Morgunblaðið - 09.05.1972, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.05.1972, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR OG 8 SÍÐUR ÍÞRÓTTIK 102. tbl. 59. árg. ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1972 Prentsmiðja Morgunblaðsins Nixon forseti Bandaríkjanna: Tundurduflum komið fyrir við hafnir í N-Vietnam — Hyggst koma í veg fyrir að N-Vietnamar fái vopn £ í RÆÐU, sem Richard Nixon, forseti Bandaríkjanna, hélt í nótt kl. 1 að ísl. tíma, skýrði hann svo frá, að hann hefði fyrirskipað, að tundurduflum yrði komið fyrir á innsiglingaleiðum n-víetnamskra hafna, til þess að koma í veg fyrir að vopn og birgðir bærust þangað frá þeim, sem hann kallaði „alþjóðlega útlaga“. 0 Hann sagði, að bandaríski herinn hefði fengið fyrir- mæli mn að koma í veg fyrir vopnaflutninga til N- Víetnams sjóleiðis, ennfremur yrði skorið á járnbrauta- línur og aðrar birgðaleiðir og árásir flugvéla og skipa mundu halda áfram. Nixon sagði, að ráðstafanir þær, sem hann hefði fyrirskipað, væru þegar komnar til fram- kvæmda. ^ Jafnframt sagði Nixon, að allir Bandaríkjamenn yrðu fluttir frá S-Víetnam innan fjögurra mánaða og hætt yrði að koma fyrir tundurduflum í sjónum við N-Víetnam, ef gengið yrði að tveimur skilyrðum stjórnar sinnar, annars vegar, að N-Víetnamar slepptu bandarískum stríðsföngum — hins vegar, að þeir féllust á vopnahlé með alþjóðlegu eftirliti. • Nixon sagði, að þjóðum, secn flytitiu birgðir til N-Víeitnams hefði verið skýrt frá því, að þær hefðu þrjá daga til þesis að ’koma skipurn sínuim þaðan burt, — væn.tanlega þá frá höfnintni í Haipthong — og s'ki'p, sem færu inn í n-víetnams'ka landhelgi eft- ir það gerðu það á eigitn ábyngð Yrði byrjað að leggja diutfiin kl. 9 að Saiigon-tíima, hinn 9. maí og þau yrðu virk kl. 18 — að Saigon tima 11. maí. Forsetinn sagði, að siíðustu til- raunir sínar til þe.ss að koma á fri'ði í Víetnam, sem gerðar hetfðu verið með milliigöngu ráðgjafa sins, Henry Kissingers, hefðu ekki mæitt öðru en ánásum af hálfu N-Víetnama. Hann tiltók ýmiss konar tilsiakanir, sem Band'arikjamenn hefðiu boðið — „en hverju sliiku boði svöruðu N-Víetnamar með _ sivíivirðingum einum . . . þeir hafa svarað hverju slíku friðartilboði okkar með þvi að stigmagna styrjöld- ina“ sagði Nixon, — og bætti þvi við, að Bandaríikjastjórn TTiundi ekki horfa aðgerðarlaus að liitfi bandariskra hermanna og S-Víetnama yrði förnað. Flugslysiö á Italíu: Hættulegasti flug- völlur í allri Evrópu? Palermo, Italíu, 8. maí NTB KAPPSAMLEGA er unnið að rannsókn flugrslyssins við Pal- ermo sl. föstudag, er 115 manns fónist með flugvél af gerðinni DC-8, or htín rakst á fjallshlíð í aðflugi að Punta Raisi-flugvell- iitum. Fundizt hefur tæki vélarinnar sem síkráir isjálfkrafa allar hreyf Ingar henmar og vænta sérfræð- ingar þess, að þar fáist mikil- vægar upplýsingar. Haft er eftir talsmanni á Punta Raisi-fiugvellinum, að það sé ó- skiljanlegt, að flugvélin skyldi taka þá stefnu er hún hafði áð- ur en hún fórst. Hins vegar hafa ítö’.sk blöð skriíað mjög ræki- lega um þetta sliys, sem er hið mesta í farþegaflugi á Italíu Framliaid á bls. 31 Forsetinn sagði i upphafi ræðu sintnar, að svo virtisit sem um þrj'ár leiðir væri að rœða, að kalila þegar í stað burt allt banda riskt herdið frá Víetnam, — að halda áfram samningum, er ein- ungis yrði’ til þess að gera N- Víetnam fært að koma sér upp betri vígstöðu, eða beita ákveðn- um hernaðaraðgerðum. En þeg- ar betur væri að gáð, sagði for- setinn, að Bandarikjastjórn ætti engra kosta völ: „Manndrápum í þessu hörm'ulega striði verður að linna,“ sagði forsetinn . .■ . „Brotttför ökikar mun aðeins au'ka á blóðsú t'heldingar, við eigum að- eins eina leið, — að koma í veg fyrir að N-Víetnamar fái í hend- ur þau vopn, sem þeir þurfa á að halda .. Nixon sagði, að Sovétríkin og önnur kommúnisk riki hefðu gert N-Víetnömuim kleift að fram kvæma yfirstandandi sókn í S- Víetnam með þvi að sjá þeim fyrir skriðdrekum og öðrum vopnum. Og í fréttaskeyti frá AP er vakin athygii á, að það séu sovézk skip, sem einkum hafa flutt vopn til hafna í N-Víetnam og aðgerðir þessar muni þvi hafa áhrif á siglingar þeirra. Fyrr í gær hafði Nixon, for- seti, átt fund með öryggisráði Bandarikjanna og helztu ráð- gjöfum sínuim í Washington. Var ekkert um þær viðræður sagt þá og alls konar getgátur uppi fram eftir degi um hvað í vænd- um væri. Jafnframt var staðfest í Saigon, að Nixon, forseti, hefði fyrirski'pað loftárásir á herbæki- stöðvar í nágrenni Hanoi, höfuð- borgar N-Víetnams, eftir hlé frá 16. april si. Framliald á bls. 31 S-vietnamskur liennaður l>er aldraða flóttakonu frá Qang-Tri síðasta spöiinn til herstöðvarinnar í My Chanh, uni 35 km fyrir norðan gömlu ke isaraborgina Hue. Kosningarnar á Ítalíu: Settir á geð- veikra- hæli - segir Pravda í gagnrýni á Israels- stjórn Moskvu, 8. maí. AP. DAGBLAÐIÐ „Pravda“ seg- ir frá því í dag, að fregnir hafi borizt um „vaxandi lög- regiuofsóknir“ í Israel og að yfirvöid hafi gripið til þess ráðs að setja andstæðinga sína á geðveikrahæli tii þess að kúga þá. Með þessari fregn beindr máligagn sovézka kommún- istaflokksins sama skeyti að Israelium sem andstæðingar Sovétstjómarinnar hafa tíð- um beint gegn henni — þ. e. a. s„ að sovézka lögreglan sendi pólitiska andstæðinga Sovétstjórnarinnar á geð- veikrahæli. Vladimir Boishakov heitir sá, sem skrifar um mál þetta í Pravda og segir, að leiðtogar zíoni'sta beiti miskunnarlaus- uim hefndaraðgerðuim gegn þeim, sem mótmæli hernaðar- stefnu ísraels og kynþátta- misimunun, þar sem litið sé á Araba og svokaMiaða ,,svarta“-Gyðinga, sem annars flokks borgara. I>á segir Böls- hakov, að í Israel sé net fangabúða, þar sem í haldi séu um 2000 arahískir mennta- menn. Þá séu hundruð félaga úr ísraelska kommúnista- flokkn'um og frá öðrum „fram farasinnuðum" samtökum í hálifgerðu S'tofufangeisi á heimiluim sínum og hafi verið sviptir ferðafrelsi. Sem dæmi um, að menn séu lokaðir inni í geðveikrahæktm í Israel tiltekur Bolshakov einn þátfitakenda í andófi gegn 28. þingi zíonista i janúar 1970. Loks segir Bolshakov, að hefndaraðgerðir lögreglu, fá- tækt, atvinnuleysi og kyn- þáttamismunun — séu ein- kennandi þættir í ísraelsku þjöðlífi — og þeim verði ekki haldið leyndum, hvorki með áróðursritum um „fyrihheitna landið" né „hræsnisyrðum um friðarlöngun". Starf Pearce hreinn farsi — segir Ian Smith, Salisbury, Rhodesíu, 8. maí. — AP. — IAN Smith, forsætisráðherra Rhodesíu, iýsti því yfir í dag í útvarpsviðtali við innlenda og erlenda fréttamenn, að hann mundi ekki ganga feti framar í þvi skyni að ná samkomttlagi við brezku stjórnina um framtíð Rhodesíu. Ágreiningur stjórna Rhodesín og Bretlands hefur nú staðið í sex ár — frá því Ian Smith lýsti yfir sjálfstæði Rhod- esíu. Smith kvaðst ekki ennþá hafa fengið í hendur eintak af skýrslu Pearce lávarðar, sem stjórnaði kömnuninni í Rhodesíu á því, hvort afrískir íbúar landsinis gætu sætt sig við samkomulags- skilmála þá, sem þeir Smith og FramhaJd á bls. 31 Spáð fylgisaukningu kristilegra og fasista — kommúnistar fari halloka — en sósíalistar standi í stað Rómaborg, 8. maí — AP-NTB ÞEGAR rúmlega helmingur atkvæða í kosningunum til öldungadeildar ítalska þings- ins hafði verið talinn í kvöld virtist einsýnt, að flokkur kristilegra demókrata hefði unnið verulega á og rangar mundu reynast spár manna um, að hann missti fylgi til nýfasistaflokksins. Hins veg- ar hefur sá flokkur unnið ennþá meira á í þessum kosn- ingum af þessum tölum að dæma og virðast ítalskir kjós- endur hafa hneigzt verulega til hægri. Kommúnistar virð- ast ætla að fara halloka að þessu sinni — og er það í fyrsta sinn frá lokum heims- Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.