Morgunblaðið - 03.03.1972, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.03.1972, Blaðsíða 3
MÖRGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1972 3 Úr veizlunni sem forsetahjón- nnum var haldin í gærkvöldi. Til vinstri er herra Kristján Eldjárn, þá Uhro Kekkonen, forseti Finnlands og frú Hall- dóra Eldjárn. Lítið land verður sjálft að verja lífshagsmuni sína í si- breytilegum heimi. Þessa reynslu eiga Island og Finn- iand sameiginlega. Ég er hins vegar sannfærð- 'ur um, að hægt er að sigrast á 'þeim erfiðleikum, sem mæta smáiþjóðunum í dag. Þróun, sem stefnir að slökun á spennu og raunhæfari sam- skiptum, einkum i Evrópu, vekur von um að lifsskilyrði smáþjóða batni einnig til muna. Smálöndin hafa nú æ meiri möguleiika til þess að stuðla að friði og auknum skilningi og standa vörð um atvinnuvegi þegna sinna. Framhald á bls. 12 „Lítið land verður sjálft að verja lífshagsmuni sínau og lýsti stuðningi við Island í þvi (sijá firétt á forsiðu). Síðan sagði hann orðrétt: — Meraningararfurinn, himn norræni þáttur og harðger náttúra, eru ekki einu böndin sem tengja Island og Finn- land. Bæði þessi lönd hafa mátt reyna að aukning alþjóð- legrar samvinnu og tilkoma umfangsmeiri samsteypa á sviði stjórnmáia og viðskipta, hefur éinnig sínar neikvæðu hiiðar. Þegar um er að ræða hundruð milljóna manna og þjóðartekj'ur sem nema hundr uðum milijarða, er auðveit að ryðja til hliðar litlum þjóð- um, einkum þeim þjóðum, sem lítið ber á. — sagöi Kekkonen, forseti í ræöu sinni Frá Birni Vigni, Helsinki, 2. marz. I RÆÐU þeirri sem Kekkon- en, forseti Finnlands, flutti i k völd verðarboði n 11 sem ís- lenzku forsetahjónunum var haldið í Helsinki i kvöld, rakti hann i upphafi heimsóknir sinar tii Islands. Hann minnt- ist opinberrar heimsóknar sinnar árið 1957 og veiðiferð- arinnar síðastliðið sumar. Hann kvaðst þó ekki viija fara lengra út í þá sálma, þar sem hann vissi að áhugasvið forseta íslands væru önnur: Fyrst og fremst menningar- mál og nýjar uppgötvanir i fornleifafræði, sem hann von- aði að forsetanum gæfist of- urlítið tækifæri til að kynnast i þessari ferð til Finnlands. Hiaran kvað landafræðina vera slí'ka að 'lengst bæri á milli íslands og Finnliands, al'ira Norðunl'andaþjóðianina, en samt sem áður 00100 Finn- ar sérstalkan áhiuga á Islandi og bæru hlýhuig til ísienztou þjóða'rinnar. Finn'ar bæru virð ingu 'fyrir Isliendiragum, vegna eigin reynslu, því þar hyggi fólik setm hefði mátt reyna erfiða tíima og átt í höggi við ofurefld náttúruöfl, en tekizt að sigrast á erfið- ieikunum og .skapa blómstr- andi sjáifetæða imenninigu. — Saga Islands væri í þessu +ii- liiiti eins og hetjusiaga, beint úr fornsögunum. Forsetinn fjaiiiaði urn landhelgis'málið Vér finnum til sjálfra vor sem útvarða Norðurlanda A Ræða forseta Islands í boðí Finnlandsforseta í gærkvöldi Herra forseti, frú Kekkonen! Það vakti alm-enna gleði á íslandi, þegar það spurðist, að þér hefðuð boðið konu mdnni og mér að koma í opinbera heimisókn til Fininlands, á s-ama hátt og það hafði áður vakiO gleði og athygli, þegar fyrir- renmairi minin, herra Ásgeir Ásigeir'sison og koraa hams, ikooniu hingað í boði Paasikivi foriseta áirið 1954. íslendinigum er það einmig í fensku minni, þegar þér og frú Kekkonen sóttuð osis heim árið 1957, og persóraulega auðnaðisf mér þá sú gleði að sýna yður þaintn hluta af menningarairfi vor- uim, sem þá var í minni um- sjá. Þá minnist ég þess eiinnig með sérstalkri gleði, þegar þér toomiuð óvænt síðastliðið sum- ax til að veiða lax í landi voru. Ég kem Vísit elkiki upp um raein ríkisleyndairmál á hvoruga hlið, þótt ég segi hér, að for- seti Finraílands veiddi þá átta stóra laxa á tveiimur dögum, en það er nákvæmlega átta löxum fleira en ég hef veitt á allri minni ævi. Um þetta heyrði ég reyndan laxveiði- mann segja með aðdáun: Vel af sér vikið. Ég þakka yður, herra for- seti, fyrir hina hlýju og vin- gjamlegu ræðu yðar og þær hjartanlegu viðtökuir, sem ég og föruineyti mitf höfum feng- ið hér í landi yðar. Mér er sérstafclega ljúft a@ þakka yð- ur fyrir Skilniingsirík orð yðar um íslenziku þjóðima. Þau komu þó ekki á óvart, því að þér hafið við mörg tækifæri sýrat góðan hug yðar til vor og mikla þekkinigu á málefn- um vorum, á vandamál’um vor um og viðleitni. Þetta kann ísientzka þjóðin vei að rraeta, og ég þarf naumaist að taka fram, að lanigur ferill yðar í fararbroddi finnisku þjóðarinin ar er öllutm almenndngi á ís- landi mæta vel kunnur. Ég flyt yður og firarasku þjóðirani kveðjur frá ísiandi. Það er satt að margt skilur þjóðir vorar að. Langar fjar- iægðir, anraað landið iengsit í vestri, hitt lengst í austri inn- an hiras raorræn'a svæðis. Ólík tuniguimál og óskyld. Éndur fyrir lönigu fann firanskur bisikup ásitæðu til að segja að guð sfcildi finnisku, þótt ann- ars gerðu það eragir nema Firanar sjálfir. Eitthvað svipað mætti segja um íslenzku, ef einihver hefði verið nógu sn.jaMur til þess. Lönd vor eru ólík, þrátt fyrir norðlæga hnattsitöðu beggja. Fátt er sameiginlegt í svipimóti hins eldbrunna og nakta lands vors og lands hinna miikiu Skóga og vatna. Saga landa vorra er eininig ólík, og þar gerir mestan mun, að finndka þjóðdn hefur öldum samara þurft að vera reiðubúin til að verja land sitt með vopn í hendi, en ose ísleradingum hefur verið hlíft við þátttöku í hvens kyras hennaði. Sam- skipti landa vonra eru tiltölu- lega ný af niáltani. Sam'band eyþjóðarinraar leragst vestur í hafi, við uimheimmn, var lömg- um við þann hluta Norður- landa, siem næst liggur, fynst til Noregs, þaðain sem forfeð- ur vorir komu, sdðan til Dan- merkur, í miiklu minraa mæli til Svíþjóðar, en til Firaniands að heita má ekki fyrr en tals- vert var liðið á þessa öld. En þrátt fyrrir allt þetta er það alls ekki neitt veizluglam- ur þegar ég segi, að á ísiandi er vakandi áhugi á laradi yðar og þjóð. Enginn vafi er á því. að í upphafi áttu verk firaniskra skálda, og þá eink- um Runebergs, mikiinn þátt í að kveilkja þainn áhuga. Þau voru sraemimia þýdd á ístenzku af höfuðskáldum og urðu mjög vinisæl. Það er augljóst að þau snurtu næman streng í brjóisti íislendinga og undir- bjuggu þann samhug, sem nú er milli þjóða vorra. Hann staíar aðeins að litiu leyti af því að vér erum iýðveldin tvö, hvort til sinraar handar við koinuragdæmin þrjú. Hitt skipt- ir meiira máli, einis og þér sögðuð, að vér fininum til sjálfra vor seam útvarða Norð- urlanda, og svo hitt að bæði þessi lönd hafa, hvort á sinm hátt boðið bömum sinum harða kosti, meðan ekki var um anraað að gera en að tak- ast á við náttúruöflin að kalla mátti með berum höndum, sem bændur og sjómenn. Báð- ar hafa þesisar þjóðir þurft að heyja langa og þrautseiga baráittu fyrir þjóðlegum rétti sinium, fyrir pólitísfcu sjálf- stæði og memndngarlegum grundvelli, sem gerir hverja þjóð að þjóð. Og sá ánangur baráttunnar, sem raú blasir við sem staðreyrad í löndunum báðum, ber á sinn hátt vitni um svipaða þróun, þrátt fyrir ailt sem óiíkt er. Á soiraustu áratugum, á tím- um hinna greiðu og auðveldu samgaragna lamda og þjóða í milli, haía kuninleikar þjóða vorra tekið á sig raunhæfa mynd í raunverulegri sam- vinniu. Innan norraeniraar sam- vinmu og á alþjóðlegum vett- vangi, liggja leiðir vorar sam- an, og þar má væmita þess að oss gefist tæfcifæri til að styðja málstað hvordr amm- arra. Orð yðar varðaindi helzta iifsihagstmuinia'mál ís- lendimga eru til vitrnis um þetta, og þeim mun verða fagn að á ísilandi. En þess má áreið- anilega vænta að tímimm færi sitthvað að höndum, sem krefst að vér styðjum hvorir aðna eftir megni. Enginn veit, fremur en vant er, hvað fram- tíðin ber í skauti sirau. Nú, á tímum himma stóru og vaxandi heiida, sem einraig eru fannar að ná til Norðurlamda, bera miargiir nofckurn kviðboga fyr- ir áframhaldandi norrænni saimviranu. Það er að vísu litt hug'sanílegt að norræn sam- vinna, sem nú er orðin svo margþætt og rótföst, haldi ekki áfram hér eftir sem hing- að til. En breytt viðhorf í ein- stökum löndum munu geta haft í för með sér breytt form á þesisari samvinnu, og undir það verðum vér að vera búmir. Fámerun þjóð eins og vér miun í lengstu lög voraa hið bezta í þessu efrai og halda áfxam að væmita sér góðs af námu sam- starfi og samhljálp hinna noirr- ænu þjóða. Ég vil viS þetta hátíðlega tækifæri rnega láta í ljós virð- iragu miína fyrir Finnlaindi og hinni fimrusku þjóð. Afrek yð- ar við uppbyggingu þesisa lands á nútímayísu hafa ekki farið fram hjá1 osis. Framlag finndku þjóðarinraar til heims- mennin'garinnar er aðdáunar- vert og kunraara en frá þurfi að segja, bæði í fortíð og nú tíð. Það vekur athygli hvensu vandlega þér gætið hinraar dýru þjóðiegu arfleifðar yðar, en ekki sáður hitt, hversu markvíist þér stefndð að því að láta þenraam arf vera lifamdi afl í listalífi yðar og menn- iragu, sem þó er nútímamenn- inig í beztu merkingu orðsins. Viðleitnd yðar og hvatning til eflingar öryggi og samheldni í álfu vorri og þar með friði í heiminum, hefur einnig og ekki síður vakið verðskuldaða viðurkeraningu, og mér er Ijúft að leggja á það sérstaka áherzlu við þetta tækifæri. Ég fagraa því að vera gestur yðar og hlakka til að kynmast landi yðar og þjóð, að svo miklu leyti sem slikt má verða i nokkurra daga opinberri heimsókn. íslenzka þjóðin metur heimboð yðar mikiis og ég vona að heimsókn okk- ar oriki eimhverju til eflingar meira samstarfs og rífcari kynna milli þjóða vorra. Ég lyfti gl asi mímu fyrir yð- ur, herra forseti og frú Kekk- onen, og fyrir heili og vel- geragmi finnsku þjóðarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.