Morgunblaðið - 13.04.1972, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.04.1972, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐÍ®, F1MMTUDA6UB 13. APK.IL, 1972 - Ræða Jóhannesar Nordals Framhald af bls. 17. stefnt, dró þó nokkuð úr aukningu peningamagns á sið- axa hluta ársins, jafnframt þvi, sem lausafjárstaða bank- anna vemsaði. Bankastjórn Seðlabankans taldi því rétt að baida áfram á sðmu braut, og var gert samkomulag við viðskipta- bankana um, að stefnt yrði að 12% útlánaukningu á árinu 1971 í heiid. Var talið, að það myndi hvetja bankana til að halda útlánaaukningu í skefj- um, að fyrirsjáanleg virtist mikil rýmun lausafjárstöðu þeirra á siðara helmingi árs- ins. Þetta fór þó á annan veg, og varð heildarútlánaaukning- in hjá innlánsstofnunum 21,9% á árinu, en hafði verið 19,7% árið áður. Reyndist því útiiánaaukningin nálægt 1600 millj. kr. meiri en að hafði verið stefnt og átti hún aug- ljóslega mikinn þátt í að auka fjárfestingu og innflutn- ingseftirspum. Ein skýringin á hinni miklu útlánaukningu bankanna er vafalaust sú, að lausafjárstaða þeirra var sæmilega rúm á fyrra helm- ingi ársins. Undir árslokin þrengdist hún hins vegar mjög, og rýrnaði lausafjár- staða innlánsstofnana í heUd um 635 miilj. kr. á árinú. Stafaði þetta m.a. af því, að aukning sparifjár varð nú minni en árið áður, eða 19,1 % á móti 22,7%. Einnig dró úr aukningu peningamagns, sem jókst í heild á árinu um 15,6%, en hafði auldzt um 21,4% árið 1970. I-ÖKF STEBKARI AÐ- GEBÐA 1971 Af þessu er ljóst, að þörf hefði verið miklu sterkari peningalegra aðgerða á árinu 1971 til þess að halda eftir- spuraarþróuninni innan haefi- legra marka. Jók það á vand- ann, að afkoma rikissjóðs versnaði verulega miðað við árið á undan. Þannig jukust nettó-skuidir rikissjóðs við Seðlabankann, að verðbréfum meðtöldum, um 141 milij. kr., en árið áður hafði staða rik- issjóðs reiknuð á sama hátt batnað gagnvart Seðlabankan- um um 506 millj. kr. Það sem fyrst og fremst hamlaði gegn enn frekari pen- ingaþenslu á árinu og verk- aði raunar á svipaðan hátt og greiðsluafgangur rikissjóðs hefði gert, var mikil inn- stæðuaukning verðjöfnunar- sjóðs fiskiðnaðarins og ann- arra opinberra sjóða hjá Seðlabankanum. AUs jukust innstæður þessara sjóða um 943 millj. kr. á árinu, en þar aí nam aukning á innstæðum verðjöfnunarsjóðs eins 832 millj. kr. á árinu. Átti þessi sjóðsmyndun meginþátt i þvi að eyða þeim þensíuáhrifum, sem hinar mikiu verðhækk- anir á íslenzkum sjávarafurð- um eriendis hefðu ella haft á árinu. Jafnframt skapaði inn- stæðuaukning hanis mótvægi gegn meginhlutanuni af aukn- ingu gjaldeyrisforðans. Hefur þessi reynslá sýnt fram á gildi stofnana, eins og verð jöfnunarsjóðs, er hafi það hlutverk að draga úr áhrif- um hinna miklu sveiflna í tekjum sjávarútvegs á þróun þjóðarbúskaparins. Ég hefi nú drepið á nokkur helztu atriðin varðandi þró- un peninga- og gjaldeyrismála á undanförau ári. Vil ég í framhaidi af því fara nokkr- um orðum um stöðu þessara mála í dag og vandamálin framundan. ERFITT AÐ HEMJA ÞENSLUNA Efnahagsástandið hefur nú á annað ár einkennzt af eftir- spumarþenslu, sem ekki hef- ur reynzt unnt að hemja með peningalegum og fjár- málalegum aðgerðum. Hef- ur hún því leitt bæði til halla á viðskiptajöfnuð- inum við útiiönd og umfram- eftirspumar eftir vinnuafli innanlands. Nýgerðir kjara- samningar munu óhjáíkvæmi- lega hafa áhrif til enn aukinn- ar einkaneyzlu og fjárfesting- ar, en erfitit er að meta ná- kvæmle-ga áhrif þeirra á ráð- stöfunartekjur, þar sem óvis-t er enn um áhrif styttingar vinnutimans á raunverule-ga útborguð laun. En jafnvel með hóflegu mati á þróun ráð stöfunartekna, er útiit fyrir, að auknin-g eihkaneyziiu muni ein saman nema meiru en Wk- legf er, að þjóðarframleiðslan geti vaxið á árinu. Við þet-ta bætast svo áætlanir um aukna fjárfestingu bæði á ve-gum op- inberra — og ein-kaaðiíla. Eigi að koma i veg fyrir það, að þessi þróun leiði tii enn aukinnar umframeftir- spurnar og greiðsluhalla,. þarf að gera samræmdar ráðstaf- anir til þess að hemja aukn- in-gu neyzlu og fjárfestingar innan þess famma, sem fram- JeiðsJugeta þjóðarhúsins set- ur. Vegna þess, að launasamn ingar hafa nú verið gerðir til óvenjulega Iangs táma, gefst betra tækifæri til þess en oft áður að taka á þessum vanda á skipulegan hátf. Mun ég mú fjalla um nókkur atriði, er varða lausn þessa vanda og eru að einhvérju eða öliu leyti á vettvan-gi penin-gamála. Miðað við þær forsendur, sera ég nú hefi rakið, hlýtur meginmarkmið stefnunnar i peningamáliim á þessu ári að vera fólgið í því að halda aukningii útlána og peninga- magns nægilega í skef jum til þess að verulegt aðhaid skap- ist gegn aukningii f járfesting- ar, án þess að óeðlilega þrengi að rekstrarfjárstöðu fram- leiðslustarfseminnar. Hefur Seðlabankin-n þegar hafið við- ræður við viðskiptaban-kana um ákveðin útlánamarkmið, er fuHnægi þessu-m skilyrð- um. Má vafalaust ekki setja það mark öllu hærri en þau 12%, sem að var stefnt á síð- asta ári. Þótt reynslan frá fyrra ári bendi tU þess, að ekki sé um of treystandi á út- iána-markmið sem stjórntæki í peníngamálum, er ban-ka- stjóm Seðiaban-kans þó enn þeirrar skoðunar, að siíkt markmið sé míkilvægur ramrni fyrir útlánastarfsemi viffskiþtabankanna og auð- veldi þeim það verkefni að skipuleggja útíáin sín í sam- ræmi við rekstrarfjárþarfir atvinn-uveganna. Ef slíkt útlánamarkmið á að nást, er einnig mikilvægt, að bankarnir komi sér saman um að draga úr lánu-m til hvers konar fjárfestingar, en þó sérstaklega til íbúðabygg- inga og kaupa á bifreiðum og öðrum varanlegnm neyzluvör- um. Er au-gljóst, að lánveit- inigar, sem belnt eða óbeint hafa ýtt undir aukna neyzlu, hafa sfcóraukizt síðustu tvö árin. Aukning neyzlulána, -bæðd frá verzlunum og banka- st-ofnunum, er vel þekkt ha-g- sveifliufyrirbæri, og hafa margar þjóðir komið á lög- gjöf, er -geri stjómvöldum ■kleift að takmarka slikar lán- veitingar á þenslutíimu-m. Er orðin brýn þörf á því, að hér á landi sé sett löggjöf um af- borgimarviðskipti, ekld aðeins til að geta haft hemil á aukn- ingu þeirra, heldnr ekki síðnr til verndar hagsmununi neyt- enda, bæði að því er varðar söhiskilmáia og vaxtakjör, sem oft eru algerlega óhófleg í slík nm viðskiptiun. Þótt úitiánamarkimjð hafi væn-taínlega sitt gil-di, er þó ijóst, að lausafjárstaða þank- anna er sá þáttur, sem mestu ræður um útlláinaþróun- þeirra. Er þvi nauðsynlegt, að SefÖa- ban-kinn 1-eitist við að veita bönkunum hætfilegt aðhald i þvi efni. Hér er hins vegar við ýmsa erfiðleika að etja, og þá sérstaklega hina milklu árstíðarsveiflu, sem venjuiega á sér stað i Iausafjárstöðu bankanna, en orsakir henmar eru fyrst og fremst sveiflur í endurkeyptum afurðalánum Seðlaban-kans og Tánum hans til rikissjóðs. Hvort tvegigja vex mjög ört á fyrra heimimgi ársins og hefur þá í för með sér peningaútþensliu, sem ekki er hægt að taka aftur, þegar lausafjárstaðan þren-gist á ný á síðara hetoniinigi ársins. BlKISS.IÓÐS'VlXLAR Ef ráða á bót á þessu vanda máli, er sérstaklega nauðsyn- legt, að unnt verði að drága úr árstíðarfjárþörf ríkissjöðs, en hún er venjulega mes-t um mitt árið og nemur þá um 10% að heildarútgjaldalið f jár- iaga. Miðað við það -gæti slkuld ríkissjóðts við Seðlabamk ann orðið nádægf um eða yfir 1700 miilj. kr. nú í sumar, jafinvel þótt greiðsluafgangur verði hjá rikissjóði á árinu í heild. Nú hefur orðið sam- komulag um það við f jármáJa- ráðherra, að hlu-ti af þessari árstiðaþörf verði fjármagnað- ur með útgáfu ríkissjóðsvíxla, er greiðist fyrir áramót. Seðla bankinn mun kaupa víxlana aí ríkíssjóði, en bjóða þá síð- an bönkum og sparisjóðum til -kaups á því tímabili ársins, sem lausafjárstaða þeirra er hagstæðust. Seðflabankinn mun skuidbinda sig til þess að kaupa vixlana aftur fyrir gjaMdaga, ef viðkomamdi inm- lánsstofnun telur sig þurfa á andvirði þeirra að halda vegna rýrnandi lausafjér- stöðu síðar á árimu. Banka- s-tjórn Seðlabán-kamS teiur hér um athyiglisverða tilraun áð ræða, en ef vel tekst, géta ríkissjóðsvixlar örðið mikil- vægir ekki aðeins fyrir ríkis- sjóð, heldur einnig fyrir imh- lánsstofnanir, sem hefur Vaht að hagkvæma ávöxtun á því lausafé, sem ekki er varipgt að binda í útíánum. Jafnframt þvi að Ja-gna þessum áfan-ga, væntir bamka- stjórn Seðlabankans þess, að gerðar verði sem fyrst frek- ari ráðs-tafanir til þess að bæta rekstrarfjárstöðu rikis- sjóðs. Það ástamd, sem ætíð hefur rikt hér á landi, að rík- issjóður setti ekkert rekstrar- fé, heldur þyrfti að mæta öil- um árstíðarf járþörfum sínum með lámtökum í Seðlabankan- um, hefur í reyndinni valdið því, að ri-kisfjármálin hafa haft ótviræð þensluáhrif, jafn vel þótit greiðsl'ujöfnuður hafi náðst á síðasta degi ársins. Er mikilvægt, að hér verði breyting á, og komið verði á eínhvers komar rekstrarflár- sjóði, er standi undir veruieg- um hluta af slíkri fjárþörf rikissjóðs. Mundi þá árle-ga á fjárlögum ætlað fyrir viðbót- arfé í sjóð í siamræmi við aukna rekstrarfjárþörf frá ári tii árs. Til þess að stuðla að þessari sjóðsmyndun heíur Seðlabankinn lýst sig reiðu- búinn til þess að lána ríkis- sjóði stoíhifé sldks sijóðs, o-g yrði lánið endurgreitt á fjór- um til fimm árum. Hefur ver- ið ve-1 í þessar hu-gmymdir tek- ið af hálfu fjáxmálaráðuneyt- isins. Þótt peningalegar og fjár- málalegar aðgerðir eins og þær, sem ég heí nú rakið, hljóti að vera mikiivægur bátt ur í hvers komar viðleitni tíl þess að hamla á móti þeirri ofþenslu, se-m ríkir i efna- hagsmáJum, þarf fleira að koma til. Eins og svo otft áð- ur, er efnahaigsvaradimn nú fólginn í þvi, að stefnt er að meiri neyzlu og fjárfestingu en þjóðartekjumar Jeyfa. Eigi að forðast, að þetta kioimi fram í aukraum greiðsluhalia erlendis og verðibólgu, verður annað hvort að draga úr fram kvasmdum eða s'kapa aukið svigrúm með aðgerðum, er hvetji tiJ minni neyzlu og auk- innar innlendrar fjénmagns- myndúnar. Er í því sambandi fróðlegt að athuga þær áætl- anir og spár, sem fyrir hendi eru um þróun þessara þjóð- haigsstærða. Sérstakle-ga er athyglisvert, að innlendur sparnaður, skilgreindur sem misimunur þjóðartekna annars vegar og heildarneyzlu hins vegar, h-efur farið hiutfalls- lega læfckandi siðan 1969. Þjóð hagsspár benda til þess, að heildaraeyzia muni enn halda áfram að vaxa hlutfallslega á þessu ári, þannig að iranlend- ur sparnaður eða fjármagns- rny ridun murai í ár aðeins nema nálægt 22% af þjóðar- tekjum samanborið við náiæg-t 26% að meðaitali undanfarinn áratug. Hvort sem þessi spá reyn- ist rétt eða ekki, er augljóst, að hinum mi3du fjárfestiragar- áæitlunum, sem nú eru uppi bæffi á vegum opin-berra og eimkaaðila, verður ek-ki kom- ið i framkveemd á heilbriigð- um grundvelli, raema hægt verði að auka stórlega fjár- magnsmyndun innanlarads. Tii þess eru ýmsar leiðir, sem hér yrði of lan-gt mál að re-kja. Hins vegar eru vafalaust ffles-t ir sammála um það, að æski- legasta leiðin sé aukinm frjáls sparnaður eiinsitakJiniga. 1 því efni hefur verið brot- ið upp á athyglisverðum nýj- uragium siðustu árin, og erþar sérstaikliega að nefna spari- skirteimi rílkissjóðs, sem þe-g- ax er orðið vinsæilt sparnað- arform. Með úibgáfu verð- trygg'ðs happdrættisláins vegna Skeiðarársaradsvegar var ný'iega reynt anraað sparn aðarform með ágætum ár- aragri. Sjálfsagt virðist að halda áfram á sömu braut með úfcgáfu verðlbrétfa, er hvetji tiJ aukiranar innlendrar fjárma.gn.simynd'unar. Meðai þedrra nýjunga, sem til athug unar hafa verið, er samnings- bundinn sparaaður til nokk- urra ára, er nyti sömu fríð- irada um frádráfct frá s-katt- skýldum tekjum og þe-gar á sér stað, t.d. um greiðslur í llifeyrissjóði. VAXTABBE YTINGAB ? Þóbt aukin fjáröflun með nýjum sparnaðarformum áf þessu tagi igetí haft mikil gildi, verður þó að fara að með allri gát, svo að ekki skapist of mikill munur á m,i'Ilá þeirra kjara, sem þar eru í boði og vaxtalkjara á atonennum lánamarkaði. Ef ný verðbréfaútgáfa verður til þess eins, að sparifé er flufct úr innlánssto-fnunum, en 1-íitiH eða eragimnt nýr sparnaður myndist, næsit ekki sá árarag- ur, sem að er stefn-t. Er reynd ar mjög óvíst, hvort hægt er að auika frj-álsara sparaað i heild að verule-gu marki, nema öllum eigend-um spari- fj'ár séu boðin viðunandi kjör. Er hér komið að þvi mikJa vandamáli, hversu mjög verðtoólgan hefur skert verffgildi alls penimgalegs spamaffar í landinu nú um lamgt ára-biil. Gildir þetta jafrat u-m innstseður í bön-kum pg eigin sjóffi fjármáJastofn- ana. Hefur nýlega á þin/gi líf- eyrissjóða verið bent á hinn míkla vanda, sem er fóSiginn í þvá, aff lítfeyrissijóðir lands- manna er-u eklki ávaxtaðir á fuJJmægjandi háfct, þannig að að því sitefni, að þeir geti ekki staðið við skuldbindi-nigar sán- ar um ful'lar lifeyrisigreiðslur í framtíðinni, Sú spurrain-g hlýtur að va-kna í þessu sambandi, hvort lækkandi sparnaðarhlut fall megi að einhverj-u leyti rekja tdl þess, hve óful-lmægj- andi ávöxtun h-efur verið á öldutfn sjóðum og sparifé lands manna, þegar tillit hefur ver- ið tekið tíl verðlhækkana. Þótt vextir hafi síðustu áriin verið 'hér nokkuð svipaðir og í ná- -grannalöndumim, haía verð- hækkanir verið a.m.k. fcvötfalt meiri. Hefur því raun-veruleg ávöxtun peninigalegs sparnað- ar verið minni hér en í nokkru öðru iandi á svipuðu s-ti-gi efna hagsþróunar. Bankastjóm Seðlabankans gerir sér ijóst, að vaxtaihækk- un er ekki vimsælt orð á Is- landi frekar en annars stað- ar, enda hefur ekki verið til hennar gripið nú u-m margra ára síkeið. Hitt verða menn að horfast í augu við, að efflileg ávöxfcun er forsenda alis heil- briigðs peniragalegs sparnaðar, hvort sem því markmiði er náð með hærri vöxtum eða öðr-um hæfcti, svo sem verð- bótum og skattifríðind'Um. Eigi áframhaldiandi efnahags- framfarir í landinu að hyggj- ast að verule-gu leyti á frjláls- um spamaði, er því varla annarra kosta völ em að gefa hagsmumium sparemda meiri gaum en gert hefur verið hin síðustu ár. — Risinn í Bengal Framhald af bls. 16. mér: „Hann hefur ekki miSst úr eirin einasta vinnudag vegna veikinda í fimmtán ár. Hann getur flutt ræður á 20 pólitískum fundum á einum sól arhring." En furstinn léttist um 42 pund þá níu mánuði, sem hann var í fangavistinni. Helztu stórmálin, sem hann stend- ur andspænis, eru að halda uppi lög um Og reglu, semja nýja stjórnar- skrá, endurreisa efnahagslif, sem er í rústum, endurskipuleggja skipulag menntamála og umfram allt að beina hugsunúm þjóðarinnar frá sársauk- um fortíðarinnar til vonarinnar um bjartari framtíð. „Við þörfn-uimst hjáipar," sagði hann mér, „en þegar fram í sækir kemst þjóð mín á rétt- an kjöl. Okkur skortir hvorki úrræði né auðlindir." Efitiríætisskálld furstans er Ra-binr drana-th Tagoire. Orð skáldsins gætu orðið furstanum hughreysting í því tröiiaukna starfi, sem bíður hans: „Ef guð gefur manni fána gefur guð honum styrk til að halda honum hátt á loft.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.