Morgunblaðið - 03.03.1972, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.03.1972, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1972 21 — Björgunin Franiliald af bls. 32 að sækja lögregluna, en fór sjálfur að huga að Binna. Gullborgin, báturinn hans Binna, lá þarna utan á ísleifi og ég fór um borð í fsleif, sparkaði af mér skónum og henti mér í sjóinn. Ég sá strax Binna. Hann virtist vera með einhverri rænu- og hafði tak í bryggjunni, sem hann missti í þann mund, sem ég náði til hans. Svo missti hann líka meðvitund. Ég náði taki með annarri hendi í spýtu í bryggjunni og hélt Binna uppi með hinni. Hann var þungur í sjónum og mér fannst hjálpin aldrei ætla að koma. Ætli ég hafi ekki verið einar 15 mínútur með Binna i sjónum. Þegar hjálpin kom, var ég alveg að niðurlotum kominn. Guðmundur Guðfinnsson, skipstjóri, stökk í sjóinn til okkar og setti band á Binna, en án hans hjálpar hefði mér ekki tekizt það. Ég hafði mig svo það upp í kaðalstigann, að þeir, sem uppi voru, náðu taki á 'handleggjunum á mér, og drógu mig upp. Hjálpar- laust hefði ég alls ekki kom- izt einni tröppu ofar.“ Guðmundur sagði, að það hefði verið mjög kalt í sjón- um, „en ég dreif mig bara heim og mér hefur ekkert orð- ið meint af þessu.“ Guðmundur kvaðst mundu heimsækja Binna í sjúkrahús- ið um leið og liðan Binna væi i orðin það góð, að hann gæti tekið á móti gestum. — Kvikmyndir Framhald af bls. 16 sérleg umdeild mynd um pilt sem breytir sér í stúlku með Mae gömlu og Raquel Welch; nýja útgáfu af gömlum myndum með Laurel og Hardy; The Great White Hope um fyrstu ögrun negra við veldi hvíta mannsins í hnefaleikum með James Earl Jones undir leikstjórn Martin Ritt; Little Murders, gerð eftir samnefndri satíru Jules Feiffer um ofbeldið i Bandaríkjunum með Eliot Gould og Marica Rodd, frumraun Alan Arkins sem leik- stjóra; Vanishing Point undir leikstjórn Richard Sasafian, þar sem gefur að líta einn æðisleg- asta kappakstur kvikmyndanna; og Panic In Needle Park eftir Jerry Scatzberg um eiturlyfja- noyzlu. — Útsvarið Framhald af bls. 32 Skattstjórar skulu annast á- lagningu útsvara, nema sveitar- stjóm hafi ákveðið að annast hana sjálf eða kosið til þess sér- staka nefnd. Aðstöðugjaldið er hækkað upp í 65% þess hundraðshluta, sem lagður var á árið 1971, og það tekið inn í lögin, en áður voru ákvæðin um það í bráðabirgða- ákvæði. Loks er 4. mgr. 23. gr. breytt svo, að ef einstaklingur eða hjón, annað hvort eða bæði, eða ófjárráða börn þeirra, vinna við eigin atvinnurekstur eða sjálf- stæða starfsemi, skuli sveitar- stjórn heimilt, ef sérstaklega stendur á, að ákveða, að tekjur slíkra aðila til útsvars verði ákveðnar eftir því, sem ætla megi, að laun þessara aðila, mið- að við vinnuframlag þeirra, hefðu orðið, ef þeir hefðu unnið starfið í þágu annars aðila, en í frumvarpinu, eins og það var lagt fram, var þetta skylt — Ólíft vegna hita Framhald af bls. 2 ur verið gerð fyrir skólann önn- ur en sú, sem kennarar sömdu sjálfir, án þess að fá nottkur laun fyrir. Hins vegar þurfti í eiinu tilviki að þýða þessa riámsskrá yfir á ensku og fyrir það starf borguðu fræðsluyfirvc’ö án at- hugasemda. Tækniskð’.inn er að mestu leyti sniðiinn eftir danskri fyrinmynd tækniskólans í Horsens. Hér eru gerðar sömu kröfur til nemenda O'g þar, enda þótt aðbúnaður allur í danska skolanum sé hinn bezti, en í is- ienzka skólanum algjörlega ófullnægjandi. Að lokum kváðust nemendur vi'lja benda á það, að nú væru Is- lendingar á aðlögunartímum vegna samskipta við EFTA og tollabandalög og því væri nauð- syn að mennta sem flasta tækni- fræðinga og á sem bezta hátt á næstu árum, svo að íslendingar geti verið viðbúnir því að keppa við erlend stórfyrirtæki á ýntsum sviðum. — Fjórir skotnir Framliald af bls. 1 inn skömmu síðar með þrjár kúlur i höfðinu. Annar heimavarnarliði var drepinn á heimili sinu að dóttur Sinni viðstaddri og var hún skot- in í annan fótinn. 25 kílógramma sprengja sprakk í Londonderry og 43 særð ust. Sprengjan sprakk í stolinni bifreið, sem hafði verið lagt í þröngri götu í miðbænum. Tjón- ið er metið á 6 milljónir íslenzkra króna. * — Frá Irum Framhald af b)s. 17 signa sig í grennd við kirkjur, öku- maðurinn líka. Þá slappaði ég af og hélt mér ekki neitt, en hlustaði bara og hló, eins og aðrir. Þetta var mjög fyndinn maður. Önnur þjóðfélagsmein en sam- göngutregðan vaða hér uppi, og þau eru sýnu átakanlegri. Fátækt er mjög áberandi. Betlarar eru eins og hráviði um allar götur. Litlir krakk- ar, óhreinir, illa klæddir og bláir af kulda, eru aigeng sjón hér seint á kvöldin, þar sem þeir hafa hniprað sig saman í krókum eða kimum með betlikassann fyrir framan sig. Og ef maður spyr þá, af hverju þeir séu ekki farnir heim í háttinn, segjast þeir ekki geta farið heim, fyrr en þeir séu búnir að fá tiltekna upphæð. Og því miður lítur ekki út fyrir að upphæðinni sé eytt í mat, eða föt, heldur í drykk handa foreldrun- um og sannilega ættingjum. Og það eru ekki bara litlir krakkar, sem líða hér og þjást — við manni blasir líka gamalt fólk, sem enginn virðist skipta sér af. ÞESSIR ELSKULEGU ÍRAR En auðvitað lokar maður augunum fyrir allri eymdinni og er að mestu hættur að taka eftir veslingunum, sem ráfa um göturnar. Og þegar þvi takmarki er náð, má næstum því segja, að Dublin sé paradís á jörð. Hvers vegna í ósköpunum? mætti spyrja, í anda Cícerós. Svarið hef ég á reiðum höndum. Það er fólkið hér. Þetta elskulega, snarvitlausa, trúaða, drykkfeilda, lata, einlæga fólk, sem fyllir strætin, skólann minn, búðim- ar, krárnar og kaffihúsin. Gott fólk. En með eindæmum málglatt. Það ætti eiginlega að skylda alla, sem hugsa sér að gerast klinískir sál- fræðingar, eða geðlæknar, til þess að dveljast á írlandi um sex mánaða skeið, áður en þeir fá réttindi. Því að fyrir utan þá námu af komplexum og geðtruflunum, sem eru til staðar, lærist hér sú list að hlusta. Að vísu vill svo illa til, að uppáhaldsumræðu- efni íra, trúmál og stjómmál, eru ekki beinlínis minn vettvangur, og þar af leiðandi hef ég oft þjáðst í hljóði undir slíkum samræðum. En ekki verður á allt kosið. Og ég hlýt að játa, að þeir kunna sko að koma orðum að hlutunum. ÞESSIR ANDSKOTANS ÍSLENDINGAR Og auðvitað eru frarnir blessunar- leg tilbreyting frá minnar þjóðar fólki, sem er innhverfara en eggja- rauða og hefur viðurstyggð á orða- gjálfri (stjórnmálamenn og rithöf- undar eru hér undamskildir). En þótt undarlegt megi virðast eru fslending- ar enn betri tilbreyting frá írum en írar frá íslendingum. Það er nú einu sinni svo, að þungu fargi er af mér létt, þegar ég losna úr talsambönd- unum hér og dvelst í ró og spekt i kuldanum heima. Lifið fær á sig inn- hverfari og hyggjuþyngri blæ. Leið- inlegri, mætti kannski segja. Æ, ég held ekki. Og ég get ekki að þvi gert. Þegar öllu er á botninn hvolft, og sannarlega er öllu á botninn hvolft, held ég hreint og beint, að maður komist aldrei álnarlengd frá uppeldi sínu og upprunalegu umhvei-fi í nein- um raunverulegum, andlegum skiln- ingi (ef ég má taka svo andlega til orða) — þrátt fyrir tilraunir, sem bæði geta verið margar og harka- legar. Og við það situr, eins og nú verður frá skýrt. Eftir langdvalir erlendis, hjá engl- um frekar en mönnum, þar sem vin- ir mínir meðal íra eru annars vegar, hef ég komizt að þeirri hryllilegu niðurstöðu, að svona yfir höfuð vil ég hvergi frekar vera en meðal ís- lendinga, þessara andskotans, inn- hverfu, ókúltíveruðu durta, sem eru eins og sprottnir út úr landslaginu í Dimmuborgum eða Ódáðahrauni og eru kaldari en klakinn í Vatnajökli sjálfum. Og því fær víst ekkert breytt. — Hringvegur Framliald af bls. 32 bréf samtals að fjárhæð 250 milljónir í allt að 5 flokkum á árinu 1971 T975 og hefur fjár- málaráðherra f.h. ríkissjóðs ákveðið að bjóða nú út verð- tryggð happdræltisskuldabréf, að fjárhæð samtals 100 millj. króna. Eru þau gefin út á handhafa og hvert að fjárhæð 1000 krónur og seljast á nafnverði. Falla bréf- in í gjalddaga að 10 árum liðnum frá útgáfudegi þeirra eða 15. marz 1982. Engir vextir eru greiddir, en vinningum úthlutað i samræmi við útdrátt númera úr öllum skuldabréfum landsins. Fer dráttur fram einu sinni á ári, í fyrsta sinn 15. júni 1972 eða alls 10 sinnum. Árleg fjár- hæð vinninga er 7% af heildar- fjárhæð skuldabréfanna. Þeir eru í hvert sinn: 2 vinningar á kr. 1 milljón, 1 vinningur á 500 þúsund, 22 vinningar á 100 þús- und og 230 vinningar á 10 þús- und, eða alls 255 vinningar á 7 milljónir. Happdrættisskuldabréfin eru visitöiutryggð og undanþegin framtalsskyldu og eignasköttun, en vinningar, svo og verðbætur undanþegnar tekjuskatti og tekjuútsvari. Fjármunir þeir, sem inn kotna fyrir sölu happdrættisskuldabréf anna, skulu renna til greiðslu á kostnaði af vega- og brúargerð á Skeiðarársandi, er opni hring- veg um landið. Morgunblaðið hefur áður kynnt þessar vegaframkvæmdir, sem á að hefja upp úr péiskum næstkomandi og ljúka á 1100 ára afrnæli íslandsbyggðar 1974, þannig að þá verði hægt að aka hringinn um landið. Er það mik- il mannvirkjagerð með þremur aðalbrúm, yfir erfiðar ár, sem í koma stórhlaup úr Grimsvötn- am og Grænalóni, en þær liggja yfir Núpsvötn, Súlu og Sand- gigjukvísl og Skeiðará, alls 1700 m á lengd. Auk þess eru 17 km af varnargörðum. Vegalengdin sem enginn vegur liggur um er 34 km, en endurbyggja verður stóran kafla vestan megin að þeim stað. Er kostnaður áætlað- ur 500 milljónir, miðað við að framkvæmdir hefjist í vor og ijúka megi þeim árið 1974. Verð- ur nánar sagt frá þessu mikil- væga mannvirki i blaðinu síðar. — Opið hús Framliald af bls. 4 lagakvöld, þar sem við feng- um heimsókn þjóðlagasöngv ara, diskótek og dans og fjöldasöng og kvikmyndasýn- ingar og ýmislegt annað þess hóttar skemmtiefni. Við höf um lika haft sérstakar „vök- ur“, sem helgaðar voru á- kveðnum viðfangsefnum. Ein var helguð hungrinu í heimin um. Þar var sagt frá hungr- inu og hörmulegu ástandi víða um heim, sýndar voru kvik- myndir, og einnig var teikni- keppni. Fengu unglingamir þá örstuttan tima, 5 minút- ur eða svo, til að teikna mynd tengda hungrinu. önnur vaka var um reykingar, áfengis- neyzlu og fiknilyfjaneyzlu. — Þar var m.a. sýnd kvikmynd um þetta efni og einnig var slagorðakeppni þar sem ungl- ingamir bjuggu til slagorð og setningar urri áhrif fíkni- lyfja.“ Látum við hér fylgja nokk ur sýnishorn: „Ef þú kaupir eiturlyf, kaupirðu dauðann." — „Fyrsti skammturinn get- ur orðið valdur að dauða þín- um.“ „Eiturlyf eru hægt sjálfs morð.“ — „Ungt fólk, sem er óánægt með tilveruna, ætti ekki að fara út i eiturlyf og flýja frá henni, heldur gera eitthvað til bóta.“ Ný ndmskeið í keramik að HULDUHÓLUM Mosfellssveit, eru að hefjast. Upplýsingar í síma 66194 frá kl. 11—12 í dag og 1—2 næstu daga. STEINUNISI MARTEINSDÓTTIR. TUDOR rafgeymar allar stærðir og gerðir í bíla, bátavinnuvélar og rafmagnslyftara. Höfum sérstaka raf- geyma fyrir rafdrifnar handfærarúllur með P.g. sellum. NÓATÚN 27, sími 2-58-91. Hafnarfjörður — Hafnarfjörður Hraunver auglýsir Frá og með laugardeginurji 4. marz verður verzlunin lokuð á laugardögum, en opin á mánudögum til föstudags frá kl. 9—6 og föstudaga frá kl. 9—7. Vinsamlegast gerið helgarinnkaupin á föstu- dögum. HRAUNVER ÁLFASKEO 115 SIMI 52690

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.