Morgunblaðið - 22.04.1972, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.04.1972, Blaðsíða 2
MORGUN&LAæHÐ, LAtiKSARDAGUR 22. APRÍL. 19?% Halldór Laxness heiðursborgari Mosfellshrepps Á FUNDI hreppsnefndar Mos fellshrepps 9. marz sl. var ein- róma samþykkt að heittra Halldór Laxness í tilefni af sjötugsafmæli hans með því að gera hann að heiðursborg- ara Mosfellshrepps. Verður honum afhent heið- ursborgarabréf í kaffisam- sæti, sem hreppsnefnd býður til af því tilefni, laugardaginn 29. april nk. kl. 15:30. í fréttatilkynningu frá Mos- fellshreppi segir, að til sam- komunnar sé boðið ölLum sveitungum hams, sem áhuga hafa á að heiðra hann með nærveru sinni, og sérstaklega er vonazt eftir þeim vinum hans og kunningjum, sem eru fiuttir burtu úr sveitinni. mm Skipulag Norðurbæjarins í Hafnarfirði NÝSTOFNAÐ Framíarafélag Norðurbæjar í Hafnarfirði efnir tií fundar um hið endurskoðaða skipulag Norðurbæjarins i dag í Viðistaðaskóla í Hafnarfirði og foefst fund'urinn M. 14. Björn Árnason, bæjarverkrfræðln.gur, Friðþjófur Sigurðsson, bygginga- fuHtrúi, og Jóhann Bergþórsson, verkfiræðingur, munu útskýra sfcipulagið og svara fyrirspuim- um frá fundargestu'm. Ritgerðasafn ef tir Laxness 1 TILEFNI af sjöt'Ugisafmæli Hall dórs Laxness hefur Bókaútgáfa Menninigarsjóðs óskað þess, að nrtega gefa út á þessu ári safn rlígeroa, er hann hefur samið um fclenzflc sflcald og rithöfunda. Hal-1 dör Laxness hefur góðfúslega ©rðiö við þessum tilmæluim. Mun Harones Pétursson skáld sjá um útigafuna í samráði við höfund- inn. (Frétt frá Bókaútgafu Menn- imgarsjóðs). Frá ársþingi F.Í.I. í gær. Gunnar J. Friðriksson, form. félat;sins, setur þingið (Ljósm.: Ó.K.M.) Þungatakmark- anir á vegum VEGAGERÐIN hefur auglýst þumgatakmarkanir á öllum veg- um sýslnanna á Vestur- og Norð uriandi, frá Borgaríjarðarsýslu til Norður-Þingeyjarsýslu. Er há marksöxulþungi 7 lestir á þessum vegum vegna aurbleytu. Engar þungatatomarkanir eru á vegum í Gu'llbrin.gu- og Kjósarsýslu eða á Suðurlandi, og er engimn klaki I vegum þar, en annars staðar er hann misjafnlega mikill. Að öðru leyti er ástand vega mjög gc" miðað við árstírna, og fiærð er góð á öllum aðall- ,um, miðað við árstíma. Blaðskák Akureyri — Reykjavík Svart: Taflfélag Reykjavikur Magrnús Ólafsson ögmundur Kristinsson. S ?m?, m k WÉ §iMk m m kWkm m_« wm B Pi-l! ^i^BWö 'm" Hvitt: Skakfélag Akureyrar Gylfi Þórhallsson Tryggvi Pálsson. 13. h2 — h3. Vinnum við títan úr Kötlugossandi ? — Frá ræðu iðnaðarráðherra, Magnúsar Kjartanssonar, á ársþingi F.f.1. SÉRFRÆDINGUR á vegum Sameinuðu þjóðanna er væntan- legur hing-að til lands á næst- unni til að kanna möguleika á þvi að vinna fnunefnið títan úr sandi, sem kominn er úr Kötlu- gosiim. Iðnaðarráðuneytið hefur beitt sér fyrir þvi, að könnuð verði hagkvæmni þess að fram- Ieiða rör og leiðslur úr basalti og einnig hefur ráðuneytið sett á legg samvinnuhóp ýmissa rannsóknaaðila til að kanna itar- lega mögiileika á íslenzkri fram- leiðslu, sem myndi byggjast á gosefnum. Þessar upplýsingar komu m.a. fram i ræðu, sem iðn- aðarráðherra, Magnús Kjartans- son, hélt við setningu ársþings Félagrs íslenzkra iðnrekenda á föstudagr. 1 sambandi við títan-rannsókn- irnar gat iðnaðarráðherra þess, að þar væri um að ræða frum- efhi, sem mikil eftirspurn væri eftir, og orkufrekan iðnað, „sem gæti á hagkvæman hátt tengzt áformum okkar um nýjar stór- virkjanir." Um stórvirkjanir sagði ráðherrann m. a.: „Vandi okkar í sambandi við stórvirkjanir er sá að markaður- inn innanlands er enn mjög lítill, og- því verður að leggja áherzlu á að koma upp orkufrekum iðn- aði í sambandi við hverja stór- virkjun. t>á skiptir megirtmáli að slíkur iðnaður skili sem mestum arði til Islendinga, þótt sjálfsagt sé að leita eftir samvinnu við er- lenda aðila um f jármagn, tækni- þekkingu og markaði. Slíkar samningaviðræður við marga að- ila hafa staðið yfir að undan- förnu og hefur sérstök nefnd annazt þær á vegum ráðuneytis- ins. 1 þeim viðræðum hef ég lagt áherzlu á þá stefnu að íslend- ingar verði að eiga meirihluta í slíkum fyrirtækjum, að þau verði í einu og Öllu að lúta ís- lenzkum lögum og greiða það verð fyrir raforkuna að viðun- andi arður fáist af fjárfesting- unni. Ég tel þessa stefnu skera úr um það hvort okkur nýtast orkulindir iandsins, auk þess sem ég tel það vera metnaðar- mál fyrir íslenzka iðnrekendur og þjóðina alla að takast á við slík verkefni sem fullgildir að- ilar." MIKLU MINNI FBAMLEIONI Eitt alvarlegasta vandamál fe- lenzks iðnaðar, sagði Magmis Kjartansson, að væri sú stað- reynd, að vinnsluvirði hans er enn mjög lágt og framleiðni á starfsmann þar af leiðandi lítil. Úttektir erlendra sérfræðinga á ýmsuffl greinum íslenzks iðnað- Framh. á bls. 33 Guðmundur Magnússon, prófessor; Líklegt að gjaldeyris- varasjóðurinn rýrni um helming á árinu - Spáir 17 til 23ja stiga hækkun framfærsluvísitölu „NÝ BÍKISSTJÓRN er setzt að völdum, sem hefur ríkisbúskap eða ríkisforsjá ofar á stefnuskrá sinni en fyrirrennarar hennar," sag-ði Guðmundur Magnússon, prófessor, í erindi, er hann hélt í gær á félagsfundi í Stórkaup- mannafélagi íslands. „Ríkisstjórn in virðist hafa minni trú á al- menniim hagstjórnaraðgerðum en einstökum aðgerðum svo sem vaxtalækkun hér og þar, og hin- ar sérstöku ráðstafanir hennar styðjast annað hvort við úrelta hug-myndafræði eða eru gerðar í heiðarlegrum pólitísktun tilgangi án tillits til arðsemi og- framkalla ýmsar þversagnir." í ræðu sinni vék Guðteundur Magnússon fyrst að þróun pen- ingamála og gjaldeyrismála að undanförwu. Hann beniti á tölu- verða samfylgni milli þróunar þjóðarframleiðalunnar frá 1960, FIDE semur ekki við fyrirtæki — heldur við skáksambönd viðkomandi landa, segir framkvæmdastjóri FIDE Mexico City, 20. apríl — AP ' Einkaskeyti til Morgunblaðsins. TELESISTEMA Mexicana, stærsta sjónvarpsstöð Mexíkó, hefur boðið 175.000 doliara verðlaun fyrir að fá að halda einvígið um heimsmeistara- titilinn í skák milli Bobby Fischers og Boris Spasskýs. f orðsendingu, sem sjón- varpsstöðin sendi FIDE, Al- þjóðaskáksambandinu, kemst Emilio Azaccarraga yfirmaður sjónvarpsstöðvarinnar, svo að orði: — Til framgangs skáklist- inni og með stuðningi Arturo Elizondo Garcia, forseta Fed- eracion Provincial de Ajedrez, bjóðumst við til þess að taka á okkar herðar að halda ein- vigið milli Spasskýs og Fisch- ers og bjóðum fraim 175.000 dollara i verðlaun og að standa straum af nauðsynleg- um kostnaði af þvi, að allar 24 skákir einvígisins verði tefldar í Mexíkó. UTAN UPPHAFSLEGS RAMMA — Ég tel, að þetta tilboð frá Mexíkó komi ekki til greina, sagði Guðmiundur G. Þórar- insson, forseti Skáksaimbands íslands, er Mogunblaðið spuirði hann álits á framan- gneindri frétt í gær. — Það fór á sínum tíma fram opin- bert útboð á einvíginu og það verður að afgreiða fyrst þau tilboð, sem bárust, áður en farið er að taka nýjum tilboð- um. Þetta nýja tilboð er gjör- samlega utan þess ramma, sem Alþjóðaskáksambandið setti á sínum tíma. Ólíklegt er ennfremur, að Rússar vilji taka þessu til- boði, þar sem það felur í sér, að teflt verði í Ameriku. ENGAR ÁKVARDANIR FYRIR 1. MAf — Að svo búniu get ég ekk- ert sagt, annað en að við höf- um móttekið þetta tilboð frá Telesistema Mexicana. Ég vil bara taka fram, að FIDE sem- Framh. á Ms. tS peningamagns og »uimffrtuiíar af peningamagni og spariinnlánum bankakerfisins. Á árunum 1964 til 1971 um það bil tvö og hálf- faldaðist bæði þjóðarframleiðflla og peninigamagn og suraman af peningamagni og spariinmláinum. Peningamagnið jókst þó meert, eða um 13% á ári að jafnaði, en þjóðarframileiðslan á hlaupandi verðlagi um 12,5% og spáriinn- lán að viðbættu peminigamagni milli 12,5 og 13%. Guðmundur sagði, að peninga magnið endurspeglaði eigmaaufen ingu bankanna í gjaldeyri, heima og erlendis og það réðist síðan af þróuTi útflutniin.gstekna. Þegar fjármagnið sem myndaðiist með auknimgu útfluteimgs, færi að streyma út úr banlkakerfinu í formi útlána eða ætti útláina- aukningin rót sína að rekja til aukningar sparikinlána, þá ykist eftirspurn eftir inml. og erlend- um vörum og þjómustu. Líklegt væri, að sá hluti teknanina, sem beindist að innlendiri framleiðslu, brýsti á verðlagið upp 'á við, þeg- ar nálgast tæki fullinýtinigu fraimleiðlsluþátta, véla, vÍTinuafls eða fjármagnis. Sá hluti eftir- spu.rnariininiar, sem leitaði út á við. kæmi beint fram í eftirspurn eftir erlendum gjaldeyri. Því meiri þensla sem yrði, þeim mun meiri ástæða væri til að ætla að eftirspum beindist að in»n.flutn ingi. Næði þenslan síðan á- kveðnu marki, gæti spákaup- meniniska maginazt og seljemdur gjaldeyris færu jafnframt að kippa að sér hendmná eftir megni. ¦' '' Guðmundur Magnússon sagði, að það, að eftirspurnin leitáðí' út á við, stemmdi að noktoru leyti stigu við hækkun innleinds vtscð- lags, en þó á kosthað versinandi stöðu út' á við. Hanh gat þeso að allstöðugt sámiband' nefði ríUrt á Framh. & blsl 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.