, í þágu friðarins, með dýr- Em krans að brezka sendiráð- inu! Ég held, að þeir geti tek- ið aftur gleði sina, er bægt var frá að vera með á þessari sam- komu. Það er hryggilegt tákn tim- anna, að margir kjósa æsinga- fundi og kröfugöngur í stað þess að beita rökum til sigurs góðra málefna. Hið langþráða takmark: Frið ur á jörðu, færist því fjær sem æsingum og ofbeldi er meira og viðar beitt. Þeir láta jafn- an hæst, er minnstu vilja fórna fyrir náunga sína. Fyrir þeim þarf líka að biðja." 3ja herb. íbúð Tll söíu 3ja herb. íbúð í Vesturborginni. Getur verið laus nú þegar. Verður til sýnis á laugardag og sunnudag. SKIP OG FASTEIGNIR, Skúlagötu 63 — Sími 21735. Eftir lokun 36329.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.