Morgunblaðið - 22.03.1972, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.03.1972, Blaðsíða 12
rz. 12 MORGUNBLÁÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1972 Fleiri sprengingar: Beðið eftir friðaráætlun Londonderry, 21. marz — AP TUTTUGU og l'iinm manns meiddust i þremur sprengingr- um sem urðu með nokkurra minútna millibili i Londonderry i dag, en að þessu sinni gáfu hermdarverkamenn öryggissveit- um nægan tíma til að hreinsa hættusvæðin, gagnstætt þvi sem uppi varð á teningnum í Belfast í gær þegar sex menn biðu bana og 150 særðust. Enn hefur ekki tekizt að fá úr því skorið hverjir stóðu að sprengjutilræðinu mikla í Bel- fast. Hinn opinberi armur Irska lýðveldishersins kveðst enga ábyrgð bera á sprengingunum, Bóla Belgrad, 21. marz. NTB. ÁTTA bólutilfelia liefur orðið vart í nokkrum þorpum í K««s ovohéraði i siiðausturhluta .lúgóslaviu að sögn yfirvalda i Belgrad. Veikinnar hefur ekki orðið vart i landinu í 40 ár, og talið er að hún hafi bor izt frá Miðausturlöndum. en „Provisional“-armurinn neit- ar að láta hafa nokkuð eftir sér. Foringjar Ihaldsflokksins og Verkamannaflokksins hafa lýst yfir þvi að sprengingamar sýni að hryðjuverkin verði að hætta. Afstaða mótmælenda á Norð- ur-lrlandi hefur harðnað til muna eftir atburðinn og foringj- ar þeirra boðuðu í dag baráttu gegn sameiningu írlands. Jafn- framt þessu er beðið með nokk- urri eftirvæntingu eftir því að brezka stjómin birti loksins friðaráætlun sína sem lengi hefur verið í undirbúningi. Á fundi sem Brian Faulkner, for- sætisráðherra hélt í dag með þingflokki sínum komu fram háværar kröfur um að réttindi Norður-lrlands yrðu varðveitt og barizt yrði gegn samein- ingu. Þótt stjórn Heaths hafi sætt gagnrýni vegna versnandi ástands á Norður-írlandi og tafa á friðaráætluninni, var skyndi- tillaga Verkmannaflokksins um vantraust á stjómina felld í nótt með 294 atkvæðum gegn 257. Heath ræðir friðaráætlun- ina við Faulkner á morgun, en óvíst er hvort hún verður birt eftir þann fund. Nóg hey á Grænlandi Ástandið ekki eins slæmt og' óttazt var Julianehaab -— Frá Henrik Lund fréttari.tara Mbfl. I SKEYTI tU Mbl. frá Græn landi í dag segir Henrik Lund að svo virðist sem ástandið þar í iandi sé ekki eins alvar- legt og fyrst var álitið. Að visu mun ástandið í fjárhér- uðimum misjafnlega slæmt, en nægar birgðir em af heyi og fóðurkomi. Eru það samgönguerfiðieik ar sem mest há fjárbændium, sem ekki eiga nægar bírgðir heima fyrir. Br nú notuð þyrla tii að koma fóðri til þeirra staða sem ástandið er verst á. 1 skeytinu segir að Kirke- gaard dýralæknir sé nú á eft- irlitsferð og að nánari frétta sé að vænta, er hann snúi aft ur. Pólland: Leiðtogar í botnsætum Varsjá 21. inarz AP—NTB. NÚ eru endanleg úrslit kunn í ko<«ninguniim í Póilandi um helg- Hughes á lífi BREZKA blaðið Daily Tele- graph skýrði frá því í gær í frétt frá fréttaritara sínum í New York, að milljarðamær- ingurinn Howard R. Hughes, sem nú dvelst í Vancouver í Brezku Kóliimbíu hafi áður en hann fór frá Nicaragua hitt að máli Somoza forseta Nic- aragua og Turner Shelton sendiherra Bandaríkjanna i Nicaragua. Shelton sendiherra sagði fréttamönnum að fundur hans og Hughes hefði staðið i rúma kl'ukkustund og viðræð- urnar verið í léttum dúr. Sendi herrann sagði að Hughes hefði virzt við góða heilsu. Hann hefði verið beinn í baki, með smávegis skeggvöxí og stuttklippfcur. Skv. þessu hef- ur nú fengizt staðfeist að How- ard R. Hughes er á lí'fi. ina. 97,61% greiddu atkvæði, en 22,3 milljónir manna voru á kjörskrá. í kosningiinum gátu kjósendur látið í ljós álit sitt á frambjóðendum með því að núm era nöfnin á kjörseðlinum frá 1—7. Ýmsir háttsettir embættismenn og flokkslieiðtogar biðu mikið af hroð í skoðanakönnuniinni, þ.á m. innanríkisráðherramn, utanrik isráðiherrann og formaður verka- lýðssambandsins, sem afflir lentu í neðsta sæti svo og StanisLaw flokksrdtari. Gierek, leiðtogi kom m ún istafliokks ins fékk 99,80% afckvæða í sínu kjördæmi. — Skattar Framhald af bls. 1. 1973 og að hann næmi 10%. — Virðisaukaiskattur tíðkast nú í öllum EBE-löndunum nema ítal íu. Skattalækkanirnar samkv. hinu nýja fjárlagafrumvarpi nema alls 1,2 miiljörðum punda. Það jafngildir skattalækkun er jafngildir einu pundi á viku fyrir hvern launþega i Bretlandi. Barber fjármálaráðherra lagði einnig fram tillögur um nokkrar flóknar ráðstafanir sem eiga að leiða til aukinnar fjárfestingar Þegar Indira Gandlii var í Banglad<<sli á dögiinum undirrltaði hún og Mujibur Raiiman fursti 25 ára vináttiisanining Indlands og Bangladesb. Ríkisstjóri Grikklands rekinn: Papadopoulos tekur nú öll völd í sínar hendur Gegnir tveimur æðstu embættum landsins Aþenu, 21. marz — AP GEORG Zoitakis hershöfðingja var í dag vikið úr embætti ríkis- stjóra Grikklands og Georg Papa dopoulos, forsætisráðherra, tók sjálfur við embætti hans, að því er tilkynnt var í dag. Papadopou los hershöfðingi hefur verið valdamesti maður landsins síðan Georg Papadopoulos. herinn tók völdin fyrir fimm ár- um, og nú gegnir hann tveimur æðstu embættum landsins eftir brottvikningu Zoitakis hershöfð ingja. Ástæða brottvikningarinnar er sú að sögn stjórnarinnar að Zoi- takis neitaði að staðfesta lög sem stjómin samþykkti í janúar þess efnis að fjölgað yrði i öryggis- þjónustunni og hún efld á annan hátt. „Neitun ríkisstjórans var ekki til þess fallin að efla þá þróun sem stjómin vill að verði á sviðum félagsmála, stjómmála og efnahagsmála," sagði talsmað ur stjórnarinnar. og samningar á efnahagslífi Bretlands annars vegar og EBE- landanna hins vegar. Flestir þingmenn Neðri mál- stofunnar áttu fullt í fangi með að botna í ýmsum köflum frum- varpsins og vissu ekki alveg hvernig þeir ættu að bregftast við því. Verðbréfasalar í City voru hins vegar mjög ánægðir og töldu að ráðstafanimar myndu auka umsvif á hlutabréfamark- aði. Surnir voru þó vonsviknir vegna þess að sfcjórnin legði ekki íil að lækkaðir yrðu skattar á hlutafélögum eins og ýmsir höfðu búizt við. Sumir höfðu Brottvikningin er fyrsta meiri háttar sundurþykkjan, sem upp hefur komið innan herforingja- stjórnarinnar síðan byl'ingin var gerð. Æðsti maður grísku rétt- trúnaðarkirkj unnar, Ieronymos erkibiskup tók í dag af Papado- poulosi eið sem ríkisstjóra að við staddri stjórninni. Papadopolous hefur þar með öll völd í sínum höndum og hefur vald til þess að semja og staðfesta lög í nafni Konstantíns konungs. Zoitakis er 72 ára gamall hers höfðingi og var gerður að ríkis- stjóra eftir gagnbyltingarlilraun Konstantíns konungs og fiótta hans til Rómar í desember 1967. Lengi hefur verið búizt við full- um vinslitum Zoitakis og annarra forystumanna herforingjastjórn arinnar. St j órnartalsmaðurinn, Byron Stamatopoulos, sagði að fleiri dæmi mætti nefna um að Zoitakis hefði neitað að fallast á ákvarðanir stjórnarinnar. „Þess vegna var skortur á eindrsegni," sagði hann. Stamatopoulos saigði að ákvörð unin um að setja Zoitakis af væri í samræmi við annað ákvæði stjórnarskrárinnar frá 1968, sem segir: „ef ríkisstjórinn hættir af einhverjum ástæðum að rækja skyldur sínar skal ríkisstjórnin skipa nýjan ríkisstjóra." Neitun Zoitakis að undiirrita íagafrum- varpið var talin jafngilda afskipt um af stefnu stjórnarinnar, og stjórnin samþykkti einróma að Papadopolous tæki við starfi hans að sögn stjórnartalsmamns- ins. Papadopoulos hefur brotið á bak aftur alla mótspyrnu með brottvikningu Zoitakis. í ágúst í fyrra rak hann átta fyrrverandi ofursta úr stjórnimni. Stjórn- einnig vonað að bensínskattur yrði lækkaður en svo varð ekki. Ekki eru allir jafn ánægðir með lækkun á tekjuskatti. For- maður verkalýðssambandsins, Vic Feather, saigði að ríkir mundu í raun og veru hagnast meir á því en hinir fátæku. Aðr ir töldu hækkunina á eftirlaun- um ganga of skammt. Barber lagði einnig til að hækkuð yrðu mörkin sem segja til um hvort greiða skuli tekju- skatt og sleppa því 2.750.000 við að greiða skattinn. Kvæntur fjöl skyldufaðir losnar við að greiða tekjuskatt ef hann hefur minni tekjur en 21,46 pund á viku. málasérfræðingar í Aþenu velta því fyrir sér hvaða áhrif síðustu ráðstafanir Papadopoulosar muni hafa á framtíðarþróunina í Grikk landi, og þykir þeim ljóst að hann hafi alls ekki í hyggju að koma á aftur þingræði. Vonazt hafði verið að gefið yrði til kynna á fimm ára afmæli byltingarinn ar í næsta mánuði hvenær kosn ingar yrðu haldnar. 7 fórust í jarð- skjálfta í Perú Lima, 21. marz NTB. KRÖFTUGUR jarðskjálfti varð I tlag 7 manns að bana og olli miklu tjóni í norðiirhluta Perú. Mældist kippurinn 6,5 stig á Riehterkvarða. Þrír aðrir vægari kippir fylgdu í kjölfarið. Flug- vélar með bjálpargögn hafa ver- ið sendar á staðinn. — Norður- Vietnamar Frambald af bls. 1. Talið er að 75 eldflaugum hafi verið skotið á Phnom Penh og eyðilögðust 300 heimili og eldur kom upp á stóru markaðssvæði. Jafnframt var gerð fótgönguliðs árás á tvær sendistöðvar stjórn arinnar 4,8 km suðvestur af borginni. Miklar skemmdir urðu á annarri stöðinni og lögðust út- sendingar niður um tíma. Um 120 manns mun-u hafa særzt í á- rásinni og miklar truflanir urðu á umferð. Harðast. úti urðu flótta menn, sem eru 200.000 talsins. Um helmingur hinna föllnu var skotinn eða stunginn til bana á heimilum slnum í íbúða- hverfi skammt frá annarri út- varpsstöðinni. Norður-vietnamsk ir hermenn brutust inn í hvert húsið af öðru þegar þeir höfðu sprengt útvarpsmöstrin í loft upp og eyðilagt mestallan tækni búnað stöðvarinnar. Svo að segja allir sem voru drepnir voru ó- breyttir borgarar. Mörgum eldflaugum var skot- ið á flugvöllinn og íbúðahverfi rétt hjá. Nokkrir eldar kviknuðu við sprengingarnar og ibúðahús brunnu til ösku. — Sjúkrabílar voru stöðugt í förum milli hverf anna sem á var ráðizt og ajúkra- húsa höfuðborgarinanr, sem troð fylltust. Miklar skemmdir urðu á flugvellinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.