Morgunblaðið - 13.04.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.04.1972, Blaðsíða 16
16 MORjGUNBLAÐIÐ, FEMMTTJDAGUR 13. APRlL 1972 Útgefandi M Árvdkuc Reylcjavfk Framkvaemdas.tjóri Harafdur Svams&on. R'íteitjómr Matthías Johanrtessen, Eyjólifur Konréö Jónsson. Aðstoöarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Rits'tjór.n'arfiuWtrúi Þiorbjjönn Guðmundsson Fréttastjóri Bjöm Jöhannsson Auglýsingastjöri Árni Garðar Kristinsson Ritstjórn og afgreiðsia Aðaistra&ti 6, sfmi 10-100. Augíýsingar Aðalstr'aeti 6, sifmí 22-4-80 Áskriftargjal'd 225,00 kr á 'miámuði innanlands f iausasöTu 15,00 Ikr eintakið ber saman um, að ^ þróunin í efnahagsmálum landsmanna sé að verða mjög ískyggileg og kom það m.a. glöggt fram á ársfundi Seðla- banka íslands í gær. Að von- um hefur sú hlið efnahags- málanna, sem snýr að öllum almenningi vakið mesta eft- irtekt og umtal á undanförn- um dögum og vikum, en það eru þær stöðugu verðhækk- anir, sem dynja yfir dag frá degi, viku eftir viku og hef- ur fólk jafnvel við orð, að dagsprísar séu á helztu nauð- synjavörum. En um leið og menn gera sér grein fyrir þeirri kjaraskerðingu, sem launþegar verða fyrir af völd- um hinna gífurlegu verð- hækkana, sem nú ríða yfir landið, er nauðsynlegt að átta sig einnig á þeirri staðreynd, að þessar verðhækkanir og sú víxlverkun kaupgjalds og verðlags, sem fylgir í kjöl- farið, hafa mjög alvarleg áhrif á stöðu atvinnulífsins í landinu. Á aðalfundi Vinnuveitenda sambands íslands, sem hald- inn var fyrir nokkru, gerði Jón H. Bergs, formaður Vinnu veitendasambandsins að um- talsefni kjarasamninga þá, sem gerðir voru í desember sl. og minnti á, að þeir hefðu verið gerðir við mjög óvenju- legar aðstæður. í stjórnar- sáttmála ríkisstjórnarinnar hefðu verið gefin ákveðin fyrirheit til launþega um kjarabætur, sem hefðu tak- markað mjög samningsgrund- völl aðila vinnumarkaðarins. Síðan sagði Jón H. Bergs: „Var því margsinnis lýst yfir af hálfu vinnuveit- enda að vinnutímastytting sú, er ríkisstjórnin hefði gefið fyrirheit um í mál- efnasamningi, gerði meira en að tæma þá mögu- leika, sem atvinnureksturinn hefði til að veita kjarabætur. Verður að segja, að lítill ár- angur varð af viðræðum við ríkisstjórnina um aðgerðir til þess að létta af atvinnu- rekstrinum og því miður hef- ur nú skattalögum verið breytt á þann veg, að teljast verður mjög til íþyngingar fyrir atvinnurekstur lands- manna frá því, sem verið hefði, ef skattalagabreyting- ar, sem gerðar voru á sl. ári, hefðu komið til framkvæmda eins og gefin voru fyrirheit um við inngöngu íslands í EFTA, svo að íslenzk at- vinnufyrirtæki væru sam- keppnisfær á erlendum mörk- uðum.“ Eins og glögglega kemur fram í þessum ummælum Jóns H. Bergs voru at- vinnufyrirtækin alls ekki undir það búin að taka á sig þær miklu kostn- aðarhækkanir, sem leiddu af kjarasamningunum, sem gerðir voru í desember sl. og þess vegna hlaut svo að fara, að verulegur hluti þess- arar útgjaldaaukningar rynni beint út í verðlagið. Það má því furðu gegna, þegar stjórn- arblöðin hamast við það dag eftir dag að kenna viðreisnar- stjórninni um þær verðhækk- anir, sem nú eru að verða og varð einhverjum að orði, að svo virtist sem viðreisnar- stjórnin væri enn við völd, ef marka mætti ummæli stuðningsblaða ríkisstjórnar- innar, En með sama hætti og verðhækkanirnar valda kjara skerðingu hjá launþegum auka þær mjög erfiðleika at- vinnufyrirtækjanna. í fyrsta lagi urðu kaupgjaldshækkan- ir til muna meiri en atvinnu- fyrirtækin geta staðið undir að óbreyttu verðlagi. í öðru lagi valda verðhækkanir í landinu margvíslegum kostn- aðarauka í rekstri fyrirtækj- anna. í þriðja lagi eru nú boðaðar af hálfu Seðlabank- ans peningalegar aðgerðir til þess að draga úr þeirri miklu þenslu, sem er í efna- hagslífinu og hljóta óhjá- kvæmilega að hafa þau áhrif að þrengja mjög að á fjár- magnsmarkaðinum í landinu, sem aftur leiðir til erfiðleika í daglegum rekstri fyrirtækj- anna. Allt eru þetta staðreyndir, sem stjórnendur atvinnufyr- irtækja verða nú að horfast í augu við og ekki fer hjá því, að hlutskipti þeirra verður sífellt erfiðara eftir því sem á árið líður. Við þær kostn- aðarhækkanir, sem atvinnu- reksturinn stendur nú frammi fyrir, bætast svo íþyngjandi skattaálögur eins og Jón H. Bergs hefur vakið athygli á. Á kreppuárunum 1967— 1969 gerðu margir sér ljósari grein fyrir því en áður, að blómlegur hagur atvinnufyr- irtækjanna væri forsenda þess, að afkoma launþeganna í landinu yrði góð. Þess vegna er mikil hætta á því, að versnandi afkoma atvinnu- fyrirtækjanna leiði til þrengri afkomu launamanna í land- inu almennt. Hagsmunir þess- ara aðila eru svo samtvinn- aðir, að þar er ekki hægt að skilja á milli, en því miður bendir fátt til þess, að ríkis- stjórn Ólafs Jóhannessonar hyggist bregðast við þeim vandamálum, sem atvinnu- reksturinn í landinu stendur nú frammi fyrir, af raunsæi eða yfirleitt að gera á nokk- urn hátt ráðstafanir til þess að létta undir með honum. Þvert á móti bendir margt til þess, að innan ríkisstjórnar- innar ríki fjandsamlegt við- horf í garð einkaatvinnurek- enda í landinu og að miklu fremur megi vænta enn meiri álaga á atvinnureksturinn úr þeirri átt. AFKOMUHORFUR ATVINNUVEGANNA forum world íeatures Risinn í Bengal Eftir R. M. Lala Fáir menn, sem hafa verið til þess kvaddir að stýra þjóð sinni, hafa að baki jafnáhrifaríka reynslu og Mujibur Rahman fursti. Þegar hann sat í pakistönsku fangelsi í níu mán- uði reyndu ríkisstjórnir um allan heim að beita áhrifum sínum til þess að fá hann leystan úr haldi. Allt kom fyrir ekki, og dag nokkurn sá hann opna gröf fyrir utan klefa sinn — gröf sem var ætluð honum. Bhutto forseti, sem tók við af Yahya Khan, neitaði að myrða furstann. Hann var iátinn laus og lagði upp í flugferðina frægu til Lundúna og sneri síðan aftuir til lands síns, sem hafði öðlazt frelsi. Nú heyr hann erf iða baráttu fyrir því að bjarga 75 milljónum landa sinna frá hörmung unum, sem Pakistanar leiddu yfir þá með hrottalegri kúgun, hörmungum sem eiga engan sinn lika í sögu síð- ari tíma. Ég hef nýlega hitt hann tvisvar sinnum að máli. „Hvaða tvö eða þrjú mál eru þér efst í huga?“ spurði ég hann fyrst. „Matur og húsa skjól hánda þjóð minni,“ svaraði hann án þess að hugsa sig um. „Tíu milljónir flóttamanna eru komnar aft ur frá Indlandi. Aðrar 25 milljónir hafa misst heimili sín. Ég verð að gera einhverjar ráðstafanir fyr- ir þetta fólk áður en regntíminn hefst í maí. Atvinna er stopul, sam- göngur eru í lamasessi og iðnfyrir- tæki eru í rústum, Stundum er ég andvaka á nóttunni. Ég veit ekki hvað tekur við. Það veit guð einn.“ Furstinn er risi að vexti, öfugt við flesta landa sína, sem eru lágvaxn- ir. Hann er snillingur í með- flerð þerugalskrar bunigu, ágætur ræðumaður og gæddur miklum per- sónulegum áhrifamætti. Áheyrendur hans á fjöldafundum verða því fyr- ir töluverðum sefjunaráhrifum firá honum. Þegar hann sneri aftur frá Lund- únum sem foringi þjóðar sinnar, ríkti megn andúð á þeim mönnum, sem höfðu verið handbendi pakistönsku yfirvaldanna, sérstaklega á hópum fólks af öðru þjóðerni en bengölsku, því að í röðum þess var margt manna, sem höfðu staðið fyrir mörg- um grimmdarverkum gegn beng- ölsku þjóðinni á dögum pakistönsku stjórnarinnar. En furstinn sagði: „Hættum öllum ófriði í hjarta hins gullna Bengals." Sumir útitendiinigar hafa látið í Irjós ugg um velferð einnar og hálfrar milljónar Bíhara, sem búa í Bengal, en þeir eru Múhameðstrúarmenn, sem fluttust frá Indlandi eftir skipt inguna. Ef öryggi þeirra er tryggt, þá er það næstum því eingöngu áhrifum furstans að þakka. Erlendur stjórnarerindreki minn- ist þess þegar æstur múguir þúsunda manna safnaðist saman á fundi, sem furstinn hélt í marz í fyrra og hróp- aði á hefnd yfir fólki af öðru þjóð- erni en bengölsku. Yahya Khan hafði þá rofið þing, en flokkur furst ans hafði bryggt sér þar algeran meirihluta eftir kosningarnar, sem höfðu verið haldnar skömmu áður. Megn andúð ríkti á Pakistönum frá vesturhlutanum og á Bíhörum. Er- lendi stjórnarerindrekinn sagði mér hvernig Mujibur talaði við fólkið i eina klukkustund og brýndi fyrir mönnum að sýna umburðarlyndi og standa vörð um lög og reglu. „Allir sem í Bengal búa eru Bengalar, hvað an sem þeir koma, og við verðum að líta á þá sem jafningja okkar,“ sagði hann við múginn. Stjórnarerindrekinn sagði mér líka hvernig greinilega sljákkaði í múgnum eftir því sem leið á ræðu furstans, og þegar hann hafði lokið máli sínu dreifðist hópuirinn skipu- lega og ailir héldu rólegir á brott. Nú er furstinn hvort tveggja í senn, faðir þjóðar sinnar og höfuð stjórnarinnar. Hann sameinar þau tvö hlutverk, sem Mahatma Gandhi og Nehru gegmdu, þegar IndTand öðl- aðist frelsi fyrir 25 árum. Að sumiu leyti eru verkefnin, sem bíða úr- lausnar hans, meiri, þvi að hann ræð ur yfir lamaðri þjóð, sem aðeins á eitt sterkt vopn — ódrepándi frels- isþrá. Hann sagði við mig: „Þeir hafa drepið átta af hverjum tíu lögreglu- manna okkar, sem voru 30.000 tals- ins. Ég á enga einkennisbún- inga handa nýliðum í lögreglunni. Þeir hafa lagt skólahús í rústir og eyðilagt bókasöfn skólanna og meira að segja borðin og stólana. Þeir hafa tekið gull okkar og eyðilagt banka- seðla okkar. Ég veit af hverju þeir gerðu þetta. Ég á engan erlendan gjaldeyri og varla nokkurn eyri í rík iskassanum. Ef þessi ógnarstjórn hefði haldið áfram í tvö ár til við- bótar, hefðu þeir drepið alla þjóð mína.“ Umhygigja furstans fy-rir öðru fólki er furðuleg. Þegar ég ræddi við hann öðru sinni vóru ástralskir þingmenn viðstaddir. Þegar Ástra- líumennirnir spurðu hann hvers kon ar aðstoð hann vildi fá frá Can- berra, bað hann ekki um matvæli eða rekkjuvoðir eins og búast hefði mátt við. 1 þess stað sagði furstinn, að hann hefði mestar áhyggjur af 500 frelsishetjum, sem taka hefði orðið af útlimi í baráttunni við Paki stana. „Ég vil sjá til þess að þeir fái gervilimi, svo að þeir geti lifað nytsömu lífi í framtíðinni," sagði hann við Ástralíumennina. MUji'bur fursti er hlýliegur maður og töfrandi og hiefur haift afs'kipti af stjórnmálum síðan á stúdentsárum sínum. Hann þekkir þúsundir áhuga manna um stjórnmál, kaupsýslu- menn, iðnrekendur, bændur. Hann er ánægðastur í hópi þessa fólks. En vinna hans eykst stöðugt, og þess vegna rekast á störf hans í stjórninni og áhugi hans á því að ræða vlð alþýðufólk. Um leið og hann vaknar kl. 6.30 f.h. hringiir dyrabjallan og inn koma vinir sem bera upp við hann vandamál. Kl. 8,30 hefst vinnudagurinn. Mestallan morguninn dvelst hann í stjórnarráð inu. Muji'bur fursti viill helidiur lesa fyrir en skrifa sjállifur fyrirmæli sín á blað, og han.n leggur mitala áherzliu á að mál séu leyst skjótt og greið- lega. Hádegisverð snæðir hann kl. 2.45 e.h. Hann heldur síðan aftur til hins opintoera bústaðar síms og bek- ur á móti fjölda áhrifamanna, sendi- herra, flokksforingja og forystu- manna toæjar- og sveitarstjórna. Þessn l'ýkur ekki fyrr en kiomið er lanigit fram á kvöild. Einn aðstoðarmawna hans sagði FramJhald á bls. 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.