Morgunblaðið - 03.03.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.03.1972, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐLÐ, FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1972 C/tgefandi Nf Áivd<uc R&yfkijavfk Frarrvkvæmdastjóri Harafdur Sveinsaon. ft'rtsitióirar MattBiías Johanneasen, EyJÓIifur Konréð Jórisson. Aðstoðarritstjóri Stynnir Gunnarason. Ritstjórnarfuittrúi Þiorbjjönn Guðmundsson Fréttastjóri Björn JóBiannsson. Auglýsinga&tjðri Árni Garðar Kristlnsson. Ritstj'órn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sfmi 1Ö-100. Augi'ýsingar Aðatetræti 6, sfmí 22-4430 Ásikri'ftargjatd 225,00 kr á imórtuði innaniands I lausasöiru 15,00 kr eintakiö BARNAFJÖLSKYLD- UR VERST ÚTI TTækkun landbúnaðarvar- anna er táknrænt og um leið geigvænlegt dæmi verð- lagsþróunarinnar í landinu. Þar er um að ræða þær neyzluvörur, sem eru undir- staðan í daglegri fæðu allrar alþýðu, og án þeirra getur enginn verið og hátt verðlag á þeim leggst að sjálfsögðu þyngst á þá, sem hafa fyrir flestum að sjá, barnafjöl- skyldurnar. Ef tekið er dæmi af súpukjöti, hefur 1 kg hækkað úr kr. 124.50 í kr. 165.50 frá áramótum. Skyr hefur hækkað úr kr. 24.50 í kr. 41 og 45% ostur úr kr. 142.50 í kr. 185.80. Þótt þessi saga sé skýr, er hún ekki öll sögð með þessu, þar sem launþegarnir fá þessa hækk- un ekki borna uppi í gegnum vísitöluna nema að litlu leyti. Þannig nam hækkun land- búnaðarvaranna nú um mán- aðamótin 2,14 vísitölustigum. Af þeim verða launþegarnir að bera 1,8 stig bótalaust. En eins og fyrr segir eru þetta ekki einu hækkanirnar, sem skollið hafa yfir síðan vísitalan var reiknuð út 1. febrúar. Brauð og kökur hafa hækkað, rafmagn, niðursuðu- vörur, kex, harðfiskur, — allt hefur þetta hækkað og meira til — samtals nema þessar hækkanir 0,64 stigum, þannig að í heild er vísitalan nú orðin 2,78 stigum hærri en hún var 1. febrúar sl., eins og Gylfi Þ. Gíslason vakti réttilega at- hygli á við umræður á Al- þingi fyrir skömmu. Á móti þessu eiga svo launþegar að fá 1% kauphækkun að þrem- ur mánuðum liðnum. Það kemur því ekki á óvart, að forseti Alþýðusambands Is- lands skuli segja það í við- tali við Morgunblaðið í gær, að þessar verðhækkanir hafi komið „á óheppilegum tíma“. Launþegar verða að bíða eft- ir vísitöluuppbótinni í þrjá mánuði, og fá þá hækkanirn- ar bættar aðeins að tæpum þriðjungi. Ennþá svartara verður dæmið, ef tekið er tillit til þess, að kaupgjaldsnefnd hef- ur kveðið upp þann úrskurð, að afnám nefskattanna skuli koma til lækkunar á kaupi, þótt vitað sé, að skattabyrð- in í heild hefur ekki létzt, heldur þvert á móti þyngzt. Og eins og fyrr segir bitnar það fyrst og fremst á þeim, sem fyrir flestum hafa að sjá, barnafjölskyldunum. Það er óleyst gáta, hvernig þeim tekst nú á þessu fyrsta ári ríkisstjórnar Ólafs Jóhannes- sonar að láta endana ná sam- an. Þær geta ekki sagt eins og fjármálaráðherra: Ef halla- rekstur á ríkissjóði er fyrir- sjáanlegur á miðju ári, verður honum mætt með nýjum sköttum. ÞÓRAR- INN OG VÍSI- TALAN jVTú er svo komið, að sjálfur •*• ’ aðalritstjóri Tímans, Þór- arinn Þórarinsson, tekur af skarið um skattamálin í for- ystugrein og segir þar, þótt óheint sé, að skattalagabreyt- ingarnar muni þyngja skatt- byrðar hins almenna laun- þega. Þannig segir í Tíman- um í gær: „Fyrir tilmæli Al- þýðusambandsins mun nú verða tekið tillit til þess í fyrsta sinn við útreikning vísitölunnar, hvaða áhrif breytingar á þessum sköttum hafa í för með sér fyrir launafólk. Þetta er glöggt dæmi þess, hversu miklu meira tillit er nú tekið til hagsmuna launþega en áður.“ Þessi orð ritstjóra Tímans verða ekki skilin öðru vísi en svo, að hann hafi loks fallizt á þá skoðun Morgunblaðsins, að við útreikning kaupgjalds - vísitölunnar skuli taka tillit til skattbyrðarinnar í heild, en ekki til einstakra þátta hennar. En það var ekki gert 1. marz. Þess vegna stendur það óhaggað, að svikizt var aftan að launþegum, þegar af- nám nefskattanna var látið verka til lækkunar á kaup- gj aldsvísitöluna. Það er svo mál út af fyrir sig, þegar Þórarinn Þórarins- son skrifar tvær forystugrein- ar um vísitöluna í sama tölu- blaðið og ber Morgunblaðið það á brýn í annarri, að það haldi því fram, að oddamað- ur kauplagsnefndar hafi ver- ið undir áhrifum ríkisstjórn- arinnar, sem sé rangt, en seg- ir svo í hinni, að öðru vísi sé að vísitöluútreikningnum staðið nú eftir stjórnarskipt- in en áður. „Þetta er glöggt dæmi þess, hversu miklu meira tillit er nú tekið til hagsmuna launþega en áður var,“ skrifar ritstjórinn. Hver tók þetta tillit? Hvað er rit- stjórinn að fara með þessu? Eða er kauplagsnefnd ekki skipuð með sama hætti og áð- ur var? Það væri vissulega fróðlegt að fá svar við þess- um spurningum. Athyglisverðar myndir — væntanlegar hjá EFTIR BJÖRN VIGNI SIGURPÁLSSON Nýja bíó hefur nýlega gert samn- ing við 20th Century Fox um sýning ar á rúmlega 40 myndum, sem gerðar hafa verið á fjórum síðustu árum. Eins og nærri má geta eru myndirn- ar af ýmsu tagi, en inn á milli eru allmargar, sem eflaust munu ylja is- lenzkum kvikmyndaunnendum um hjartaræturnar. Verður hér á eftir stiklað á nokkrum, sem áhugaverðar mega teljast. Skal þá fyrst telja bandarísku myndina MASH (gerð 1970) með þeim Elliot Gould og Donald Suther- land í aðalhlutverkum. Myndin lýs- ir störfum lækna á vígvellinum i Kóreustyrjöldinni, en engum dylst að sögusviðið gæti allt eins verið Vi- etnam vorra tíma. Myndin hlaut ein róma lof erlendra gagnrýnenda, og þykir ein bezta stríðsádeila, sem frá Bandaríkjunum hefur komið um ára- bil. Leikstjóri er Robert Altman, en hann hefur á síðustu 3—4 árum hasl- að sér völl, sem einn athyglisverð- asti leikstjóri Bandaríkjanna. Önnur stríðsmynd, engu ófrægari er á nýja listanuon. Patton heitir hún, og hlaut hvorki meira né minna en sjö Oskarsverðlaun við siðustu út- hlutun, ef einhverjir telja það með- mæli nú orðið. Að minnsta kosti hafá dómar verið misjafnir erlendis, en allir eru þó sammála um að leikur George C. Scott í hlutverki hins ann álaða en umdeilda hershöfðingja sið- ari heimsstyrjaldarinnar sé stórkost- legur. Scott hlaut líka Óskarinn fyr- ir framlag sitt, en hafnaði þeim, sem Nýja Bíói frægt er orðið. Myndin hlaut líka Óskarinn sem bezta mynd ársins, svo og hlaut leikstjórinn Franklin J. Sc- haffner sömu viðurkenningu fyrir bezta leikstjórn. Áhugamenn um vestra fá einnig eitthvað fyrir sinn smekk. Butch Cassidy & The Sundance Kid (gerð 1969) með þeim Paul Newman, Robert Redford og Katharine Ross er á list anum. Þessi mynd byggir lauslega á sannsögulegum atburðum og leikstjór inn George Roy' Hill stelur blygðun arlaust ýmsum annáluðum atriðum úr sögufrægum myndum, svo sem Bonn- ie og Clyde. Árangurinn er hinn prýðilegasta gamanmynd að dómi er lendra gagnrýnenda. í Tora! Tora! Tora! gelta byssur líka, en með öllium stórkostlegri hætti en í vestranum hér á undan. Hér greinir frá árásinni á Pearl Harbour í síðari heimsstyrjöldinni, sem leiddi til stríðsþátttöku Bandaríkjamanna. Þetta er óskaplega dýr mynd, enda hefur 20. aldar refurinn sjaldan lent í öðru eins basli út af einni mynd. Upphaflega var ráðgert að fá meist- Jolin og Mary. ara japanskra leikstjóra, Kurusawa -til að annast leikstjóm að hálfu á móti Richard Fleicher, en honum geðj aðist ekki að bandarísku peninga- mönnunum og hætti fljótlega afskipt um af myndinni. Hello Dolly er líka á listanum með þeim Barböru Streisand og Waiter Matthau í aðalhlutverkum, en Gene Kelly stjórnar. Myndin er auðvitað gerð eftir samnefndum söngleik, sem gekík sem lengst á Broadway, og þó að hún hafi fengið misjafna dóma, fer ekki á milli mála að myndin er hin ágætasta skemmtun. Af öðrum toga er The Walkabout, ný brezk mynd með þeim Jenny Agutter (sem við sáum í The Rail- way Children) og Lucien John. Hún fjallar um baráttu tveggja hvítra barna í óbyggðum Ástralíu, hvernig þau kynnast náttúruöflunum og sigr ast á þeim með aðstoð ungs Ástralíu negra. Óvenjuleg mynd, sem hefur hlotið mjög lofsamlega dóma. Leik- stjóri er fyrrum einn fremsti kvik- myndatökumaður Breta, Nicholas Roeg, sem gat sér mikinn orðstír sem leikstjóri fyrir myndina The Perform er með Mick Jagger i aðalhlutverki. Handritið gerði Edward Bond, hinn sami og samdi leikritið Hjálp, er LR sýndi nýlega. Önnur nýstárleg mynd er Gimme Shelter — annáluð heimildarmynd um hljómleikaferð Rolling Stones í Bandaríkjunum, þar sem sýnd er í smáatriðum hið óhugnanlega morð Djöflaenglanna á ungum pilti á ein- um tónieikunum. Myndin hefur feng ið einróma lof. í annarri nýrri mynd The Hellstrom Chronicles er blandað saman skáldskap og staðreyndum. Myndin hefur að geyma stórkostleg ar tökur af skordýralífi, enda fjall- ar myndin um það hversu skordýrin mega sín sameinuð í baráttunni gegn manninum. Nú verður að fara fljótt yfir sögu. But«h Cassidy and Tlie Sundance Kid. Meðal athyglisverðra eldri mynda á listanum má nefna Prime of Miss Jean Brodie sem Maggie Smith hlaut Óskarsverðlaun fyrir á sínum tíma; 100 Rifles, vestri sem er aðallega frægur fyrir að Raquel Welch háttaði þar hjiá blökkuieikaranum Jim Brown; Stairoase, gamansöm mynd um sambúð tveggja kynvilltra hár- skera með þeim Richard Burton og Rex Harrison í aðalhlutverkum und- ir leikstjórn Stanley Donen; Unde- feated frá því ágæta vestraári 1969 með John Wayne og Rock Hudson; John and Mary um skyndiástir ungs fólks með Miu Farrow og Dustin Hoffman í aðaihlutverkum, leikstjóri Peters Yates; Only Game in Town um fjárhættuspil og gleðikonur með Liz Taylor og Warren Beatty í aðal- hlutverkum, leikstjóri Georg Stew- en — umdeild mynd; Sicilian Clan, prýðileg glæpamynd meðJeanGabin og Alain Delon undir leifcstjórn Henri Vemeuil; The Gamea um reynslu maraþonhlaupara á Olympíuieiikiun- um með Michael Grawford og Stan- ley Baker undir leikstjórn Michael Winner; tvær framhaldsmyndir um Apaplánetuna; Myru Breckinridge — Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.