Morgunblaðið - 09.05.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.05.1972, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MAl 1972 auðlindir hafsins úti fyrir ströndum sínum. Þegar sýnt virðist hvert stefnir í þess- um efnum væri afar óráðlegt fyrir Breta og V-Þjóðverja að gera tilraun til þess að beita íslendinga afarkostum. Svo virðist nú, sem nokk- urs skilnings gæti í Bret- landi á því, að sú ferð yrði ekki farin til fjár, ef þeir reyndu enn einu sinni að beita okkur íslendinga of- beldi í landhelgismálinu, enda hafa þeir af því nokkra reynslu, að slíkar aðgerðir SAMHENT ÞJÓÐ - STERKUR ÞJÓÐARVILJI Oitgofandi hf. ÁrvakiH1, Rfeykjavík Prarrfcvæmdas-tióri Haratdur Svemsson. Rítsit]6rar Mattihías Johannessen, Eyjóiifur Konráð Jónsson. AðstoSarritstjón' Styrmir Gunnarsson. Ritstjómarfiull'trúi borbljöm Guðmundsson Fréttestjóri Björn Jólhannsson. Aug.l.ýsingastjöri Ámi Garðar Kristinsspn. Ritstjórn og aifgreiðsia Aðalstræti 6, sími 10-100. Augirý.singar Aðalstraati 6, sirmi 22-4-80 Ásikri'ftargjald 226,00 kr á imiámuðí innaniands I fausasöiu 15,00 Ikr einta'kið IVTæstu þrír mánuðir verða -*■ ’ örlagaríkir fyrir okkur íslendinga. Á þeim tíma mun koma í ljós, hvort samningar takast við Breta og V-Þjóð- verja á grundvelli útfærslu fiskveiðilandhelginnar í 50 sjómílur eða til átaka dreg- ur við þessar þjóðir. Væntan- lega er ríkisstjórnum þessara tveggja nágranna- og við- skiptaþjóða okkar nú orðið ljóst, að íslendingar munu ekki hvika frá útfærslunni í 50 sjómílur hinn 1. september nk. Allir hugsanlegir samn- ingar milli okkar og þeirra hljóta því að byggjast á þess- ari staðreynd. Frá því að alvarlegar um- ræður hófust hérlendis um nýtt og stórt skref í land- helgismálinu, hefur hvað eft- ir annað verið á það bent, að tíminn vinnur með okkur eins og raunar kemur betur og betur í ljós. Nýjasta dæm- ið um það eru samningar þeir, sem Bandaríkjastjórn hefur gert við Brasilíumenn um heimild fyrir bandaríska fiskibáta til þess að veiða rækju innan 200 sjómílna fiskveiðilögsögu Brasilíu. Með samningum þessum hafa Bandaríkin í raun viðurkennt rétt Brasilíu til 200 mílna fisk veiðilandhelgi. Þessir samn- ingar hljóta að stuðla mjög að því, að alþjóðleg viður- kenning fáist fyrir rétti strandríkja til þess að nýta bera takmarkaðan árangur og aðeins í stuttan tíma. Fyr- ir skömmu átti Geir Hall- grímsson, varaformaður Sjálf stæðisflokksins, viðræður við brezka þingmenn og ráðherra í Lundúnum. í viðtali við Morgunblaðið hafði Geir Hallgrímsson m.a. þetta að segja um viðhorfin í Bret- landi nú til landhelgismáls- ins: „Mér sýndist koma fram sterkur vilji til þess að ná samningum hjá þeim, sem ég átti tal við, áður en til út- færslunnar kemur 1. septem- ber. Alveg sérstaklega hygg ég, að þeir þingmenn, sem hafa sótt okkur heim, skilji betur en áður sjónarmið ís- lendinga, þótt þeir séu okk- ur engan veginn sammála. .... Niðurstaða mín er sú, að hjá Bretum ríki áhugi á því að ná samningum við okkur áður en til útfærslunnar kemur og að þeir séu reiðu- búnir til að ganga nokkuð langt frá þeirra sjónarhóli séð, til þess að samningar geti tekizt.“ Enn eru þrír mánuðir til stefnu. Við skulum vænta þess, að heilbrigð skynsemi, sem Bretar eru stundum kenndir við, fái að ráða hjá þeim í landhelgismálinu. Ef ekki munu þeir komast að raun um að samhent þjóð og sterkur þjóðarvilji mætir hvers kyns afarkostum eða ofbeldisverkum, sem tilraun kann að verða gerð til af þeirra hálfu, þegar kemur að 1. september. LÆRISVEINN EINARS OLGEIRSSONAR í rauninni hafa kommúnist- ar á íslandi aðeins lagt áherzlu á eitt hin síðari ár, en það er að reyna sannfæra almenning um, að þeir séu ekki lengur kommúnistar. Til þess að hreinsa af sér kommúnistastimpilinn lögðu þeir niður Kommúnistaflokk íslands fyrir stríð og stofn- uðu Sameiningarflokk alþýðu — Sósíalistaflokkinn með nokkrum Alþýðuflokksmönn- um. Þegar Sósíalistaflokkur- inn var orðinn gatslitinn og gegnsæ flík, var hann einnig lagður niður og Alþýðubanda lagið sett á stofn í hans stað. En nú var þeim ljóst, að nafnbreytingin ein mundi ekki duga, heldur þyrfti líka að sýna ný andlit. Þess vegna var hinum gamla kommún- istaforingja, Einari Olgeirs- syni, varpað fyrir borð og ungur ráðalaus sakleysingi settur í hans stað. En komm- únistar koma alltaf upp um sig fyrr eða' síðar. Eins og segir í miklu riti um kommúnistaflokkana í heiminum er formaður Alþýðubandalagsins „hug- myndafræðilegur lærisveinn Einars Olgeirssonar". Raunar var það vitað, að formaður Alþýðubandalagsins er ekki bara það, heldur líka pólitísk- ur fóstursonur kommúnista- foringjans gamla. En hin op- inbera staðfesting á þessu skiptir þó nokkru máli. Nú liggur hún fyrir. Og vera má, að fleiri sönnunargögn muni sjá dagsins ljós fyrr en varir. Ólafur Sigurðsson skrifar frá Bandaríkjunum; Gömul pólitík og ný Það gerist ýmislegt skrit- ið hér í Bandarikjunum. Nú er talað um ,,nýja pölitik" og að „snúa affcur til fólksins". Það eru George Waliace og George MacGovern og þeirra starfsmenn, sem hafa komið þessu af stað. Og hvað eiga þeir við. Það er ungur maður hjá MeGovem, sem er talinn hafa fundið upp sérlega snjalit kertfi. Það er fólgið í þvi að skipul-eggja samband við kjósendur, í gegn um kerfi, sem byggist á aðal- skrifstofu i Washinigfcon, sem hefur samband við skrifstof- ur í öllum 50 ríkjunum. Síð- an hefur ríkisskrifstofan sam band við umdæmisskrifstofur, sem ná yfir 20 tii 40 þúsund manns. Þær hafa síðan sam- band við hverfissikrifstofur, sem ná til 500 til 1.000 kjós- enda. Hér vestra heitir þetta ný pólitík. Það er ný pólitik af því, að ekki er byiggt á auglýsingastarfsemi í sjón- varpi. Þetta er allt kunnug- legt á íslandi. Það heitir ný pólitík, þeg- ar George Wallace ferðast um og heldiur fundi, vel aug- lýsta, þar sem hann heldur æsingaræður. Hann gerir það svo vel, að hann getur safn- að fé á fundunum og fengið mikla aðsókn. Hann held- ur því vel leyndu hvað kem- ur inn af fé. Það er mjög þægilegt að geta sagt að fé hafi safnazt frá almenningi og lenda ekki i neinum ITT málum, þó að einhver góð fyr irtæki viljd gefa fé. Þetta er ekkl annað en hefðbundin Suðurríkjapó'itik, 15—20 ára gömu-1. Það heitir ný pólitík, þeg- ar skrifstofa Nixons notar tölvur í kosningaundirbún- i-ngi. Þeir sendu beiðnir um fjárframlög til allra manna i vissum starfsgreinum, á viss- um aldri, í New Jersey. Sölu maður í New Jersey fékk bréf, sem hófst: Herra Alger Hiss. Nú líður að kosnimgum og . . .“ enginn hafði sagt tölvunni að Richard Nixon varð þess valdandi að Alger Hiss fór í fangelsi. Það hefur komið í ljós að keyptar auglýsingar í sjón- varpi hafa orðið takmörkuð áhrif. Árið 1952 neitaði Ad’ai Stevenson að nota a-uglý.sing ar í kosningunum á móti Eis- enhower. Það hefði engu breytt um útkomuna. En núna er að koma i ljós að þær duga ekki eins og fyrr. John Lindsay eyddi pening- um i Florida, sem nám u fimm dollurum á hvert atkvæði sem hann fékk. Mest af því fór í sjónvarp. Hann fékk 7%. Þegar svona er komið, jafnast ekkert á við fót- gömgulið McGoverns, sem er aðallega stúdentar. Það hefu-r líka komið í Ijós að stúdentar geta núna náð til verkalýðsins, sem þeir ekki gáitu fyrir ári sdðan. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að ekki er lengur ófriður í skólumum. Það var mikið skrifað um stúdenta McCarthys í New Hampshire 1968. I>eir voru 1.100. McGovem hafði , 3.000 í ár. Þegar komið var til Wis- consin voru þar starfand' 10 þúsund manns, allt sj'áltfboða- liðar, undir stjórn 25 ára gam als bóndasonar frá Nebras'ka, Gene Prökorny. Hann var stuðningsmaðu-r Eugene McCarthy og var eini full- trúi hans frá Nebraska á flokksþínginu í Chicago 1968. Hann sá ekki fram á að meira yrði úr starfsemi McCarthys og snerist þvi til stuðnings við McGovern. í Bandaríkjunum skrásetja kjósendur sig fyrir kosnimg- ar og geta ekki kosið, nema þeir hafi gert það. Þessi skrá setming er gerð tii . þess, að koma í veg fyrir kosninga- svindl. Þar skráir fólk sig sem Repíblikana, Demókrata eða óháða. Eins og stendur eru 45% skrásettra kjósenda Demókratar, 25% eru Repúblí- kanar og 30% óháðir. Ekkert skyidar kjósendur til að kjósa í samræmi við skrásetn inigu. Þá hefur skrásetningarkerf ið verið notað víða til að koma í veg fy-rir að negrar og aðrir minnihlutahópar nái áhrifum. Ýmsar leiðir hafa verið farnar, svo sem að setja gjöld fyrir s’krásetm ingu, krefjast prófa, flytja skrásetningarskrifstofuna oft í viku og hafa hana opna á tímum, sem fólk á erfitt með að Iosma frá vinnu. Öll þessi ráð hafa verið dæmd brot á stjórnarskránni, en mér er tjáð, af öruggum heimildum, að þau séu enn í notlkun, hér og _þar. Ymis ný atriði koma til greina i þessum kosningum í Ólafur Sigurðsson Bandaríkjunium. Hvað mikil- vægast er að nú hefur kosn- ingaaldurinn verið lsðkkaður úr 21 ári í 18 ár, sem fjöilgar bugsanlegum kjósendum um nókkrar milljóndr. Hér tala allir um áhrif umga fólksins og er þá að jafnaði átt við fólk á aldrinum 18 til 25. Það eru samt ekki niema sérfræð- inigarnir, sem tala um það, að helmimgi fleiri kjósendur eru yfir fimmtugt, en þeir sem eru undir 25 ára. Þeir segja líka að aldrei muni nema innan við hielmingur þessa fólks kjósa. Það gleymist oft að ungt fólk skiptist hér í þr.j'á meg- in hópa, námsmenn, húsimæð- ur og vinnandi fól'k og ec_u allir tæpur þriðjungur. Fjórði hópurimn og lang- minnsti er í hernum. Þá hef- ur það áhrif á þessar kosn- ingar, að sívaxandi fjöldi fóilks í minnihlu'tahópum læt- ur skrásetja sig til að kjósa, aðallega neigrar og mexican- ar. Enn éin rnýjung hefur veru leg áhrif á prófkosningarnar hjá Demókrötum. Svokölluð MoGovern-Frazier nefnd inn an flokksins, setti nýj-ar regi ur um kosningu fulltrúa á f'okksþingið. Þeir hafa tid þessa verið eldra fólk, sem hefur langa reynslu í flokk- unum og fjiárhagsliegt bol magn til að styðja flokkana. Hinar nýj-u reglur hafa verið samþyklktar af floikksdeildium allra ríkjanna og eru í 18 greinum. Mikilvægustu atrið- in eru þau að konur skula vera jafn margar og karlar, minnihl’utahópar skulu eiga fulltrúa í sendinefnd síns rík is í hluifcfalli við búsetu í rík- inu og ungt fólk, undir 30 ára, skal eiga fulltrúa hlut- falli við fj'ölda. Þetta er í sam ræmi við þá stefnu, sem mjög er vinsæl meðal Demó- krata, að reyna að flytja alla stjórnmálasfcarfsemi sem næst fólkimu í landinu. Það verð- ur ólíkt fólk á flokksþingi Demókrata í Miami, því sem var í Ohicago 1968. Erfiðasta vandamálið af öll um er þó fjiárbagslegt. Kostnaðurinn við allan kosnimgaundirbúnimginn er orðinn svo gífurlegiur, að til vandræða horfir. Demókratar eru enn í 9,4 milljón dollara skuld eftir kosnimgarnar 1968 og þær hafa ekkert lækkað siðan. Eins og sfcend ur greiða þeir frá deigi til dags. Fjár er atflað með ýmsu móti, en mesfcur hl'Utinn kem ur frá einstaklimgum, sem ’gefa undir 100 dollara. Sumir semda inn fé óbeðnir, bréf eru send til flokfesmanna, auglýst í blöðum og stundum menn sendir í hús, til að biðja um fé. Ein vinsælasta fjár- öflumarleiðin er að halda sam komu, þar sem lélegur mat- Framhald á bls. 21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.