Morgunblaðið - 03.03.1972, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.03.1972, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1972 Kafbáturinn enn á reki — dráttarbátnum gengur illa að koma honum heimleiðis Washington, 2. marz. AP. BANDARtSKA flotamálaráðu- neytið tilkynnti í dag að rúss- neska dráttarbátnum sem kom til aðstoðar kjarnorkubátnum bilaði við Nýfundnaland, virtist ganga illa að halda festum á hon um. Verið er að reyna að draga bátinn í norðausturátt, en fest- arnar hafa oft slitnað. Síðast þegar fréttist í kvöld, rak kafbátinn stjómlaust, en dráttarbáturinn var að reyna að koma öðrum festum i hann. — Hassan fékk 98% Rabat, 2. marz. AP. HASSAN Marokkókonungur sigr- aði í dag í þjóðaratkvæðagreiðslii um nýja stjómarskrá og hlaut þar með traustsyfirlýsingu þjóð- arinnar, en andstæðingar stjóm- arinnar segja kosningarnar að- hlátursefni ailrar þjóðarinnar. — 98.7% kjósenda samþykktu stjómarskrána, hina þriðju, sem hefur verið innleidd á tín árum. Kommgur hefur lýst yfir því, að nýja stj órnarsfcráin sé fyrsti áfangi á þeirri braut, að þjóð- kjömir fulltrúar fái sífellt aukin völd í landinu. Sovéztot beitiskip er nú komið á vettvang, og amnað er á teiðimni. Veður er enn mjög s’læmt á þess- um slóðum, en þó heldur að ganga niður. Stefnan bendir til þess að verið sé að reyna að draga kaífbátinn tii Murmansk, en þar eiga Sovét- ríkin mikla kafbátahöfn. Kafbát- urinn veltur mikið og líklega er vist áhanfarinnar ekki góð, em ekki hefur sézt að neinn úr henni hafi verið fluttur um borð í sov- ézíku skipin sem eru þarna í grenndinni. Skip frá bandarisku strandgæzlunni er enn á þessum slóðum, reiðubúið að veita aðstoð ef óskað er. Forsetinn lagði blómsveig að minnisvarða um finnska hermenn sem féllu í síðari heimsstyrjöld- inni. Til vinstri er Heikki Hannikainen, ráðherra, herra Kristján Eldjárn og Erkki Sávy ofursti. - Forsetinn í Finnlandi Frambald af bls. 1 veUiraum fór fram stutt og há- tíðleg athöfn, þjóðsönigvar beggja landanna voru leiknir, og forseti íslands kannaði heiðurs- vörð úr finmska hemum. íslenzki fáninn blafcti víða við hún, bæði á fflugvellinum og á opinberum byggingum í Helsinki. Smygluðu 25 tonnum af hassi New York, 3. marz. AP. LÖGREGLAN í New York handtók síðastliðinn miðviku dag tvo menm og eina konu, sem hafa hjálpað til við að smygla a.m.k. 25 lestum af hassi frá Jamaica til Banda- ríkjanna síðan 1968. Jafnframt var byrjað að yfirheyra 2500 manns sem vinna á Kennedy- flugvelli, en hassið hefur komið um þann flugvöll. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar hefur verið komið með 270 til 360 kíló af eitrinu, þrisvar til fjórum sinnum í viku, síðan 1968. Ekki voru gefnar neinar upp- lýsingar á hvem hátt þvx hef- ur verið smyglað inn í landið. RÆÐA KEKKONENS I'ramliald af bls. 3 Lífsmagn fólksims og seigla og hæfileiki til þess að þroska um- hverfi sitt á öllum sviðum lifsins, eru undirstaða alls. Ég treysti því að þjóðir vorar séu þessum kostum búnar, ég veit að þér, herra forseti, eruð sömu skoðun- ar. Er við gaumgæfum alþjóðaþró- un eftirstríðsáranna, sjáum við okkur til ánægju, að hið svokall- aða kalda stríð milli stórvelda; blokkanna er á undanhaldi. í þess stað er komin samvinm.a, sem einmitt nú er að stíga fyrstu leitandi sporin. Margar smáþjóðir, þeirra á meðal ísland og Finnland, ha-fa aidrei hagað stjómmálum sínum samkvæmt takmörkum og regl- um kalda stríðsins. Jafnvel þegar samvinn-a yfir hugmyndafræðileg landamæri hefur verið talin draumur, eða móðgun, höfum við leitað eftir samvinmu, því að hún er bezta trygging friðarin-s, og friðurinn er undirstaða lífs vors sem þjóða. Tilgangurinm með öryggisráð- stefnu Evrópu, sem við erum nú að undirbúa, er einmitt tygging friðarins. Bæði ísland og Finn- land vinna heilshugar að því að byggja upp þes-sa ráðstefnu.- Að lokinni móttökuathöfninni á flugveilinum var ekið til for- setahallarinnar í HeLsinki þar sem íslenzku forsetahjónin og fylgdariið þeirra munu búa með- an á heimsókninni stendur. For- setahöllirl stendur við höfnina í Helsinki og á sér merka sögu. Hún var reist á 17. öld af auð- kýfingi einum af borgaralegum ættum, og 1812 keypti rússneska keisaradæmið höllina og varð hún upp frá því aðsetursstaður stórfursta Rússakeisara i Finn- landi. Þegar Finnland hlaut sjádf- stæði varð höllin að búsietustað Finnlandsforseta eða þar til Kekkonen varð forseti. Hann hefur ekki viljað búa þar, held- ur á sér bústað lítið eitt uitan við Helsiniki, en höllin e-r áfram hinn opinberi móttötoustaður Finndandsforseta. LAGDI BLÓMSVEIG AÐ HETJUKROSSINUM Kl. 4 að hértendum tiíma eftír að forsetahjónin höfðu snætt hádegisverð var haldið til kirkju- garðsins í Helsimfci þar sem for- setinn lagði bdómsveig að Hetju- krosskmm sem svo er nefndur og reistur var til mmningar um fallna Finna i heimsstyrjöldinni siðustu. Slika krossa má sjá í kirkjugörðum í öllum borguim og bæjum Finnlands, enda urðu Finmar að þola mikla blóðtöku í styrjöldinni, og er talið að þeir hafi misst um 80 þúsund manns, flesta á aldrinum 20 tid 30 ára. I kirkjugarðinum í Heisiinki eru leiði mörg þúsund finnskra her- manma, og þar kaus Mannerheim, hinn merki forseti Finna, að láta grafa sig. Þegar forseti íslands hafði lagt blómsveiginn við kross inm staðnæmdist hann stutta stund við leiði Mannerheims og vottaði hinum látna forseta virð- ingu sdna. SENDIHERRA KÍNA Þá var haldið að nýju tid for- setahallarinnar þar sem forset- inn og kona hans voru kynnt fyrir fulltrúum erlendra ríkja hér í Finnlandi. Meðal þeirra sem forsetinn var kynntur fyrir vsr sendiherra Kína í Helsinki, og ræddust þeir lengur við en aðrir, enda mun þetta vera í fyrsta skipti sem forsetinn hittir fuli- trúa Kína eftir að löndin tóku upp stjórnmálasamband. Kvöldverður Finnlandsforseta tid heiðurs íslenzku forsetahjón- unum hófst svo kl. 19 að hér- lendum tima, og sátu um 140— 150 manms þá veizlu. Til hennar var boðið ráðherirum hinnar nýju jafnaðarmannastjórnar og ýms- um háttsettum embættismönnum ásamt sendiherrum Norðurlanda þjóðanna. Við þetta tækifæri fluttu forsetarnir báðir ræður, sem birtast á öðrum stað í blað- inu. Á morgun heimsækir forsetinn meðal annars þinghúsið hér í Helsindd, þjóðminjasafnið, Finn- landshúsið og verksmiðjur, en um kvöldið situr hann kvöldverð arboð finnsku ríkisstjórnarinmar. Flugvél tók bát tók Sjöstjömuna VE 92 að meint- um ólöglegum veiðum um tvær milur frá landi undan Hjörleifs- höfða í fyrradag. Báturinn kom til Vestmannaeyja í gær og verð- ur málið tekið þar fyrir. Skipherra í flugvélinni var Helgi Hallvarðsson. N ORÐUR-IRL AND: Eru mótmælendur nú að hervæðast líka? Ýmislegt bendir til að þeir hafi hafið hryðjuverkastarfsemi Belfast, 2. marz. AP. ÝMISLEGT bendir til að öfga sinnaðir mótmælendatrúarmenn séu að búa sig undir hefndarað- gerðir vegna morðherferða kaþólskra hryðjuverkamana und anfarnar vikur. Mótmælendur hafa um margra mánaða skeið látið lögreglu og herlið wm að berjast við hryðjiiverkamenn- ina, og haft sig lítt í frammi. Að undanförnú hefur þó tekið að bera á atburðum, sem talið er að mótmælendur beri ábyrgð á. Tveix kaþólikkar voru særðir í skotárás í þessari viku, og voru lögregla og herlið hvergi hærri. Þá varð sprenging í hóteli, þar sem kaþólskir stjórnmálamenn hittust og fyrir nokkru fannst sprengja í húsi, sem iþróttahreyf ing kaþólskra ætlaði að nota til fundarhalda. Talsmaður stjórnarinnar hefur sagt að fylgzt sé mjög náið með þessari nýju þróun, en hingað til hafi ekkert komið í Ijós sem bendi til að um skipulagða starf- semi sé að raeða. Mótmælendur hafa að vísu myndað nokkur her ská samtök, en í átökunum á Norður-írlandi nú, hefur sama og ekkert borið á þeim. Menn ótt ast mjög afleiðingamar ef þau fara nú að bæra á sér, því það er ekkert tilhlökkunarefni ef tvenn eða fleiri samtök hryðju- verkamanna fara að keppa um hvert er afkastamest. Samtök mótmælenda geta tæplega jafn- azt á við írska lýðveldisherinn svonefnda, en átök og hefndarað gerðir þessara tveggja aðila gætu auðveldlega orðið að hroða legu blóðbaði. - Ted Willis Franihald af bls. 1 fjárrækt er eina aðalatvinmu- gireinin önnur og hún mjög 'lítil. Engin þjóð önnur er eins háð fiskveiðurn og Islendingar. Fisk- urinn er undirstaða þeirra. Svo sinemma sem árið 1951 var fyrir hendi hætta á ofveiðum við ísland,, sagði Willis lávarður eninifiremur. Það kom að gagni, að lanidhelgiin vair stækkuð úr þrem- ur í tólf mílur, en nú þegar veið- arniar væru í stað 300—500 tonna togara stundaðair af risavöxnum 4000 tonna verksmiðjutogurum, sem gætu verið um kyrrt á veiði- svæðinu mánuðum saman, „sjúga þeir upp fisikinin eins og ryksug- ur og afleiðingin er sú einu sinni enn, að mjög alvarleg hætta er á ofveiði." Margar þjóðir hefðu fiskveiði- lögsögu, sem væri talsvert meiri en 50 mílur. Fímmtíu mílma land helgi myndi efla varðveizlu fisiki stofmamina í þágu allra þjóða. „ís lenzka ríkisstjómin er ekki hneigð fyrir að halda áfram mál- skrafi um þessa landhelgi og út af fyrir sig, þá álasa ég henmi etoki.“ Willis lávarður kvaðist vera þeirrar skoðunar, að brezlca stjórnin ætti að notfæra sér vilja íslenzku stjórnarinnar til þess að halda áfram viðræðum í því skyni að finina lausn. íslendingar hefðu hvað eftir annað hjálpað brezkum sjómönnum, er togurum þeirra hefðu hlekkzt á eða þeir þarfiniast læknishjálpar. Út.hafs- veiðar væru hættulegt starf. „Island treystir á hjálp vinsam legra þjóða og ég vona, að við FLUGVÉL Landhelgisgæzlunnar muTlum aldrei framar lenda 1 þeirri aðstöðu, að við þurf um að grípa til aðgerða gegn íslending- um. ísland byggir ekki á hernað- armætti heidur á siðferðislegum rétti, sem ég held, að sé mjög sterkur þeirra megin og byggist á almennri skynsemi,“ sagði Will is lávarður ennfremur. Hann tók það fram, að brezk- ir sjómenn hefðu veitt í mangar kynslóðir í höfunum umhverfis Island, en hann bætti við: „Það er mjög mikil ástæða til þess að vernda þessi mið, með íslendinga sem gæzlumenn og á þeim grundvelli held ég, að þvi fyrr, sem við tölum við þá, því betra.“ Boothby lávarður var sam- mála því, að málsstaður Islend- inga væri sterkur. Hann sagði. að það bygðist á friðunaráætlun- um og hann bætti við: „Ég vona, að áður en áratug- ur er liðinn, þá höfum við fund- ið betri leiðir til verndunar. Það þýðir stærri möslkva og veiði- aðferðir sem eyðileggja ekki jafn mikið og ég vildi óska þess, að ríkisstjórnin hefði gert meira en hún gerði í samningunum við Efnahagsbandalagslöndin. Ef ekkert er gert, óttast ég, að vanda málið verði nær óleysanlegt, áð- ur en áratugur er liðinn. Islend- ingar eru I fullum rétti til þess að krefjast þessara verndunar- marka."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.