Morgunblaðið - 22.04.1972, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.04.1972, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIO, LAUGARDAGUR 22. APRfL 1972 Oitgefandi hf Án/akut', Reykjavfk FramkvæmdaS'tjó'ri Harsidur Sveins&on. Rittatjórar M.atiihías Johannessen, Eyjóllfur Konráð Jórisson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. RitstjórnarfiuMitrúi Rorbljöm Guðmundsson Fréttastjóri Björn Jólhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsspn. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sfmi 1Ó-100. Augiiýsingar Aðalstræti 6, sfmi 22-4-BO. Áskriftargjaid 225,00 kr á 'mániUði innanlands I iausasölu 15,00 Ikr einta'kið tla mætti, að stærstu framfarasporin í virkjun raforkunnar landsmönnum öllum til hagsbóta, hafi verið tekin með einhug allra stjórn- málaflokka. En svo er ekki. Tveir áfangar í raforkumál- um gnæfa upp úr, virkjun Sogsins og bygging Búrfells- virkjunar og í bæði skiptin varð að heyja harða baráttu við afturhaldsöfl, sem vildu bregða fæti fyrir þessar framkvæmdir. Reykjavíkurborg átti á sín- um tíma allt frumkvæði að virkjun Sogsins, en sjálfstæð- ismenn, sem þá eins og nú, voru 1 meirihluta í bæjar- stjórn Reykjavíkur, urðu að berjast harðri baráttu til þess að ríkisábyrgð fengist fyrir lántöku til þessara fyrstu meiriháttar virkjunarfram- kvæmda í landinu. Þá var við völd fyrsta vinstri stjórnin á fjórða áratugnum og pólitískt ofstæki hennar var svo mikið, að hún neitaði fyrst í stað að veita slíka ríkisábyrgð, en að lokum fékkst málið fram og Sogið var virkjað. Annar stóráfangi í virkjun fallvatnanna var bygging Búrfellsvirkjunar. Enn er mönnum í fersku minni, að Framsóknarflokkurinn og Al- þýðubandalagið börðust hat- rammlega gegn fyrirætlun- um um þessa miklu virkjun- arframkvæmd, en afturhalds öflin voru ofurliði borin að lokum, Búrfellsvirkjun varð að veruleika og fyrsta stór- iðjufyrirtæki á íslandi byggt í tengslum við hana. í báðum þessum tilvikum voru vinstri sinnuð stjórnmálaöfl í land- inu andstæð miklum fram- farasporum á sviði orkumála. Á sl. vetri, þegar Viðreisn- arstjórnin var enn við völd, kom það enn í hlut Alþingis að marka framtíðarstefnuna í orkumálum og veita heim- ild til nýrra stórvirkjana. ISlík heimild var veitt, en þeg- ar umræður fóru fram í þing- inu, kom í ljós, að vinstri menn áttu sem fyrr erfitt með að sætta sig við djarfar áætlanir um virkjun foss- anna. Magnús Kjartansson, sem nú er orkumálaráðherra, vildi láta rannsaka möguleika á smávirkjun í Brúará. Slíkar smávirkjanahugmyndir voru kveðnar niður og Alþingi veitti heimild til þess, að áfram yrði haldið á braut stórvirkjana. Þessi saga sýn- ir, að jafnan, þegar ný áform hafa verið á döfinni um virkj- unarframkvæmdir, hefur vinstra afturhaldið í landinu reynt að bregða fæti fyrir þau áform, reynt að telja kjark úr mönnum og leitast við að fá samþykkt fyrir mun smærri skrefum. Á sl. hausti varð ríkis- stjórnin að fallast á, að Landsvirkjun notfærði sér þá heimild, sem Alþingi undir forystu Viðreisnarstjórnar- innar veitti, að hafinn yrði undirbúningur að nýjum virkjunarframkvæmdum við Sigöldu. Hins vegar er allt enn í tvísýnu um þessa fram- kvæmd. Fyrirhugað hafði verið, að útboð færi fram snemma á þessu ári, en því hefur verið frestað a.m.k. fram á sumar. Sagt er, að tæknilegar ástæður valdi, en líklegra er þó, að komið sé í ljós, að hæstvirtur orkumála- ráðherra geti ekki tryggt nægan markað fyrir orkuna frá Sigöldu með húsahitun einni ásamt öðrum innan- landsþörfum, eins og hann hefur prédikað árum saman að gert skuli og að nú sé ver- ið að reyna að bjarga málinu við og finna orkukaupanda fyrir utan landsteinana. Það verður þá ekki í fyrsta skipti, sem hæstvirtur orku- ráðherra verður að éta ofan í sig fyrri staðhæfingar. En þegar allar tilraunir til þess að koma í veg fyrir djarfar og stórhuga virkjun- arframkvæmdir hafa brugð- izt, er gripið til þess ráðs, sem kommúnistum er næst skapi. Hingað til hefur frumkvæði í uppbyggingu raforkuvera að verulegu leyti verið í hönd- um sveitarfélaga smárra og stórra og Reykj avíkurborg verið helmingsaðili að Lands- virkjun ásamt ríkinu. En nú er stefnt að því að ríkið taki smátt og smátt í sínar hendur alla yfirstjórn þessara mála og augljóst er, að stefnt er að algerri þjóðnýtingu orku- vera landsmanna. Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, gerði skilmerkilega grein fyrir þessum fyrirætl- unum ríkisstjórnarinnar i ræðu fyrir nokkru, og er sér- stök ástæða til að vekja at- hygli á henni. í ræðu þessari benti borgarstjóri á, að stefnt væri að því að koma á sterkri miðstjórn, yfirstjórn ríkisins í orkuvinnslu og orkudreif- ingu. Það þýðir, að valddreif- ing á sviði orkumála og lýð- ræðisleg þátttaka fjölda sveitarstjórnamanna víðs veg ar um landið í ákvörðunum um orkumál, verður skert smátt og smátt. Fyrst í stað er látið líta svo út, sem lands- hlutarnir og fulltrúar þeirra skuli eiga aðild að málum, en í raun er stefnt að algerri þjóðnýtingu. Þannig vinnur þessi ríkisstjórn markvisst gegn straumi tímans, gegn valddreifingu og eflingu lýð- ræðis. VINSTRA AFTURHALDIÐ OG RAFORKUVERIN MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. APRfL 1972 17 Gylfi Þ. Gíslason hefir lýst fylgi við 25% fóðurskattinn Aukning mjólkurframleiðsl- unnar á samlagssvæði Mjólk- ursamsölunnar í Reykjavík nam 4,9% frá fyrra ári og var 53 millj. 567 kg. Rekstursaf- koma Mjólkursamsölunnar var ágæt á árinu. Útborgað meðalverð til bænda fyrir s.l. ár var kr. 16.04 og' er það að- eints yfir grundvallarverði. Nýmjólkursala jókst um 2,4% og varð um 63% af innvigt- aðri mjólk. Sala á rjóma jókst um 34%. Mjólkursamsalan hefur tekið upp ýmiss konar nýbreytni í framleiðslu, sem hefur orðið til þess að auka söluna og úppfylla óskir neyt enda. Bændur fengu í sinn hlut 72,18% af söluverði mjólkur og mjólkurafurða. Verður það að teljast góð út- koma og er þetri heldur en gerist hjá nágrannaþjóðun- um. Það er hagsmunamál bænda og neytenda að dreif- ingar- og vinnslukostnaður verði ávallt sem minnstur. Hefur það hverju sinni áhrif á útsöluverð vörunnar. Á sölusvæði Mjólkursamsölunn ar eru 159 sölustaðir, þar af 75 sölustaðir, þar af 75 i hiöndum samsölunnar sjálfr- ar. Ellert Schram og fleiri sjálfstæðismenn hafa flutt frv. til 1. um breytingu á lög- um um Framleiösluráð land- búnaðarins, verðákvarðanir, verðmiðlun, sölu á landbúnað arvörum o.fl. Gengur frv. í þá átt, að gera mjólkursölu frjálsari en hún nú er. Gert er ráð fýrir, að þær matvöru verzlanir, sem uppfylla til- skilin skilyrði heilbrigðisyfir valda og mjólkursamsölunnar eigi þess kost að hafa mjólk til sölu. Stjórn Mjólkursamsöl unnar telur vandkvæði vera á því, að gefa mjólkursölu frjálsa. Að hennar áliti gæti það leitt til aukins dreifingar kostnaðar. Skoðanir manna eru mjög skiptar um þetta. Líklegt er, að sala mjólkur og mjólkurafurða aukist með fjölgun sölustaða. >á mun það einnig verða til þæginda fyrir neytendur, að sölustað- ir verði sem víðast. Vera má, að fyrrnefndu frv. þurfi að breyta að einhverju leyti til þess að það nái þeim tilgangi, sem því er ætlað að gera. Frv. er nú í landbúnaðarnefnd neðri deildar alþingis. Von- andi verður það skoðað með jákvæðum huga og afgreitt með þeim breytingum, sem nauðsynlegar teljast, til þess að tryggja hagsmuni bænda og neytenda. MEGINHUITIBÆNDA ER Á MÓTI FRUMVARPI RlKISSTJÓRNARINNAR Aðalfundur Mjólkurbús Flóamanna er nýlega afstað- Ingólfur Jónsson. inn. Var rekstrarafkoma mjólkurbúsins mjög góð og í samræmi við það, sem áður er sagt um Mjólkursamsöluna i Reykjavík, en þangað selur Mjólkurbú Flóatnanna alla þá mjólk, sem fer ti'l neyzlu á Reykjavikursvæðinu. Innvegið mjólkurmagn hjá Mjólkurbúi Flóamanna nam á s.l. ári 35.3 millj. kr. og er það tæplega 4% framleiðslu- aukning frá árinu áður. Á að alfundi Mjölkurbúsins var fjölmenni að þessu sinni eins og venjulega. Pétur Sigúrðs- son bóndii í Austur-Koti í Sandvíkurhreppi storifar um mjóikurbúsfundinn í Suður- land og segir þar m.a.: „Þá kom fram tillaga frá Pétri Sigurðssyni Austur- koti, Engilbert Hannessyni Bakka, Jóni Ingvarssyni, Skipum og Helga Ingvarssyni Hólum þess efnis, að Alþingi frestaði afgreiðslu á frv. til laga um Fram’eiðsluráð land- búnaðarins, til þess að mönn um gæfist tími til að kynna sér það, en til vara, ef sam- staða næðist ekki um slikt, að 3. gr. frv. yrði felld burt. Að alefni hennar er, að heimila álagningu 25% álags á kjarn fóður miðað við útsöluverð i Reykjavik. Um þetta mikla hagsmunamál urðu miklar um ræður. Tillaga fjórmenning- anna var felld með 18 atkv. gegn 18, en mjög margir voru farnir af fundi þegar til at- kvæðagreiðslu kom. Þar að auki voru margir, sem ekki neyttu atkvæðisréttar. Mega þetta teljast mikil mis- tök af hendi fulltrúanna, þar sem fullvíst er, að allur þorri bænda á Suðurlandi mun vera mjög mótfallinn þessum ákvæðum frv.“ NOKKRIR ÞINGMENN STJÓRNARLIÐSINS ERU Á MÓTI FRUMVARPI RÍKISSTJÓRNARINNAR Það er rétt, sem fram kem ur hjá Pétri Sigurðssyni um afstöðu sunnlenzkra bænda til nefnds frv. En það eru ekki aðeins bændur á Suður- landi, sem eru á móti frv. Fjöldi bænda um land allt er andvígur því. Á aðalfundi Mjólkurbús Flóamanna var sérstaklega rætt um 3. gr. frv. Eigi að síður eru mörg fleiri atriði þess mjög var- hugaverð. Var því lýst ný- lega í umr. um málið á Al- þingi. Morgunblaðið hefur skýrt lesendum greinilega frá þeim aths., sem þá voru gerð ar við frv. Rik;sstjtórnin virð- ist ætla að knýja málið fram, þótt bændur séu því mótefalln- ir. Það vekur athygli, að einn af þm. Framsóknarflokksins, hefur heitið því að beita sér fyrir breytingum á frv. Kom þetta fram í umr. á Alþingi, eftir að landbúnaðarráðherra hafði lýst ágæti frv. og því, hve vel það væri undirbúið að öllu leyti. Líklegt er, að 2—3 þm. Framsóknarflokks- ins snúist gegn frv. ef ekki fást gerðar víðtækar breyt- ingar á því. En landbúnaðar- ráðherra þarf sennilega ekki á stuðningi alllra flokks- bræðra sinna að halda við þetta mál. Gylfi Þ. Gislason hefur lýst stuðningi sín- um við 25% fóðurbætisskatt- inn. Ef þm. Alþýðuflokksins hafa sömu skoðun og flokks- maðurinn að þessu leyti, verð ur fóðurbætisskatturinn og sennilega fleiri atriði áður- nefnds frv. samþykkt, þótt nokkrir menn úr stjórnarlið- inu snúist gegn því. Bændur um ailt land bíða milli vonar og ó'tta, þvi að þeir vita ekki Framhald á bls. 19. — EKKI ég, heldur hinir, svaraði Halldór Laxness, er danski blaðamaðurinn Kjeld Rask Therkilsen spurði skáldið, hvort það hygðist halda upp á af- mælisdaginn sinn á sunnu- daginn kemur. í viðtals- grein þeirri, sem fer hér á eftir, en birtist í danska blaðinu Berlingske Tid- ende sl. sunnudag, segir Laxness sjálfur, að athygl- isverðasta bók sín sé „Vef- arinn mikli frá Kasmír“. Halldór Kiljan Laxness er önnúr Hekla íslands, sem gýs með leiftrandi frásagnarlist, ofinni sterkum þráðum óbWðrar atburðarásar, ljóð- rænni skynjun, brennisteins- mögmuðu og jökulköldu raun- raunsæi, þjóðfélagstilfinn imgu, hlýleika og dulrænu, sem er þokuhjúpuð og þumg sem Eddukvæðin. Þannig hefur hann skrifað í 53 ár og þannig skrifar hann enn bækur, ritgerðir, greinar og lei.krit. Nú situr hann þarna, rétt að verða Sjötugur, vel til haldinn og kiæddur af mokk- urri sundurgerð, tweedfötum og prjónavesti. Hann kann að virðast hrokafuiilur, ef hon- um sýnist s>vo, í algjöru frelsi sínu og sjálfstæði. Kalli mað- ur hann fornskáld, (skjald) verður honum flökurt af skandinaviskum misskilningi. Beint undir myndarlegu nef inu situr stór vindill í fyndn um litl'um þríhymdum munn- inm. Þarna er komin al- þjóðahyggja íslands, sem er norræn innan mjög víðra tak marka. Það er dásamlegt, að við mitt í leirkenndu ruggi til raunasf efnunnar (eksperi- mentalismans), höfum mann eins og Laxness, sem er jafn nýtízkiulegur og nokkur ann- ar, en ræður yfir meiri þekk- imgiu og er sveigjanlegri en flestir aðrir. Með þrótti sín- um og karlmannlegri fyll- ingu er hann samt mjög við- kvæmu r fyrir og óttasleginn um, að óhamin orð kunni að verða til þess að særa eim- hvem. — Hinn 23. apríl haldið þér upp á sjötugsafmælið á Is- landi. — Ekki ég — held'ur hinir. Ég hef aldrei haldið upp á afmæii mitt. Mjög ofit hef ég verið á ferðalagi. Ég veit, að það kermur út bók, „Skegg- ræður gegmum tíðina“, er rit- stjóri þess blaðs, setn er Berl imgske Tidende á íslandi, hef- ur safnað efninu i gegmum ár in. Hér á landi (Danmörk) koma út síðustu ritgerðir mín ar (essays) — fiyrir fólk með ábuga á skandinavískri mið- aldamenningu. Ég hef lesið, að nýtt leikrit (með efni úr Sj'álfstæðu fól'ki) verði fært á svið í Þjóðleikhúsimu á af- mælisdaginn minn. Ég hef líka lesið, að ég verði skip- aður doctor litterarum island iearum honoris causa. Og gull hamrar . . . en það má ekki Mta svo á, að ég sé ekki stolt ur og að mér finnist mér ekki sómi sýndur vegma þessa. Og bolla af súkkulaði fæ ég lik- lega einnig þennan dag. FRELSI, JAFNRÉTTI OG PLAST —- Á nú enn einu sirnni að ásaka okkur fyrir, að við töl um ekki íslenzku reiprenn- andi? — Þegar íslenzk vinmu- koná getur lært d" ísku á einni viku . . . leiðin frá ís- lenzku til skandinavísku er reyndar ekki lengri en frá skandinavísku til íslenzku. En nú eru allar vinnukonur orðnar barónsfrúr. Við höif um freisi, jafnrétti og bræðralag — og það þýðir, að allir geta fengið eins mikið af plasti, og þá lystir. Það er enginn mumur á barómsfrú og vimniu- r Eg er aðallega leikritaskáld Eftir Kjeld Rask Therkilsen konu. Allt það, sem ég sé og snerti á, er að meira eða minna leyti úr plasti. Hvar- vefcna fær maður plast/mat. Allar vinnukomur eru baróns frúr, sem emgan tíima hafa til framreicte'Iiustarfa. Þær sitja nefmilega annars staðar og borða sinn plastimat. — Þér eruð fyrsti íslend- ingurimm, sem hefur getað lif að af því að vera rithöfund- ur, af þv' ~’mu að slkriifla. — Ég kannaði málið fyrir nokkru og það kom í ijós, að á Islandi eru nú að minnsta kosti 10—12, sem lifa aif því. f Þýzkaiandi eru, að því er vitað er, aðeims fjórir merun, sem lifa af þv' að vera ritihöif umdar. Hinir vinma við alls kyms hluti aðra. — Óbeit yðar á þvi, sem þýzkt er; hefur kanns'ki minnkað með árumum? — Ég hef búið árum saman I Þýzkalandi og á stöðugt gott samstarf við Þjöðverja. Þeir eru á meðal beztu kaup- enda bóka minna (Forlög Laxness á þýzku eru 20). Um þessar rnumdif vinn ég að gerð íslenzkrar kvikmyndar i Haimborg fyrir Norddeutsch- er Rundf'unk. Það eru bæði Danir og Svíar, sem vinna að þessu verkiefmi, en það eru Þjóðverjamir, sem fá að 'greiða miiljónimar. Við erum sannarleiga bezteu vinir, en það er rétt, að ég get ekki þolað þýzíka heimspeki. — Á tftmabiili höifðuð þér ekkert á móti Marx. — Hann var Þjöðverji og Gyðinigur. Það er eftirtektar verð blanda. En ég hef liesið mikið eftir Freud. Ég get elkki skilið, hvers vegna fólk hefiur þessa þráíhyggju um mig og Marx. Ég hef verið samflerðamaður marxista, eirnkum á Hitilerstíimanum. Ég hef séð bækur eftir Marx en aldrei lesið þær. Afitur á móti hef ég lesið afar mikið eftir Freud. Sem unigur maður í Þýzkalandi var ég fylgismað ur expressionismans. Þegar hér var komið, dró Kurt Petersen Ijösmyndari gluiggatjiöMin aðeins fyrir i hefberginu. Of mákið at apríl slkáltjösi. ÓsjáSfráitt oig ör Haildór Laxness. geðja gre’p Laxness tækifær- ið og saigði: — Ja, þarna höfum við það. Misskilnimgur arkitektanma enn eimu sinni. Stórir glugg- ar mót suðri í löndium, þar sem sólin kemst aldrei i him- inhvirfilinn, en skín mestan h’uta ársins lárétt imn um giuggana með hræðileigum a-f- leiðingum. Arkitektar á Norð urlöndium hafa gleymt því, á hvaða breiddarbráðu þeir búa. Þe’r fá okkur einhvern timann með drepandi sól- skini símu til þess að formæla sólimni. EDtir þennan útúrdúr höld- um við áfram noktourn veg inn rólegir: — Hvað er það, sem skipt- ir mestu máli hér og nú fyr ir Laxnesis 70 ára? — Hið sama og í gær og í fyrradag. É'g er b'.aðamaður, skrifa ritgerðir og leikrit, skáldsögur. . . . . . sem þér Iiýstuð yfir fyr ir nokkru, að þér mynduð ekki fiást við framar. — Það hef ég aldrei sagt. Ég hef að visu gagnrýnt skáldsöguna sem tæki, ef til vill einkum á okkar tíimum, þegar það er frermur hrópið á götumuim, sem er formið. — Hvert er svo aðalverk Halldiórs Laxness á 53 ára rit höfundarf'erli? Ég geri alla hluti eins vel og ég get. Svona spurnimgu ■get ég ekki svarað. Aðalverk mitt sikrifaði ég raurnar 23 ára gamall á Sikiley. Það heitir „Vefarinn mikli frá Kasbm- ír“. Sagan kom út á Islandi og hún hefur verið lesin. Það er meðal annars til þýzk dokt orsrifcgerð um hana. Já, hún er senniiega athyglisverðasta bók min. 1 Danmörku þektoir hana enginm. ÉG ER NEFNILEGA LEIKRITASKÁLD — Þér s’krifið ritgerðir (essays) en þó einkum leikrit. — Þrjú af leikritum mínum ganga fyrir fullu húsi á ís- landi. Eitt þeirra er nú verið að sýna í 135. sinn fyrir fullu húsi. Á Islandi er ég nefni- lega leikritaskáld. Ég hef 9 leikrit að baki og tvö hafa orðið til á þessu vori. Það þriðja er sem sagt verið að æfa og það verður frumsýnt á afimælisdaginim. — Hér (í Danmörku) hefur aðeins verið sýnd Dúfnaveisl- an, í Árósum, sem einniig var sýnd i Noregi, — Þrátt fyrir gotit lista- fólk íór það leikrit fiyrir of- an garð og neðan. Á Islandi var það sýnt i bvö ár — og allir skildu það. Ég sikil ekki, hvers vegna ég á að vera bjáni, þegar ég skrifa leiikrit, en að ég er ágætur, þegar ég skrifa skáldsögur. Leikritin mín eru ekki einu sinni iesin. Hvers vegna? — Ef til vill vegna þess, að þau hæfa okkur siður en „eyjahugsunarhættinum". — Já en hér er um að ræða öfugan eyjahugsunar- hátt. Ég mæti ekki andstöðu, að því er snertir leikrit mín, heldur fullkomnu tómlæti. Og ég hef samt etoki varið minna en 8 árum af ævi minni ein- göngu í leikrit. Fólk nennir ekki einu sinni að reyna að sjá, hvað um er að vera. Og hvað snertir islenzka eyja- hugsunarháttinn, þá er hann þjóðsaga, sem á rót sina að rekja til rangs hugsunarháfct- ar í Skandinavíu. — Að svo margir skuli geta hugSBð jafn vitilaust í eimu, — Sýnið mér, hyar i verkum mimuim unnt er að benda á nökkuð, sem snertir eyjahugs unarhátt. — Ætlið þér nú á hausti lífsins að stíga á ný í væng- inn við kaþólskuna? — Ég er ekki kaþólikki í reynd. En ég hef iært meira af kaþólskri trú en nok’kurri annarri andslegri stefmu. LIST. EKKI SAGNFRÆDI Á fösbudag koma út hjá Gyldendal „Vímlandispunkt- ar“. Það eru ritgerðir, sem fjalia um hið listræna og til- gamgsfuila i hinuim einstöku Islendimgasöguim. Allt sitit líf hefur Laxness fengizt við ís- lendingasögurnar, sem flrá skáldlegu sjónarmiði hafa gegmuimsýrt hann eins og alla íbúa Islands. Nú lýsir hann þvi opinskátt yfir, að hanm líti á þessi rit frá miðöldum sem listaverk en ekki sem sagnfræðileg heimildarit. Hann er svo sannarlega feer og reiðubúinn til nokkurra hóimgangna enn um þetta eflni, um afchyg'lisverðustu þættina í fornkvæðu.num. Það er einstakt að ræða við Laxness. Hann er viðsjAll, vit ur, fullur þekkingar og barnalegur. Verk hans hafa verið gefin út í 46 löndum, en hann segist vinna hægar en nokkur skyldi halda. Bezt milli kl. 22 og kl. 1. — Ég verð að hugsa mig rækilega uim, þegar ég ætla að skri.fa, segir hann. HaUdór Kiljan (kaþólskt skírnarnafn hans, sem er fengið frá írskuim dýrl ingi) Laxness verður ævareið ur á íslenzka vísiu og finnst sér gróflega misboðið með því að imprað er á tilgerð í spurningu til hans. Við verð- 'um aldrei sammála uim velivilj aða merkin.gu þessa orðs á dönsku. Hann vefur teygju- bandi utan um fimm síigarett- ur og reykir þær allar sam- an í einu til þess að gefa til kynna, að þrátt fyrir mikinn reyk, þá geti þær ekki komið í staðinn fyrir.góðan vindil. Kimnigáfa hans er mjúk eins og barnsihönd og samtirn is hvöss. Laxness er hrein ull án nyions. Hann er sjálfur bæði Gerpla og Paradisar- heimt, kaþölikkinr, sem skipti ungur um trúarskoðun, súrrealíska ljóðskáldið, ekspressionistinn, þióðlélaigs legur förunautur þeirra Upt- on Sinclairs og Sinclair Lew is, sagnaskáidið, ieikrita- skáidið. Frjá’.s maður, sjáltf- stæður maður. Nóbeishöifund- ur. ísTandsld'ukka. 70 ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.