Morgunblaðið - 13.04.1972, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. APRlL 1972
7
Smínútna
krassgáta
Lárétt: 1 fugl, 6 iðlka, 8 jök-
uB, 10 samlhQj., 11 mikinn stnjó,
12 vepkíæri, 13 hviilit , 14 örg,
16, vænar.
Lóðrétt: 2 fer á sjó, 3 raf-
sf)ö5, 4 tónn, 5 rótar til, 7 mat-
x«iða, 9 frostsár, 10 verkifæri, 14
hotekrúía, 15 menntestofnun.
Íliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii]iiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiifliiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin|i
JíRNAÐHEILLA
iiiiiiiiniiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiil
Guðieifur Þorkelsson Einars-
nesi 44 verður 70 ára á fimmitu-
daiginn, 13. apríC.
Nýiega opinberuðu trúlofun
sína unigírú Ingibjörg Kristins-
dótitir Gufudal A-Barð og
Ájgúst Onmsson Söriaskjóði 66,
Reýkjavilk.
[BHMniiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiniinuiiii |
BLÖÐ OG TÍMARIT
iiiniiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin
Stefnir, tímarit um þjóðmál og
menninigarmái, 1. tibi. 23. áng.
1972 er nýkomið úit og befur ver
ið sent Mbl. Útgefandi er Sam-
band ungra sjálfstæðismanna.
Af efni biaðsins má nefna: Rit
stjórnargreinin: Fálm og fijót-
inæði, hrunstefnan endurvaikin.
Þorvaidur Búason skriíar grein
ina: íslenzk vísind: — ísieny.k
ar rannsófcnir. Viðta! við Ólaf
G. Einarsson: Meginstefna oikk-
ar er óbeinir skattar. Stiklur.
Fleimdaiiur 45 ára. Kafii úr
þingræðu Eiierts Sehram: Með
Framikvæmdastofn'uninni á að
skapa skilyrði fyrir úreita og
ólhæfa hatgstjóm. Grein eftir
Bergþór Konráðsson: Fyrir-
tækjalýðræði ag almennings-
þátttafca. Grein með myndum
Ærá aðsetri Sjáifstæð sfiofcfcs ins
S Gaitafelli. Umboðsmaður ag
■uppiýsingaskylda stjómvaida.
Greint Írá atriðum tveggja
þingsályfctunartiliagna Alþing-
is. Stefnir er 36 síður í miyndar-
llegu broti, preratað á góðan
pappiir, prýtt fjölda mynda. Nýr
ritetjóri hefur tekið við honum,
o,g er það Herbent G'uðimunds-
•son. Framkvæmdastjóri er PáOI
Stefánsson.
H||MiHHU(llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll||l|||||||||)|||||||||||]|)|||||||||
GAMALT &GOTT
lllllllllllllllllllllll..
1 Reynisvatni í Mosfellssveit
var upphaflega mikil silungs-
veiði. En svo var það, að bóndi
sem þar bjó, drukknaði í vatn-
inu. Dóttir hans fulltiða horfði
á þetta, en gat ekki hjálpað hon
nm. Varð henni þá svo þungt í
sikapi, að hún iagði á vatnið, að
allur silungur í því skyldi
verða að pöddum og hornsilum.
Sjðan hljóp hún sjálf í vökina
og drukknaði þar. — Úr hndr.
í Lbs.)
i»
DAGBÓK
BAHVAWA..
BANGSIMON
og vinir hans
„Þetta segir þú alltaf,“
sagði Kengúrubarnið.
„Það er ekki hægt að at-
huga neitt, þegar veðrið er
svona eins og í dag, Keng-
úrubarn,“ sagði Kaninka.
„Ég býst ekki við að við
förum langt og seinna í
dag, þá skulum við öll ....
skulum við öll .... jæja,
eru allir tilbúnir, þarna
kemur Tígrisdýrið. Verið
þið sæl, Kengúra og Keng-
úrubarn. Seinna í dag ætl-
um við öll.Komdu nú,
Bangsímon. Eru allír til-
búnir? Það er gott. Þá
förum við.“
Og svo fóru þau. Bang-
símon og Grislingurinn og
Kaninka gengu fyrst og
Tígrisdýrið þaut í hringi
allt í kring um þau. Þegar
stígurinn varð mjórri,
gengu Kaninka, Grisling-
urinn og Bangsímon hvert
á eftir öðru og Tígrisdýrið
var á þönum í kring um
þau í litlum hringjum. Og
þegar þyrnirunnarnir voru
orðnir þéttir beggja vegna
við stíginn, þá þaut það
spölkorn fram fyrir þau og
aftur til baka og stundum
rakst það ekki á hana.
Þegar lengra kom inn í
skóginn, var þokan orðin
svo þétt, að Tígrisdýrið
hvarf við og við og þegar
þau héldu að það væri
hvergi nálægt, þá var það
komið aftur og sagði: „Er-
uð þið ekki að koma?“ og
áður en varði var það horf-
ið á ný.
Kaninka sneri sér við og
gaf Grislingnum olnboga-
skot. „Næst,“ sagði hún.
„Segðu Bangsímoni það.“
„Næst,“ sagði Grisling-
urinn við Bangsímon.
„Næst? Hvað þá?“ spurði
Bangsímon.
Tígrisdýrið var allt í
einu komið aftur, rakst á
Kaninku og hvarf á nýjan
leik.
„Nú,“ sagði Kaninka og
stökk ofan í skurð við
hliðina á stígnum og Bang-
símon og Grislingurinn
stukku á eftir henni.
Þau földu sig undir
burknunum og lögðu við
hlustir. Allt var afar kyrrt
í skóginum. Þau hvorki sáu
neitt né heyrðu.
„Kyrr,“ sagði Kaninka.
„Ég er kyrr,“ sagði Bang
símon.
Svo heyrðist fótatak.
Einhver kom hlaupandi —
svo varð allt kyrrt aftur.
„Halló,“ kallaði Tígris-
dýrið og það var svo ná-
lægt þeim, að Grislingur-
inn hefði vafalaust hrokk-
ið í loft upp, ef Bangsímon
hefði ekki af hendingu
setið ofan á honum næst-
um öllum.
'i’/T-,' ö
„Hvar eruð þið?“ kallaði
Tígrisdýrið.
Kaninka gaf Bangsímoni
olnbogaskot og Bangsímon
svipaðist um eftir Grisl-
ingnum til að gefa honum
olnbogaskot en hann sá
hann hvergi, og Grisling-
urinn hélt áfram að anda
niður í blauta burknana
eins hljóðlaust og hann
gat og hann var mjög eft-
irvæntingarfullur og hon-
um fannst hann vera afar
hugrakkur.
„Þetta er skrítið,“ sagði
Tígrisdýrið, og svo heyrðu
þau, að það þaut burt aft-
ur. Þau biðu þangað til allt
var orðið svo kyrrt í skóg-
inum, að þeim fór ekki að
standa á sama. Þá reis
Kaninka upp og teygði sig.
„Jæja, sagði ég ekki,“ sagði
hún hreykin. „Fór ekki
allt, eins og ég sagði?“
„Ég var nú að hugsa,“
sagði Bangsímon.
„Hættu því,“ sagði Kan-
inka. „Við skulum koma
heim.“
Og svo flýttu þau sér af
stað með Kaninku í broddi
fylkingar, því hún átti að
vísa veginn. Þegar þau
höfðu farið dálítinn spotta,
sagði Kaninka: „Nú gæt-
um við talað saman. Um
hvað varstu að hugsa,
Bangsímon?"
„Það var ekkert merki-
legt,“ Sagði Bangsímon.
„Hvers vegna förum við í
þessa átt?“
„Vegna þess að þetta er
rétta leiðin.“
„Nú,“ sagði Bangsímon.
„Ég held að við ættum
að fara meira til hægri,“
sagði Grislingurinn dálítið
óstyrkum rómi. „Hvað
heldur þú, Bangsímon?“
FRflMtWLDS
SflEfl
BflRNflNNfl
DRATTHAGI BLYANTIJRINN
■v
FERDINAND