Morgunblaðið - 09.05.1972, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.05.1972, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MAl 1972 17 Gylfi Þ. Gíslason: Tímabært að breyta varnar- samningnum í veigamiklum atriðum - En aðild a5 varnarbandalagi án varnarsamninga er rökleysa GYLFI Þ. Gislason, formaður Al- þýðuflokksins, flutti athyglisverða rœðu um isienzk utanrikis- og varn- armál á fumli Varðbergs og Samtaka um vestræna samvinnu sl. iaugardag, en í ræðu þessari gerði formaður Al- þýðuflokksins grein fyrir þvi, hvemig viðhorf hans til utanríkis- og varnar- mála hafa breytzt á rúmlega aldar- fjórðungsisikeiði oig lýsti sjónarmið- um sínum til þessara mála í dag. Hér á eftir verður drepið á helztu þætti í máli Gylfa Þ. Gíslasonar. KEFLAVÍKURSAMNINGUR Gylfi Þ. Gíslason sagði, að tilmæli Bandaríkjastjórnar, að styrjöldinni lokinni, um afnot af herstöðvum hér á landi til 99 ára hefðu verið alvarleg og örlagarík mistök af hálfu Banda- rikjastjómar og verið orsök til djúp- stæðrar tortryggni í garð Bandaríkj- anna á næstu árum meðal f jölmargra lýðræðissinnaðra stuðningsmanna Vesturveldanna á Islandi. Hann kvað andstöðu fjölmargra við Keflavikur- samninginn og aðild að Atlantshafs- bandalaginu tvimælalauist mega rekja til þessarar málaleitunar, en henni var einróma hafnað af öllum stjórn- málafiokkum landsins. Fyrstu stórdeilumar á Islandi um utanríkis- og vamarmál urðu um Keflavíkursamnin'ginn svonefnda, sagðl Gylfi Þ. Gíslason, en hann gerðu stjórnir Islands og Bandaríkj- anna um niðurfellingu herverndar- samningsins frá 1941. Foimælendur Keflavikursamnimgsins töldu reynslu styr jaldaráranna hafa sýnt, að Banda- ríkjamönnum væri aðstaða á Islandi nauðsynleg til þess að geta haldið uppi tengslum við herlið það, sem enn var á meginlandi Evrópu. Islend- ingar og Bandarikjamenn hefðu verið bandamenn í styrjöldinni og það væri sameiginlegt hagsmunamál þeirra að stuðla að traustri skipan mála í Evrópu að styrjöldinni lok- inni. Gylfi sagði hins vegar, að and- staðan gegn sammingunum hefði verið sprottin af ýmiss konar ástæð- um. í fyrsta lagi voru islenzkir kommúnistar, sem voru andstæðir samvinnu við vestræn ríki vegna stuðnings við málstað Sovétríkjanna í heims'málum I öðru lagi voru hlut- leysissinnar og í þriðja lagi þeir, sem viðurkenndu nauðsyn afnota Banda- ríkjanna af Keflavíkurflugvelli í sam- bandi við skyldur hennar í Evrópu, en vildu að flugvöllurinn yrði afhent- ur islenzku rikisstjórninni og rekinn af henni, ef nauðsynlegt væri, með aðstoð sérfræðinga og skyldi þá Bandarikjastjórn greiða af þvi kostn- að. Sagði Gylfi, að þetta hefði verið stefna sín og Hannibals Valdimars- sonar, og hefðu þeir flutt breytimg- artillögu við samninginn þessa efnis, en hún verið felld, og þeir þá greitt atkvæði gegm samningnum. „Ég er enn þeirrar skoðunar, að ýmis ákvæði Keflavikursamningsins hefðu getað verið íslendingum hag- stæðari en raun bar vitni um og að hætta hafi verið á að framkvæmd hans ylli meiri vandræðum en varð og urðu þau þó talsverð. Hi-tt má vera rétt, að eins og þróun mála varð, hefði það reynzt Islendingum ofviða að annast stjórn og rekstur vallar- ins.“ DEILUR UM ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ Gylfi Þ. Gíslason vék þessu næst að defflunum um aðild Islands að At- 1-antshafsbandalaginu 1949, en þá voru aðeins 3 ár liðin frá gerð Kefla- víkursanmingsins. Ágreiningur var milM Mkra sjónarmiða og áður. Yfir- lei-tt má þó se-gja, að Sjálfstæðisflokk- ur annars vegar og Sósíalfetaflokkur hins vegar, hafi verið samstæöir i við- horfum sínum til utanrikis- og varn- armála, en innan Alþýðuflokks og Framsóknarflokks voru skoðanir skiptar og kom það fram bæði á Al- þingi og utan þess. Fylgismenn þess, að Islendingar gerðus-t aðilar að At- Gylfi Þ. Gíslason lantshafsbandalaginu rökstuddu skoð- un sina með þvi, að útþenslustefna Sovétríkjanna í Austur-Evrópu hefði leitt í ljós, að nauðsynlegt væri að vestrænar lýðræðisþjóðir mynduðu með sér varnarbandalag til þess að stöðva ágan-g Sovétríkjanna og tryggja valdajafnvægi í Evrópu. Rök an-dstæðinga aðildar voru enn ólík, eins og þegar deilt var um Keflavík- ursa-mningimn, s-agði Gylfi Þ. Gísla- son. Þar var fyrst og fremst um að ræða fylgismenn alheimskommún- ism-ans, en kömmúnistar beittu sér alls staðar i Austur-Evrópu af alefli gegn stofnun sliks bandalags. Hlut- leysisstefnan reyndist enn eiga veru- legu fylgi að fagna. 1 þriðja lagi voru svo þeir, sem viðurkenndu nauðsyn þe-ss fyrir vestrænar þjóðir að stofna varnarbandalag vegna útþenslustefnu Sovétríkjanna, en efuðust um, að Is- land ætti þar heima, nema alger sér- staða þess væri viðurkennd með Skriflegum fyrirvara. Innan þing- Framhald á bls. 21. Baldur fíermarmssori---------- FÓLK og VÍSINDI Sauðkindin og mannfólkið ALLIR, sem hafa fengið einhverja nasasjón af sauðburði, vita hve lítið þarf til að raska sambandi kindar- innar vi-ð nýborið afkvæmi sitt. Ef þau eru skilin að strax eftir burð- inn ber hún e-kki kennsl á það síðar og vill ekkert af því vita. Áþekk dæmi eru alþekkt í dýrarikinu. Á slíðari tímum hafa menn áttað sig æ betur á því, að einkenmi mann- legs hátternis á sér líffræðilegan uppruna. Þegar öllu er á botninn hvol-ft er mannkynið ein af dýrateg- undum jarðarinnar. Við hljótum þannig að hMta sams kon-ar lögmál- um og þau dýr sem okkur eru skyld- ust. Því miðu-r er það oft svo, að fyr- irkomulag hinna tæknivæddu þjóð- félaga nútímans brýtur í bága við náttúru þegnanna. Verstu dæmin eru að sjálfsögðu þær þjóðir sem byggja félagskerfi sín á hagfræðikennin'gum og úreltri hugmyndafræði, en snið- ganga mannseðlið fullkomlega. Hópur bandariskra vísindamanna tók sér á hendur að kanna, hvort aðfoúnaður og fyrirkomulag á fæð- ingardeildum nútima sjúkrahúsa hefði neikvæð áhrif á samhand móður og barns. Þar eru bömin víða skiliin frá mæðrunum strax eða fljót- lega eftir fæðmgu. Töldu þeir e-kki ólíklegt, að þetta gæti spillt sam- bandi þeirra á sama hátt og á sér stað I dýrarikinu. Gerðu þeir athuganir á 28 mæðr- um sem skipt var í tvo jafnstóra flokka. Fékk annar flokkurinn venju lega meðhöndlun, en mæðurnar I hinum höfðu börn sín hjá sér oft ar og lengur en ella. Mánuði eftir fæðingu rannsökuðu vísindamennirnir gaumgæfilega sam band mæðranna við börnin. Rann- sóknin byggðist aðallega á fjórum atriðum og prófum. í fyrsta lagi athuguðu þeir hvem- ig móðirin brást við þegar bamið grét. hvort hún tók það í arma sina og huggaði eða sinnti því ekki. I öðru lagi athuguðu þeir hvort móðirin he-fði yfirgefið bamið í langan tíma, t.d. farið í kvikmynda- hús eða samkvæmi, og hve oft þetta hafði þá gerzt. Ennfremur grennsl- uðust þeir fyrir um líðan þeirra við þessi tækifæri, hvort þær hefðu hug- ann sífellt hjá börnunum eða gleymdu þeim alveg. 1 þriðja lagi var móðirin kvik- mynduð er hún gaf barni sínu mjólk að drekka (úr flösku), og sá tími mældur sem hún kjassaði það og fylgdist með því. 1 fjórða lagi athuguðu þeir við- brögð móðurinnar, þegar rannsókn var gerð á baminu, hvort hún fylgd- ist með af áihuga, gældi við það og hughreysti eða kærði sig kollótta. Mæðrunum voru gefin stig fyrir hvert próf og flokkamir síðan born- ir saman. Vísm-damennirnir höfðu að vísu búizt við einhverjum mun, en það kom þeim mjög á óvart hve mikill hann reyndis-t. Var áberandi hve miklu innilegra samband sá flokkurmn hafði við börn sín, sem í þe-ssu máli, svo fyrirbyggja mætti meira samneyti hafði við þau á fæð- hin neikvæðu áhrif af sjúkrahús- ingardeildinni. vistinni. Hvöttu þeir til viðtækra rannsókna -O-- Efnafræði áfengis Það er alkunna, að Bakkus gamli gerir áhangendum sínum ærið mis- hátt undir höfði. Sumum er áfengis- víman æðst allra nautna, aðrir þola sopann illa og finnst litið til koma. Samkvæmt gamalli reynslu eru kon- ur að jafnaði taldar til hænuhaus- anna. Drykkjumenning kvenþjóðar- innar er í öllum löndum frábrugðin því sem gerist meðal ka-rla, og hætt- ir þeim miklu síður við áfengissýki. Ýmsir hafa talið þetta afleiðingu hlutverkaskiptingar kynjanna í þjóð félaginu. Vísin-dalegar athuganir gætu þó bent til þess, að munur- inn sé aðallega líffræðilegs eðlis en eirki þjóðifélagslegs, og eigi rót að rekja til ólikra efnaskipta i líkama karls og konu. 1 Mkaman-um breytist áfengið í svo- kallað acetaldehýð, sem síðan breyt- ist í annað efnasamband, acetat. Það hefur lengi verið talið fullvíst, að magn acetaldehýðsins ráði vellíðan áfengfeneytandans. Tveir bandariskir líffræðingar, dr. Redmond og dr. Cohen, hafa nýlega gert rannsóknir á músum, sem benda ti-1 þess að gangur áðurnefndr- ar efnabreytingar sé kynbundin. Þeir sprautuðu ákveðnu magni í líkama dýranna og efnagreindu að hálfttma liðnum loftið, sem þau önduðu frá sér. 1 ljós kom að bæði kynin önduðu frá sér jafn miklu áfenigi, en karldýrin mun meira acet- aldehýði en kvendýrin. Þetta sýnir, að meira magn acetaldehýðs hefur verið i blóði þeirra. Tvær skýringar töldu líffræðing- arn-ir sennálegastar. Er önnur sú, að karldýrin framleiði acetaldehýð úr áfengi hraðar en kvendýrin. Hin er, að fyrri liður efnabreytingarinnar gangi álíka hratt hjá báðum kynj- unum, en kvendýrin breyti hraðar acetaldehýðinu í acetat. Ef til vill eiga báðar skýringamar einhvern rétt á sér. Munurinn hva-rf þó að mestu, er karldýrin voru gelt. Þetta bendir til að hormónar í efetum þeirra eigi þar hlut að máli. Eggjastokkar kven- dýranna voru einnig fjarlægðir með skurðaðgerð, en það hafði engar breytinigar i för með sér. Redmond og Cohen benda einnig á, að lifur karldýranna innihaldi meira magn af sérstöku efni (catalase), sem vitað er, að greiðir fyrir breyt- ingu áfengfe í acetaldehýð. Aðrar rannsóknir, sem gerðar hafa verið á rottum, sýna að líkami (Uf- ur) karldýranna á að jafnaði hæg- ar með að brjóta niður eiturefni en líkami kvendýranna. Redmond og Cohen taka fram, að hliðstæðar rannsóknir hafi ekki ver- ið gerðar á mannfólki, en segja, að búast megi við svipaðri niðurstöðu. Muni þar fundin helzta orsök þess, að konur hneigjast síður að drykkju en karlmenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.